Morgunblaðið - 04.04.2004, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 67
www.laugarasbio.is
Jack Black fer á
kostum í geggjaðri
grínmynd sem
rokkar!
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.15
Ein umtalaðasta og
aðsóknarmesta mynd allra tíma
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.15.
(Píslarsaga Krists)
SV Mbl
Skonrokk
HP. Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Skonrokk
„Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna“
Þ.Þ. Fbl.
Sýnd kl. 2 og 4.30. Íslenskt tal.
Páskamynd
fjölskyldunnar
Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á toppnum í USA!
Upplifðu fyrsta stefnumótið...endalaust!
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
Besta
frumsamda
handrit
www .regnboginn.is
Sýnd kl. 8.
HP. Kvikmyndir.com
Ein umtalaðasta og
aðsóknarmesta mynd allra tíma
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30.
(Píslarsaga Krists)
Kvikmyndir.is
Skonrokk
Páskamynd
fjölskyldunnar
„Frábær skemmtun fyrir alla
fjölskylduna“
Þ.Þ. Fbl.
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8.30 og 10.40.
Sýnd kl. 1.30, 3.40 og 5.50. Ísl. tali Sýnd kl. 10.10.
Frábær gamanmynd frá leikstjóra
There´s Something About Mary
og Shallow Hal
Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á
toppnum í USA! Upplifðu fyrsta
stefnumótið...endalaust!
RÓBERT BANGSI
er fluttur í Hlíðasmára 12
(sama hús og Nings) í Kópavogi.
Nýir eigendur.
Full búð af glæsilegum vörum
eins og DIESEL, CARS jeans, Lego,
Ticket to heaven, Rutzou og Bo Dean.
Höfum einnig glæsilegan fatnað á unglinginn og mömmurnar :)
Hlökkum til að sjá þig og þína. Ýmis opnunartilboð
KANNSKI er það vegna sérstakrar
uppbyggingar sögunnar sem mér hef-
ur alltaf fundist Pétur Pan sundurlaus
og leiðinleg saga. Kannski vegna þess
að teiknimyndaútgáfan virðist sleppa
að fjalla um það sem sagan er um?
Allavega er það nýr og betri Pétur Pan
sem birtist mér í þessari mynd. Ennþá
smáruglingsleg framvinda, en ljóð-
rænni og skemmtilegri. Við frænka
mín sáum Pétur Pan með íslensku
tali. Talsetningin er oft ansi ósann-
færandi, enda áreiðanlega hrikalega
erfitt að talsetja leikna mynd. En ég
spurði mig hvort hefði þurft að tal-
setja hana – hvort myndin sé fyrir svo
unga krakka að þeir kunni ekki að
lesa. Bæði eru nokkur atriði ansi
óhugguleg, (reyndar finnst krökkum
gaman að verða hræddir) og í þetta
sinn eru það ekki ævintýrin sem eru í
forgrunni, heldur fjallar sagan um
það að Vanda sé ekki lengur bara
stelpa, heldur að verða fullorðin. Hún
á að fara í „dömuþjálfun“ til frænku
sinnar og foreldrarnir reyna að um-
gangast heldra fólk, allt til að Vanda
geti eignast sem bestan eiginmann.
Og stelpan, sem langar ekkert meira
en að verða rithöfundur, flýgur því á
brott með bræðrum sínum til Hvergi-
lands, undir forystu Péturs Pan,
hetjulegs ungs stráks – sem reyndar
neitar að verða maður. Pétur er
spenntur fyrir kossi frá Vöndu, og
Vanda vill gjarnan kyssa Pétur, og
tekst þessum ungu og óreyndu leik-
urum að skapa munúðarlega spennu
sín á milli sem um leið er saklaus og
falleg. En Pétur vill hins vegar ekki
takast á við tilfinningar sínar og því
getur hann ekki orðið fullorðinn. Og
við vorkennum honum öll. Nema
Skellibjalla hin afbrýðisama sem er
þeirri stund fegnust þegar Vanda
flýgur aftur heim. Í raun er þetta hug-
hreystandi saga fyrir krakka sem eru
orðin það gömul að þau kvíða því að
brátt sé æskan liðin og öll skemmti-
legheit þar með.
Leikstjóranum P.J. Hogan tekst að
halda vel á öllum spöðum hér. Leik-
ararnir standa sig allir hið besta, og
þar fer Jason Isaacs fremstur sem of-
urfeimni pabbinn og sjóræninginn ill-
skeytti Krókur. Það er helst að
mamman sé eitthvað frekar tilgerð-
arleg, greyið. Öll leikmynd og bún-
ingar eru mjög flott, og kvikmynda-
taka sömuleiðis. Brellurnar voru
skrýtnar, því t.d. var krókódíllinn
mjög vel gerður, en önnur atriði
gervilegri – og áttu að vera það. Ein-
hvern veginn eins og raunsæi og alger
ævintýraheimur blandist saman, og
stundum fannst mér það ekki alveg
virka. Einnig fannst mér flugatriðin –
sem sagt aðalatriðin – ekki vera nógu
vel heppnuð, og það var leitt.
