Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 25
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 25 Garðabær | Margmiðlunarverkefni byggt á fornleifarannsókn á Hofs- stöðum í Garðabæ hefur verið til- nefnt til norrænu safnaverðlaunanna NODEM. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi verkefni á sviði staf- rænnar miðlunar, og verða veitt í Finnlandi 4. maí. Margmiðlunardiskurinn er fullur af upplýsingum um uppgröftinn á einum af stærstu landnámsskálum landsins á Hofsstöðum, og verða settir upp snertiskjáir utandyra á Hofsstöðum þar sem gestir geta skoðað margmiðlunarefnið og fræðst um staðinn. Markmiðið með gerð þessa marg- miðlunardisks var að hafa hann upp- lýsandi, spennandi og fallegan, og að hann gæti höfðað til allra sem gætu átt leið um garðinn, ungra og gam- alla, leikra og lærðra, segir Ragn- heiður Traustadóttir fornleifafræð- ingur. Stærsti hópurinn sem gæti nýtt sér þetta verkefni eru þó skóla- krakkar sem eru að læra um víkinga- öldina, og vonast Ragnheiður eftir því að hópar skólabarna eigi eftir að koma að kynna sér staðinn. Verkefnið lifnar við „Á þessum margmiðlunardiski er verið að gera grein fyrir rannsókn- inni og setja hana í samhengi við um- hverfið og reyna að gera hana lif- andi. Við búum til íbúa sem hefði getað átt heima þarna, við vitum ekki hverjir það voru en vitum hvers konar samsetning fólks hefur getað verið á svona bæ,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður vann rannsóknina, og hefur hún ásamt samstarfsfólki sínu unnið efni á diskinn. Verkið var unn- ið í samstarfi við margmiðlunarfyr- irtækið Gagarín, en þeir áttu upp- haflega hugmyndina um að gera margmiðlunardiskinn. Garðabær hefur fjármagnað verkefnið og upp- bygginguna á staðnum. Garðabær sendi margmiðlunar- diskinn til NODEM-dómnefndarinn- ar, og hún valdi diskinn sem eitt af ellefu verkefnum sem keppa um verðlaun í fjórum flokkum. Í flokkn- um sem diskurinn um Hofsstaðar- verkefnið er tilnefnt í koma einungis tvö önnur verkefni til greina. Í umsögn dómnefndarinnar segir m.a. að það sé sjaldgæft að sjá marg- miðlunarverkefni til notkunar utan- dyra. Diskurinn er sagður fela í sér mikla möguleika til fræðslu og hann gefur möguleika á mjög sjónrænni reynslu gesta á staðnum, að mati dómnefndarinnar. Tilnefnt til nor- rænna verðlauna Fartölvuvagnar | Kópavogsbær fékk nýlega afhenta fimm fullbúna fartölvuvagna frá Tæknivali hf. Í hverjum vagni eru 12 fartölvur auk þráðlauss búnaðar sem gerir hvern vagn fyrir sig að færanlegu tölvu- veri. Nú eru flestallir skólar í Kópa- vogi komnir með færanleg tölvuver og binda menn í Kópavogi miklar vonir við þennan búnað og þá mögu- leika sem hann gefur kennurum og nemendum í skólastarfinu. Grafarvogur | Börnum á leik- skólaaldri ásamt foreldrum og forráðamönnum er boðið í heimsókn í níu leikskóla í Graf- arvogi í dag, frá kl 10 til 12. Það eru leikskólarnir Brekkuborg, Fífuborg, Foldaborg, Folda- kot, Funaborg, Hamrar, Hulduheimar, Klettaborg og Lyngheimar sem gefa fólki tækifæri til að skoða leik- skólana og kynna sér starfsem- ina. Leikskólarnir Bakki, Engjaborg, Laufskálar og Sjónarhóll verða með opið hús síðar í vor. Leikskólar opnir OD DI H ÖN N UN K 86 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.