Morgunblaðið - 04.04.2004, Síða 57

Morgunblaðið - 04.04.2004, Síða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 57 Viðskiptadeild: MS nám í viðskiptafræði: fjármál, stjórnun, nýsköpunar- og frumkvöðlafræði MA nám í hagnýtum hagvísindum: Evrópufræði, menningar- og menntastjórnun, hagfræði, svæðafræði, nýsköpunar- og frumkvöðlafræði, stjórnsýsluval, umhverfis- og auðlindaval Lögfræðideild: ML nám í lögfræði MS nám í viðskiptalögfræði www.bifrost.is Viltu styrkja stöðu þína? Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 6. apríl kl. 17.00 á Grand Hótel Reykjavík Skipulag námsins miðast við að hægt sé að stunda það með vinnu eða sem fullt nám. b1 1 311 Borgarnes Sími 433 3000 Fjallað um vistkerfið á norð- urhjara Vináttufélag Íslands og Kanada heldur fund á morgun, mánudaginn 5. apríl kl. 20, í Odda, húsi Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, stofu 106. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands fjallar um vistkerfið á norð- urhjara og samvinnu um verndun þess milli Íslands og Kanada. Á MORGUN Enska í rannsóknum og raunvís- indum Endurmenntun Háskóla Ís- lands heldur námskeiðið „Enska í rannsóknum og raunvísindum“, dag- ana 14.–28. apríl á mánudögum og miðvikudögum kl. 16.15–19.15. Á námskeiðinu er fjallað um enskt tungutak, málvenjur og form bréfa og skýrslna í rannsóknum og raunvís- indum. Kynnt er hvernig gera á meg- inmál skýrslna, farið í uppsetningu mismunandi texta, hvernig byggja skal rökstuðning og framsetningu. Farið í helstu atriði málnotkunar s.s. stíl, notkun orðaforða, tengiorð og uppbyggingu málsgreinar o.fl. Kennari á námskeiðinu er Erlendína Kristjánsson, lögfræðingur og kenn- ari í viðskipta- og lagaensku við HÍ. Frekari upplýsingar um námskeiðið er að finna á vef Endurmenntunar www.endurmenntun.is. Fyrirlestur um meðvirkni Gitte Lassen heldur opinn fyrirlestur um meðvirkni þriðjudaginn 6. apríl kl. 19–22 í Askalind 4, Kópavogi. Verð er 2.000 kr. og fer fyrirlesturinn fram á ensku. Á NÆSTUNNI STÓRMEISTARARNIR þrír komust allir áfram í aðra umferð á Skákþingi Íslands. Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grétarsson unnu báðar skákir sínar, en Þröstur Þórhallsson gerði jafntefli við Ingvar Þór Jóhannesson í síðari skákinni sem dugði Þresti til að komast áfram eftir sigur í fyrri skákinni. Bragi Þorfinnsson komst áfram á sama hátt eftir jafntefli í síðari skákinni gegn Ingvari Ásmundssyni. Þeir Stefán Kristjánsson og Björn Þor- finnsson sigruðu hins vegar and- stæðinga sína í báðum skákunum. Það stóð jafnt í tveimur viðureign- um eftir einvígisskákirnar tvær. Snorri Bergsson og Jón G. Viðarsson annars vegar og Þorsteinn Þor- steinsson og Sævar Bjarnason hins vegar þurfa því að tefla styttri skákir til að knýja fram úrslit. Síðari skák þeirra Sigurbjörns Björnssonar og Helga Áss Grétars- sonar var mikil baráttuskák. Hvítt: Sigurbjörn Björnsson Svart: Helgi Áss Grétarsson Spænski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rge7 4. 