Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
S
KÝRARI mynd er að
komast á skipulag Lýð-
heilsustöðvar. Nýr for-
stjóri stöðvarinnar, Anna
Elísabet Ólafsdóttir, hóf
störf í nóvember í fyrra en stofnunin
varð til þá um sumarið. Markmið
Lýðheilsustöðvar er að bæta og við-
halda heilsufari þjóðarinnar eða til-
greindra hópa hennar og sinna for-
varnarstarfi. „Það sem við erum að
gera núna er að kortleggja lands-
lagið á fornvarnarsviðinu til þess síð-
an að marka okkur stefnuna og geta
haldið vel utan um verkefnasafnið,“
segir Anna Elísabet spurð um
áherslur í starfi stofnunarinnar.
Mikilvægt að börnin
fái næga hreyfingu
„Við erum þó þegar farin af stað
með verkefni gegn ofþyngdarþróun-
inni. Við héldum hugarflugsfund
með fólki vítt og breitt úr þjóðfélag-
inu um það hvernig bregðast megi
við þeim vanda. Við tókum þær hug-
myndir og það efni saman og nú hef
ég ráðið hjúkrunarfræðing, sem er
að ljúka meistaragráðu í lýð-
heilsufræðum, til að taka að sér
stjórn verkefnisins. Við stefnum að
því að skipa sérstakan vinnuhóp ut-
an um verkefnið og munum óska eft-
ir aðkomu fleiri aðila að því.“
Sem dæmi um leiðir í baráttunni
við ofþyngd nefnir Anna að ekki séu
nema tveir leikfimitímar í viku hjá
börnum í grunnskólum auk sund-
kennslu. „Börnin okkar ættu að fá
hreyfingu á hverjum einasta degi í
Anna Elísa
ist telja það æ
að skólastarfi
vinnulífið sé þ
uppbyggt að þ
börn og foreld
fjölskyldan se
grunnurinn a
félaginu – sam
heima í lok vin
hafi allir haft
til að stunda h
yfir daginn.
„Það þarf e
lega að taka s
langan tíma o
sem t.d. hefur
göngu í hádeg
kastar mun m
hádegi. Það væri því mikill á
ingur fyrir starfsfólk og atv
endur ef hreyfing þeirra yrð
einhverjum hætti samtvinn
deginum. Það sama þyrfti a
um börnin, þau ættu að vera
fá sinn skammt af hreyfingu
hollri næringu þegar þau ko
úr skólanum.“
Þá segir Anna Elísabet m
benda til þess að hreyfing h
forvarnargildi þegar kemur
um andlegum kvillum, t.d. þ
lyndi. „Hreyfing hefur áhrif
skólanum. Þar með er
ég ekki að segja að það
eigi endilega að vera
fleiri fastir leikfimi-
tímar heldur að skap-
aður sé tími á hverjum
degi þar sem krakk-
arnir fá að vera í leik
og starfi sem krefst
líkamlegrar áreynslu.“
Anna segist einnig
hafa velt töluvert fyrir
sér vaxandi streitu,
álagi og áreiti í þjóð-
félaginu. Hluti streit-
unnar sé líklega til
kominn vegna mikilla
og kannski óeðlilegra
krafna sem þjóðfélagið
og fólk sjálft geri til sín. Þarna þurfi
fólk að staldra við og skoða hvernig
draga megi úr streitunni, t.d. með
breyttu viðhorfi til þess hvað sé
nauðsynlegt og hvað ekki og svo eins
með reglubundinni hreyfingu.
„Þegar foreldrar koma heim
þurfa þeir oft að aka börnunum í
tómstundastarf, s.s. í íþróttir og tón-
listarnám, versla, hjálpa börnum við
heimanám o.s.frv. Þannig að þegar
komið er kvöld hefur fólk hugs-
anlega alls ekki sinnt sjálfu sér og
kannski nærst illa allan daginn.“
Mikilvægt að
draga úr strei
ANNA Elísabet Ólafs-
dóttir, nýr forstjóri
Lýðheilsustöðvar, segir
mörg brýn verkefni
blasa við á sviði heilsu-
eflingar og forvarna.
Hún ræddi við Arnór
Gísla Ólafsson um
verkefni Lýðheilsu-
stöðvar og reifaði hug-
myndir sem stuðlað
gætu að bættu lík-
amlegu og andlegu
heilsufari landsmanna.
