Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 40
40
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. MARS 1992
ísland verður fyrst og fremst bætt með þeim sem í landinu búa; valdiö til fólksins.
Það á aö syngja meira.
Hreinsa þyrfti landiö
bandarískum her.
Á Alþingi þarf athafnamenn en ekki fólk sem
hefur verið á spena hjá ríkisgeiranum alla tíð.
Eignumst betri börn. Leggja niður krónuna
og Seölabankann en
taka upp þýsk mörk í
staöinn.
íslendingar
ættu að taka sig
til, rétta úr bak-
inu og brosa til
náungans.
setja út á fleka og ýta þeim af
stað. Þeirra hlutverki ættu konur
síðan að gegna eða jafnvel Syk-
urmolamir."
Sigmundur E. Rúnarsson
fréttamaður
„Að íslendingar taki sig til og
rétti úr bakinu, þurrki stírumar úr
augunum, brosi til náungans,
snerti hann jafnvel, tali við hann
eins og þeir vilja að aðrir tali til
þeirra sjálfra. Ef þetta næst í
gegn verður ísland kjörland allra
þeirra sem hafa áhuga á fólki og
þar af leiðandi kjörinn staður til
að njóta lífsins."
Sigmundur Sigurðsson
(Simbi), hárgreiðslumeistari
„Gera Davíð Oddsson einráð-
an.“
Edda Björgvinsdóttir
leikKona
„Eftirfarandi ábendingarbein-
ast sértaklega til ritstjómar þessa
blaðs. Þegar maður vill láta til
sín taka í þjóðfélaginu er gmnd-
vallaratriði að kunna að gagn-
rýna á réttan hátt, það sé upp-
byggilegt og gert undir nafni.
Breytum því sem við getum
breytt, sættum okkur við það
sem við fáum ekki breytt og
biðjum um vit til að greina þar á
milli.“
Steinunn Sigurðardóttir
rithöfundur
„Efla menntakerfið með það
fyrir augum að atvinnulífið dafni
svo hægt sé að halda uppi ein-
hverjum lífskjörum. Leggja af
þá stefnu að gera allt í loftköst-
um og bæta áætlanagerð við
framkvæmdir og/eða skipulags-
breytingar,’ sem myndi auka
spamaðinn. Svo þaif að setja
hlutina í forgangsröð."
Árni Bergmann
rithöfundur
„Það á að gera Island að reið-
hjólaparadís. Leggja bestu spar-
ast mikið í bílum og bensíni,
heilsufarið stórbatnar og við fá-
um mikinn og hollan túrisma inn
í landið."
Gunnar Þorsteinsson
forstöðumaður Krossins
„Það er aðeins ein leið út úr
þeim ógöngum sem land okkar
og þjóð em komin í: iðmn og
bæn, að menn af alhug snúi sér
til guðs, iðrist synda sinna og
biðji um fyrirgefningu, taki nýja
stefhu. Um leið og það gerist þá
eykst afli, veðurfar lagast, allar
ytri aðstæður verða skaplegri og
mannlíf bctra."
Trausti Valsson
skipulagsfræðingur
„Ávinningur hálendisvega er
að Islendingar geta skoðað eigið
land. Þá aukast ferðir okkar sjál-
íra um landið, sem leiðir til
gjaldeyrisspamaðar. Einnig auk-
ast möguleikar á að flytja hluta
af strandflutningum yfir á vega-
kerfið og jaíhvel að fiskmark-
aðaþróunin myndi ná til alls
Iandsins."
Viddi á Glaumbar
„Afnema einokun ríkisins og
vissra stjómmálaflokka að stór-
um hluta. Auka tillitssemi í garð
bifhjólamanna í umferðinni og
ekki síst á tryggingasviðinu. Að
íslenskt kvenfólk hætti að reyna
að vera eins og íslenskir karl-
menn, það færi allt betur ef kon-
ur væm heima, hekluðu og létu
okkur um hitt.“
Guðrún Úgmundsdóttir
félagsráðgjafi
„Hækka lægstu laun, koma í
veg íyrir atvinnuleysi og fólks-
flótta, finna ný atvinnutækifæri
og huga að vemdun velferðar-
kerfisins."
