Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 24
24
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 5. MARS 1992
PRESSAN
Útgefandi
Blað hf.
Ritstjóri
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjórn, skrifetofur og auglýsingar:
Hverfisgötu 8-10. sími 62 13 13
Faxnúmer. 62 70 19
Eftir lokun skiptiborðs:
Ritstjóm 62 13 91. dreifmg62 13 95 (60 1054),
tæknideild 62 00 55. slúðurlína 62 13 73.
Áskriftargjald
700 kr. á mánuði ef greitt er með
VISA/EURO/SAMKORT
en 750 kr. á mánuði annars.
Slugs í
dómskerfinu
í PRESSUNNI í dag er greint frá ófremdarástandi
sem ríkir í sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum.
Starfsmenn dómsins virðast haldnir ótrúlegum
verkkvíða. Að minnsta kosti dagar mál þar uppi og
eru miklu lengur til meðferðar en nokkur efni
standa til.
í frétt PRESSUNNAR er meðal annars sagt frá
hinu svokallaða stóra kókaínmáli. í stærri þætti
þess máls var skipaður setudómari. Hann birti
ákærur í málinu og dæmdi í því. Málinu var síðan
áfrýjað til Hæstaréttar og dómarar þar kváðu upp
dóm sinn. Dómarinn í sakadómi í ávana- og fíkni-
efnamálum fékk hins vegar smærri þátt málsins.
Hann hefur ekki enn birt ákærur í málinu. Á með-
an hann er að undirbúa sig fyrir það er stærri hluti
málsins farinn upp allt dómskerfið.
Þvi miður er þetta dæmi lýsandi fyrir vinnu-
brögðin sem viðgangast í sakadómi í ávana- og
fíkniefnamálum. I frétt PRESSUNNAR er sagt frá
fleiri málum sem renna stoðum undir það.
Eftir mikla umræðu um sofandahátt í dómskerf-
inu, sem fram fór fyrir nokkrum árum, hefur víða
verið tekið til hendinni. Það er eins og dómarar
hafi vaknað eftir að hinir ákærðu fóru að sárbæna
þá um dóm. Fjölmargir þeirra sem gerst hafa brot-
legir hafa mátt þola það að þurfa að taka út dóm
sinn mörgum árum eftir að brotið var framið. í
millitíðinni hefur líf þeirra ef til vill tekið stakka-
skiptum. Það var orðin mannréttindakrafa á ís-
landi að fá sig dæmdan innan ekki allt of margra
ára frá því brotið var framið.
Þannig virðist ástandið enn vera hjá sakadómi í
ávana- og fíkniefnamálum. Þar virðast menn bæði
skella skollaeyrum við óskum hinna brotlegu og
embættisskyldum sínum um að sinna vel þeim
verkum sem þeim eru falin.
Þegar sakadómur í ávana- og fíkniefnamálum
var stofnaður á sínum tíma var það gert til að flýta
afgreiðslu þessara mála í gegnum dómskerfið. Brot
á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni voru talin það al-
varleg að ekki mætti bíða eftir afgreiðslu hins
venjulega sakadóms. Nú hefur málið snúist algjör-
lega við. Ef afgreiðsla sakadóms í ávana- og fíkni-
efnamálum gengur eðlilega fyrir sig er það vegna
þess að fenginn hefur verið setudómari frá saka-
dómi til að dæma í málinu.
V I K A N
FRÆNDUR ERU FRÆND-
UM VERSTIR
íslendingar hafa mátt þola
margt af frandum sínum Norð-
mönnum. Ástæðulaust er að
minnast á vetrarólympíuleika í
því sambandi. Það nægir að
benda á hversu freklega þeir
þafa eignað sér Snorra Sturlu-
son, Leif heppna pg fleiri af-
burðamenn íslenska.
Nú Sfðast hófu þeir áróðurs-
herferð sem miðar að því að telja
fólki trú um að Börn náttúr-
unnar Sé norsk bíómynd.