Anna Elísabet
Ólafsdóttir
NOTKUN jarðvarmaorku mun
aukast um 50% fyrstu þrjá ára-
tugi aldarinnar eða um 1,4% að
jafnaði á ári, samkvæmt nýrri
jarðvarmaspá frá orkuspárnefnd
og þeirri fyrstu síðan 1987. Und-
anfarna áratugi hefur notkun
jarðvarma aukist mikið hér á
landi og eru nú 87% húsa hituð
með jarðvarma. Nefndin spáir
því að hlutur jarðvarma í húshit-
un haldi áfram að vaxa en mun
hægar en áður. Er því spáð að
hlutfall húshitunar verði komið í
92% árið 2030. Jarðvarmanotk-
unin nú er um 6.000 gígavatt-
stundir á ári en verður komin í
rúmar 9.000 stundir árið 2030,
Til grundvallar spánni eru
lagðar forsendur um þróun
mannfjölda, húsnæðis, sund-
lauga, neyslu grænmetis, fiskeld-
is, snjóbræðslu og annarra þátta
þar sem jarðvarmi er notaður.
Um 75% af notkun jarðvarma til
annarra hluta en raforkuvinnslu
eru vegna húshitunar og sé snjó-
bræðsla tekin með fer hlutfallið
upp í 80%. Hlutur annarra í notk-
un jarðvarma er 6% í fiskeldinu,
gangi spáin eftir. Samhliða fjölg-
un fólks og uppbyggingu at-
vinnulífs er gert ráð fyrir að
notkun jarðvarma aukist til hús-
hitunar, snjóbræðslu, í sundlaug-
um, iðnaði og fiskeldi en dragist
saman í ylrækt.
Orkuspárnefnd er samstarfs-
vettvangur helstu fyrirtækja,
stofnana og samtaka í orkugeir-
anum, auk Hagstofu Íslands og
Fasteignamats ríkisins. Jarð-
varmaspáin nær til beinnar nýt-
ingar jarðvarma en tekur ekki til
raforkuvinnslu með jarðvarma
enda er fjallað um hana í raf-
orkuspá nefndarinnar óháð orku-
gjafa.
Notkun jarð-
varma eykst um
50% til 2030 6 ;<=B
6 ;<=C
9:
$'
2#
;<=D ;<<D BDDDF=G F<G FDG
EG
ED
BG
BD
;G
;D
G
D
Fyrsta spá orkuspárnefndar um notkun jarðva
OLÍA Á ELDINN
Enginn vafi leikur á því að ísr-aelsk stjórnvöld hafa hellt olíuá ófriðarbálið fyrir botni Mið-
jarðarhafs með því að fyrirskipa að
Sheikh Ahmed Yassin skyldi ráðinn af
dögum í gærmorgun. Þetta var önnur
tilraun Ísraela til að drepa Yassin – sú
fyrri fór út um þúfur í september síð-
astliðnum.
Yassin var einn helzti leiðtogi Ham-
as-samtakanna og einn af stofnendum
þeirra. Hamas er ekki aðeins hryðju-
verkasamtök, heldur reka samtökin
jafnframt víðtæka samfélagsþjón-
ustu, t.d. bæði skóla og heilsugæzlu-
stöðvar, meðal Palestínumanna. Yass-
in var einn helzti tákngervingur
baráttu Palestínumanna gegn ísr-
aelskum yfirráðum og þeirri fátækt og
eymd, sem víðast ríkir í byggðum
þeirra. Tilræðið við hann vekur því
mikla og almenna reiði meðal Palest-
ínumanna, eins og kom fram strax í
gær, er tugir þúsunda mótmæltu á
götum úti í palestínskum borgum og
bæjum.
Enginn vefengir þátttöku Hamas í
hryðjuverkum og ekki fer á milli mála
að Yassin studdi og réttlætti hryðju-
verk. En með því að ráða hann af dög-
um hafa Ísraelar stóraukið hættuna á
því að stuðningsmenn hans grípi enn
og aftur til hryðjuverka gegn borgur-
um í Ísrael. Yassin hafði raunar sjálf-
ur lagt áherzlu á að Palestínumenn,
sem féllu í átökum við Ísraela eða í
sjálfsmorðsárásum, væru píslarvott-
ar. Þegar ísraelskur ráðherra lýsti því
yfir í byrjun ársins að Yassin væri
„merktur dauðanum“ svaraði hann því
til að hann óttaðist ekki líflátshótanir.
„Vér sækjumst eftir píslarvætti,“
sagði hann.
Yfirlýsingar ísraelskra yfirvalda
um að árásin á Yassin hafi verið liður í
stríðinu gegn hryðjuverkum eru því
lítt skiljanlegar. Þvert á móti mun hún
stuðla að því að viðhalda þeim víta-
hring ofbeldisverka, sem alltof lengi
hefur haldið íbúum Ísraels og her-
numdu svæðanna í greipum óttans og
unnið gegn friði, lýðræði og stöðug-
leika í Mið-Austurlöndum sem heild.