0–0 a6 5. Ba4 d6 6. c3 Bd7 7. d4 g6 8. Rbd2 – Sigurbjörn fer ekki út í hið hefð- bundna framhald, 8. dxe5 Rxe5 9. Rxe5 dxe5 10. Bg5 Bg7 11. Bb3 0–0 12. Rd2 h6 13. Be3 Bb5 14. He1 o.s.frv. (Rovid-Korpics, Ungverja- landi 1998). 8. ... Bg7 9. d5 – Hvítur getur enn brugðið sér í 9. dxe5. 9. ... Rb8 10. c4 [a5 11. Re1 0–0 12. Rd3 f5 13. f3 Bxa4 14. Dxa4 Rd7 15. c5 -- Hvítur grípur til róttækrar leiðar, því að með rólegri leikjum lendir hann í lakari stöðu, t.d. 15. b3 c6 16. Kh1 Dc7 17. dxc6 bxc6 18. Bb2 Bh6 19. Bc3 Db6 20. Hae1 Be3 o.s.frv. 15. ... Rxc5 16. Rxc5 dxc5 17. Hd1 – Ekki gengur 17. Db3 a4! 18. Dxb7? Dd7! 19. d6 (19. Rc4 Hfb8 20. Rb6 Dd8 21. Dxa8 Hxa8 22. Rxa8 Dxa8) 19. ... Dxd6 20. Db5 Dd4+ 21. Kh1 Hfb8 22. De2 f4 23. Rc4 Hb4 24. Ra3 Hd8 og hvítur á mjög erfitt um vik. 17. ... Rc8 18. Dc4 b6 19. d6+ Kh8 20. dxc7 Dxc7 21. b3 Rd6 22. De2 fxe4 23. Rxe4 Rf5 24. Df2 Had8 25. Bb2 Bh6 26. Hxd8 Hxd8 Auðvitað ekki 26. ... Be3? 27. Hxf8+ Kg7 28. Dxe3 Rxe3 29. He8 og hvítur á unnið tafl. 27. He1 Bg7 28. Rg5 He8 29. f4 -- (Sjá stöðumynd 1) 29. ... e4 Einnig kemur til greina að leika 29. ... h6 30. Rf3 e4 31. Re5 Kh7 32. Hxe4 Dd6 og svartur á betra tafl. 30. Hxe4 Hxe4 31. Rxe4 Rd4 32. Kh1 De7 33. Rg3 De6 34. h3 h6 35. Bxd4 Bxd4 36. De2 Dxe2 37. Rxe2 Bb2 38. a4 Kg7 39. Kg1 Kf6 40. Kf2 Ke6 41. Ke3 Kd5 42. Kd3 h5 43. f5 – Endataflið er mjög athyglisvert og líklega er jafntefli niðurstaðan með bestu taflmennsku, t.d. 43. g4 hxg4 44. hxg4 Bg7 45. Rg3 Bh6 46. g5 Bf8 47. Rf1 Kc6 48. Re3 (48. Kc4 Bd6 49. f5 gxf5 50. g6 Be5) 48. ... b5 49. axb5+ Kxb5 50. f5 Kb4 51. Kc2 gxf5 52. Rxf5 c4 o.s.frv. Sigurbjörn tapaði fyrri skákinni og verður að vinna þessa til að fá aukakeppni. Það kann að hafa haft áhrif á talfmennskuna. 43. ... gxf5 44. Rf4+ Ke5 45. Rxh5 f4 46. g4 Bd4 47. g5 f3 48. g6 Ke6 49. h4 Be5 50. Ke3 -- (Sjá stöðumynd 2) 50. ... b5! Nú koma yfirburðir biskupsins yfir riddarann í ljós. Svartur skapar sér frípeð á drottningarvæng og riddarinn kemst ekki í vörnina til að stöðva það. 51. axb5 c4 og hvítur gafst upp. Eftir 52. bxc4 a4 53. g7 Kf7 54. Kxf3 a3 55. Ke4 a2 56. g8B+ Kxg8 57. Kxe5 a1D+ er taflið tapað hjá hon- um. Skákþing Íslands fer fram í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, en keppni er nú hafin í öllum flokkum. Þetta er í fyrsta skipti í fjölda ára sem keppnin fer fram á sama stað og tíma. Áhorf- endum sem leggja leið sína í hús Orkuveitunnar gefst því einstakt tækifæri til að fylgjast með keppni í öllum flokkum. Taflið hefst kl. 17 á virkum dögum, en annars kl. 13. Ingvar og Vilhjálmur á landsmót í skólaskák Ingvar Ásbjörnsson og Vilhjálmur Pálmason komust á landsmót í skóla- skák eftir aukakeppni á skólaskák- móti Reykjavíkur. Þeir, ásamt Hjörvari Steini Grétarssyni, verða því fulltrúar Reykjavíkur á lands- mótinu í skólaskák Stórmeistararnir komnir áfram SKÁK Orkuveita Reykjavíkur SKÁKÞING ÍSLANDS 1.–12. apríl 2004 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks. is Stöðumynd 1 Stöðumynd 2 Rangt föðurnafn Föðurnafn Páls Braga Krist- jónssonar, forstjóra Eddu út- gáfu, misritaðist í myndatexta með frétt í Morgunblaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.