Morgunblaðið - 04.04.2004, Síða 60
DAGBÓK
60 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Vædderen kemur í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Markus kemur í dag.
Þór fer í dag.
Fréttir
Fjölskylduhjálp Ís-
lands Eskihlíð 2– 4 í
fjósinu við Miklatorg.
Móttaka á vörum og
fatnaði, mánudaga kl.
13–17. Úthlutun mat-
væla og fatnaðar,
þriðjudaga kl. 14–17.
Sími skrifstofu er
551 3360, netfang dal-
ros@islandia.is, gsm
hjá formanni 897 1016
Mannamót
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Dansleikur í
kvöld kl. 20, Caprí-tríó
leikur fyrir dansi.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Félags-
heimilið er opið virka
daga frá kl. 9–17, alltaf
heitt kaffi á könnuni.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Fótaað-
gerðastofa Hrafnhild-
ar, tímapantanir í síma
899 4223.
Félagsstarf eldri borg-
ara í Mosfellsbæ. Pútt-
kennsla í Íþróttahús-
inu Varmá, á
sunnudögum kl. 11–12.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Á morgun 9–
16.30 vinnustofur opn-
ar frá hádegi spilasalur
opinn, kl. 9.30 sund og
leikfimiæfingar í
Breiðholtslaug, dans
fellur niður s. 575 7720.
Vesturgata 7. Þriðju-
daginn 6. apríl
kl.13.30–14.30 mun
skákfélagið Hrókurinn
kenna skák, kennsla
fer fram alla þriðju-
daga í apríl. Upplýs-
ingar í síma 535 2740.
Kvenfélag Seljasókn-
ar. Fundur verður
þriðjudaginn 6. apríl
kl. 20 í Setrinu föndrað
með páskaívafi, fé-
lagsvist.
Kvenfélagið Heimaey.
Fundur mánudaginn 5.
apríl að Glym í Hval-
firð Farið verður með
rútu frá Mjóddinni (Ís-
landsbankamegin)
kl.18. Tilkynna þarf
þátttöku hjá stjórninni.
Kvenfélag Garða-
bæjar. Félagsfundur,
þriðjudaginn 6, april,
að Garðaholti kl. 20.
Kvenfélag Seljasókn-
ar, fundur þriðjudag-
inn 6. apríl. Konukvöld
á hárgreiðslustofunni
Pílus Mosfellsbæ,mæt-
ing við Seljakirkju
kl.19.40, farið verður á
einkabílum.
Kvenfélag Laug-
arnessóknar heldur af-
mælisfund félagsins á
morgun mánudag, kl.
20 í safnaðarheimilinu
NA (Ónefndir fíklar).
Neyðar- og upplýs-
ingasími 661 2915.
Opnir fundir kl. 21 á
þriðjudögum í Héðins-
húsinu og á fimmtu-
dögum í KFUM&K,
Austurstræti.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga á Vesturlandi:
Penninn, Bókabúð
Andrésar, Kirkjubraut
54, Akranesi, s.
431 1855 Dalbrún ehf,
Brákarbraut 3, Borg-
arnesi, s. 437 1421
Hrannarbúðin, Hrann-
arstíg 5, Grundarfirði,
s. 438 6725 Verslunin
Heimahornið, Borg-
arbraut 1, Stykk-
ishólmur, s. 438 1110
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga,Vestfjörðum:
Jón Jóhann Jónsson,
Hlíf II, Ísafirði, s.
456 3380 Jónína
Högnadóttir, Esso-
verslunin, Ísafirði, s.
456 3990 Jóhann Kára-
son, Engjavegi 8, Ísa-
firði, s. 456 3538 Krist-
ín Karvelsdóttir,
Miðstræti 14, Bolung-
arvík, s. 456 7358
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga, Norðurlandi:
Blómabúðin Bæj-
arblómið, Húnabraut
4, Blönduós, s.
452 4643 Blóma- og
gjafabúðin, Hólavegi
22, Sauðárkróki, s.
