Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5.MARS 1992 Bolungarvík ÆTTARVELDID SKILABI SKELJUNGSUMBOBINU Skipt hefur verið um um- boðsmann Skeljungs á Bolung- arvík. Er þar með lokið áratugasam- skiptum Skeljungs og fyrirtækis Einars Guðfinnssonar hf. á Bol- ungarvík. Það var reyndar að frumkvæði Einars Jónatans- sonar, framkvæmdastjóra EG, sem samningnum var sagt upp. Var það í tengslum við endur- skipulagningu fyrirtækisins. Tengslin á milli Skeljungs og EG hafa reyndar alltaf verið mikil, enda eru synir Einars heitins Guðfinnssonar stórir hluthafar í Skeljungi. Reyndar fer umboðið ekki langt frá ættarveldinu því nýr umboðsmaður, Einar Guð- nuuidsson, sem tók við um síð- ustu áramót, er sonur Guð- nmndar Einarssonar sem verið hefur yfirverkstjóri íshúsfélags Bolungarvíkur. Einar var sjálfúr verkstjóri í frystihúsinu áður en hann tók við umboðsmennsku. Ljóst er að sala á Rfó tríó- plötunni, sem gefin var út fyrir jólin f þágu Landgræðslunnar, hefurekki gengið sem skyldi. Voru um 20.000 eintök af plötunni framleidd en eftir því sem næst verður komist seldust ekki nema í mesta lagi 10.000 eintök. Nákvæm tala um söluna ligg- ur ekki fyrir ennþá, en Ijóst að hún hefur ekki skilað hagnaði sem skyldi í sjóði Landgræðsl- unnar. Ætlunin er að reyna nýtt söluátak í vor. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR hefur gætt nokkurrar óánægju meðal land- græðslumanna með hve lítið af söfnunarfénu skilar sér í raun til landgræðslumála. Sveinn Run- ólfsson landgræðslustjóri sagði að í aðalatriðum væru land- græðslumenn ánægðir með framtakið, en játaðí að ákveðinn ágreiningur hefði komið upp við dreifingarfyrirtækið Steina hf. um skil á sölufénu til Land- græðslunnar. Þá munu kostnaðariiðir við framtakið hafa orðið hærri en gcrt var ráð fyrir, svo sem kostnaður við sjónvarpsþátt sem gerður var til að hrinda átakinu af stað. Einnig vofu hljóðfæraleikurum greidd laun og þá fá höfundar efnis, þeir Gunnar Þórðarson og Jónas Friðrik, STEF-gjöld. Þá hefur verið rætt um að hljómsveitar- meðlimir Ríó tri'ós fái greitt tímakaup vegna upptöku, en þeir afsöluðu sér ágóðahlut sín- um að öðru leyti. Hámarksálagning á farmflutningum skipafélaganna: FELLD ÚR GILDI Verðlagsráð hefur ákveðið að fella úr gildi ákvæði um hámarks- álagningu á farmgjöldum skipafélaga frá og með 1. apríl næstkom- andi. Þetta gerist á sama tíma og skipafélögunum hefur fækkað úr þremur í tvö með kaupum Samskips á eignum Ríkisskips. Að sögn Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra hefur verið frjáls verðlagning á stórfiutningum, en að forminu til hámarksverðlagning á stykkjavörufiutningum um langt skeið. .JVIargt hefur breyst með tilkomu gámanna og það er staðreynd að gjöldin hafa lækkað hlutfallslega. Almenna stefnan hefur verið að hverfa frá verðlagsákvæðum og nú höfum við ákveðið að snúa okkur að samgöngugeiranum. Við höfum ástæðu til að ætla að það megi ná betri árangri með fijálsri álagningu." í nýrri reglugerð eru ákvæði um bann við hvers konar samráði skipafélaganna á milli. um tilkynningaskyldu um alla samninga og samþykktir um sam- keppnishömlur, um skýrar verðskrár. um eftirlit og upplýsinga- skyldu Verðlagsstofnunar og um endurskoðun á þessum breyting- um að ári liðnu í Ijósi reynslunnar. Georg var spurður hvort sam- keppni skipafélaganna í farmfiutningum væri nægilega mikil til að réttlæta breytingamar. ,J>ví er ekki að leyna að við höfum haft markaðsráðandi fyrirtæki á þessum vettvangi, Eimskipafélagið. sem hefur haft yfir helnting markaðarins og kannski vel rúmlega það. Þetta hefur verið fákeppn- ismarkaður. En með þessu viljum við láta á það reyna hvort sam- keppnin eykst, enda telja menn sig ekki hafa náð árangri með verð- lagsákvæðum. Þá er þess að geta að þetta er bara fyrsta skrefið og langt í frá tæmandi aðgerð,“ sagði Georg. Fjárfestingarfélag íslands. Markaðshlutdeild VFFÍ er komin niður í 31 prósent, en fyrir fáeinum árum hafði þetta veröbréfafyr- Irtæki yfirburðastöðu á markaðinum. ÞRIGGJA MlllJARBA usúmmjmiasSimíSiiimlííasmi SAMBBATTUR HJA fmmmmwmmmm/mímsmB VEBBBRÉFASJÓBUNUM Eignir Verðbréfamarkaðar Fjárfestingarfélagsins rýrnuðu um 1,4 mílljarða á síðasta ári og eignir Verðbréfamarkaðar Islandsbanka um nær milljarð. Verðbréfaeign verðbréfasjóða landsins dróst saman um þrjá milljarða að raungildi á síðasta ári eða um 21 prósent. Lækkunin var sýnu mest síð- ustu fjóra mánuði ársins, þegar verðbréfaeignin féll úr 13,5 milljörðum niðurí 11,1 milljarð. Aðeins í desember minnkaði verðbréfaeignin urn 800 millj- ónir króna. Forstöðumenn vcrðbréfafyrir- tækjanna eru á einu máli um ástæður samdráttarins; sjóðimir gátu ekki- keppt við spariskír- teini ríkissjóðs og húsbrélin auk þess sem sparnaður dróst al- mennt saman. Útstreymið varð langmest hjá Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins. en eignir hans drógust saman um nálægt 1.350 milljónum króna. 