Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 33 ✝ Ingveldur Pét-ursdóttir fæddist í Reykjavík 14. mars 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Eiríksdóttir húsmóð- ir frá Kirkjuferju í Ölfusi, f. 26. mars 1877, d. 26. janúar 1926, og Jóhann Pét- ur Guðmundsson tré- smíðameistari frá Úlfljótsvatni í Grafn- ingi, f. 26. september 1872, d. 22. janúar 1956, en þau bjuggu á Vatnsstíg 10b í Reykjavík. Þau eignuðust fimm dætur, en aðeins sú elsta, Aldís, f. 12. júlí 1903, d. 23. febrúar 1961, og Ingveldur komust til fullorðinsára. Hinar voru Lovísa, f. 9. júlí 1908, d. 20. ágúst 1911, Ingveldur, f. 6. janúar 1906, d. 15. september 1914, og Lovísa Eygerður, f. 18. september 1911, d. 17. september 1918. Ingveldur eignaðist dótturina Áslaugu Þorbjörgu 12. ágúst 1940. Faðir hennar var Jóhann Ottesen verslunar- maður í Reykjavík, f. 29. september 1910, d. 10. júlí 1943. Ás- laug er bókasafns- fræðingur og er gift Herði Sigurgests- syni rekstrarhag- fræðingi og fyrrver- andi forstjóra. Þeirra börn eru: 1) Inga, f. 3. október 1970, gift Vicente Sanchez-Brunete. Þau búa í Madrid og er dóttir þeirra María Vigdís, f. 22. júlí 2002. 2) Jóhann Pétur, f. 7. maí 1975, kvæntur Helgu Zoëga og eru börn þeirra Áslaug Kristín, f. 1. maí 1999, og Hörður, f. 10. ágúst 2003. Ingveldur stundaði lengi versl- unarstörf, fyrst ung að árum hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, en síðar hjá Kron, skóbúð, Hús- gagnaverslun Austurbæjar og Valhúsgögnum, þar sem hún starfaði fram að sjötugu. Útför Ingveldar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég hitti Ingveldi Pétursdóttur, sem ávallt var nefnd Inga, í fyrsta sinn fyrir utan húsið á Vatnsstíg 10 b. Þetta var á sólfögru sumarkvöldi, og í það sinn var ég aðeins kynntur fyrir henni með einföldum hætti. Kynni okkar áttu hins vegar eftir að verða nánari. Eftir að ég giftist Ás- laugu bjuggum við ávallt saman sem ein fjölskylda. Á þá samveru féll aldrei neinn skuggi. Inga var fædd, uppalin og bjó all- an sinn aldur í Reykjavík. Fjölskyld- an bjó í litlu, hnarreistu húsi við Vatnsstíg, sem heimilisfaðirinn Jó- hann Pétur, þekktur sem Pétur snikkari, hafði sjálfur teiknað og byggt árið 1902. Húsið var bæði heimili og vinnustaður, því að faðir Ingu, trésmíðameistarinn, hafði lengi vinnustofu í kjallaranum og smíðaði og renndi úr tré fyrir bygg- ingameistara og verslanir bæjarins. Hitti ég enn fólk, sem man hann við rennibekkinn. Móðir Ingu lést, þeg- ar hún var tíu ára, og þá fljótlega tók Aldís systir hennar, sem var tólf ár- um eldri, við heimilinu. Missir móð- urinnar hafði áreiðanlega mikil áhrif á heilsu Ingu, sem bæði var næm og greind, en kennsla hennar og mennt- un fór að mestu fram í einkatímum. Þyki okkur Reykjavík litrík í dag, þá held ég að hún hafi í sínum tíð- aranda ekki verið síðri fyrir stríð. Inga var hafsjór af fróðleik um menn og málefni þeirra tíma og brá upp myndum af lífinu þá. Hún átti alltaf góðan hóp vina og kunningja, sem eru langflestir horfnir. Hún hafði einnig mikla ánægju af að fara á tón- leika og í leikhús og hvatti vini sína með sér. Inga studdi fjölskyldu okkar með ráðum og dáð. Mér er sérstaklega minnisstætt til dæmis, er við Áslaug