Morgunblaðið - 04.04.2004, Page 31

Morgunblaðið - 04.04.2004, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 31 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við frábærar aðstæður á suður- strönd Spánar í 31 nótt á ótrúlegum kjörum. Beint flug til Costa del Sol þar sem þú nýtur þjónustu farar- stjóra Heimsferða allan tímann og getur valið um spennandi kynnis- ferðir á meðan á dvölinni stendur. Við bjóðum þér góð íbúðarhótel á meðan á dvölinni stendur. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð frá kr. 29.990 Flugsæti með sköttum, netverð. Verð kr. 59.990 M.v. 2 í íbúð, stökktutilbð, 31 nótt. Flug, gisting, skattar. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Síðustu sætin Stökktu til Costa del Sol 18. apríl - 31 nótt frá kr. 29.990 Verð frá kr. 39.995 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, stökkt- utilboð, 18. apríl, 31 nótt. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. SÍÐASTLIÐIN ár hefur Leik- félag Siglufjarðar starfað af kappi eftir endurreisn fyrir fimm árum. Hugurinn er mikill þrátt fyrir fólks- fækkun, litla reynslu og lítil efni því nú hefur leikfélagið fengið hið reynda leikskáld Ragnar Arnalds til þess að skrifa fyrir sig leikrit í tilefni hundrað ára afmælis síldarvinnslu á Siglufirði og landinu öllu þar með. Allt annað í sýningunni er unnið af heimamönnum sjálfum. Útkoman sýnir mikla alúð og vinnu heimafólks við að koma hugsun leikritsins sem best til skila. Leikrit Ragnars er ágætlega smíðað. Ytri byggingin sýnir hinn þekkta séra Bjarna Þorsteinsson þjóðlagasafnara með meiru þar sem hann segir tveimur börnum frá at- burðum sem eiga að hafa gerst nokkuð löngu fyrr eða nánar tiltekið þann 8. júlí, 1903. Fljótlega taka at- burðirnir að lifna á sviðinu sem iðar af mannlífi, meira og minna allt verkið. Í stuttu máli segir af Birni faktori, Línu kærustu hans og Halla vonbiðli hennar en í kringum þau verður til grípandi atburðarás og spenna svoaldrei verða dauðir punktar. Björn factor er prímus mótor og mikið undir ákvörðunum hans komið. Helsti veikleiki verksins er að völd hans eru sýnd sem af- dráttarlaus og jafnvel ógnandi fyrir fátæka alþýðuna en þegar alþýðan tekur málin í sínar hendur verður það ósannfærandi að ekki skuli verða neinir eftirmálar af því. Kost- urinn er þó sá að Björn hefur fleiri en eina hlið og sést það best í ást hans á Línu. Verkið er hægt að skilja á nokkrum plönum þar sem örlög nokkurra einstaklinga verða skýr og áhugaverð en skyggja þó ekki á meginþráðinn; semsé hvernig Norðmennirnir kenna Íslendingum síldarvinnslu og hafa með því áhrif á gang sögunnar. Þá er átt við hina ytri sagnfræði verksins en ekki síð- ur sögu hinna skálduðu einstaklinga sem verða að teljast dæmigerðir. Leikstjórn Lindu Maríu er vel heppnuð er haft er í huga að fjórtán af sautján leikurum eru nýgræðing- ar í leiklistinni og að sjálf er hún að- eins áhugaleikstjóri með litla reynslu. Það er meira en að segja það að stjórna svo stórum hópi af fólki, hvað þá með enga leikreynslu. Linda María hefur skýra sýn á verk- ið og kemur henni til skila. Það er líka augljóst að hún hefur hvatt hinn stóra hóp áfram með sóma. Ef nefna skal einstaka leikara ber hæst leik ný- græðingsins Daníels Péturs Daníelssonar en hann var sérstak- lega heillandi á svið- inu og lék hinn lífs- glaða og kærulausa Halla hákarl áreynslulaust. Móð- ur Halla lék Mar- grét Jónsdóttir af svipaðri lífsgleði og krafti og var sam- leikur þeirra Daní- els afbragðsgóður og skemmtilegur. Annar eftirtektar- verður nýgræðingur var Árni Stefánsson sem lék farand- salann Kobba á kómískan hátt. Tónlistin í verkinu er samin af Elíasi Þorvaldssyni, sem lék í hljóm- sveitinni ásamt tveimur öðrum. Mörg laga hans voru skemmtileg og grípandi en dálítið gætti ósamræmis í stílnum þar sem sum lögin voru viðeigandi harmóníkulög en önnur rokklög en sú tegund tónlistar pass- aði ekki við tíma verksins. Að öðru leyti hafði verið nostrað við tímann með góðum árangri í leikmynd og búningum og þess vegna stakk þessi tónlist í stúf við hitt. Þegar sýning Siglfirðinga er skoð- uð í heildina er sú tilfinning sterkust að heimamenn leggja mikla alúð við sögulegan arf sinn og sanna það með því hugrekki að leggja saman heimagerða listsköpun og leikrit sem keypt er af atvinnumanni í fag- inu. Þarna byrjaði það allt LEIKLIST Leikfélag Siglufjarðar Höfundur: Ragnar Arnalds. Leikstjóri: Linda María Ásgeirsdóttir. Tónlist: Elías Þorvaldsson. Frumsýning á Kaffi Torgi, 27. mars, 2004. SILFUR HAFSINS Hrund Ólafsdóttir „Í heildina er sú tilfinning sterkust að heimamenn leggja mikla alúð við sögulegan arf sinn,“ segir Hrund Ólafsdóttir í umsögn sinni um Silfur hafsins. SMS tónar og tákn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.