Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 48

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR PRBSSAN 5. MARS 1992 Pétur Björn Jónsson er ncmandi í máladcild Mennta- skólans í Reykjavík og jafn- framt superior custos þess ágæta skóla. Hann er tvítug- ur sporðdreki og ekki á föstu. Hvað er superior custos? „Það er yfirmaður gæslumála Menntaskólans." Hvað borðarðu í morgun- mat? „Komfleks." Kanntu að elda? „Ég sýð vatn afskaplega vel.“ Hvar myndirðu helst vilja búa ef þú ættir þess ekki kost að búa á íslandi? „Á miðri Cobacabanaströndinni í Ríó. Mér sýnist það vera einna sól- ríkasti staðurinn, það er fúllkalt héma.“ Hvernig stelpur eru mest kynæsandi? „Dökkar yfirlit- u um. Hefurðu lesið biblíuna? , Já, ekki alla reyndar en svona § hluta og hluta.“ Ertu trúaður? „Hóflega." Gætirðu hugsað þér að reykja hass? „Nei, það er þokkaleg vitleysa.“ Hvaða rakspíra notarðu? „Davidoff." Hvað er þér verst við? „Að tapa í fótbolta." Ferðu einn í bíó? „Nei, ég fer ekki einn í bíó.“ Syngurðu í baði? „Ekki ef ég er einn.“ Hefurðu verið til vandræða drukkinn? „Það fer eftir því hvað þú kallar vandræði. Ég er ákaflega skemmtilegur dmkk- inn.“ Er ungt fólk meðvitað um ; hættuna á eyðni? „Nei, mjög fj takmarkað. Það halda allir að þetta geti ekki komið fyrir þá.“ j; Hugsarðu um og hefurðu áhuga á stjórnmálum? „Já, É annað væri óeðlilegt. Ég kaus j§ Davíð af því hann er Framm- ari.“ Hvaða orð lýsir þér best? „Þokkalegur." Áttu þér eitthvert mottó í ■ lífinu? „Að verða ríkur.“ FRIPURINN ÚTI HJÁ MÍR> Allt virðist með kyrrnm kjör- um í þessu litla húsi í bakgarði við Vatnsstíginn, en þó þykj- umst við viss um að innandyra sé ýmislegt á hverfanda hveli. Þama hefur nefnilega um árabil starfað félagsskapurinn Menn- ingartengsl íslands og Ráð- stjórnarríkjanna, öðru nafni MÍR, en sú skammstöfun mun víst þýða friður á rússnesku, hvorki meira né minna. Og þarna hafa Islendingar getað fengið smjörþefinn af sovésk- um kúltúr — lesið tímarit, fengið lánaðar bækur og séð afar listrænar kvikmyndir. En nú eru Sovétríkin ekki lengur til og allsendis óvíst að MIR fái lifað þau. Stjóm fé- lagsins hefur boðað til aðal- fundar síðar í mánuðinum og þar verður spurt spurningar sem sjálfur Lenín orðaði ein- hverju sinni sisvona: Hvað ber að gera? Á að leggja félagið niður? Á það að tengjast Rússlandi í stað Ráðstjórnarríkjanna? Eða þá Samveldi sjálfstæðra ríkja eins og það leggur sig? En listrænu kvikmyndasýn- ingarnar í litla húsinu standa ennþá yfir og á sunnudaginn verður þar sýndur annar hluti myndarinnar Æska Maxíms eftir þá Kozintsév og Trauberg. Það er alveg óhætt að tékka á því — og ekki skemmir fyrir að aðgangur hefur yfirleitt verið ókeypis. Listrænar bíómyndir eru ennþá sýndar í litla salnum viö Vatnsstfg. L í F I Ð E F T I R V I N N U Ingvar Jónsson, einn Dallas-aödáendanna frá Neskaupstaö. Hann spilar ekki á þetta tæki sem hann heldur á. DALLAS- DRENCIR „Það fara að verða komin tíu ár frá því hljómsveitin var stofn- uð en á þessum ámm hafa orðið töluverðar mannabreytingar," segir Ingvar Jónsson, hljóm- borðsleikari Sú Ellen frá Nes- kaupstað. Þeir Dallas-drengir að austan eru á leið í bæinn og ætla að spila á Gauk á Stöng á föstu- dags- og laugardagskvöldið en nú er talsvert um liðið frá þvf Reykvíkingum gafst síðast tæki- færi til að heyra og sjá Sú Ellen. I sveitinni eru nú, auk Ing- vars, Guðmundur R. Gíslason söngvari, Steinar