453 5253 Blómaskúr-
inn, Kirkjuvegi 14b,
Ólafsfirði, s. 466 2700
Hafdís Kristjánsdóttir,
Ólafsvegi 30, Ólafsfirði,
s. 466 2260 Blómabúðin
Ilex, Hafnarbraut 7,
Dalvík, s. 466 1212
Bókabúð Jónasar,
Hafnarstræti 108, Ak-
ureyri, 462 2685 Bóka-
búðin Möppudýrið,
Sunnuhlíð 12c, Ak-
ureyri, s. 462 6368
Penninn Bókval, Hafn-
arstræti 91–93, Ak-
ureyri, s. 461 5050
Blómabúðin Akur,
Kaupangi, Mýrarvegi,
Akureyri, s. 462 4800
Blómabúðin Tamara,
Garðarsbraut 62,
Húsavík, s. 464 1565
Bókaverslun Þórarins
Stefánssonar, Garð-
arsbraut 9, Húsavík, s.
464 1234, Skúli Jóns-
son, Reykjaheiðarvegi
2, Húsavík, s. 464 1178
Skúli Þór Jónsson,
Boðagerði 6, Kópa-
sker, s. 465 2144 Rann-
veigar H. Ólafsdóttur,
Hólavegi 3, 650. Laug-
um, s. 464 3181.
Í dag er sunnudagur 4. apríl, 95.
dagur ársins 2004, Pálmasunnu-
dagur, Amróíumessa. Orð dags-
ins: Þess vegna, mínir elskuðu
bræður, verið staðfastir, óbif-
anlegir, síauðugir í verki Drott-
ins. Þér vitið að erfiði yðar er ekki
árangurslaust í Drottni.
(Kor. 15, 58.)
Þrátt fyrir að um 17.000börn séu nú í leik-
skólum landsins gleymist
þetta fyrsta skólastig oft.
Þetta sést vel í þeirri um-
ræðu sem nú er í sam-
félaginu um skólagjöld.
Þá hugsa fáir til leikskól-
anna þar sem skólagjöld
eru þó hæst,“ segir Ágúst
Ólafur Ágústsson, þing-
maður Samfylking-
arinnar, á heimasíðu
sinni. „Nú geta skólagjöld
í leikskóla oft verið yfir
30.000 kr. á hverjum mán-
uði fyrir eitt barn. Það er
alveg ljóst að slík gjöld,
upp á um 400.000 kr. ár-
lega, eru gríðarlega
þungur baggi fyrir flestar
fjölskyldur. Einn mán-
uður í leikskóla kostar
svipað og eitt ár í háskóla.
Fjölskyldur leikskóla-
barna eru iðulega sá hóp-
ur sem hefur hvað
þrengstu fjárráðin. Hér er
oftast um að ræða unga
foreldra sem eru að koma
sér þaki yfir höfuðið og
hefja þátttöku á vinnu-
markaðinum.“
Ágúst bendir jafnframtá að lækkun eða af-
nám skólagjalda í leik-
skólum sé jafnréttismál.
„Þegar börnin eru orðin
tvö, hvað þá þrjú, á leik-
skólaaldri getur það í
mörgum tilfellum verið
hagstæðara fyrir annað
foreldrið að vera heima.
Vegna kynbundins launa-
munar vill það oft verða
móðirin. Þessi staðreynd
hefur síðan aftur neikvæð
áhrif á stöðu kvenna á
vinnumarkaði og því
myndast vítahringur.
Þennan vítahring verður
að rjúfa,“ segir Ágúst.
Fæðingarorlof er núsamanlagt níu mán-
uðir og eftir þann tíma
þurfa foreldrar að fara
aftur á vinnumarkaðinn.
Flestir leikskólar taka
hins vegar við börnum frá
tveggja ára aldri og því
myndast a.m.k. 15 mán-
aða tímabil sem foreldrar
þurfa að brúa með ein-
hverjum hætti. Á þessu
tímabili leita margar fjöl-
skyldur til dagforeldra.
