Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 48
ÍÞRÓTTIR 48 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKIR frjálsíþróttamenn nældu sér í þrenn gullverðlaun og tvenn silf- urverðlaun á Norðurlandameistaramóti öldunga í frjálsíþróttum innanhúss, sem fram fór í Drammen í Noregi um sl. helgi. Árný Heiðarsdóttir, Óðni, kom fyrst í mark í 60 m hlaupi og 100 m hlaupi í flokki 45–49 ára. Árný hljóp 60 m á 8,72 sek. og 100 m á 14,18 sek. Trausti Sveinbjörnsson, FH, var fljót- astur í mark í 60 m grindahlaupi í flokki 55–59 ára. Sigurtími Trausta í var 11,21 sek. Árný hreppti annað sætið í langstökk – stökk 4,79 m og hún varð einnig önn- ur í þrístökki í sínum aldursflokki. Trausti varð fimmti í 400 m hlaupi á 65,26 sek. Þrjú gull í Drammen TVÖ ensk 1. deildarlið fóru þess á leit við Wolves á dögunum að fá Jó- hannes Karl Guðjónsson að láni út leiktíðina en forráðamenn Úlfanna neituðu að lána íslenska landsliðs- manninn. Frestur til að hafa fé- lagaskipti í ensku knattspyrnunni rennur út á fimmtudaginn og að sögn Jóhannesar þá eru engin teikn á lofti að hann fái að spreyta sig með öðru ensku liði á leiktíðinni. „Því miður neitaði Wolves að lána mig en eins og staða mín er gagnvart liðinu þá hefði það verið kjörið að klára tímabilið með öðru hvoru af þeim liðum sem vildu fá mig. Ég skil ekki af hverju þessu var hafnað í ljósi þess að ég hef lítið sem ekkert fengið að spila síðustu vikurnar,“ sagði Jóhannes Karl við Morgunblaðið í gær en hann vildi ekki greina frá því hvaða félög sótt- ust eftir honum. Jóhannes segir að framtíð sín sé nokkuð óljós. Hann er enn í eigu Real Betis á Spáni, er samnings- bundinn liðinu til ársins 2006 en fé- lagið lánaði hann til Úlfanna í haust. Jóhannes hefur aðeins leikið níu leiki með aðalliði Wolves á leik- tíðinni, fimm sinnum hefur hann verið í byrjunarliði og fjórum sinn- um hefur hann komið inná sem varamaður. „Ég þarf að fara að fá mín mál á hreint og vonandi heyri ég frá for- ráðamönnum liðsins mjög fljótlega. Þjálfarinn hjá Wolves er búinn að segja að hann vilji halda mér og það kemur vel til greina hjá mér að vera hérna áfram þó svo að liðið falli. Okkur líkar mjög vel á Eng- landi en það kemur líka til greina að ég fari eitthvað annað,“ sagði Jóhannes sem er í íslenska lands- liðshópnum sem mætir Albönum í næstu viku. Úlfarnir vildu ekki lána Jóhannes Karl Jóhannes Karl KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík - Grindavík 116:105 Íþróttahúsið í Keflavík, úrslitakeppni karla, annar leikur í undanúrslitum, Int- ersportdeildin, mánudagur 22. mars 2004. Gangur leiksins: 4:4, 19:17, 35:28, 40:33, 40:39, 50:47, 59:55, 63:64, 70:66, 81:79, 86:82, 90:86, 100:92, 107:105, 116:105. Stig Keflavíkur: Derrick Allen 30, Nick Bradford 24, Arnar Freyr Jónsson 18, Magnús Þ. Gunnarsson 17, Fannar Ólafs- son 17, Sverrir Þór Sverrisson 8, Jón Nor- dal Hafsteinsson 2. Fráköst: 18 í vörn - 19 í sókn. Stig Grindavíkur: Jackie Rogers 24, Ant- hony Q. Jones 22, Darrel Lewis 21, Helgi Jónas Guðfinnsson 17, Páll Axel Vilbergs- son 16, Guðmundur Bragason 5. Fráköst: 16 í vörn - 14 í sókn. Villur: Keflavík 23, Grindavík 16. Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson og Björg- vin Rúnarsson. Áhorfendur: Um 500. NBA-deildin Dallas - New Jersey ............................101:98 Minnesota - Denver ..............................98:77 Golden State - LA Clippers..................96:85 Miami - Washington............................101:81 Detroit - Cleveland................................96:76 Toronto - New Orleans .....................121:120 Seattle - Orlando ...................................84:67 Sacramento - Houston ........................100:95 LA Lakers - Milwaukee....................104:103 HANDKNATTLEIKUR ÍBV - FH 26:33 Vestmannaeyjar, 1. deild kvenna, RE/ MAX-deildin, mánudagur 22. mars 2004. Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 1:7, 3:8, 4:10, 6:12, 6:16, 8:18, 9:20, 9:22, 12:23, 12:26, 14:27, 17:28, 19:29, 21:29, 22:31, 24:31, 26:33. Mörk ÍBV: Nína K. Björnsdóttir 7/3, Þór- steina Sigurbjörnsdóttir 5, Aníta Ýr Ey- þórsdóttir 4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 2, Edda Eggertsdóttir 2, Anja Nielsen 2, Birgit Engl 1. Varin skot: Birna Þórsdóttir 5 (þar af 1 aft- ur til mótherja). Julia Gunimorova 5. Brottvísanir: 2 mínútur. Mörk FH: Þórdís Brynjólfsdóttir 8/3, Dröfn Sæmundsdóttir 6, Guðrún Hólmgeirsdóttir 6, Berglind Björgvinsdóttir 6, Bjarný Þor- varðardóttir 3, Björk Ægisdóttir 2/1, Gunn- ur Sveinsdóttir 1, Jóna Heimisdóttir 1. Varin skot: Jolanta Slapiekene 19 (þar af 2 aftur til mótherja). Brottvísanir: 4 mínútur. Áhorfendur: 90. Dómarar: Helgi Rafn Hallsson og Hilmar Guðlaugsson. 1. deild karla ÍBV - Breiðablik................................... 42:27 Mörk ÍBV: Davíð Óskarsson 8/2, Sigurður Stefánsson 7, Robert Bognar 5, Erlingur Richardsson 4, Zoltán Belánýi 4, Sindri Haraldsson 3, Kári Kristjánsson 3, Michael Lauritzen 3, Guðfinnur Kristmannsson 2, Ríkharð Guðmundsson 1, Björgvin Rún- arsson 1. Mörk Breiðabliks: Ágúst Guðmundsson 6, Gunnar Jónsson 5, Ólafur Snæbjörnsson 3, Orri Hilmarsson 3, Kristinn Hallgrímsson 3, Björn Guðmundsson 1, Stefán Guð- mundsson 1. KNATTSPYRNA England, úrvalsdeild: Leeds - Manchester City ......................... 2:1 Stephen McPhail 23., Mark Viduka 76. (víti) - Nicolas Anelka 44. - 36.998. ÚRSLIT KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla Neðri deild D-riðill: Boginn: Völsungur – Leiftur/Dalvík ........20 Í KVÖLD TÆKNINEFND Alþjóðakörfu- knattleikssambandsins, FIBA, mun leggja fyrir aðalstjórnina hugmyndir að breyttum leik- reglum sem taka munu gildi í haust eftir að Ólympíuleikunum lýkur. Hér að neðan má sjá helstu breytingarnar sem lagðar eru til.  Heimilt verður að hafa alltaf 12 leikmenn á skýrslu óháð því hversu marga leiki liðið leikur.  Heimilt verður að vera með föst númer á búningunum frá 00 upp í 99 í keppnum innanlands og er hverju ríki það í sjálfsvald sett hvort það tekur upp slíkt núm- erakerfi. Í alþjóðlegum leikjum mun hins vegar ekkert breytast.  Bæði þjálfari og aðstoðarþjálf- ari mega standa inni í þjálfarabox- inu á meðan á leik stendur.  Aðeins verður eitt dómarakast í hverjum leik, þ.e. í byrjun hans. Annars ræður stefnuörin.  Í öllum leikjum skal heimaliðið velja varamannabekk og eigin körfu vinstra megin við ritaraborð- ið. Áður mátti heimaliðið velja sér varamannabekk.  Bæði lið fá að skipta um leik- mann þegar leikbrot er framið. Áður var það aðeins liðið sem átti innkastið sem átti réttinn á að skipta um leikmann.  Refsing fyrir tæknivillu á leik- mannverður 2 vítaskot og boltinn í stað eins skots áður.  8 sekúndna reglan breytist þannig að þegar varnarlið slær knöttinn út af á sóknarvelli sínum þá endurnýjast 8 sekúndurnar ekki hjá sóknarliðinu. Með því er verið að verðlauna góðan varnar- leik.  Þriggja sekúndna reglan breyt- ist þannig að hún tekur ekki gildi fyrr en sóknarliðið hefur komið knettinum yfir miðlínu, á sinn sóknarvöll.  