Morgunblaðið - 04.04.2004, Page 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 45
✝ Ásgeir Jónsteins-son fæddist 21.
apríl 1992. Hann lést
15. mars síðastlið-
inn.
Foreldrar Ásgeirs
eru Snædís Stefáns-
dóttir, f. 25.10. 1967,
og Jónsteinn Jens-
son, f. 21.11. 1959.
Systkini Ásgeirs eru
Þórður, f. 3.11.
1984, og Hrefna, f.
15.2. 1986. Foreldr-
ar Jónsteins eru þau
Jens Varnek Niku-
lásson og Maríanna Sigurðar-
dóttir og foreldrar Snædísar eru
Stefán Jóhannesson og Kristín
Þórðardóttir.
Foreldrar Ásgeirs áttu lengi
heima í Vestmanna-
eyjum en fluttu það-
an til Patreksfjarð-
ar og bjuggu þar í
eitt ár. Einnig
bjuggu þau eitt ár í
Færeyjum en fluttu
þá aftur til Vest-
mannaeyja þar sem
Ásgeir fæddist. Um
jólin 1997 fluttu þau
til Reykjavíkur og
settust að í Fella-
hverfi í Breiðholti.
Þar voru þau næstu
tvö árin og fluttu
þaðan til Hveragerðis. Frá
haustinu 2001 hefur fjölskyldan
búið í Haga við Selfoss.
Útför Ásgeirs var gerð frá Sel-
fosskirkju 23. mars, í kyrrþey.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Það er sárt fyrir okkur öll að
kveðja ástkæran bekkjarbróður
okkar, Ásgeir Jónsteinsson. Ásgeir
kenndi okkur margt um vináttuna
því hann var traustur og góður vin-
ur. Það er einmitt vináttan sem hef-
ur hjálpað okkur öllum í gegnum
þessa erfiðu tíma. Síðustu daga höf-
um við fundið hversu dýrmæt vin-
áttan er, sú vinátta sem ríkir í
bekknum og fleytir okkur áfram í
gegnum sorgina og þerrar tárin. Við
geymum hjá okkur margar fallegar
og góðar minningar um Ásgeir. Þeg-
ar við hugsum um Ásgeir sjáum við
hann strax fyrir okkur brosandi og
glaðan. Hann var hrókur alls fagn-
aðar í leikjunum með okkur í frímín-
útum. Þegar við fórum saman í fót-
bolta var hann alltaf í marki, hann
hafði gaman af fjörinu í frímínútun-
um. Við minnumst einnig skemmti-
legra stunda í leikjum með honum í
sundlauginni. Mörg okkar voru með
Ásgeiri í skátunum og var þar mikil
gleði og gaman. Í skátunum minn-
umst við skálaferðanna, m.a. ferðar-
innar í Gilitrutt, þar var mikið leikið
sér, sprellað og klifrað. Á einni
skólaskemmtun hjá okkur var Ás-
geir kynnir og ætlaði hann að sinna
því hlutverki einnig nú á árshátíðinni
en honum auðnaðist ekki líf til þess.
Hann tók hlutverk sitt mjög alvar-
lega og vildi svo sannarlega standa
sig. Mánudaginn örlagaríka hafði
hann beðið um textann sem hann átti
að nota því hann vildi fara að æfa sig.
Öll eigum við sérstakar og
skemmtilegar minningar um Ásgeir
og það eru þessar minningar sem
koma til með að lifa með okkur
áfram. Brosinu hans gleymum við
aldrei. Við sendum fjölskyldu Ás-
geirs innilegar samúðarkveðjur í
sorginni og biðjum Guð að geyma
þau.
Ég veit ég öfunda vorið,
sem vekur þig sérhvern dag,
sem syngur þér kvæði og kveður þig
með kossi hvert sólarlag.
Þó get ég ei annað en glaðzt við
hvern geisla, er á veg þinn skín,
og óskað, að söngur, ástir og rósir,
sé alla tíð saga þín.
(Tómas Guðmundsson.)
Kennarar og bekkjar-
félagar í 6. H.H.
Ásgeir Jónsteinsson hóf nám í
skólanum okkar haustið 2001 og var
honum strax vel tekið af bekkjar-
félögum sínum. Að öllu jöfnu lét Ás-
geir lítið fyrir sér fara, en þegar kom
að áhugamálunum reyndist hann
fjörkálfur hinn mesti og var þá oft
mjög hugmyndaríkur. Ekki var
komið að tómum kofunum þegar
stórvirkar vélar bar á góma eins og
þær sem tengdust vinnu föður hans.
Ásgeir var hjálpsamur við félaga
sína einkum þá sem yngri voru og
fljótur að fyrirgefa öðrum ef hann
var ranglæti beittur.
Ásgeir sýndi miklar framfarir í
námi og vann þar marga sigra með
eljusemi og dugnaði.
Ásgeiri fylgdi birta, glettni og
kraftur og er hans nú sárt saknað.
Svo yndislega æskan
úr augum þínum skein.
Svo saklaus var þinn svipur
og sál þín björt og hrein.
(Tómas Guðmundsson.)
Megi algóður Guð styrkja ástvini
Ásgeirs í þeirra miklu sorg.
