Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 34
I I 34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. MARS 1992 í E R L E N T sj)orli Zime* Bandaríkjamaður og ekkert annað Ungur maður af asísku bergi brotinn ræddi á dögunum af stolti en nokkrum þunga um gullverðlaun Kristi Yamaguchi á Vetrarólymp- íuleikunum. Enginn hefur fyrir því lengur að ræða um Edward Kennedy öldungadeildarþingmann sem írsk-bandarískan eða Dan Rostenkowski fulltrúadeildarþingmann sem pólsk-bandarískan. Hversu lengi, spurði maðurinn, þurfum við að lifa með band- striki? ____ Kristi Yamaguchi fæddist í Bandaríkjunum. Foreldrar hennar sömuleiðis. Hún er eins bandarísk og unnt er að vera, fyrirmynd hvers Bandaríkjamanns. Samt sem áður sér maður varla á hana minnst án þess að ífam sé tekið að hún sé japansk-bandarísk. Astæðan kann að vera sú að menn vildu undirstrika keppnina milli hennar og hinnar japansk-japönsku Midori Ito. Hvað sem því líður þá snerist málið um tvo einstaklinga af ólíku þjóðemi en ekki ættemi. Ungi maðurinn, sem áður er getið, vonar að þessi sigur Banda- ríkjamanns af asískum uppruna kunni að verða til þess að stereótýp- an fölni í hugum manna. „Við emm ekki öll stærðfræði- eða vís- indaundraböm, þvottakonur eða veitingahúseigendur," segir hann, „heldur líka skautadansarar, arkítektar og rithöfundar.“ Og meira. Og minna. An bandstrika. Hann hefur rétt fyrir sér. Þegar blandan í bræðslupottinum Bandaríkjunum breytist skiptir hún líka um lit. I þessu tilviki er hún gyllt og það án bandstriks. Branson vill hærra Richard Branson, aðaleigandi Virgin-auð- hringsins, ætlaði að vera aðstoðarflugmaður í fyrsta hnattflugi loftbelgs, en varð að hætta við þá fyrirætlan þar sem flugstjórinn taldi hann ekki hafa nægilega reynslu. Branson hefur borgað um 2/3 af kostnaðinum við flug- ið eða jafnvirði um 80 milljóna króna. Nú hefur flugið frestast eitthvað vegna veðurs og mun Branson hafa í hyggju frekari þjálfun í von um fá að fara með. Dýr flugmiöi. Kommbakk hjá Tinu? Tina Tumer, hin 53 ára gamla rokk- söngkona, hefur hætt og herma fregnir að hún kunni að birtast á skjánum áður en varir. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC er sögð bjóða Tinu guli og græna skóga ef hún taki að sér aðalhlutverkið í nýjum framhaldsmyndaþætti, sem hefur göngu sína næsta haust. Aftur og nýbúin. Sjálfsálitið í lagi Eins og frá hefur verið greint er í undirbún- ingi kvikmynd um ævi Olivers North ofursta, sem frægur varð fyrir hlut sinn í Iran-kontra- hneykslinu svonefnda. I viðtali, sem tekið var við hann í vikunni, var foringinn spurður hver myndi fara með aðal- Voövafjalliö... hlu;verkið North varð ekki svars vant, frekar en fyrri daginn: ,JEg var að hugsa um Sylvester Stallone, en ég held ...og auminginn. hann sé ekki nógu vel vaxinn fyrir hlutverkið." Vinsælli dauður en lifandi? I dag em 10 ár síðan leikarinn John Belushi lést af völdum eiturlyfja- neyslu. Vinkona hans játaði seinna að hafa sprautað hann með blöndu af kókaíni og heróíni alls 20 sinnum á einum sólarhring og var hún dæmd fyrir manndráp af gáleysi. Belushi, sem gat sér frægð í sjónvarpsþættin- um Saturday Night Live og myndum á borð við Animal House og Blues Brothers, nýtur enn gífurlegra vin- sælda og vestanhafs hafa myndbönd hans aldrei selst betur. Lést úr ofneyslu. Gorbi brýnir pennann Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi Sovétforseti, hefur hafið