Þegar fyrirliði fer af leikvelli er það á ábyrgð þjálfara að láta dóm- ara vita hver er fyrirliði á leikvelli.  Hálfhringurinn sem merktur er með punktalínu við vítateig fellur burt þar sem ekki eru lengur tekin dómaraköst á þeim stað. Reglubreytingar í körfuknattleik? Gerald Krasner, nýr stjórnarfor-maður Leeds, hefur lofað stuðn- ingsmönnum félagsins að það verði hægt og bítandi hafið til vegs og virð- ingar á ný og hann geislaði af gleði þegar flautað var til leiksloka í gær- kvöld. Hann upplýsti fyrr um daginn að ekki hefði mátt tæpara standa því ef nýir eigendur hefðu ekki gripið inn í á föstudag og tekið við félaginu hefði það verið of seint. Sigurinn var ekki verðskuldaður því City var betri að- ilinn lengst af en hann kom Leeds upp fyrir Wolves og í 19. sæti deildarinn- ar, og nú er liðið aðeins tveimur stig- um á eftir Portsmouth og Leicester, og fimm stigum á eftir Manchester City sem er áfram í mikilli fallhættu. Stephen McPhail skoraði fyrst fyr- ir Leeds, beint úr aukaspyrnu, en boltinn fór framhjá öllum í vítateign- um og í stöngina og inn. Það var í eina skiptið sem Leeds ógnaði marki City í fyrri hálfleik og Nicolas Anelka jafn- aði verðskuldað, 1:1, mínútu fyrir hlé. Mark Viduka skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu korteri fyrir leikslok. Dómurinn var umdeildur, Daniel van Buyten var talinn hafa fellt Alan Smith og fékk rauða spjaldið. Árni Gautur Arason var varamarkvörður hjá City sem fyrr. David James stóð í markinu en ekki varð ljóst fyrr en á síðustu stundu að hann gæti leikið vegna meiðsla. Tvöfaldur sigur- dagur hjá Leeds GÆRDAGURINN var stór hjá enska knattspyrnufélaginu Leeds. Fyrst var formlega til- kynnt að nýir eigendur hefðu tekið við stjórn þess og bjargað því frá yfirvofandi gjaldþroti og síðan náði Leeds að komast úr botnsæti úrvalsdeildarinnar með afar mikilvægum sigri á Manchester City, 2:1, á Elland Road. Reuters Nicolas Anelka skoraði mark Manchester City í gærkvöld og hér er hann með Seth Johnson, leikmann Leeds, á hælunum. Nýkrýndir deildarmeistarar ÍBV íhandknattleik kvenna spiluðu sinn sjöunda leik á tíu dögum í gær- kvöldi þegar FH kom í heimsókn út í Eyjar. FH vann mjög öruggan sigur, 33:26. Aðalsteinn Eyjólfs- son, þjálfari ÍBV, notaði tækifærið og gaf ungu stúlkunum tækifærið í leikn- um og má segja að þær hafi verið teknar í kennslustund í fyrri hálfleik af gestunum. Fjórar stúlkur sem vanalega leika sem hornamenn í liði ÍBV byrjuðu inn á og tvær þeirra í skyttuhlutverkum. FH stúlkur áttu ekki í vandræðum með að stöðva sóknarlotur ÍBV og röðuðu hreinlega inn mörkum á Eyjaliðið og þegar flautað var til leikhlés hafði FH skor- að 22 mörk gegn 9 mörkum heima- liðsins. Það breyttist í síðari hálfleik, bæði mættu Eyjastúlkur mun ákveðnari til leiks en einnig leyfði Sigurður Gunn- arsson, þjálfari FH, þá varamönnum sínum að spreyta sig og úr varð leikur ungu stúlknanna í liðunum. FH stúlk- ur sigruðu þó örugglega með sjö mörkum. Þórdís Brynjólfsdóttir var at- kvæðamest að vanda í liði FH með átta mörk úr jafnmörgum tilraunum. Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir var einnig með toppnýtingu, sex mörk úr sex skotum. Nína K. Björnsdóttir var atkvæða- mest hjá ÍBV – mest áberandi í sókn- arleiknum, en nýting hennar var ekki góð. Þórsteina Sigurbjörnsdóttir spil- aði mestallan leikinn í hlutverki leik- stjórnanda og átti ágætan leik. Auðvelt hjá FH í Eyjum Sigursveinn Þórðarson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.