Það eina norska við myndina
er hips vegar klipparinn og fá-
einar krónur sém Norðmenn
lögðu til hennar. Allt annað er
meira og minna íslenskt.
Fyrir skömmu reyndu Norð-
menn líka að eigna sér Hrafn
Gunnlaugsson. Þeir keyptu
hann til að gera Hvfta víkinginn.
Þegar myndin hafði verið
frumsýnd ætluðu þeir hins vegar
að skila Hrafni og héldu þvf fram
að tapið og leiðindin í myndinni
væru íslensk. Þetta lýsir Norð-
mönnum vel.
En nú í vikunni tók þó út yfir
allan þjófabálk.
Norskir laganemar gerðu sér
ferð hingað upp til að stela sjál-
fri Grágás; ekki lögbókinni
heldur sjálfri gæsinni sem ís-
lenskir laganemar í Orator hafa
talað við á fundum sínum.
Þykir nú mörgum Norðmenn
vera famir að teygja sig langt eft-
ir annarra manna afrekum og
gersemum.
MAÐUR VIKUNNAR
er að sjálfsögðu Matthías
Bjamason og það væri að bera í
bakafullan lækinn að tíunda af-
rek hans. Það nýjasta er að hann
mun vera_ með í bígerð sjálfs-
ævisögu Áma Johnsen.
ANNAR MAÐUR VIKUNN-
AR
Nú er runnin upp sú vika sem
aldrei skyldi komið hafa.
Eflaust em margir enn ósáttir
við að Halldór Blöndal skyldi
valinn til að gegna ráðherraemb-
ætti. Þeir hinir sömu geta farið að
íhuga brottflutning af landinu.
Þessa viku er Halldór nefnilega
forsætis-, fjármála-, sjávarút-
vegs-, landbúnaðar-, mennta-
mála-, samgöngu-, dóms- og
kirkjumálaráðherra.
Þetta er vikan sem Halldór
getur gert allt sem honum dettur
f hug. Von okkar hinna er því sú
að honum detti ekki miklu meira
í hug núna en hingað til.
...fjárhags-
stuðningur
til eins aðila
er ávallt tek-
inn frá ein-
hverjum
öðrum.
Mega sjávarútvegsfyrirtœki
ekki fara á hausinn?
RAGNAR ÁRNASON PRÓFESSOR SVARAR
Hver segir að þau megi ekki
fari: á hausinn?
Almenna reglan er sú, að lak-
ari fyrirtæki eigi að víkja fyrir
betri fyrirtækjum. Það er landi
og þjóð til hagsbóta og nauðsyn-
leg forsenda framfara. Streitist
lakari fyrirtækin gegn þessari
þróun er það hlutverk markaðs-
kerfisins að senda þeim skilaboð
um villu sfna í mynd taprekstrar,
skuldasöfnunar og síðast gjald-
þrots. Gjaldþrot em m.ö.o. neyð-
arúrræði efnahagskerfisins til að
víkja til hliðar lakari fyrirtækjum
og skapa þar með rúm fyrir ný,
vpnandi betur rekin, fyrirtæki.
Hvað sjávarútvegsfyrirtæki
snertir er vandinn hins vegar dá-
lítið sérstakur. Mörg þeirra em
staðsett í fámennqm byggðar-
lögum og em oft helsti atvinnu-
vettvangur íbúanna. Verði þau
gjaldþrota þýðir það oft verulegt
atvinnuleysi. Við þessi skilyrði
em skilaboð markaðarins
brengluð. Samfélagslegt virði
vinnuaflsins, sem sjávarútvegs-
fyrirtækið notar, er í rauninni
lægra en vinnulaun og launataxt-
ar segja til um. Að þessu marki
er samfélagsleg rekstrarafkoma
sjávarútvegsfyrirtækisins betri
en bókhaldsleg afkoma þess. Af
þessari ástæðu kann að vera rétt-
lætanlegt að fresta eða koma í
vég fyrir að sjávarútvegsfyrir-
tæki í litlum byggðarlögum
verði gjaldþrota.