Pétur Pan ætti að vera hin fínasta
fjölskyldumynd, hvort sem þú „fílar“
sjóræningjasverð og krókódílakjaft
eða spennuna fyrir fyrsta kossinum.
Einn koss – ekkert meir
PÉTUR PAN / PETER PAN
Smárabíó, Regnboginn
og Borgarbíó
Leikstjórn: P.J. Hogan. Handrit: J.P. Hog-
an og Michael Goldenberg eftir skáld-
sögu J.M. Barrie. Kvikmyndataka: Don-
ald McAlpine. Aðalhlutverk: Jason
Isaacs, Jeremy Sumpter, Rachel Hurd-
Wood, Harry Newell, Freddie Popplewell,
Olivia Williams og Lynn Redgrave. BNA.
113 mín. Universal Pictures 2003.
Hildur Loftsdóttir
„Það er nýr og betri Pétur Pan sem birtist í þessari mynd.“
„ALLIR vildu Seven kveðið hafa“
gæti verið samnefnari leikstjóra ara-
grúa raðmorðingjamynda sem siglt
hafa í kjölfar þess mergjaða tíma-
mótaverks. Enginn hefur komist
með tærnar þar sem Fincher hefur
hælana, það er ekki nóg að hugsa vel
um útlitið, lýsinguna og litanotk-
unina, góð saga þarf að hanga á spýt-
unni svo tilþrifin virki.
Líftaka er í öllu falli með betri af-
brigðum Sjöunnar, byrjar reyndar
fullvel með slíku afbragðs spennu-
atriði að framhaldið nær aldrei því-
líkum hæðum. Tveir ferðalangar
kynnast með hrottalegum afleiðing-
um fyrir tveimur áratugum. Síðan
hefst framvindan í samtímanum. Al-
ríkislöggan Illeana (Angelina Jolie),
heldur norður til Montreal að ósk
morðdeildar lögreglu borgarinnar.
Raðmorðingi gengur laus með blóði-
drifna slóð á eftir sér og setur sig síð-
an í hlutverk fórnarlambanna. Rosk-
in kona telur sig sjá löngu látinn son
sinn og fleiri ógæfulegir atburðir
spilla friðinum í hinni fögru höfuð-
borg frönskumælandi Kanada.
Taking Lives kemur á óvart.
Vissulega verða áhorfendur að
kyngja því að hin undurfagra Jolie
leikur kaldrifjaða lögreglukonu sem
er hvergi bangin við að bjóða hætt-
unni heim. Hún getur leikið en lýta-
laus fegurðin truflar – gerir það að
verkum að Illeana verður aldrei
nægilega sannfærandi. Konur með
hennar útlit standa einfaldlega ekki í
slíkum óþverrastörfum – þó þær geti
verið fullfærar um það.
Sögufléttan er skemmtilega
margsnúin með aukakryddi sem eru
Tchéky Karyo, Jean-Hugues Angl-
ade og Olivier Martinez, þrír lög-
reglumenn í Montreal, allir trúverð-
ugir og enginn betri en Karyo sem
fær örugglega upphringingu þegar
skipa þarf í bragðmikil aukahlutverk
næstu árin. Þegar hann er á vett-
vangi fær Líftaka nauðsynlega raun-
veruleikatengingu. Á hinn bóginn
hefðu þeir Sutherland og Hawke
mátt hafa hlutverkaskipti. Það mæð-
ir mikið á litlum hæfileikum Hawkes
á meðan gæðaleikarinn Sutherland
er nánast upp á punt.
Efni raðmorðingjamynda er erfitt
viðfangs og Jon Bokenkamp á frekar
góðan dag, byggir sjálfsagt á læsi-
legri skáldsögu. Mestan heiður skil-
inn á þó leikstjórinn Caruso, hann
býður áhorfandanum upp á talsvert
æsilegt ferðalag þar sem óvæntar
uppákomur gera Líftöku að þéttri
afþreyingu. Caruso vakti athygli
með The Salton Sea og heldur stefn-
unni upp á við.
Morðvargur bítur á agnið
LÍFTAKA / TAKING LIVES
Sambíóin, Háskólabíó
Leikstjórn: D. J. Caruso. Handrit: Jon
Bokenkamp, byggt á sögu Michael Pye.
Kvikmyndatökustjóri: Amir Mokri. Tón-
list: Philip Glass. Aðalleikendur: Angel-
ina Jolie, Ethan Hawke, Kiefer Suther-
land , Olivier Martinez , Tchéky Karyo,
Jean-Hugues Anglade, Gena Rowlands.
103 mínútur. Warner Brothers Pictures.
Bandaríkin 2004.
Sæbjörn Valdimarsson