Slík þjónusta er hins veg-
ar dýr og getur einn mán-
uður fyrir eitt barn kostað
allt að 50.000 krónur. Ný-
lega stefndi í að þessi
þjónusta yrði enn dýrari
en nýr félagsmálaráð-
herra ætlaði þá að tak-
marka tekjumöguleika
dagforeldra um 20% með
því að fækka leyfilegum
börnum hjá hverju dag-
foreldri úr fimm börn í
fjögur börn. Sem betur
fer sá félagsmálaráðu-
neytið að sér og hefur lagt
þau áform á hilluna, en þó
aðeins tímabundið. Tekju-
skerðing dagforeldra er
því enn yfirvofandi. Á
meðan leikskólar eru ekki
fleiri en raun ber vitni er
þjónusta dagforeldra
mjög nauðsynleg. Það á
að sjálfsögðu að vera
markmið hvers sveitarfé-
lags að tryggja hverju
barni vist á leikskóla frá 9
mánaða aldri kjósi for-
eldrar svo. Eftirspurn eft-
ir slíkri þjónustu er svo
sannarlega til staðar. Það
á svo að vera hlutverk al-
mannavaldsins að greiða
kostnað við leikskóla.“
STAKSTEINAR
Hin raunverulegu
skólagjöld
Víkverji skrifar...
Rekstraraðili veitingastaðarinsSportbitans í Egilshöll í Graf-
arvogi hefur fengið leyfi til sölu létt-
víns og bjórs en málið var tekið fyrir
í borgarráði Reykjavíkur á þriðju-
dag þar sem leyfið var samþykkt
með fjórum atkvæðum gegn þrem-
ur. Mikil umræða átti sér stað í
borgarráði og í borgarstjórn um
málið.
x x x
Víkverji er ánægður fyrir höndrekstraraðila Sportbitans að
staðurinn geti boðið gestum sínum
upp á léttar veitingar í mat sem
drykk.
Þrátt fyrir að Egilshöll sé fyrst og
fremst fjölnota íþróttamannvirki er
einnig gert ráð fyrir annarri starfs-
semi í húsinu, sem hefur ekkert með
íþrótta- og æskulýðsstarf að gera.
Það atriði sem mest var rætt um í
borgarráði og í borgarstjórn var að
íþróttastarfsemi og rekstur vínveit-
ingastaðar ættu ekki samleið í sam-
eiginlegu húsnæði.
Víkverji er ekki á sama máli og
telur að boð og bönn á þessu sviði
séu ekki rétta aðferðin til þess að
halda börnum og unglingum frá
áfengisneyslu. Þeir aðilar sem fá
leyfi til að selja áfengi eru fullfærir
um að sjá til þess að þeir sem ekki
hafa aldur til þess að drekka áfengi
fái ekki afgreiðslu.
x x x
Það er staðreynd að Íslendingarhafa allt aðra skoðun á bjór og
léttvíni í dag en fyrir um tveimur
áratugum. Í raun er um vöru að
ræða sem margir hverjir neyta dag-
lega, í mismiklu magni þó.
Bjórdrykkja og íþróttakappleikir
eru órjúfanleg heild hjá mörgum.
Gríðarlegur fjöldi fylgist með bein-
um útsendingum frá ensku knatt-
spyrnunni á öldurhúsum, án þess að
vandræði skapist á viðkomandi veit-
ingahúsum.
x x x
Á kappleikjum íslenskra liða eða álandsleikjum á Laugardalsvelli
eru margir með eina og eina bjórdós
í vasanum og eru á svipinn eins og
dæmdir glæpamenn, enda bannvara.
Öðru máli gegnir um þá sem eru í
hópi útvaldra og geta notið léttra
veitinga, léttvíns og bjórs, fyrir
landsleiki, í leikhléi og eftir leik.
Það ríkir tvískinnungsháttur hjá
íþróttahreyfingunni í þessum efnum,
þar sem hinn almenni áhorfandi á
það á hættu að vera vísað af kapp-
leikjum verði hann uppvís af bjór-
drykkju á meðan leik stendur en á
sama leik fær „forréttindahópur“ að
teyga ölið sem sérsamböndin eða
íþróttafélagið býður upp á.
Víkverji telur að tími sé kominn til
að taka upp sama hátt og á enskum
knattspyrnuvöllum þar sem bjór er
seldur þeim sem hann vilja, óháð því
hvaða hóp viðkomandi tilheyrir.
Morgunblaðið/Eggert
Ástralía og
Nýja-Sjáland
með ASSE 1989
NÚ ætlum við að hittast og
rifja upp skemmtilegt ár
sem skiptinemar 1989. Allir
félagar vinsamlegast hafið
samband við Kötu í s:
866 5854, eða Ásu í s:
898 9366. Við viljum ná
sambandi við ykkur öll með
tölu.
