Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kíktu í heimsókn Velkomin í ævintýraheim Holtasmára 1 • 201 Kópavogur Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasiða: www.langferdir.is Opnunartímar skrifstofu: 10:00-17:00 alla virka daga. KREFJAST HEFNDA Tugþúsundir Palestínumanna fylgdu í gær til grafar Sheikh Ahm- ed Yassin, andlegum leiðtoga sam- taka bókstafstrúarmanna, Hamas. Ísraelar drápu hann með flugskeyti í Gaza-borg í gærmorgun. Krafist var grimmilegra hefnda og Hamas- menn hótuðu allsherjarstríði gegn Ísrael vegna drápsins. Stjórn Ísraels segir Yassin hafa átt sök á dauða mörg hundruð saklausra borgara sem fallið hafi í tilræðum er hann hafi hvatt til. KB banki í yfirtöku Dótturfyrirtæki KB banka í London og Finnlandi hafa veitt ráð- gjöf og fjármagnað yfirtöku kæli- tæknifyrirtækis í Finnlandi á bresku fyrirtæki í sömu grein. Bankinn mun eignast helmingshlut í sameinuðu kælitæknifyrirtæki. Varnir gegn hryðjuverkum Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman í Brussel í gær til að ræða leiðir til að efla samstarf gegn hryðjuverkum. Er einkum til umræðu að auka sam- starf lögreglu- og leyniþjónustu- manna yfir landamærin og eitt af því sem ráðherrarnir íhuga er að koma á fót nýju embætti yfirmanns hryðju- verkavarna í sambandinu. Loka- ákvörðun um aðgerðir verður síðan tekin í vikulokin á leiðtogafundi Evr- ópusambandsins. Samið án átaka? Það skýrist væntanlega í dag hvort samningar takist án átaka í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og ríkisins. Samninganefndir munu hittast og ræða þar stóru málin, launaliði og lífeyrismál. Skólagjöldum mótmælt Á sjötta hundrað stúdentar mót- mæltu í gær upptöku skólagjalda við Háskóla Íslands. Stúdentar tóku sér stöðu fyrir utan aðalbyggingu skól- ans, á meðan háskólafundur fjallaði um málið. Afgreiðslu var frestað til næsta fundar í maí. Lokað á Hveravöllum Veðurstofan þarf að draga útgjöld sín saman um 20–30 milljónir króna á þessu ári og m.a. hefur verið ákveðið að leggja niður mannaða veðurathugunarstöð á Hveravöllum. Formaður Jeppaklúbbsins 4x4 harmar tíðindin. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Viðskipti 11/12 Þjónusta 31 Erlent 13/14 Viðhorf 34 Heima 16 Minningar 33/37 Höfuðborgin 17 Kirkjustarf 39 Akureyri 18 Bréf 42/43 Suðurnes 19 Dagbók 44/45 Austurland 20 Sport 46/49 Landið 21 Fólk 50/53 Daglegt líf 25 Bíó 50/53 Listir 24/25 Ljósvakar 54 Umræðan 26/32 Veður 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is RISABORINN, sem fluttur var til landsins í desember sl., er nú að verða tilbúinn að hefja fyrsta áfanga aðrennslisganga Kárahnjúkavirkj- unar. Borinn var settur saman í skemmu við aðgöng 3 í Glúms- staðadal og var í gær unnið við að rífa skemmuna niður og koma born- um á teina sem liggja inn í göngin. Borinn er nú í tveimur hlutum að mestu leyti og er fremri hluti hans, rúmlega 50 metra langur, farinn að mjakast inn í aðgöngin. Aftari hlut- inn ásamt viðbótum verður tengdur við þegar pláss er orðið fyrir hann inni í göngunum. Þau eru tæplega 400 metra löng. Það tekur borinn svo um fjóra daga að mjakast þá vegalengd að þeim stað þar sem byrjað verður að tæta bergið niður með borkrónunni. Hrönn Hjálmarsdóttir, upplýs- inga- og kynningarfulltrúi Lands- virkjunar við Kárahnjúka, fylgdist í gær með því þegar borinn tók að mjakast á áfangastað. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að ferlið gengi mjög hægt og ætti eftir að taka þrjá til fjóra daga. „Borinn fer svo inn á teinum og fer beint inn í göngin og svo á eftir að keyra hann þessa vegalengd inn að bergstálinu þar sem byrjað verð- ur að bora. Borinn færist u.