Hjördís Gissurardóttir
kaupmaður
„Það vantar nýtni, jákvæðni
og það að vinna vel. Bankamir
mættu hafa meira aðhald í útlán-
um sínum og endurskoða þarf
alþingi, því þangað þarf athafna-
menn en ekki fólk sem hefur
verið á spena hjá ríkisgeiranum
alla tíð. Það er til háborinnar
skammar að geta ekki flakað fisk
þegar við köllum okkur fiski-
þjóð.“
Benóný Ægisson
forstöðumaöur félagsmiðstöðvar-
innar Fellahellis
„Það þarf að marka stefnu í
skólamálum og auka möguleika
til endurmenntunar, efla áherslu
á menningarmál, tómstundastarf
og auðgun andans, gera atvinnu-
líf og framleiðslu fjölbreyttari
svo sveiflumar í hagkerfinu
minnki. Við örlítinn möndul-
snúning kæmist landinn í heitara
loftslag, að öðrum kosti mætti
niðurgreiða sólarlandaferðir í
skammdeginu.“
Brynjóifur Bjarnason
forstjóri Granda
„Að við fslendingar horfumst
í augu við raunveruleikann og
skilum landinu í betra ástandi en
við tókum við því til bama okk-
ar.“
Helga Ágústsdóttir
frammákona í nyaldarhreyfingunni
„Ef við bara hefðum í huga:
Enn eitt boðorð gef ég yður.
Allt það sem þér viljið að aðr-
ir menn gjöri yður, það skuluð
þér og þeim gjöra.“
Einar Bollason
hestafrömuður
„Hverfa til náttúrunnar og efla
hestamennsku landsmanna.
Draumurinn er að Kolaport-
inu verði breytt í hesthús. Við
verðum að losa okkur við alla
bíla og mengun og láta fólk hefja
aftur notkun hesta.“
Arthúr Björgvin Bollason
sjónvarpsmaöur
„Fá ráðamenn til að belrum-
bæta menntakerfið með það fyr-
ir augum að ýta undir frjóa,
skapandi og gagnrýna hugsun.
Það myndi skila sér í grósku-
meira mannlífi."
Helga Möller
songkona
„Stöndum þétt saman, snúum
bökum saman og verum ánægð
með það sem við höfum. Verum
svo tillitssamari hvert við ann-
að.“
Jónas Tómasson
tónskáld
„Það á að syngja meira. Það er
mannbætandi."
Þorvaldur Þorsteinsson
myndlistarmaður
„Með því að hætta að eltast
við yfirborðskenndar patent-
lausnir eins og þessa.“
ÞorgeirÞorgeirsson
„Það kom fram íyrir mörgum
öldum að flytja ætti alla íslend-
inga suður á Jótlandsheiðar. Það
mætti vel athuga þessa hugmynd
núna, ef um er að ræða að bæta
landið."
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
„Það á að senda alla stjóm-
málamenn í endurhæfingu til
Moskvu. Þeir hljóta að læra eitt-
hvað af reynslunni, en íslenskir
stjómmálamenn þurfa einmitt að
læra af reynslunni.
Sjálfstæðismenn sögðu að
það ætti að senda kommana til
Moskvu en nú er kominn tími til
að senda þá alla.“
Hannes H. Gissurarson
lektor
„Með því að selja öll atvinnu-
fyrirtæki á vegum ríkisins, festa
eignarheimildir útgerðaríyrir-
tækja í aflakvótum, leggja niður
krónuna og Seðlabankann, en
taka í staðinn upp þýsk mörk,
fækka þingmönnum og banna
Alþingi að sitja lengur en tvo
mánuði á ári, lækka ríkisútgjöld
og skatta stórlega, afnema öll
sérréttindi og sérleyfi og leysa úr
læðingi framtak einstaklinga á
öllum sviðum.“
Kjartan Lárusson
framkvæmdastjóri Fl
„Ferðaþjónustan þarf þjón-
ustulund og hún kostar ekki pen-
inga. Ef við aukum hana mun
okkur famast vel í greininni og