Sheikh Ahmed Yassin var talinn
næstmikilvægasti leiðtogi Palestínu-
manna á eftir Yasser Arafat. Vinsæld-
ir hans, m.a. meðal annarra araba-
þjóða, voru slíkar að líklegt má telja
að leiðtogafundur Arababandalags-
ins, sem á að fara fram í Túnis síðar í
mánuðinum, muni nú aðallega snúast
um drápið á Yassin og fordæmingu á
Ísrael, í stað þess að leiðtogar araba-
ríkjanna taki afstöðu til tillagna
Bandaríkjanna um lýðræðisumbætur
í heimshlutanum, sem vonazt hafði
verið til að þeir gerðu. Þannig vinna
ísraelsk stjórnvöld beinlínis gegn frið-
arviðleitni Bandaríkjanna og annarra
vestrænna ríkja í Mið-Austurlöndum.
Talið er að Ariel Sharon, forsætisráð-
herra Ísraels, hafi sjálfur stjórnað að-
gerðinni í gærmorgun. Við þetta geta
Bandaríkin ekki unað. Það er löngu
kominn tími til að bandarísk stjórn-
völd setji Ísraelum stólinn fyrir dyrn-
ar og krefjist þess að þeir hætti árás-
um á Palestínumenn, sem stuðla
eingöngu að því að stigmagna átökin
og grafa undan friðarumleitunum.
BARIST GEGN MANSALI
Hverjum þeim sem gerist sekurum eftirfarandi verknað í þeim
tilgangi að notfæra sér mann kynferð-
islega eða til nauðungarvinnu eða til
að nema á brott líffæri hans skal refsa
fyrir mansal með allt að 8 ára fang-
elsi,“ segir í grein, sem bætt var við
almennu hegningarlögin á liðnu ári.
Talið er að allt að fjórar milljónir
manna, einkum konur og börn, séu
seldar mansali á hverju ári. Yfirleitt
bíður þessa ógæfusama fólks kynlífs-
þrælkun, en margir eiga í vændum
erfiðisvinnu eða að nota eigi líffæri
þeirra. Talið er að hagnaður af man-
sali sé á milli fimm og sjö milljarðar
Bandaríkjadollara á ári. Sérfræðing-
ar hafa sagt að svo geti farið að man-
sal taki við af eiturlyfjum sem arð-
vænlegasti vettvangur skipulagðrar
glæpastarfsemi.
Hér var fyrir helgi haldin ráðstefna
á vegum utanríkisráðuneytisins um
alþjóðlega baráttu gegn mansali. Þar
sagði Halldór Ásgrímsson að ljóst
væri að glæpahringir hefðu á undan-
förnum mánuðum reynt að nota Ís-
land sem flutningsland fyrir fólk og
ýmislegt benti til þess að slík starf-
semi gæti náð hér fótfestu.
Eyjólfur Kristjánsson, lögfræðing-
ur hjá Sýslumannsembættinu á
Keflavíkurflugvelli, var einn fyrirles-
aranna á ráðstefnunni og sagði hann í
samtali við Morgunblaðið á laugardag
að engin leið væri til að meta hversu
mörg fórnarlömb mansals færu um
Keflavíkurflugvöll á ári, en á árin
2002 og 2003 hefðu komið upp þrjú
slík mál hér.
„Þetta er að verða álíka stór brota-
flokkur og smygl á fíkniefnum og
miklu öruggari vegna þess að þú ert
með tvær manneskjur með þér sem
ferðalanga, ekki fimm kíló af kókaíni
límd við magann á þér,“ segir Eyjólf-
ur. „Það þykir mikil hagnaðarvon í
þessu, að selja ungar stúlkur í vændi,
til að mynda í Bandaríkjunum eða
innan Evrópu. Þær eru oftast blekkt-
ar með loforðum um gull og græna
skóga og góða atvinnu, sem au-pair
eða hvað eina.“
Eins og Halldór Ásgrímsson benti á
getur ekkert ríki spornað við mansali
af eigin rammleik: „Ríki heimsins eru
í vaxandi mæli að átta sig á því að bar-
áttan gegn mansali krefst fjölþættrar
og skilvirkrar alþjóðasamvinnu ef
hún á að ná tilætluðum árangri.“
Það sýnir hvað við erum skammt á
veg komin að enn í dag skuli menn
nýta sér ógæfu annarra til að hneppa
þá í þrældóm. Afnám þrælahalds er í
hugum flestra baráttumál 19. aldar,
en ekki þeirrar 21. Engu að síður ger-
ist á okkar dögum að fólk gengur
kaupum og sölum og það gerist ekki
aðeins í útkjálkum heimsins, heldur
mitt á meðal okkar. Alþjóðasamfélag-
ið þarf að grípa í taumana. Það verður
annars vegar gert með því að efla lög-
gæslu og eftirlit, en hins vegar með
því að auðvelda fórnarlömbunum að
gefa sig fram og hjálpa til við að fletta
ofan af glæpamönnunum án þess að
þau eigi á hættu að það komi þeim í
koll og þau eigi þess kost að endur-
heimta sjálfsvirðingu sína. Mansal er
smánarblettur á okkur.