þ.b. 1,5 metra á klukkustund. Jafnframt á eftir að tengja aftari hluta borsins við fremri partinn þegar nægt rými er orðið í göngunum. Það var ein- faldlega ekki nóg pláss til að tengja alla 120 metrana saman hér fyrir ut- an aðgöngin. Í dag verður vænt- anlega búið að rífa skemmuna alla niður. Fulltrúi frá fyrirtækinu sem smíðaði borinn er á staðnum og hann segir þetta vandaverk sem gerist hægt. Þeir gera margt á meðan ver- ið er að flytja borinn inn göngin,“ sagði Hrönn. Áætlað var að borinn færi í göngin eftir rúma viku en undirbúnings- vinnan gekk svo vel um helgina að hægt var að byrja að hreyfa hann í gær. Hrönn sagði í það minnsta þrjátíu manns vinna við verkið og að heldur kalsamt væri við Kárahnjúka um þessar mundir. Aðgöng 3 í Glúmsstaðadal verða alls 2.650 metra löng, þar af verða 700 metrar boraðir og sprengdir, en risaborvélin, sem í daglegu tali er nefnd gangaborvél, vinnur afgang- inn. Ljósmynd/Hrönn Hjálmarsdóttir Starfsmenn Impregilo virka agnarsmáir við hlið risaborsins sem senn bor- ar aðgöng 3 í Glúmsstaðadal, alls nærri tveggja kílómetra langan kafla. Lagður upp í langt og strangt ferðalag um iður jarðar FRESTUR til að skila skatt- framtölum hefur verið lengdur um tvo daga. Samkvæmt ákvörðun rík- isskattsstjóra hafa skattgreiðendur nú frest til morguns, miðvikudag, til þess að skila framtalinu. Þessi ákvörðun nær jafnt til þeirra sem skila rafrænt og þeirra sem skila á pappír. Ákvörðunin er tekin til þess að jafna álag í lok frestsins og eins í ljósi þess að dreifing framtala var aðeins seinni á ferðinni en stefnt var að. Skil skattframtala hafa verið góð, en um miðjan dag í gær höfðu um 47.000 manns skilað framtölum á vef ríkisskattstjóra. Rúmlega 44.000 framteljendur höfðu sótt um framlengdan frest til rafrænna skila og fengið úthlutað lokadegi frá 29. mars til 2. apríl. Boðið er upp á aðstoð í síma vegna skattamála og tæknimála. Nán- ari upplýsingar um þessa þjónustu er að finna á vef ríkisskattstjóra, www.rsk.is. Meiri tími fyrir skattframtalið Fresturinn lengdur til miðvikudags Sjóprófum frestað FRESTAÐ var í gær sjóprófum vegna strands Baldvins Þorsteins- sonar í Meðallandsfjörum á dögun- um en þau áttu að fara fram hjá emb- ætti Sýslumannsins á Akureyri í gærmorgun. Var ákveðið að hafa þau á fimmtudaginn. Ástæða þessa er sú að hluti áhafnar Baldvins er staddur í Noregi. Fyrrverandi bankastarfs- maður kærður FYRRVERANDI starfsmaður Landsbankans í Keflavík, sem grun- aður er um stófelld fjársvik í bank- anum, var kærður til lögreglu í gær. Málið komst upp í síðustu viku við eftirlit innri endurskoðunar bankans sem leiddi til þess að fram kom full- nægjandi ástæða til að leggja fram formlega kæru til lögreglunnar. Grunur beinist að því að hinn kærði hafi tekið í sínar hendur nokkrar milljónir króna. MÁLSTOFA á vegum Alþjóðahúss undir yfirskriftinni: „Hvar á ég heima? Menntun barna og fjölmenn- ingarlíf innflytjenda“ var haldin í gær þar sem rætt var um mál innflytjenda frá ýmsum hliðum. Málstofan var haldin í tilefni af alþjóðlegum bar- áttudegi gegn kynþáttafordómum. Amal Tamimi, múslími frá Palest- ínu, sem á sæti í stjórn samtaka kvenna af erlendum uppruna, fluttist til Íslands með fimm börn á aldrinum fjögurra til sextán ára en sjötta barn- ið eignaðist hún hérlendis. Hún fjallaði um varðveislu menningar heimalandsins í íslensku menningar- umhverfi og sagði það reynslu sína að besta leiðarljósið við uppeldi barna væri að taka það besta úr báðum menningarheimum. Berta Faber, verkefnisstjóri tvítyngdra barna, ræddi um uppeldi tvítyngdra barna og Nína Hateh, ungur innflytjandi frá Filippseyjum, fjallaði um það hvort hún tilheyrði heimalandi sínu eða Íslandi. Þá ræddi Sölvi Sveins- son, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, um hvaða sérþarfir upp- fylla þyrfti vegna innflytjenda. Fundarstjóri var Sigríður Margrét Guðmundsdóttir fréttamaður. Ræddu um fjölmenn- ingarlíf innflytjenda Morgunblaðið/Golli ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.