Gunnarsson bassaleikari, Bjarni H. Krist- jánsson gítarspilari og Jóhann Geir Arnason trommari. Sú Ellen sendi frá sér fjögurra laga plötu árið 1987 en stór plata kom síðan á markað 1990. Nú hefur hljómsveitin sett stefn- una á hljóðver og segir Ingvar að öruggt sé að eitthvað komi út með þeim í sumar. VINIt> SIGURÐUR ÞÓRÐARSON tannlæknir „Mitt uppáhaldsvín er Faustino fvrsti, sem er spáinskt Rioja-vín. Það er sama hvaða vín önnur ég hefsmakkað, alltaf þykir mér þetta vín hest. Miðað við verð held ég að Faust- ino fyrsti sé besta vín í heimi. “ illjl OÐRUVÍSI MYNDBÖND Myndbandaleigur eru ágætis fyrirbæri og í raun er ekkert nema gott um þær að segja flestar. Þar getur maður fengið þær myndir sem maður hefur misst af í bíó á síðustu mánuð- um en langar samt dáh'tið til að sjá. Á þeim eru amerískar myndir í miklum meirihluta, eins og reyndar í bíóunum, og myndir frá öðrum heimshlutum sjást varla nema þær hafi unnið í það minnsta ein Óskarsverð- laun. Eigendur leiganna sjá ekki ástæðu til að bjóða okkur upp á annað en Hollywood og kannski ekki furða þar sem myndir frá draumasmiðjunni eru óneitan- lega vinsælastar. Á þessu er þó að minnsta kosti ein yndisleg undantekning. Aðalvídeóleigan á Klappar- stíg býður hreint ágætt úrval mynda frá ýmsum afkimum veraldarinnar; þýskar, franskar, argentínskar, kínverskar, jap- anskar, ítalskar, rússneskar og hver veit hvað. Eigandinn legg- ur metnað sinn í að sinna þeim sem vilja sjá menningarlegar og góðar kvikmyndir og segist eiga stóran kúnnahóp sem kunni vel að meta þessa viðleitni. Svo verðum við að segja ffá því að á Aðalvídeóleigunni er hægt að fá þá dásamlegu cultmynd The att- ack of the killing tomatoes. Hún er að vísu amerísk, en það er ólýsanleg upplifun að berja hana augum. 'JtrCCtCfiWCC DINNER JOHANN ASMUNDSSON tónlistarmaður PRESSAN bað Jóhann að sjá um kvöldverðinn þessa vikuna. Jóhann mátti að sjálf- sögðu bjóða hverjum sem er og þetta eru gestir hans: Jaco Pastorius til að segja mér hvað hann var að hugsa Charles Lindbergh til að hjálpa mér að kom- ast yfirflughræðsluna Natalie Cole til að taka nokkra „standarda" fyrir gesti Bruce Sweden á að tryggja gott sánd og kenna mér það nýjasta í upptökutækni Marcus Miller á að kenna mér nýjustu „likkin“ Sigurður Gröndal til að vera með grín og segja nokkrar sögur Frank Zappa til að sjá um að veislan verði sem fjölskrúðugust Jakob Ó. Jónsson til halds og trausts Bill & Bob eiga að veita veislunni hátíðlegt yfirbragð og sjá um að allt fari fallega fram Hvemig stendur eiginlega á því að Matthías Bjarnason á að komast upp með það að kássast upp á annarra manna takka niðri í þingi? Er ekkert réttlœti í þessu þjóðfélagi leng- ur? Ekki komst ég upp með að svindla á prófum í skólanum í gamla daga. Eg var rekinn. Og það sem meira er og miklu al- varlegra; ekki kemst ég upp með að teygja mig í annarra manna glös á barnum. Aldeilis ekki. Eg get meira að segja sýnt ör því til sannindamerkis. hæfileikaríkur náungi) er meö þeim flottari sem hafa sést I ís- lensku leikhúsi; bíldruslur og mót- orhjól keyra um sviðið, en annars gefur hún til kynna endalaust og næsta vonlítið ferðalag, þurrk og hita. Músík Kristjáns Kristjánsson- ar er llka snjöll, einföld en hnitmið- uð. Umgjörðin er semsagt í góöu lagi, og þaö er leikritið líka sem vonandi lyftir Leikfélaginu upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í undanfariö. Borgarleikhús fim., fös. S sun. kl. 20. KLASSÍKIN • Búlgarskar vinkonur. Ilka PLATAN LUSH SPOOK Lush er hátt skrifuð á óháöa listanum. Hljóm- urlnn er dreyminn og „hvíslandisöngradd- irnar, kassagítararnir og hljóögervlarnir. Tekur nokkurn tfma aö vinna sig iálit en er góö „stemmnings“- plata. Ekki þó ípartí! Fær 7 af 10. Benkova flautuleikari og Violeta Smid eru báöar búlgarskar aö ætt og uppruna, hámenntaðar í tónlist frá heimalandinu og þeirri fögru Prag. Báðar hafa þær veriö búsett- ar á íslandi undanfarin ár og meöal annars lagt stund á tónlistar- kennslu. Þær llka og Violeta halda tónleika I sal Nýja tónlistarskólans og njóta þar aðstoðar Dúfu Einars- dóttur söngkonu. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Mozart, Benda Briccaialdi og Karastjanov. Við álít- um að sá síðasttaldi, að minnsta kosti, hljóti að vera Búlgari. Fös. kl. 20.30 *Lög, Ijóð & arfur. Diddú, söng- prímadonna Islands númer eitt, er komin heim úr plötuupptökunni í Litháen. Og hún lætur ekki deigan sfga, því á laugardaginn efnir hún til tónleika í bráðfallegri kirkju þeirra Borgnesinga. Hún ætlar að syngja íslensk lög og (tölsk lög og aríur, þannig að í raun er þetta ágætis tilefni til að bregða sér í bíl- túr í Borgarfjörðinn. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á slag- hörpu. Lau kl. 14. MYNDLIST •Jóhanna Kristfn Ingvadóttir. Tilfinningaþrungnar, myrkar, dular- fullar, efasemdafullar myndir, en samt töfrandi og þokkafullar. Myndir sem hafa sterkt svipmót sem ekki er hægt að villast á, þótt listakonan hafi ekki verið á háum aldri þegar hún lést. Þaö er eigin- lega harðbannað að missa af þessari sýningu sem er Kjarvals- stöðum til sóma. -Claude Rutault Sumstaðar í Evr- ópu er allt upp í ioft og fólk hefur um nóg að hugsa, hvort sem þaö svo skilar sér í ódauðlegri list. Annars staöar, til dæmis í hinum efnameiri Vestur-Evrópuríkjum, er tilveran í raun svo dægileg að listamenn ausa varla mikiö úr brunnum lífsreynslu eða þjáningar. Við þessu er til dæmis hægt að bregðast með því að verða fjarska- lega intellektúell maður formsins, eins og til dæmis Frakkinn Claude Rutault sem nú sýnir á Kjarvals- stöðum. En svona blóm eiga líka að fá að spretta á akri listarinnar, og þeim á líka að gefa gaum. ÓKEYPIS •Söngur Það er ókeypis aö syngja, að minnsta kosti svona oft- astnær. Nú er í algleymingi Ár söngsins svokallað og því tilvaliö að syngja sem víðast, á heimilum, vinnustööum og í samkomuhús- um. Þeir sem vilja taka þátt í ögn skipulagðari söng geta brugðiö sér I íslensku óperuna við Ingólfsstræti þar sem eru haldnar daglegar söngstundir. Allir munu vera vel- komnir að koma þangaö og syngja í kór alþekkt lög úr söngbókum við undirleik snjallra hljóðfæraleikara. Sniðugt. Fim. S fös. kl. 17. ÞUNGA GÁTAN LÁRÉTT: 1 seglskip 6 viðarbúts 11 minnka 12 örugg 13 bardaga 15 kvamarstokkar 17 mergð 18 kjör 20 gijótskriða 21 hagnaðs 23 eðja 24 þjótir 25 gorts 27 grunaði 28 sífellt 29 gagnslaust 32 nöldra 36 naumt 37 sár 39 býfa 40 gubbi 41 blauður 43 bergmála 44 ögn 46 ólmast 48 hlunnindi 49 löglegt 50 hægindi 51 veiðast. LÓÐRÉTT: 1 flát 2 hindrun 3 guð 4 vígahugur 5 blómi 6 túnamælir 7 kurt- eis 8 stjóma 9 sáðlandið 10 meiddri 14 fæða 16 rykkomið 19 móhrauk 22 rósemd 24 nabbinn 26 hvíli 27 ótti 29 bansettur 30 lokka 31 stijálings 33 súgur 34 handsama 35 fjall 37 hljóðir 38 skip 41 tómu 42 sleit 43 gála 47 reið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.