vorum í tvö ár við nám í Bandaríkj- unum, þegar okkur fór að berast vikulega á fimmtudögum brúnn strangi með Morgunblaðinu síðustu viku innpökkuðu. Hún vildi fylgja því eftir, að við vissum, hvað hér væri að gerast, og stuðla að því að við kæm- um örugglega til baka. Hún átti líka stóran hlut í uppeldi barnanna, þau voru sólargeislar hennar og báru nöfn hennar og föður hennar. Hún var ætíð til staðar á heimilinu, og þau nutu þess sérstaklega, þegar við þurftum að bregða okkur af bæ, sem var oft á þeim tímum, þá þau voru börn og unglingar. Hún naut þess líka að ferðast með okkur heima og erlendis, þegar tækifæri var til. Inga stundaði lengstum verslun- arstörf. Síðari hluta starfsævinnar naut hún sérstaklega að selja og af- greiða húsgögn og hafði mikla ánægju af samskiptum við viðskipta- vinina. Hún starfaði allt fram að sjö- tugu. Inga naut allgóðrar heilsu þar til á allra síðustu árum, en í janúar 2001 varð hún mikið veik og var hún það ár ýmist á sjúkrahúsum eða heima á Skeljatanga 1. Hún kom í Sóltún 17. janúar 2002 og dvaldist þar til ævi- loka. Eru öllum þeim, sem önnuðust hana á þessum árum, færðar einlæg- ar þakkir fyrir alla þá aðstoð og að- hlynningu, sem henni var veitt. Ég kveð Ingu Pétursdóttur með miklum söknuði. Hún var okkur mik- il stoð og góður samferðamaður. Blessuð sé minning hennar. Hörður Sigurgestsson. Samband okkar við ömmu var mikið og gott og markaðist af því að hún bjó ávallt með okkur. Þegar við áttuðum okkur á því að svo væri ekki með allar ömmur urðum við hissa. Kostirnir voru svo augljósir. Við vor- um í frábærum og öruggum fé- lagsskap um leið og mamma og pabbi áttu auðveldlega heimangengt. Amma var sérstaklega skapgóð og blíð. Við vorum einu barnabörnin hennar og fengum athygli hennar óskipta. Hún sýndi okkur endalausa þolinmæði við að spila, spjalla og leiðbeina að ógleymdum bænunum sem hún kenndi okkur. Þau voru margvísleg og ófá verkefnin sem hún hjálpaði okkur með og í lok skóla- anna átti Pési gjarnan að skila kær- um kveðjum frá handavinnu- og dönskukennurum. Á flestum tímum sólarhringsins var hún boðin og búin að útbúa mat eftir óskum sérviturra barna og nýttum við okkur það. Ná- lægð og örlæti hennar var mjög stór hluti af tilveru okkar. Amma lagði áherslu á heilindi og umburðarlyndi í öllum samskiptum. Hún ræddi eigin ungdómsár ekki mikið. Þótt líf hennar hafi ekki alltaf verið dans á rósum urðum við þess aldrei vör. Aldursmunur einkenndi ekki samband okkar og við gerðum oft grín að því að hún væri á margan hátt yngri í anda en foreldrar okkar. Hún fylgdist mjög vel með þjóðmál- um og hafði sínar skoðanir. Hún var til að mynda alla tíð eindreginn stuðningsmaður Sjálfstæðisflokks- ins og naut þess að taka þátt í starfi hans. Samband ömmu og mömmu var einstakt. Þær bjuggu ávallt saman ef frá eru talin tvö ár þegar foreldrar okkar bjuggu í Bandaríkjunum og síðustu þrjú árin vegna veikinda ömmu. Samband þeirra einkenndist af djúpstæðri væntumþykju og virð- ingu. Síðustu þrjú árin hrakaði lík- amlegri heilsu ömmu. Hún dvaldist fyrst á sjúkrahúsum og fór síðan á hjúkrunarheimilið Sóltún. Á þessum stöðum fékk hún góða umönnum hjá hæfu starfsfólki. Þar hefur hugur mömmu verið og sú tryggð og