Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5.MARS 1992 FYRSTffi FREMST HJALTI ÚRSUS ÁRNASON. Ætlar aö halda áfram keppni. HALLDÓR BLÖNDAL. Óvenju valdamikill þessa dagana. HALLDÓR OG JÖ- HANNA STJÓRNA LANDINU Þegar þetta er skrifað gegnir Halldór Blöndal sem fyrr emb- ætti landbúnaðarráðherra og samgönguráðherra. En það er hálfgert smotterí miðað við öll hin embættin sem hann gegnir í þessari viku: í fortollum er hann nefnilega líka forsætisráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegs- ráðherra, dómsmálaráðherra, kirkjumálaráðherra og mennta- málaráðherra. Halldór fer semsagt langleið- ina með að vera einráður á ís- landi, þótt reyndar standi það ekki lengi. Allir hinir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru staddir á Norðurlandaráðsþingi í Hels- inki og verða þar framundir helgi. Mörgum þætti vfst býsna skuggalegt ef þeir yrðu veður- tepptir í einhvem tíma. Ekki hefur frést af því að Halldór ætli að boða til ríkis- stjómarfundar með sjálfum sér og þeim ráðherrum Alþýðu- flokks sem heima sitja, sem em raunar ekki margir. Aðeins Jón Baldvin Hannibalsson og Jó- hanna Sigurðardóttir eru heima, hinir kratamir em líka á Norðurlandaráðsþingi. Jón er veikur og lætur sér nægja að gegna sínu eigin ráðuneyti, sem þýðir að Jóhanna fær rest. Hún er semsagt félagsmálaráðherra, viðskiptaráðherra, iðnaðarráð- herra, umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra. MAGNÚS FYRJRRÉTT í OSLÓ Innan tíðar, eða 19., 20. og 23. mars, verður í bæjardómi Jóhanna, veldur þú þessu ekki alveg ein og eru strákamir ekki bara óþarfir? „Jú, jú, ég veld þessu og þótt ég hefði utan- ríkisráðuneytið líka. “ Þrfr al ráöherrum Alþýðuflokksins eru erlendis. Jóhanna Sigurðar dóttir gegnir embættum fyrir þá alla á meðan og er þvf um þessar mundir fólagsmála-, iðnaðar,- viðskipta-, umhverfis-, heilbrigðis- og tryggingráðherra. Óslóborgar málflutningur í máli Greenpeace í Noregi gegn Magnúsi Guðmundssyni vegna kvikmyndar hans Lífs- bjargar í norðurhöfum. Er Magnús kærður fyrir hvort tveggja ummæli sem féllu í myndinni og einnig fyrir það hvernig hann klippti saman myndefni, en hluta af því hafði hann fengið að láni hjá Green- peace. Er krafist allt að 2,5 milljóna króna í miskabætur. Kæran í þessu máli er orðin allgömul, hún var lögð fram í mars 1990. Magnús krafðist þess fyrst að málinu yrði vísað frá, en mun sfðar hafa dregið þá kröfu til baka. Þá lenti hann í vandræðum með að greiða lög- manni sínum í Noregi og sá lög- maðurinn sér ekki fært að starfa fyrir Magnús. Nýskeð hefur sami lögmaður hins vegar til- kynnt réttinum að hann taki málið að sér aftur fyrir hönd Magnúsar. Greenpeace mun hafa kannað hvort ekki væri hægt að flytja þetta mál á íslandi, en það mun ekki hafa verið kleift vegna þess að samtökunum tókst ekki að útvega sér lögmann. Magnús vinnur nú að gerð myndar sem meðal annars mun fjalla um starfsemi umhverfisverndar- samtaka. Til þess verkefnis fékk hann 3,5 milljónir úr Kvik- myndasjóði. SAMDI SEX KENNSLUBÆKURÍ , EINUM HVELLI Á miðju árinu öðlast gildi ný lög um aðskilnað dóms- og um- boðsvalds. Vegna þess em flest- ir dómarar og sýslumenn á land- inu á námskeiðum í Reykjavík og líka sjálfur ráðuneytissjórinn TOFFARANAMSKEIÐ VALDIMARS FLYGENRING Útlitið skiptir miklu máli. Það em bæði gömul sannindi og ný. Margir gangast upp í ákveðinni ímynd og henni þarf að viðhalda með öllum til- tækum ráðum. Það er