Paris at night
Í LESENDABRÉFI, sem
birtist í Morgunblaðinu
fimmtudaginn 1. apríl, vill
bréfritari fá skýringu á
ensku heiti franska kabar-
ettsins sem leikhópurinn Á
senunni sýnir nú í Borgar-
leikhúsinu. Það er okkur
ljúft að svara bréfinu.
Kabarettinn Paris at
night er nefndur eftir ljóði
Jacques Préverts sem
finna má í ljóðasafninu
Paroles, eins og önnur ljóð
sem flutt eru í sýningunni.
Ljóðið hefur sama titil í
þýðingu Sigurðar Pálsson-
ar, þ.e. Paris at night. Þeg-
ar hópurinn leitaði að nafni
á sýninguna komu ýmsar
hugmyndir fram en þessi
varð fyrir valinu, kannski
vegna þess að hún er mjög í
anda Prévert, ylhæðin og
súrrealísk. Það er rétt sem
bréfritari segir, í sýning-
unni er engin enska töluð
heldur einungis franska og
íslenska. Leikhópurinn
þakkar bréfritara hlý orð í
garð hópsins og sýningar-
innar og hlakkar til að sjá
hann á sýningu í Borgar-
leikhúsinu og vonar að
hann bregði skjótt við þar
sem einungis er ráðgert að
Paris at night verði á fjöl-
unum út apríl.
Paris at night:
Það er kveikt á þremur
eldspýtum í nóttinni/ Þeirri
fyrstu til þess að sjá allt
andlit þitt/ Annarri til þess
að sjá augu þín/ Þeirri síð-
ustu til þess að sjá munninn
á þér/ Síðan myrkrið í heild
sinni til þess að muna eftir
þessu öllu/ Þegar ég þrýsti
þér að mér
Þýð.: Sig. Pálsson.
Kær leikhúskveðja,
Leikhópurinn
Á senunni.
Tveim of mikið
ÞAÐ var verið að segja að
senda ætti tvo menn frá
ríkissjónvarpinu til að lýsa
Evróvisjón-keppninni í
Tyrklandi. Vaninn hefur
verið að senda einn mann
og hefur jafnvel þótt nóg.
Það er óþarfi að kjafta ofan
í þessa útsendingu sem
skýrir sig sjálf. Það er alltaf
veirð að kvarta undan fjár-
skorti hjá stofnuninni og
finnst mér þetta óþarfa
bruðl. Ef það er nauðsyn-
legt þá er nóg að Gísli Mar-
teinn fari, hann stóð sig
ágætlega síðast.
Svava.
Dýrahald
Hvolpur fæst gefins
BRÚNN og svartur Bord-
er Collie-hvolpur, 4 mán-
aða, fæst gefins vegna of-
næmis á heimili. Hann er
blíður, rólegur og hlýðinn.
Upplýsingar í síma
565 2711 eða 660 3827.
Kettlingur fæst gefins
SVARTUR og hvítur
högni, kassavanur og vel
upp alinn, fæst gefins. Upp-
lýsingar í síma 699 1866.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 brotsjór, 4 persónu-
töfrar, 7 kerlingu, 8 dug-
legur, 9 ljósleit, 11 staf-
ur, 13 sigra, 14 tileinka,
15 hljómar, 17 viðkvæmt,
20 mannsnafn, 22 baunir,
23 þreytuna, 24 ræktuð
lönd, 25 heimskingi.
LÓÐRÉTT
1 kynstur, 2 rándýr, 3
sleit, 4 verkfæri, 5 kurf-
ur, 6 blóðsugan, 10 krók,
12 ílát, 13 of lítið, 15
söngleikur, 16 virðir, 18
mannsnafns, 19 nes, 20
vitleysa, 21 slæmt
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 karlmenni, 8 gólar, 9 iljar, 10 kal, 11 sorti, 13
lurka, 15 skömm, 16 tigin, 21 err, 22 liðni, 23 öfugt, 24
ógætilega.
Lóðrétt: 2 aular, 3 lerki, 4 Egill, 5 nýjar, 6 uggs, 7 gróa,
12 tóm, 14 uxi, 15 soll, 16 örðug, 17 meitt, 18 tröll, 19
grugg, 20 nótt.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16