sam- vera sem mamma veitti ömmu þenn- an tíma aðdáunarverð. Samvinna þeirra og ekki síst skap- ferli ömmu átti mjög stóran þátt í því að búa til það hlýja, örugga og stað- fasta umhverfi sem við ólumst upp í. Fyrir það erum við óendanlega þakklát. Við biðjum algóðan Guð að blessa minningu ömmu. Inga og Jóhann Pétur. Við kveðjum í dag mæta konu, Ingveldi Pétursdóttur eða Ingu eins og hún var ævinlega kölluð í fjöl- skyldunni. Við kynntumst henni fyr- ir um 40 árum þegar Áslaug, einka- dóttir hennar, giftist Herði bróður okkar. Hún hélt með þeim heimili alla tíð og varð sjálfkrafa hluti af okkar fjölskyldu. Inga lést þremur dögum fyrir 89 ára afmælisdag sinn, en hún var fædd og uppalin á Vatnsstíg 10b í Reykjavík og bjó þar í 60 ár og var því sannur Reykvíkingur. Hún var vel að sér um menn og málefni og þekkti vel til margra íbúa bæjarins á árum áður og fylgdist með því fólki og afkomendum þeirra. Hún hafði áhuga á ættfræði og gat rakið ættir margra íbúa borgarinnar. Áhugi hennar á fólki náði reyndar út fyrir landsteinana og þá helst til Dan- merkur en hún hafði gaman af að lesa dönsku vikublöðin og var vel að sér um dönsku konungsfjölskylduna og marga af eldri leikurum Dana, enda var hún mikill leiklistarunn- andi. Það gat verið gaman að spjalla við hana um þetta fólk sem hún talaði oft um eins og kunningja sína. Alla sína starfsævi vann hún við verslunarstörf, fyrst í mjólkurbúð- um, síðan í skóbúð Kron og svo í hús- gagnaverslun Austurbæjar og í Val- húsgögnum. Naut áhugi hennar á fólki sín vel í þessum störfum. Inga átti sterkan og góðan vin- kvennahóp og voru flestar þeirra Reykjavíkurdömur eins og hún. Við systur nutum þeirra forréttinda til margra ára að hitta þær einu sinni á ári, á afmælisdegi Ingu. Það var af- skaplega fróðlegt og skemmtilegt að fylgjast með umræðum þeirra um málefni líðandi stundar, ekki hvað síst um samferðafólk þeirra í lífinu. Þær komu úr ólíku umhverfi, þekktu marga, höfðu frá mjög mörgu að segja og voru svo ótrúlega minnug- ar. Á síðari árum fækkaði smám saman í hópnum, en alltaf voru þær jafnhressar og kátar þær sem komu. Við minnumst Ingu ekki bara sem fjarlægrar tengdamóður bróður okk- ar, heldur tengdist hún fjölskyldunni sterkum böndum og tók þátt í öllum hátíðum og fjölskylduviðburðum, stórum og smáum. Hún var gjarnan kölluð Inga amma í okkar hópi, bæði til aðgreiningar frá Ingu dótturdótt- ur sinni en ekki síður vegna þess að hún gekk börnum okkar systranna, Vigdísi og Sigurgesti, í ömmustað, eftir lát móður okkar árið 1978 og síðar þeim Tómasi Vigni og Árnýju þegar þau fæddust. Hún sýndi þeim einlægan áhuga, umhyggju og alúð alla tíð, fylgdist vel með hvernig þeim vegnaði í lífinu og gætti þess ávallt að vera með í að gefa þeim af- mælis- og jólagjafir. Alltaf spurði hún um þau, þegar við hittum hana, fylgdist með námi þeirra og störfum og þá ekki síst með ferðalögum þeirra hér heima og erlendis. Það var aðdáunarvert hversu vel hún mundi hvað þau voru að gera, hvar þau voru og hvenær þau voru vænt- anleg heim. Þrátt fyrir erfið veikindi síðustu mánuði hélt Inga uppteknum hætti. Umhyggjan fyrir fjölskyldunni kom glöggt fram í öllu hennar tali. Hún fylgdist vel með því sem var að ger- ast í