Meginauiðið er hins vegar
sem fyrr það. að best reknu fyrir-
tækin stundi atvinnustarfsemina.
Þess vegna er afskaplega vara-
samt, sérstaklega til lengdar, að
vemda fyrirtxki. hvort sem er f
sjávarútvegi eða öðmm grein-
um, fyrir gjaldþroti með opin-
befum ráðstöfunum.
Þetta á líka við um sjávarút-
végsfyrirtæki í fámennum
byggðarlögum. Jafnvel þótt færa
megi að því góð rök. að áfram-
hgldandi rekstur slfkra fyrinækja
sé þjóðhagslega hagkvæmur, er
opinber fjárstuðningur í því
skyni afskaplega tvfbentur.
í fyrsta lagi er með þeim hætti
e.t.v. komið í veg fyrir. að betur
rekið fyrirtæki geti haslað sér
völl á staðnum. t.d. á rústum þess
gamla. Frá því sjónarmiði er það
raunar afar þýðingarmikið að
koma á skipulagi. sem fiýtir
gjaldþrotameðferð. þannig að at-
vinnufall verði eins skammvinnt
og kosturer.
I öðm lagi hefur opinber fjár-
stuðningur. ekki síst ef hann er
langvarandi, ákveðna tilhneig-
ingu til að draga úr baráttuvilja
og fmmkvæði viðtakenda og þar
með auka þann efnahagsvanda.
sem við var að glíma í upphafi.
í þriðja lagi er þess að gæta. að
fjárhagsstuðningur til eins aðila
er ávallt tekinn frá einhverjum
öðmm. Það nægir því ekki. að
framhaldandi reksmr sjávarút-
vegsfyrirtækis í erfiðleikum sé
þjóðhagslega hagkvæmur. Hann
verður að vera þjóðhagslega
hagkvæmari er notkun sömu
upphæðar á annan hátt.
Niðurstaðan er því sú. að því
fari fjarri. að sjávarútvegsfyrir-
tæki megi ekki fara á hausinn.
Þvert á móti em gjaldþrot í tak-
mörkuðum mæli fremur merki
um styrk greinarinnar en hitt.
Við vissar aðstæður kann þó að
vera réttlætanlegt að veita sjáv-
arútvegsfyrirtækjum í erfiðleik-
um opinbera aðstoð. f því efni
ber á hinn bóginn að ganga afar
hægt um gleðinnar dyr.
OFURMGG'i ER ronirffj LAU&T IAPPi' oG-Bií>£T
H/fLÍS HJA EiNBiZtJi EihtTElVSSWr EitiSETiAMAlJA/1
0PNAÐU HELVisKwRÍ
ÉG VEÍT Af> ÞiÁ E*r
ÍNMí ÉG HEytí PÉRJ
OPhíAPiA*
VÍ£) 5RUUM em HAFfl HÁTT
HÉP. ER AÁUGT AÐ UGGA
ÍG HEF HEYP-T íAf-LA NÁtT
ÖSKgiN { HÁLFPÁN IM&A
'A HFf>AN LEm FjéóANbi DiSKflí MCf>
óreÞJANÞi NIKNMíUA h;n«-að R»«VAR.
Tá AÐ TflKA Mrr rrAÁABiMKNÍNGU/VM;
FMrttA tíl sifriAps ofr rtwie ab m
FVRST VALDi fl Öt-LUHA HfiSTiA FJoí--
Mi
pETTA FR ^TTURÍa/N "RoRKAp/Af-Þ
:Risrf''oG v/il) SRULu/A A/ÆST tjF/FA
ANricHRísr Hepe x coi^\er"^iA^u-
RoKKLAG ofr viE> l'kA oLL
1 SrtAUi HtÁ OiADi ER ÞA€> ElcKí