Morgunblaðið - 04.04.2004, Side 50
SKOÐUN
50 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÉG sé mig knúinn til að svara
grein Eiríks Tómassonar, fram-
kvæmdastjóra Þorbjarnar – Fiska-
ness hf. vegna yfirtöku hans og
systkina á félaginu en þar sakar
hann mig um að vera á villigötum!
Tal þitt um að þið systkinin hafið
boðið okkur í samstarf um að taka
fyrirtækið okkar af
markaði er með ein-
dæmum og veit ég
satt að segja ekki
hvaðan sumt af því
sem þú segir kemur.
Einnig að þið hafið
gert mér og öðrum
grein fyrir mati ykkar
á stöðunni varðandi
eignarhald á félaginu
kannast ég ekki við,
né félagar mínir. Ég
skal því rekja hér ná-
kvæmlega það sem
fram fór þegar þið bræður rædduð
við okkur Fiskanesmenn.
Allt hófst þetta með sífelldum
símhringingum fulltrúa Íslands-
banka í okkur um 6. febrúar og
símtali frá Gunnari bróður þínum,
fimmtudaginn 12. febrúar þar sem
hann vildi fá mig á fund samdæg-
urs. Gunnar sagði mér „nú þurfum
við að standa saman þar sem ein-
hverjir eru að kroppa í fyrirtækið
okkar“. Ég sagði honum að ekki
stæði á mér í slíka samstöðu. Að-
spurður hver væri að kroppa í fyr-
irtækið okkar sagði Gunnar að það
væri líklega ákveðið fyrirtæki sem
við báðir þekktum. „Núna þurfum
við að standa saman og má enginn
úr Fiskanesarminum eða Þorbjarn-
ararmi selja áður en ég get hitt á
þig og farið yfir málin með þér,“
sagði Gunnar. Ég sagði honum að
enginn úr mínum armi hefði haft
áhuga á að selja nokkuð svo ég
vissi. Ég komst reyndar ekki á fund
með Gunnari þarna á fimmtudeg-
inum 12. febrúar en strax morg-
uninn eftir kl. 9:30 var ég kominn á
fund til Gunnars bróð-
ur þíns og þar tjáði
hann mér að þessi
mikla samstaða sem
hann talaði svo mikið
um daginn áður væri í
reynd sú að þið syst-
kinin ásamt föður ykk-
ar væruð með áform
um að taka fyrirtækið í
ykkar eign og taka af
markaði. Og það veit
ég eftir mínum félögum
að þetta er það sama
og Gunnar sagði þeim
félögum mínum á fundi daginn áð-
ur, á fimmtudeginum. Þá sagði
Gunnar mér að þið væruð í sam-
starfi við Íslandsbanka um að bank-
inn lánaði ykkur til kaupanna.
Einnig sagði Gunnar „þú getur svo
sem átt hlut þinn í nýju fyrirtæki
en þar verður þú áhrifalaus og ekki
verður greiddur út neinn arður því
fyrirtækið verður tekið af markaði“.
Svona tilboð kalla ég; að slá fyrst
og spyrja svo! Þá sagði Gunnar að
þetta yrði að ganga fljótt fyrir sig
og gengið yrði að vera 5,67 þar sem
bankinn sagði að ekki væri hægt að
reka fyrirtækið ef keypt væri á
hærra verði. Gunnar klykkti svo út
með að, ef þetta gengi ekki eftir
ætluðuð þið að draga ykkur út úr
fyrirtækinu.
Og svo þegar þú, Eiríkur, hringd-
ir í mig erlendis, laugardaginn 14.
