Morgunblaðið - 28.02.2004, Page 16

Morgunblaðið - 28.02.2004, Page 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Íslandsbanka hf. árið 2004 verður haldinn í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, mánudaginn 8. mars 2004 og hefst kl. 14:00. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningar félagsins fyrir árið 2003 verða hluthöfum til sýnis í höfuðstöðvum bankans að Kirkjusandi, Reykjavík, frá og meðmánudeginum 1. mars nk. Þessi gögn verða einnig aðgengileg á isb.is. Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út þriðjudaginn 2. mars nk. kl. 14.00. Framboðum skal skila til skrifstofu forstjóra Íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík. Atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað, Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, frá kl. 12:00 á fundardegi, mánudaginn 8. mars nk. 24. febrúar 2004, bankaráð Íslandsbanka hf. DAGSKRÁ: Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta félagsins. Tillaga bankaráðs til breytinga á samþykktum félagsins: – Að hlutafé félagsins verði lækkað úr 10.500 milljónum króna í 10.000milljónir króna – að nafnvirði með niðurfærslu 500milljóna króna að nafnvirði. Með lækkun hlutafjár – leitast félagið við að auka hag hluthafa sinna. – Að framlengja hækkunarheimild bankaráðs á hlutafé til ársloka 2006. Tillaga um sameiningu menningarsjóða Íslandsbanka og Sjóvá-Almennra. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa á hlutabréfum í Íslandsbanka hf. Önnur mál, löglega upp borin. 1. 2. 3. 4. 5. Aðalfundur Íslandsbankahf. F í t o n F I 0 0 8 8 9 7 DAGSKRÁ: REKSTUR Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hf. (SH) skilaði rúm- lega 500 milljóna króna hagnaði á árinu 2003. Er það rúmlega 19% minni hagnaður en árið áður en þá var hagnaður ársins ríflega 619 milljónir króna. Vörusala SH-samstæðunnar, sem samanstendur af móðurfélagi og þrettán dótturfélögum víða um heim, nam alls 58,7 milljörðum króna á sl. ári og er það nær 8% aukning frá fyrra ári. Aukningin er að verulegu leyti rakin til fjárfest- ingar í fyrirtækjum. Mest var salan í Bandaríkjunum, 32%, en 26% söl- unnar voru í Bretlandi, 25% á meg- inlandi Evrópu og 15% í Asíu. Hrein- ar rekstrartekjur samstæðunnar námu tæpum 6,3 milljörðum króna á sl. ári, sem er tæplega 3% aukning. Að mestu í takt við áætlanir Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, var hins vegar nærri 11% lægri en árið áður vegna aukins launa- og rekstrarkostnaðar. Áhrif hlutdeildarfélaga versnuðu um ríflega 200 milljónir króna frá fyrra ári og voru neikvæð um 144 milljónir m.a. vegna niðurfærslu á yfirverði eignarhluta í Scandsea og hlutdeild í tapi þess. Hagnaður ársins er í heild sagður í samræmi við áætlanir utan nei- kvæð áhrifa frá hlutdeildarfélögum. „Afkoman er að miklu leyti í takt við það sem gerðum okkur hugmyndir um í ársbyrjun,“ segir Gunnar Svav- arsson, forstjóri SH. „Innbyrðis samsetning er hins vegar öðruvísi. Það koma þarna til tekjur og gjöld utan rekstrar, bæði söluhagnaður hlutabréfa og gjaldfærsla í öðrum fé- lögum þar sem við tökum ekki þátt í rekstri. Þetta truflar einstaka liði en þeir vega hver annan upp að ein- hverju leyti.