21 prósents samdráttur verð- bréfasjóðanna á síðasta ári er geysileg viðbrigði miðað við þróunina síðustu árin. þegar sjóðimir bólgnuðu út um helm- ing á hverju ári; verðbréfaeign þeirrajókst um 55 prósent 1988, um önnur 55 prósent 1989 og um 46 prósent 1990. HELMINGUR SAMDRÁTT- ARINS HJÁ FJÁRFEST- INGARFÉLAGINU Sjóðir allra verðbréfafyrir- tækjanna fjögurra drógust mikið saman síðustu fjóra niánuði árs- ins. en þegar upp var staðið hafði innbyrðis markaðshlut- deild raskast talsvert. Nýjasta verðbréfafyrirtækið. Landsbréf. jók þannig markaðshlutdeild sína og þar gætti samdráttarins mjnnst. Eignir Landsbréfa juk- ust um nærri 600 milljónir á ár- jnu, sem er tvöföldun. og mark- aðshlutdeildin jókst um leið úr 4,6 prósentum í 10.4 prósent. Hin verðbréfafyrirtækin máttu hins vegar sætta sig við mikinn samdrátt. Eignir Verð- bréfamarkaðar Fjárfestingarfé- lagsins, sem lcngi hafði yfir- burðastöðu á markaðinum, drógust saman um nálægt 1.350 milljónum eða úr 4.9 milljörð- um í um 3.6 milljarða og niark- aðshlutdeildin minnkaði úr 37 prósentum í 31.1 prósent. Verð- bréfamarkaður Islandsbanka mátti einnig sætta sig við tals- verðan samdrátt. Eignir VÍB drógust saman um hátt í 900 milljónir eða úr tæplega 5 millj- örðum í tæplega 4 milljarða. Markaðshlutdeild VÍB minnkaði um leið úr 36.4 pró- sentum í 34.8 prósent. Kaupþingi tókst að takmarka samdrátt sinn við um 340 millj- ónir króna. heildareignir lækk- uðu úr 3 milljörðum niður í rúmlega 2.6 milljarða og mark- aðshlutdeildin hækkaði úr 22.7 prósentum í 23.7 prósent. EKKI SAMKEPPNISFÆR VEÐ SPARISKÍRTEININ Talsntenn verðbréfafyrirtækj- anna voru sammála um megin- ástæðu samdráttarins: hún er fyrst og fremst sú. að verðbréfa- sjóðimir hafa ekki getað keppt við ávöxtun húsbréfa en þó einkum spariskírteina ríkissjóðs auk þess sem spamaður dróst al- mennt saman og útstreymi fór vaxandi seinni hluta árs. .Frá hausti 1990 dróst spam- aður mikið saman og vextir hækkuðu. Þannig höfðu vextir spariskírteina og húsbréfa hækkað unt 2 prósentustig þegar þeir voru hæstir og þegar þeir hækka lækkar gengi verðbréf- anna. Á síðasta ári voru verð- bréfasjóðimir að mæta þessum breyttu aðstæðum og ávöxtunin lækkaði. Frameftir ári voru verðbréfin ekki samkeppnisfær og fjárfestar færðu sig yfir í önnur form. Nú er jafnvægi að komast á að nýju og þegar stað- an er metin í heild get ég ekki sagt að við höfum átt við erfið- leika að etja. Eg reikna með að við komum út nálægt núllinu eftir síðasta ár. eftir 28 milljóna króna hagnað 1990.“ sagði Frið- rik Jóhannsson. forstjóri Fjár- festingarfélagsins. „ENGIN UNDUR OG STÓR- MERKI“ .Fyrst og fremst erum við að tala um samdrátt í peningaleg- um spamaði og innbyrðis vaxta- breytingar sparnaðarforma." sagði Þorsteinn Guðbrandsson hjá Landsbréfum. ..Spariskírteini ríkissjóðs voru með betri kjör. en nú er það að breytast afmr. Ég reikna með að verðbréfasjóðimir muni halda ávöxtun sinni og jafnvel hækka." ..Við eruni ekki að tala um nein undur og stórmerki." sagði Guðmundur Hauksson. forstjóri Kaupþings. .JÉg lít svo á að samdrátturinn sé ósköp eðlilegur miðað við aðstæður og óvenjulega samkeppni. En nú fara vextir spariskírteina lækk- andi og bankavextir sömuleiðis og eignir sjóðanna fara hækk- andi f verði. Það er staðreynd að í fyrra var spamaður nánast enginn og er það í fyrsta skiptið sem slíkt gerist frá 1982. Þrátt fyrir allt skiluðum við hagnaði á síðasta ári. þótt hann væri minni en við höfðum vonast til. og ég er bjartsýnn um að þetta ár verði mun vænlegra. enda aðstæður allar hagstæðari.“ Friðrik Þór Guðmundsson -Elj Sj JJTJ SJZílDElIíZstÁSlJZJDJ-MJj'Ja\ I :j/JjLLj6jJ UjVJ -ÍÍTíÓiIA Á 'JETíULASI 'ri'JETtZ ÁTi3 I I Desemher 1990 VFFÍ VÍB Kaupþing Landsbréf

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.