febrúar sl. þar sem þú reyndir að
telja mig á að taka boði bankans og
spurðir hvort ég vildi virkilega eiga
í fyrirtæki án áhrifa. Svaraði ég þér
því að ég væri ekki sáttur við fram-
komu ykkar bræðra í þessu máli og
hvernig þið hafið reynt að leyna
hverjir raunverulega standi á bak-
við þessa yfirtöku á fyrirtækinu og
hreinlega væruð að kúga menn til
að selja. Þá bættir þú við „Willi, ef
Dagbjartur verður með mundir þú
þá vera með líka?“
Þá er fögur lýsing þín, í Morg-
unblaðsgreininni þinni um daginn, á
tilboði til okkar sem þú skiptir upp
í þrjá liði, ekki hefur eitt einasta
þeirra verið kynnt mér fyrr en í
þessari grein þinni utan þess að
leggja inn minn hlut líkt og ég kom
að hér áður í samskiptum við Gunn-
ar og aftur í símtali við þig. Þetta
þrískipta tilboð þitt hlýtur að hafa
birst þér í draumi! Það er kannski
kynning Gunnars, á að þið ætlið að
draga ykkur út úr fyrirtækinu
gangi áform ykkar ekki eftir, sem
má túlka sem einn af liðum í tilboðs
þrí-leiknum ykkar, en því fylgdu
ekki nánari skýringar.
Hvernig dettur þér í hug að við
gætum samþykkt (samdægurs) til-
boð ykkar að leggja inn í fyrirtækið
eignir okkar og eiga áfram í sam-
starfi við ykkur systkinin þegar þið
bjóðið afarkosti sem þessa og við
yrðum peð í því tafli og án annarra
félaga okkar. Nei, traust til ykkar
var á þessum tíma þegar búið. Eftir
stendur alltaf afhverju þið rædduð
ekki við okkur áður áður en þið hóf-
uð þennan gjörning en ekki um-
ræða þín um tilboð um þátttöku
þegar ljóst var að þið kærðuð ykk-
ur ekki um þátttöku okkar í byrj-
un?
Rétt er að upplýsa að kaup bank-
ans fyrir ykkur hófust með hring-
ingum fulltrúa bankans mánudaginn
6. febrúar og 9. febrúar viðurkennir
þessi fulltrúi bankans að kaupa fyr-
ir „vinveitta fjárfesta“ en þurfti
samt sérstaklega að kaupa af
Fiskanesarminum. Þá tjáði fulltrúi
bankans mér, föstudaginn 13. febr-
úar, að þið systkinin stæðuð að yf-
irtökunni á fyrirtækinu auk TM og
Olís. Í kjölfarið, sama dag, hafði ég
samband við forstjóra TM, sem
Að lokum, Eiríkur
Tómasson
Eftir Willard Fiske Ólason
Willard Fiske Ólason
’Ég vona að þið syst-kinin getið lifað með
þessari gjörð ykkar og
að Grindavík skaðist
sem minnst vegna þess-
arar uppákomu.‘
Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14.00-17.00
AUSTURBERG 34 - SÉR INN-
GANGUR - ENDAÍBÚÐ Á 1. HÆÐ
Mikið endurnýjuð og rúmgóð 91 fm 3ja her-
bergja endaíbúð með sérinngangi á 1. hæð í
góðu fjölbýli. Fremri forstofa, hol, eldhús með
nýlegri ljósri innréttingu og borðkrók, stofa
með útgengi á suð-vesturverönd, baðherbergi
með tengi fyrir þvottavél og þurrkara og tvö
stór svefnherbergi. Aukaherbergi í geymslu.
Á gólfum er nýlegt parket og flísar. Stutt er í
alla þjónustu, skóla, verslanir, bókasafn, sund-
laug o.fl. V. 11,9 m. 3992
ASPARFELL 2 - BJALLA 10
4ra til 5 herbergja ca 112 fm íbúð á 3. hæð í
lyftuhúsi. M.a. eldhús með ágætri innréttingu,
borðkrókur m. útgengi á suðaustursvalir, hol,
ágæt stofa og borðstofa m. útgengi á norð-
austursvalir. Á svefnherbergisgangi er geymsla
og þrjú góð herbergi . Nýlegt parket.
Innbyggður ca 21 fm bílskúr. Skipti á minna
möguleg. V. 13,9 m. 1245
MARARGATA 4 - 101- JARÐHÆÐ
Vel staðsett og skemmtilega hönnuð 3ja herb.
kjallaraíbúð í ágætu steinhúsi rétt við Landa-
kot, samtals 80,1 fm. Mjög rúmgott eldhús
með ágætri uppgerðri innréttingu og nýlegum
tækjum. Stofa með parketi. Baðherbergi með
nýju salerni, sturtu og flísum á gólfi og veggj-
um. Tvö svefnherbergi. Sameiginlegt þvotta-
hús á hæðinni. Falleg gluggasetning.