“ Gunnar segir að slíkar færslur muni fara minnkandi og tel- ur hann horfurnar þokkalegar í ár. Áætlun gerir ráð fyrir að hagnaður ársins 2004 verði svipaður eða nokkru meiri en í fyrra. Skammtímaskuldir 18,6 milljarðar Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær segir að afkoma SH valdi von- brigðum, hún sé talsvert lakari en greiningardeild bankans hafi átt von á. Helst sé það lág álagning og fram- legð á fjórða ársfjórðungi sem valdi vonbrigðum. „Álagning var aðeins 9,7% og hefur ekki verið lægri síð- ustu sex ársfjórðunga og EBITDA- framlegð var aðeins 2,4% og hefur ekki verið lægri á ársfjórðungi um árabil. Hér vegur þungt að afkoma rækjufyrirtækisins Ocean to Ocean, sem SH keypti um mitt síðasta ár, var slök,“ segir í Morgunkorni. Eignir samstæðunnar námu í árs- lok 26,5 milljörðum króna og þar af voru veltufjármunir 20,5 milljarðar. Rúmlega 39% eignanna eru í Banda- ríkjunum. Skuldir SH voru 21,8 milljarðar um áramót en þar af voru skammtímaskuldir 18,6 milljarðar og höfðu þær hækkað um 20% á árinu. Hvað varðar skammtímaskuldirn- ar bendir Gunnar Svavarsson á að veltufjárhlutfallið sé 1,11. „Skamm- tímaskuldir í fyrirtækjunum fara auðvitað í að fjármagna birgðir og útistandandi skuldir ásamt skuldum við birgja. Þetta hlutfall er því í sjálfu sér eðlilegt. Hins vegar eru nokkrar skuldir á móðurfélaginu sem falla undir skammtímaskuldir þó svo að þær hafi staðið lengi. Þar er m.a. viss fjármögnun á eignar- hlutum í dótturfélögum og hluti af því er endurlánað til dótturfélaga. En fyrir utan það sem hvílir á móð- urfélaginu og er ekki endurlánað þá er þetta mjög eðlileg samsetning skammtímaskulda og veltufjármuna enda samanstanda eignir samstæð- unnar að stærstum hluta af birgðum og viðskiptakröfum,“ segir Gunnar. Hætta verðleiðréttingum Eigið fé var tæpir 4,3 milljarðar um áramót, eiginfjárhlutfall var 16% og arðsemi eigin fjár var 13%. Veltufé frá rekstri nam 1,1 millj- arði á árinu og handbært fé til rekstrarins var 548 milljónir. Hand- bært fé í árslok var 816 milljónir. Starfskjör stjórnenda SH námu alls 32,5 milljónum króna á árinu 2003 og þar af voru 21,5 milljónir föst laun og hlunnindi. Laun for- stjóra samstæðunnar námu alls 27,5 milljónum, þar af voru 11 milljónir vegna kaupréttar og afkomutengdra launa. Hagnaður SH 2003 hálfur milljarður króna <   &  9   /7 7=  ) =4                                          !" #  $  $%& '(( ')##  ')!( ) *   *    +  ,          # $ (!  -     ,.   *         /0   ,    0  ) ))& '$#! )1%2 )(1%2 1!# %1(#  )() #   $ & '$ %  ' #" '&    # %!% )" $%&   !!( &"! )&1%2 )#1%2 1&( %1#) 8>,/(8       >*6%?%@(8         /'; $ & $     VERÐLAUNIN Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin 2003, voru veitt í gær fyrir bestu auglýsingarnar í fyrra. Ímark stendur að verðlaunun- um í samstarfi við Samband íslenskra auglýsingastofa. Verðlaunin eru veitt í tíu flokkum og sigraði auglýsinga- stofan Gott fólk McCann í sjö þeirra, þar af í tveimur flokkum með Sparki. Hvíta húsið sigraði í tveimur flokkum, þar af í einum flokki með Sparki, og Fastland sigraði í einum flokki. Fyrstu verðlaun í einstökum flokk- um hlutu eftirfarandi: Gott fólk McCann fyrir dagblaðaauglýsinguna Það þýðir lítið að skammast í hljóði/ Krass; Gott fólk McCann fyrir tíma- ritaauglýsinguna Það dugar lítið að skammast í hljóði/Tyggjó; Gott fólk McCann fyrir veggspjaldið Fyrir Vestmannaeyinga; Fastland fyrir umhverfisgrafíkina