Starfsfólk Vallaskóla.
ÁSGEIR
JÓNSTEINSSON
Okkar innilegustu þakkir til þeirra fjölmörgu
sem sýndu okkur samúð og vinarhug við and-
lát og útför konu minnar, móður okkar, tengda-
móður, dóttur, systur og mágkonu,
BRYNDÍSAR KRISTINSDÓTTUR,
Víði,
Mosfellsdal.
Reynir Holm,
Bjarki Hólm, Bryndís Yngvadóttir,
Svava Dís Reynisdóttir,
Ásdís Reynisdóttir,
Kristinn Guðjónsson, Svava Brynjólfsdóttir,
Ómar Kristinsson, Kristín Geirsdóttir,
Hörður Kristinsson, Rut María Jóhannesdóttir,
Pálmi Kristinsson, Salome Tynes,
Svandís Kristinsdóttir, Sveinn Heiðar Bragason.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og langa-
langömmu,
RÓSU GUNNLAUGSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til sambýlisins í Gullsmára
11, Kópavogi, og til alls starfsfólks á deild 1 í
Sunnuhlíð, fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Þorbjörg Jónsdóttir,
Steinunn Vilborg Jónsdóttir, Jón Víglundsson,
Gunnlaugur Jónsson,
Pálmi Dagur Jónsson,
Óli Jóhannes Jónsson,
Rósa Jónsdóttir,
Marinó Jónsson, Hrönn Leósdóttir,
Jón Óli Jónsson, Guðrún K. Ásgrímsdóttir,
Sturla Einarsson, Karen Olson.
Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur okkar,
systur, mágkonu, barnabarns og tengdadóttur,
ÁSTU SYLVÍU BJÖRNSDÓTTUR,
Eskihlíð 35,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við Friðbirni Sigurðs-
syni, lækni, læknum og starfsfólki 11E Land-
spítala, líknardeild Landspítalans í Kópavogi og DI Heilbrigðisstofnuninni
Sauðárkróki fyrir einstaka umönnun og alúð. Skagfirsku söngsveitinni,
starfsfólki röntgendeilda Landspítala og öllum þeim, sem glöddu hana og
studdu í erfiðum veikindum, þökkum við af alhug.
Guð blessi ykkur öll.
Kristján Örn Jóhannesson,
Oddný Finnbogadóttir, Björn Friðrik Björnsson,
Emma Sigríður Björnsdóttir, Iain D. Richardson,
Alma Emilía Björnsdóttir,
Emma Hansen,
Friðrik J. Friðriksson,
Þóra Kristjánsdóttir.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and-
lát og útför elskulegrar eiginkonu, móður,
tengdamóður og ömmu,
GUÐBJARGAR M. FRIÐRIKSDÓTTUR,
Efstahjalla 1c,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins-
lækningadeildar 11E á Landspítala við Hring-
braut, samstarfsfólks Guðbjargar og yfirmanna hjá Íslandsbanka og
starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis.
Eiríkur Þóroddsson,
Ólöf Eiríksdóttir, Atli Helgason,
Þóroddur Eiríksson, Linda Björk Jóhannsdóttir,
Arnþór Atlason,
Erik Maron Þóroddsson.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, sonur, bróðir og tengdasonur,
KARL RÓSINBERGSSON,
Ránarbraut 1,
Skagaströnd,
sem lést á heimili sínu mánudaginn 29. mars,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðju-
daginn 6. apríl kl. 13.30.
Minningarathöfn fer fram í Hólaneskirkju á
Skagaströnd mánudaginn 5. apríl kl. 11.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Björgunarsveitina Strönd,
Skagaströnd.
Steinunn Steinþórsdóttir,
María Rós Karlsdóttir, Hreinn Mikael Hreinsson,
Steinþór Carl Karlsson, Bergljót Kvaran,
Gunnar Dór Karlsson, Elfa Björk Kjartansdóttir,
Karen Peta Karlsdóttir,
Karl Aron,
Ástrós Anna,
Rósinberg Gíslason, María Bender og börn,
Guðrún Halldórsdóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON
Lyngmóa 7,
Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstu-
daginn 2.apríl
Jarðarförin verður auglýstsíðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Stefán Gunnlaugsson,
Þórir Gunnlaugsson,
GunnarGunnlaugsson, Eygló Óskarsdóttir,
Ásta Gunnlaugsdóttir, Sigurður Hallgrímsson,
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Björn Birgisson,
barnabörn, barnabarnabörn
og systkini hins láta.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minn-
ing@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi
þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
sími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu
greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um
hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í
blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.
Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu
án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfvirkt um leið
og grein hefur borist) eða á
disklingi.
Ef greinin er á disklingi þarf
útprentun að fylgja. Nauðsyn-
legt er að tilgreina símanúmer
höfundar og/eða sendanda
(vinnusíma og heimasíma).
Ekki er tekið við handskrifuð-
um greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu
(17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þrjú erindi.
Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5–15 línur, og votta
virðingu án þess að það sé gert
með langri grein.
Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin verður
gerð og klukkan hvað.
Ætlast er til að þetta komi að-
eins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í grein-
unum sjálfum.
Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu
greina, enda þótt þær berist
innan hins tiltekna frests.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina