Pressan


Pressan - 19.12.1991, Qupperneq 43

Pressan - 19.12.1991, Qupperneq 43
 Uppskriftakort fylgja hverri pakkningu Matargerð er list og undirstaðan er úrvals hráefni Æ/KJ GLJAANDI GLÆSILEIKI Jólasveinar sem voru þagadir í hel Ef jólasveinarnir hétu ekki: Aska- sleikir, Bjúgnakrækir, Gáttaþefur, Giljagaur, Hurðaskellir, Kertasníkir, Ketkrókur, Pottaskefill, Skyrgámur, Stekkjastaur, Stúfur, Þvörusleikir og svo framvegis væru jólin þá allt öðruvísi en þau eru? Tæplega. Hins vegar eru þeir ófáir jólasveinarnir sem hafa ekki fengið hljómgrunn, voru af einhverjum ástæðum þag- aðir í hel, fengu ekki að njóta sín. Við getum nefnt fáeina sem hafa fengið þetta hlutskipti, þeir koma úr ýmsum sýslum og sveitum landsins: flestir úr Mývatnssveitinni, Stranda- sýslu, af Snæfellsnesi og úr Dölun- um — hvað sem veldur. Sumir virð- ast engu leiðinlegri en þeir jóla- sveinar sem njóta almenningshylli og flestir endurspegla löngu horfna lífshætti og siði. Við ætlum semsagt að koma eftir- töldum jólasveinum á framfæri, inn í umræðuna eins og það heitir á fjöl- miðlamáli: Baggi, Bjálfinn, Flórsleikir, Hnút- ur, Kattarvali, Litlipungur, Lútur, Moðbingur, Móamangi, Redda, Sledda, Tútur og við bætist Stein- grímur, sem er jólasveinn úr Strandasýslu. Ennfremur: Bitahængir, Faldafeykir, Flot- gleypir, Klettaskora, Lampaskuggi, Lækjaræsir, Reykjasvelgur og Örva- drumbur. Eru ekki náungar sem heita svona nöfnum til alls vísir? En það eru fleiri persónur, ná- tengdar jólunum, sem hafa átt undir högg að sækja. Er til dæmis ekki kominn tími til að femínistar þessa lands fari að kenna okkur að líta á Grýlu sem eitthvað annað en óarga- kvendi og flagð? Er meðferðin á Grýlu ekki aiveg dæmigerð fyrir þá ógn sem karlveldinu stendur af kon- um sem ekki hengja sig á klafa þess? Gáum að því. Og börnin Grýlu kerlingar, um- komulítil og öllum gleymd, fyrir ut- an jólasveinana sem við höfum reyndar ekki nema orð þeirra fyrir að þeir séu undan Grýlu. Það eru til að mynda: Bikkja, Bóla, Brynki, Bútur, Böðv- ar, Dáni, Djangi, Dúðadurtur, Flaska, Hnýfill, Jón, Kleppur, Kopp- ur, Kútur, Kyppa, Láni, Lápur, Leið- indaskjóða, Ljótur, Loðinn, Lúpa, Mukka, Musull, Nípa, Næja, Poki, Pútur, Sigurður, Skráma, Skrápur, Sleggja, Sóla, Strútur, Syrpa, Tafar, Taska, Típa, Tæja, Völustallur, Þóra, Þrándur og Þröstur. Ennfremur segja vísustu bækur um þjóðhætti að Sighvatur sé einn af sonum Grýlu. í framhjáhlaupi má kannski benda á að þarna virðist hreinn sjóður fyrir fólk sem á í vandræðum með að finna nógu frumleg, en þó þjóðleg, nöfn á börnin sín. Eiginmenn Grýlu voru hins vegar Boli, Gustur, Leppalúði og Loðin- barði og lifði hún þá alla af. MMhúsib LAUGAVEGI 178, SÍMI 686780
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.