Morgunblaðið - 03.04.2004, Side 25

Morgunblaðið - 03.04.2004, Side 25
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 25 Garðabær | Margmiðlunarverkefni byggt á fornleifarannsókn á Hofs- stöðum í Garðabæ hefur verið til- nefnt til norrænu safnaverðlaunanna NODEM. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi verkefni á sviði staf- rænnar miðlunar, og verða veitt í Finnlandi 4. maí. Margmiðlunardiskurinn er fullur af upplýsingum um uppgröftinn á einum af stærstu landnámsskálum landsins á Hofsstöðum, og verða settir upp snertiskjáir utandyra á Hofsstöðum þar sem gestir geta skoðað margmiðlunarefnið og fræðst um staðinn. Markmiðið með gerð þessa marg- miðlunardisks var að hafa hann upp- lýsandi, spennandi og fallegan, og að hann gæti höfðað til allra sem gætu átt leið um garðinn, ungra og gam- alla, leikra og lærðra, segir Ragn- heiður Traustadóttir fornleifafræð- ingur. Stærsti hópurinn sem gæti nýtt sér þetta verkefni eru þó skóla- krakkar sem eru að læra um víkinga- öldina, og vonast Ragnheiður eftir því að hópar skólabarna eigi eftir að koma að kynna sér staðinn. Verkefnið lifnar við „Á þessum margmiðlunardiski er verið að gera grein fyrir rannsókn- inni og setja hana í samhengi við um- hverfið og reyna að gera hana lif- andi. Við búum til íbúa sem hefði getað átt heima þarna, við vitum ekki hverjir það voru en vitum hvers konar samsetning fólks hefur getað verið á svona bæ,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður vann rannsóknina, og hefur hún ásamt samstarfsfólki sínu unnið efni á diskinn. Verkið var unn- ið í samstarfi við margmiðlunarfyr- irtækið Gagarín, en þeir áttu upp- haflega hugmyndina um að gera margmiðlunardiskinn. Garðabær hefur fjármagnað verkefnið og upp- bygginguna á staðnum. Garðabær sendi margmiðlunar- diskinn til NODEM-dómnefndarinn- ar, og hún valdi diskinn sem eitt af ellefu verkefnum sem keppa um verðlaun í fjórum flokkum. Í flokkn- um sem diskurinn um Hofsstaðar- verkefnið er tilnefnt í koma einungis tvö önnur verkefni til greina. Í umsögn dómnefndarinnar segir m.a. að það sé sjaldgæft að sjá marg- miðlunarverkefni til notkunar utan- dyra. Diskurinn er sagður fela í sér mikla möguleika til fræðslu og hann gefur möguleika á mjög sjónrænni reynslu gesta á staðnum, að mati dómnefndarinnar. Tilnefnt til nor- rænna verðlauna Fartölvuvagnar | Kópavogsbær fékk nýlega afhenta fimm fullbúna fartölvuvagna frá Tæknivali hf. Í hverjum vagni eru 12 fartölvur auk þráðlauss búnaðar sem gerir hvern vagn fyrir sig að færanlegu tölvu- veri. Nú eru flestallir skólar í Kópa- vogi komnir með færanleg tölvuver og binda menn í Kópavogi miklar vonir við þennan búnað og þá mögu- leika sem hann gefur kennurum og nemendum í skólastarfinu. Grafarvogur | Börnum á leik- skólaaldri ásamt foreldrum og forráðamönnum er boðið í heimsókn í níu leikskóla í Graf- arvogi í dag, frá kl 10 til 12. Það eru leikskólarnir Brekkuborg, Fífuborg, Foldaborg, Folda- kot, Funaborg, Hamrar, Hulduheimar, Klettaborg og Lyngheimar sem gefa fólki tækifæri til að skoða leik- skólana og kynna sér starfsem- ina. Leikskólarnir Bakki, Engjaborg, Laufskálar og Sjónarhóll verða með opið hús síðar í vor. Leikskólar opnir OD DI H ÖN N UN K 86 71

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.