Pressan - 19.12.1991, Page 43
Uppskriftakort fylgja
hverri pakkningu
Matargerð
er list og undirstaðan
er úrvals hráefni
Æ/KJ
GLJAANDI GLÆSILEIKI
Jólasveinar sem
voru þagadir í hel
Ef jólasveinarnir hétu ekki: Aska-
sleikir, Bjúgnakrækir, Gáttaþefur,
Giljagaur, Hurðaskellir, Kertasníkir,
Ketkrókur, Pottaskefill, Skyrgámur,
Stekkjastaur, Stúfur, Þvörusleikir og
svo framvegis væru jólin þá allt
öðruvísi en þau eru? Tæplega. Hins
vegar eru þeir ófáir jólasveinarnir
sem hafa ekki fengið hljómgrunn,
voru af einhverjum ástæðum þag-
aðir í hel, fengu ekki að njóta sín.
Við getum nefnt fáeina sem hafa
fengið þetta hlutskipti, þeir koma úr
ýmsum sýslum og sveitum landsins:
flestir úr Mývatnssveitinni, Stranda-
sýslu, af Snæfellsnesi og úr Dölun-
um — hvað sem veldur. Sumir virð-
ast engu leiðinlegri en þeir jóla-
sveinar sem njóta almenningshylli
og flestir endurspegla löngu horfna
lífshætti og siði.
Við ætlum semsagt að koma eftir-
töldum jólasveinum á framfæri, inn
í umræðuna eins og það heitir á fjöl-
miðlamáli:
Baggi, Bjálfinn, Flórsleikir, Hnút-
ur, Kattarvali, Litlipungur, Lútur,
Moðbingur, Móamangi, Redda,
Sledda, Tútur og við bætist Stein-
grímur, sem er jólasveinn úr
Strandasýslu.
Ennfremur:
Bitahængir, Faldafeykir, Flot-
gleypir, Klettaskora, Lampaskuggi,
Lækjaræsir, Reykjasvelgur og Örva-
drumbur.
Eru ekki náungar sem heita svona
nöfnum til alls vísir?
En það eru fleiri persónur, ná-
tengdar jólunum, sem hafa átt undir
högg að sækja. Er til dæmis ekki
kominn tími til að femínistar þessa
lands fari að kenna okkur að líta á
Grýlu sem eitthvað annað en óarga-
kvendi og flagð? Er meðferðin á
Grýlu ekki aiveg dæmigerð fyrir þá
ógn sem karlveldinu stendur af kon-
um sem ekki hengja sig á klafa þess?
Gáum að því.
Og börnin Grýlu kerlingar, um-
komulítil og öllum gleymd, fyrir ut-
an jólasveinana sem við höfum
reyndar ekki nema orð þeirra fyrir
að þeir séu undan Grýlu.
Það eru til að mynda:
Bikkja, Bóla, Brynki, Bútur, Böðv-
ar, Dáni, Djangi, Dúðadurtur,
Flaska, Hnýfill, Jón, Kleppur, Kopp-
ur, Kútur, Kyppa, Láni, Lápur, Leið-
indaskjóða, Ljótur, Loðinn, Lúpa,
Mukka, Musull, Nípa, Næja, Poki,
Pútur, Sigurður, Skráma, Skrápur,
Sleggja, Sóla, Strútur, Syrpa, Tafar,
Taska, Típa, Tæja, Völustallur, Þóra,
Þrándur og Þröstur.
Ennfremur segja vísustu bækur
um þjóðhætti að Sighvatur sé einn
af sonum Grýlu.
í framhjáhlaupi má kannski
benda á að þarna virðist hreinn
sjóður fyrir fólk sem á í vandræðum
með að finna nógu frumleg, en þó
þjóðleg, nöfn á börnin sín.
Eiginmenn Grýlu voru hins vegar
Boli, Gustur, Leppalúði og Loðin-
barði og lifði hún þá alla af.
MMhúsib
LAUGAVEGI 178, SÍMI 686780