Búið að skipta um skolplagnir. Áhvílandi
húsbr. 7,0 millj. LAUS 1. MAÍ. V. 12,5 m. 4006
LAUFENGI 25 - GAFARVOGI -
2. HÆÐ TIL HÆGRI
Góð 3ja herbergja ca 80 fm íbúð á 2. hæð í
góðu fjölbýlishúsi. Sérbílastæði. Íbúðin skiptist
í hol með ágætum skápum, geymslu við holið,
stofu með vinnukrók, eldhús með ágætri inn-
réttingu og tækjum og borðkrók, tvö svefnher-
bergi og baðherbergi með nýjum sturtuklefa og
tengt fyrir þvottavél. Dúkar á gólfum. Góð sam-
eign. V. 12,5 m. 4003
Eigendur atvinnuhúsnæðis:
Rótgróna heildsölu vantar um 1.000
fm húsnæði til kaups undir verslun/heild-
sölu með lagerrými. Góð aðkoma og
staðsetning skilyrði. (Björgvin)
Vantar fyrir traustan fjárfesti eign í
góðri útleigu, má kosta allt að 300 millj.
(Björgvin)
Vantar byggingarlóð eða byggingar-
aðila með lóð, fyrir verslunar-, skrifstofu-
og þjónustubyggingu, æskilegt bygging-
armagn er 8.000-10.000 fm, ákjósanleg-
ast í Reykjavík en aðrar staðsetningar
skoðaðar. (Björgvin)
Atvinnuhúsnæðisdeildin veitir þér
framúrskarandi þjónustu og ráð-
gjöf, hvort sem þú ert að selja
eða kaupa atvinnuhúsnæði. Við
erum reynslumiklir á okkar sviði
og vinnum ávallt í fyllsta trúnaði.
Hafðu samband.
- Björgvin Ó. Óskarsson -
Bjarni Hákonarson -
Við erum öflugir í atvinnuhúsnæði
533 4300 564 6655
Salómon Jónsson
- löggiltur fasteignasali
Miðhraun Gbæ - Til leigu
Í þessu vandaða og vel staðsetta stál-
grindarhúsi eru samtals 1.700 fm á 2
hæðum í öllum framhluta hússins. Inn-
keyrsludyr er hægt að setja í stað
glugga (2,4 m). Lóð malbikuð. Rýmið
leigist í heild eða smærri einingum, er
tilbúið til innréttinga nú en getur skilast
eftir nánara samkomulagi. Laust.
Hafnarstræti Rvík - Til sölu
eða leigu
Frábærlega staðsett húsnæði undir
ýmsan rekstur t.d. veitingahús,
skemmtistað eða þjónustustarfsemi.
Húsnæðið er kjallari, 2 hæðir og ris-
hæð, samtals 743,3 fm. Mjög mikið
endurnýjað. Hagstætt verð. Húsið skil-
ast tæplega tilbúið undir tréverk. Hér
er tækifæri fyrir athafnafólk. Laust.
Skúlagata Rvík - Til leigu
Glæsilegt skrifstofu- og þjónusturými á
jarðhæð, um 300 fm, við sjóinn með
glæsilegu útsýni til Esjunnar. Ál- og
granítklætt hús. Gegnheilt merbau,
fullkomin kerfisloft og gólflýsingar, 3
skrifstofur og 2 opin vinnurými, eldhús
og salerni. Húsnæði fyrir vandláta.
Laust.
Bæjarlind Kóp. - Til sölu eða
leigu
Í þessu frábærlega staðsetta álklædda
húsi er laust um 600 fm rými á 3. hæð.
Lyfta í húsinu, góð aðkoma og næg
bílastæði. Frágangur eftir nánara sam-
komulagi. Laust nú þegar. Mjög hag-
stætt verð. Laust.
Fréttasíminn 904 1100