þjóðlífinu og hún hélt reisn sinni og virðingu til síðasta dags. Við þökkum samfylgdina í gegn- um árin og alla góðvildina í okkar garð. Blessuð sé minning Ingu Péturs- dóttur. Ásdís og Sigrún Sigurgestsdætur. Ég stærði mig stundum af því þeg- ar ég var lítil hvað ég væri heppin að eiga þrjár og jafnvel fleiri ömmur. Inga amma var ein þeirra og við vorum heppin frændsystkinin að fá að deila henni með Ingu og Pésa. Okkur systurnar langar að þakka fyrir alla góðmennskuna og velvild- ina sem við fengum að njóta frá Ingu Pétursdóttur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hugur okkar er hjá fjölskyldunni heima í dag. Vigdís og Árný. Ingu kynntist ég áður en ég man eftir mér. Hún var fyrsta vinkonan sem ég eignaðist í Skerjafirðinum og tæplega sjötíu ára aldursmunur skipti mig engu máli. Inga talaði nefnilega alltaf við mig eins og við værum jafnöldrur, meira að segja þegar ég var ennþá að leika mér með Barbiedúkkur. Inga bakaði bestu pönnukökur sem ég hef fengið, enda bað ég hana einu sinni um uppskriftina og gaf henni ,,einkunn: 10“. Okkur Ingu þótti annars skemmtilegast að horfa á Nágranna eða spila. Hún kenndi mér að spila ólsen ólsen, rommí, kas- ínu, löngu vitleysu og þjóf og ég mátti að sjálfsögðu velja hvaða spil við spiluðum hverju sinni. Svo þegar ég fór heim gaf Inga mér alltaf kon- fektmola í nesti. Ég man sérstaklega eftir því þeg- ar Áslaug og Hörður fóru í veiðiferð og fólu mér það skemmtilega verk- efni að ,,passa“ Ingu. Þó að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því á þeim tíma var hún miklu frekar að passa mig en ég tók ábyrgðina alvarlega. Ég fékk meira að segja að gista heima hjá Ingu þó að ég ætti heima í næsta húsi. Um kvöldið tókum við svo fimmuna upp á Suðurlandsbraut og fórum á Pizza Hut. Í seinni tíð heimsótti ég Ingu í Sól- túnið. Hún var alltaf jafn glæsileg og brosandi og hafði mikinn áhuga á að fá fréttir af mínu lífi þó að hún hafi aldrei verið mikið fyrir að tala um sjálfa sig. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst Ingu og fyrir að hafa alltaf verið velkomin heim til hennar. Áslaugu, Herði, Ingu, Jóhanni Pétri og fjölskyldum þeirra votta ég innilega samúð. Blessuð sé minning Ingu vinkonu minnar. Anna Hrefna. Það mun hafa verið fyrir um það bil 50 árum sem ég fyrst kynntist Ingu. Við Áslaug, einkadóttir Ingu, tengdumst þá vinaböndum sem ekki hafa rofnað síðan. Við lærðum mikið saman bæði í gagnfræðaskóla og menntaskóla og dvöldum þá á heim- ilum okkar til skiptis. Mér fannst alltaf svo gott að koma á Vatnsstíg- inn þar sem þær mæðgur bjuggu með Pétri, föður Ingu og Aldísi, syst- ur Ingu. Pétur varð bráðkvaddur þegar við vorum í landsprófi. Hlý- leikinn í garð gamla mannsins var einstakur. Hann hafði misst konu sína frá tveimur ungum dætrum en Inga var aðeins 10 ára þegar móðir hennar dó. Pétur var smiður og hafði sjálfur reist húsið og var enn með verkstæði í kjallaranum á þessum tíma. Menningarblær var yfir heim- ilinu sem bar húsráðendum vitni um fágaðan smekk og virðingu fyrir menntun og menningu. Inga starfaði þá við afgreiðslu í KRON og þrátt fyrir langan og strangan vinnudag hafði hún umfram orku til að sinna gamla manninum og Áslaugu af alúð. Hún sá til