Morgunblaðið - 04.04.2004, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 04.04.2004, Qupperneq 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 39 Nýju sumarlitirnir komnir í verslanir! Vörurnar eru ilmefnalausar og ofnæmisprófaðar og verðið gerist ekki betra Útsölustaðir: Hringbrautarapótek, Lyfjaval. Verslanir á landsbyggðinni: Húsavíkurapótek, Sauðárkróksapótek, Nesapótek, Borgarnesapótek, Siglufjarðarapótek, Seyðisfjarðarapótek. PASSÍA op. 28, tónverk Hafliða Hallgrímssonar, sem gefið var út á geisladiski og kynnt hérlendis fyrir síðustu jól, fór fyrir skemmstu í al- þjóðlega dreifingu í gegnum dreif- ingarnet útgefandans Ondine í Finnlandi. Viðtökur hafa verið mjög góðar og hafa m.a. birst dóm- ar um diskinn í breskum, þýskum og finnskum fjölmiðlum. Ósvikin andleg sannindi Tónskáldið og gagnrýnandinn Calum McDonald, ritstjóri Tempos, virts tímarits um nýja tónlist, skrif- ar afar lofsamlega um Passíu í nýj- asta tölublaði tónlistartímarits Breska ríkisútvarpsins, BBC Music Magazine, sem er mest selda tíma- rit um klassíska tónlist í heimi. Hann gefur bæði flytjendum og hljóðritun fimm stjörnur og segir: „Hafliði Hallgrímsson ratar sannarlega alla leið að kjarna máls- ins í Passíu. Þessi íslenski tón- smiður, sem hefur hreiðrað um sig í Edinborg, hefur um árabil sent frá sér áhrifamikil verk með persónu- legum hljómi og hugsun, samin af mikilli vandvirkni. Fullyrða má að Passía sé mikilvægasta framlag hans hingað til. Á diskinum er verk- ið flutt af tilfinningahita og einlæg- um ákafa af listafólkinu sem tón- listin var samin fyrir. Einkar skýr stereóhljóðritunin skilar verkinu frábærlega til hlustandans svo um hann fer hreinlega sæluhrollur. Það liggur beinast við að fullyrða að hér sé nýtt trúarlegt meistaraverk á ferð, útsett fyrir hljómsveit af stöð- ugri hugkvæmni og innblæstri og með hjálp hljómamáls sem spannar gífurlegt stílsvið en virðist þó ætíð eiga rætur í tign- arlegri fullvissu þríhljómsins. Ég mæli hjartanlega með þessum diski.“ BBC fjallaði einnig um Passíu á öldum ljósvak- ans. Í þættinum CD Review lék Benedict Warren brot úr verkinu sem hann kallaði „passíu okkar tíma og sagði m.a.: „Sellókonsert Hafliða Hallgríms- sonar sló nýverið í gegn í Skotlandi og þetta stóra kórverk einkennist einnig af vönduðum pensildráttum hljómsveitarritháttarins sem draga upp mynd sem laðar fram ýmsar tilfinningar og hughrif en er um leið óhlutbundin og sjálfstæð.“ Ursula Adamski-Störmer lofaði líka hljómsveitarritháttinn í um- fjöllun sinni í Bæverska útvarpinu: „Það sem vekur sérstaka eftirtekt í Passíu er óvenjuleg tilfinning Haf- liða Hallgrímssonar fyrir línum, lit- um og fagurri áferð og úthugsuð, síbreytileg hljómsveitarútsetn- ingin. Þetta er áhrifamikið, djúp- hugult verk sem fléttar saman fjöl- margar stíltegundir og leikaðferðir nútímatónlistar svo úr verður heillandi dramatísk og voldug passía.“ Finnskir gagn- rýnendur á einu máli Fjölmiðlar í Finnlandi hafa gefið Passíu mikinn gaum. Fjallað var um geisladiskinn í finnska útvarp- inu og í stærsta dagblaði Finn- lands, Helsingin Sanomat, skrifaði Jukka Isopuro: „Upphaf verksins kallar fram mynd af opnum sjón- deildarhring sem falleg og skýr hljóðritunin og hreinn kirkju- hljómburðurinn undirstrika.“ Kirkjutónlistarmaðurinn Markku Kilpiö tekur í sama streng í Suomen Kuvalehti, víðlesnu tíma- riti: „Án þess að sneiða hjá tónteg- undabundnum þáttum og þrí- hljómum skapar hljómsveitin sýnir, stemmningar og tónumhverfi sem einsöngvararnir og kórinn fylla með hnitmiðaðri útleggingu á písl- arsögu Krists. Tónskáldið leikur á hljómrými Hallgrímskirkju líkt og um hljóðfæri væri að ræða eins og glöggt má greina í upptökunni.“ Loks má geta þess að í tónlistar- tímaritinu Rondo vekur Kare Eskola athygli á fögrum sönglínum Passíu og litríkum hljómsveit- arbúningnum. Flytjendur Passíunnar eru Mót- ettukór og Kammersveit Hall- grímskirkju og einsöngvararnir Mary Nessinger og Garðar Thór Cortes, en stjórnandi er Hörður Áskelsson. Texti Passíu er byggður á Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar og ljóðum nokkurra íslenskra 20. aldar skálda. Verkið var pantað af Listvinafélagi Hallgrímskirkju í tilefni af 1000 ára afmæli kristni- töku og frumflutt í Hallgrímskirkju í febrúar 2001. Hljóðritunin var gerð í mars 2002 af Stafræna hljóðupptökufélaginu og hljóðmeistari var Sveinn Kjart- ansson. Dreifingu disksins hér á landi annast hljómplötuverslunin12 Tónar, Skólavörðustíg 15, ásamt fé- laginu Credo sem hefur unnið að útgáfu Passíu frá upphafi. Passía eftir Hafliða Hall- grímsson fær frábæra dóma Hafliði Hallgrímsson Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.