Nöfn á húsi; Hvíta húsið fyrir markpóstinn Fýkur yfir hæðir; Gott fólk McCann í opnum flokki fyrir atvinnuauglýsingu á upp- lýsingatöflur í framhaldsskólum, sjoppum, vinnumiðlunum, íþróttahús- um og víðar; Gott fólk McCann og Spark fyrir sjónvarpsauglýsinguna Fagnið; Gott fólk McCann fyrir út- varpsauglýsinguna Durex kennara- tyggjó; Gott fólk McCann og Spark fyrir auglýsingaherferðina Enska boltann; Hvíta húsið og Spark fyrir almannaheillaauglýsinguna Ert þú vinur í raun? Gott fólk McCann sigraði sjö sinnum Morgunblaðið/Þorkell Konráð Olavsson, deildarstjóri markaðsdeildar Morgunblaðsins, veitir verðlaun fyrir bestu dagblaðaauglýsinguna. Við verðlaununum tók Kristín Sigurðardóttir hjá samskipta- og þróunarsviði VR en Gott fólk McCann hannaði til auglýsinguna. VIÐSKIPTI með hlutabréf í Pharmaco í Kauphöll Íslands voru stöðvuð í gær frá klukkan 13.45 til loka viðskiptadags klukkan 16.00. Í tilkynningu frá Pharmaco eftir lok- un markaðar var skýrt frá því að í samræmi við þann hluta reglulegrar starfsemi Pharmaco að meta mögu- leika á kaupum og yfirtökum á öðr- um félögum, séu nú á frumstigi við- ræður við þriðja aðila um kaup á fyrirtæki. Óvíst sé hvort viðræðun- um muni ljúka með samkomulagi. „Undir venjulegum kringumstæðum og ef verð bréfanna hefði ekki hreyfst með þeim hætti sem liggur fyrir, hefði ekki verið ástæða til að tilkynna um viðræðurnar á þessu stigi,“ segir í tilkynningunni. Bréf Pharmaco hækkuðu um 6,6% í við- skiptum gærdagsins, en mest var hækkun innan dagsins 10,4%. Bréf- in hækkuðu um 8,5% frá því við upp- haf viðskipta á miðvikudag. Halldór Kristmannsson, forstöðu- maður innri og ytri samskipta Pharmaco, segir að vegna sögu- sagna um viðræður Pharmaco við þriðja aðila hafi verið ákveðið í sam- ráði við Kauphöll Íslands að loka fyrir viðskiptin og senda út tilkynn- ingu þess efnis. Hann leggur þó áherslu á að ekkert sé öruggt um niðurstöður viðræðnanna og óvíst að þær endi með samkomulagi. Ekkert verður frekar gefið upp um viðræðurnar eða fyrirtækið sem um ræðir að svo stöddu, en að sögn Halldórs munu viðskipti með bréf Pharmaco hefjast á ný á mánudag. Aðeins lokað af brýnni nauðsyn Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að ekki sé lokað fyrir viðskipti með skráð hlutabréf nema brýn nauðsyn krefji og þá í eins skamman tíma og mögu- legt sé. Hann segir að viðvörunar- kerfi Kauphallarinnar hafi gefið merki og Kauphöllinni hafi sýnst bréfin hækka mikið án sýnilegrar ástæðu. Haft hafi verið samband við Pharmaco til að kanna hvort skýr- ingar kynnu að vera á þessari hækk- un og í framhaldi af því hafi verið tekin ákvörðun um að loka fyrir við- skiptin þar til birt hefði verið frétta- tilkynning um yfirstandandi viðræð- ur. Spurður að því hvort Kauphöll- inni hafi verið kunnugt um að inn- herjaupplýsingar hafi legið að baki viðskiptunum með Pharmaco segir Þórður að ekki hafi legið fyrir neitt staðfest um það. Framhald málsins verði það að Kauphöllin muni gera Fjármálaeftirlitinu grein fyrir við- skiptunum sem um ræðir. Hafi ein- hverjir innherjar nýtt sér upplýs- ingar sem aðrir á markaði hafi ekki haft, þá sé það Fjármálaeftirlitsins að taka á því. Upplýsingar um viðskipti sendar til Fjármálaeftirlitsins Viðskipti stöðvuð með Pharmaco

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.