þess að Áslaugu stæðu all- ar dyr opnar. Hún hvatti dóttur sína mjög til náms og lagði m.a. áherslu á að hún lærði á píanó og lærði að meta gildi klassískrar tónlistar. Samband þeirra mæðgna var alla tíð mjög náið og einkenndist af hlýleika sem var svo ljúft að fylgjast með. Seinna starfaði Inga hjá Valhús- gögnum. Mjög gott þótti okkur hjón- um að leita til hennar þar um ráð- leggingar og kaup á húsgögnum. Inga flutti með Áslaugu og Herði tengdasyni sínum, fyrst á Hagamel og síðar í Skerjafjörð. Hún studdi vel við bakið á þeim á umsvifamiklum og krefjandi árum. Hún naut þess að fá að sjá barnabörnin vaxa úr grasi og dafna og mennta sig og litlu lang- ömmubörnin voru gleðigjafar. Inga var sérlega heilsteypt kona sem gott var að ræða við. Hún fylgdist mjög vel með þjóðmálum og minni hennar var frábært alveg fram á síðasta dag. Síðustu árin háði hún erfiða baráttu við heilsuleysi og dvaldist tvö síðustu árin í Sóltúni þar sem umönnunin var frábær og varla leið sá dagur að Áslaug kæmi ekki til hennar. Að lokum vil ég þakka allar ánægjustundir á Vatnsstígnum forð- um sem voru með í að móta lífssýn mína, svo og tryggð og vináttu æ síð- an. Áslaugu og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ingveldar Péturs- dóttur. Stella Guðmundsdóttir. Þegar við kveðjum Ingveldi Pét- ursdóttur, eða Ingu eins og hún var kölluð, er margt að þakka. Við leigð- um efri hæðina í húsinu hennar í rúm 6 ár en sjálf bjó hún á neðri hæðinni ásamt Áslaugu dóttur sinni. Það fór vel um okkur á Vatnsstígnum og var það ekki síst að þakka þeirri elsku sem við mættum jafnan hjá Ingu. Hún var ein af þeim sem hægt er að segja um að hafi verið góð mann- eskja. Hún var glæsileg kona og það var reisn yfir henni hvar sem hún fór. Hún var stefnuföst og hafði æv- inlega skoðanir á hlutunum og tók afstöðu til mála. Þegar við fluttum inn á Vatnsstíg 10b var Dóra dóttir okkar tveggja mánaða og strax tók Inga henni eins og hún væri amma hennar. Það fór enda svo að um leið og litla telpan gat farið að hreyfa sig um sat hún um að komast niður til Ingu. Þegar hún heyrði að hún var komin heim úr vinnunni var hún lögð af stað niður stigann og þurfti ekki mörg lítil högg á hurðina áður en opnað var og hún flaug í faðminn á Ingu. Svona var það allan tímann sem við vorum á Vatns- stígnum. Við vorum ung þegar þetta var og leituðum oft ráða hjá Ingu um eitt og annað og alltaf reyndist hún hjálpleg og það mátti svo sannarlega treysta því sem hún sagði eða lagði til. Að leiðarlokum þökkum við allt sem Inga gerði fyrir okkur og send- um Áslaugu Ottesen, einkadóttur hennar og fjölskyldu, okkar innileg- ust samúðarkveðjur. Sigrún, Sigurdór, Dóra og Nanna. INGVELDUR PÉTURSDÓTTIR Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur vináttu og hlýju við andlát og útför unnusta míns, föður okkar, sonar, bróður og barna- barns, GUÐMUNDAR JÓNS MAGNÚSSONAR, sem lést föstudaginn 5. mars sl. Sérstakar þakkir færum við Björgunarsveitinni á Dalvík. Agnes Þorleifsdóttir, Mikael Guðmundsson, Auðunn Ingi Guðmundsson, Magnús Ingi Guðmundsson, Sólrún Lára Reynisdóttir, Birkir Magnússon, Reynir Magnússon, Guðmundur Jónsson, María Jónsdóttir og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.