bara ekkert auðvelt. Það hafa nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð uppgötvað en þeir hafa ákveðið að standa fyrir Töffaranámskeiði. Námskeið þetta er liður í Lagn- ingardögum þeirra MH-inga og em þeir búnir að ekki ómerkari töf- fara en Valdi- mar Örn Flyg er búinn að skemma ímyndina um leið og maður gerir slíkt,“ sagði Valdimar í L samtali við PRESSUNA. Hann sagði að nemunum hefði geng- ið eitt- k h v a ð erfið- lega etl rlng leikara til að halda nám Skelðið, en þgð verður dag, fimmtu- dag, og hefst klukkart 16. „Það er náttúrulega ákaf- lega ótöff að halda Töffaranámskeið, maður að fá mann til W að halda nám- W skeiðið en hann hefði ákveðið að slá til þegar leitað var til hans. ,,Ég W ætlaði nú bara að ræða við þau um lífíð og tilveruna,“ sagði Valdi- mar. Þú ætlar ekki að kenna strákunum að viðhalda þriggja daga skeggbroddunurn og velja réttu leðuijakkana? ,„Nei, enda er það ekki hægt. Þetta er áralöng þróun sem verður og það þarf mikla reynslu til að viðhalda þessu,“ svaraði Valdimar alvömþmnginni röddu. í dómsmálaráðuneytinu, Þor- steinn Geirsson. Þar er aðal- leiðbeinandi Markús Sigur- björnsson lögfræðingur sem hefúr haft veg og vanda af nám- skeiðahaldinu. Þegar farið var að huga að kennslugögnum kom í ljós að þau vorU af skomum skammti og ákaflega ófullkomin. Stefndi í óefni þegar Markús tók sig til og samdi í snarheitum sex kennslubækur. Þær em nú notaðar á námskeiðunum og gefast að sögn bara vel. HJALTII KRAFTA- KEPPNI ALLRATÍMA Kraftakarlinn Hjalti Úrsus Árnason er síður en svo dauður úr öllum æðum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi og vera dæmdur í þriggja ára keppnis- bann. Hjalti hefur farið fram á aðstoð Kanadamannsins Maur- os Pasquale til að fá niðurstöðu lyljaprófsins í Svíþjóð hnekkt á vísindalegum forsendum. Auk þess em kannaðir möguleikar á að fá niðurstöðuna felda á form- galla. A meðan er Hjalti að æfa á fullu og um aðra helgi fer hann til London til að taka þátt f „ráðabruggi" um kraftakeppni allra tíma. Eru taldir góðir möguleikar á að fá erlent stór- fyrirtæki til að kosta keppnina. Þar yrðu á meðal keppenda allir þeir sterkustu í heiminum og auðvitað tveir íslendingar. Meiri óvissa er hins vegar um þátuöku Hjalta og Guðna Sigurjóns- sonar í ameríska fótboltanum, en mun erfiðara er að komast þar inn en þeir héldu í fyrstu. MILLJÓN ÁMÁNUÐI FYRIR RÁÐGJÖF Bæjarsjóður Ólafsvíkur hefúr greitt Jóni Atla Kristjánssyni rekstrarráðgjafa fimm milljónir króna fyrir ráðgjöf vegna kaupa bæjarsjóðs á bámrn úr þrotabúi Hraðfrystihúss Ólafsvíkur. Greiðslan er fyrir vinnu hans frá ágúst í fyrra til áramóta. Jón Atli hefur einnig verið bæjarstjóm- innni til ráðlegginga í öðmm erfiðum málum sem hún hefúr staðið andspænis vegna vand- ræða í atvinnulífinu. Stefán Garðarsson bæjar- stjóri og Atli Alexandersson, forseti bæjarstjómar, hafa haft mikið að gera vegna þeirra hremminga sem á Ólsurum hafa dunið. Vegna mikillar auka- vinnu hefur Stefáni bæjarstjóra verið greidd ein milljón króna aukalega. Erfiðlega hefur geng- ið að selja bátana þrjá sem keyptir voru af þrotabúinu. Heimamenn vom búnir að gera tilboð í einn þeirra, Gunnar Bjamason SH25, en þeir hafa fallið frá tilboði sínu. Hraðfrystihús Hellissands hefúr gert tilboð í Tungufell en ekki er búið að ganga frá söl- unni. Engin tilboð hafa borist í þriðja bátinn, Garðar II. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR. Fer meS óll ráðuneyti krata nema utanrikisráðuneytið. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON. Hann er lika heima. en er að jafna sig ettir uppskurð. MAQNljS GUÐMUNDSSON Endurréö lögfræöinginn og loks gerist eitthvað í málinu. ÞORSTEINN GEIRSSON Ráðuneytisstjórinn er sestur á skólabekk og lærir bækumar hans Márkúsar. ATLI ALEXANDERSSON. Hann erforseti bæjarstjómar Ólafsvíkur sem greiddi eina milljón á mánuöi til ráögjafans. Jóns Atla Kristjánssonar. GUÐNI SIGURJÓNSSON Mjög óvíst er hvort hann söðlar um og hefur keppni í amerískum fótbolta. L í T I L R Æ D I afbravó!!! FLOSI ÓLAFSSON Það fer ekki framhjá neinum að um þessar mundir er lofit lævi blandið hér uppá íslandi. Menn og konur láta ófriðlega bæði heima og heiman, tíðni hjónaskilnaða eykst, sambúð virðist ótryggari en áður og vinsljt em daglegt brauð. í landinu er skeggöld og skálmöld útaf ágreinings- efni sem skekur íslensku þjóðarsálina meira en nokk- uð annað sem á hefur dunið að undanfömu. Það sem um er deilt skiptir þjóðinni ekki í tvær fylkingar heldur fjölmargæ og slíkur er hiti deilnanna að ætla mætti að fjöregginu væri teflt í tvfsýnu. Og hvað skyldi það nú vera sem öllu öðm fremur skekur íslensku þjóðarsál- ina þessa dagana? Rétt tilgetið. Sönglagakeppni sjón- varpsins, Hróp og köll. grátur og gnístran tanna og málefna- legar rökræður um það hvort „Karerí’ hefði ekki verið betra tónverk en ,.Já eða nei" eða hvort tónverk- ið ,ÁJig dreymir" hefði átt að hljóta útnefningu til flutnings á tónlístarhátíð sem ber yfirskriftina „Jú- róvisjón-keppnin 1992". Ég ér einn af örfáum ís- lendingum sem ekki hafa vit á, Júróvisjón-tónlist". í mínum eyrum er öll jjúróvisjón-tónlist" eins. þannig að mér er gersam- lega fyrirmunað að mynda mér skoðun á hinum ein- stöku ópusum fyrirbrigðis- ins. Persónulega finnst mér tónverkin og textamir betri eftir því sem flytjendumir eru snoppufríðari og hafa lengri lær. Enda eiga greppitrýni engan séns í júróvisjón. En þetta hljóta að vera afskaplega falleg ljóð og lög og göfgandi hljómlist. sem „nær til fólksins". ann- ars væri þjóðin ekki svona hugfangin af þessu stór- merka árlega tónlistarátaki íslenska sjónvarpsins. sem mér skilst að leggi dijúgan skerf til heimsmenningar- innar með því að senda fremstu listamenn íslensku þjóðarinnar í júróvisjón- keppni. Ég hafði því miður ekki tök á því að horfa á sjálfa keppnina í sjónvarpinu á dögunum. en konan mín var svo hugulsöm að taka herlegheitin uppá mynd- bandsspólu. sem ég horfði svo á í gær. Og er nú skemmst frá því að segja að oft hef ég glaðst yfir góðu sjónvarpsefni um dagana en varla meira en f þetta skipti. Og hafði ég þó svo sann- arlega ekki búist við því að þáttur um júróvisjónsöng- lagakeppni yki mér gleði. En undrið skeði. Ég spái því að songva- keppni sjónvarpsins 1992 hljóti þann heiðurssess að verða talin klassískt sjón- varpsefni þegar fram líða stundir og þá svo sannar- lega ekki vegna tónlistar- innar og ljóðlistarinnar. heldur vegna framlags þeirra SPAUGSTOFU- MANNA sem oft hafa að vísu farið á kostum en aldr- ei einsog f þessum þætti. Hárfín satíra þeirra félaga á land. þjóð og júróvisjón- pípið var svo markviss og vel unnin að ekki hefur áð- ur verið betur gert í íslenska sjónvarpinu. Innskot þeirra félaga í sönglagakeppnina risu ein- sog himinbjörg uppúr eyði- merkurvíðáttu júróvisjón- flatneskjunnar. Bravó!!!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.