störf sem dálkahöfundur fyrir ítalska blaðið La Stampa. Annars sagði Gorbi í viðtali við ITV á dögunum, að sér gengi illa að láta enda ná saman. Gorbatsjov- hjónin búa nú í þriggja herbergja íbúð í Moskvu, en eiga að auki sumarbústað utan við borgina. Hið eina sem eftir er af fyrri dýrð er svarta Zíl-límúsínan og tíu lífverð- ir, sem rússneska ríkið lætur hon- um í té. Kvalræði öreiganna. I ágúst á síðasta ári bað einn aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Paul D. Wolfo- witz, herráðið að láta hugann reika um hugsanlegar ófriðar- hættur á komandi ámm. Var sett á laggimar nefhd helstu hemað- arhugsuða vestra og hún hefur nú skilað áliti sínu. Þrátt fyrir að það sé byggt á vitneskju og rök- um taka höfundamir þó sérstak- lega fram að hér sé einungis verið að lýsa hugsanlegum ógn- um, hér ræði ekki um spádóma. í Pentagon er það ekkert nýtt að menn skáldi hugsanlegar ógnir í æfingaskyni, en það er nýtt við þessar pælingar, að þær verða lagðar til grundvallar langtímafjárhagsáætlunum hers- ins. Líkt og gerðist í Persaflóa- stríðinu er fyrst og fremst gert ráð fyrir skjótvirkum en kostn- aðarsömum meðulum. Hér á eftir er helstu vangaveltunum lýst í stuttu máli. Flóabardagi II Herforingjamir gera ráð fýrir því að um miðjan jxnnan áratug verði alþjóðlegur stuðningur við viðskiptabann gegn Irak orðinn lítill og það muni missa marks. Þegar Irakar fara aftur að njóta oh'uauðsins gætu þeir byggt her- inn upp á ný, endurbætt skrið- drekasveitimar og keypt 100— 150 orrustuvélar í flugherinn. Samkvæmt skýrslunni myndu Irakar að þessu sinni hertaka helstu olíuvinnslusvæði og olíuhafhir í Kúveit og norð- austurhluta Sádí-Arabíu áður en Bandaríkin og bandamenn þeirra fengju neitt við ráðið. Bandaríkin myndu bregðast við að beiðni Kúveits og Sádí- Arabíu og senda þegar 5 her- deildir, landgönguliðasveitir, 15 orrustuflugsveitir, 4 sprengju- vélasveitir og 3 flugmóður- skipasveitir. Markmiðið yrði að hindra, tefja og verjast frekari árásum Iraka á meðan beðið væri eftir liðsauka. Nákvæm dagskrá skýrslunnar gerir ráð fyrir að effir 54 daga harða eða mjög harða bardaga muni herir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra fá sigur. Kóreustríð II Gert er ráð fyrir því að 300.000 manna herlið Norður- Kóreu geri skyndiárás inn í Suð- ur-Kóreu í skjóli ffiðarviðræðna og leggi mikla áherslu á að her- taka Seoul. Athyglisvert er að herforingjamir telja að Norður- Kóreumenn ráði yfir 5—10 kjamorkuvopnum í flugvélum eða flugskeytum. Hins vegar er talið að þeim verði ekki beitt nema alger ósigur virðist yfir- vofandi. Til að mæta 5.000 skriðdrek- um, 600 orrustuvélum og 1,2 milljóna manna her Norður- Kóreu er gert ráð fyrir að Bandaríkjamenn sendi 5 her- deildir gráar fyrir jámum til þess að vera 820.000 manna her Suð- ur-Kóreu innan handar. Að auki yrðu 5 flugmóðurskipasveitir sendar á vettvang, 2 landgöngu- liðadeildir, 16 orrustuflugsveitir og 4 sprengjuvélasveitir. Gert er ráð fyrir sigri eftir 90 daga hem- að. Flóinn & Kórea Herforingjamir gera ennfrem- ur ráð fyrir möguleikanum á að írakar láti til skarar skríða á sama tíma og Norður-Kóreu- menn, þannig að Bandaríkja- menn þyrftu að dreifa kröftum sínum. Eystrasaltsrikin Gert er ráð fyrir að í Moskvu komist til valda alræðisstjóm með útþenslustefnu ofarlega á blaði og að hún hefjist handa við að ýta á hin fyrrum Sovét- lýðveldi vegna rússneskra minnihlutahópa þar. Miðað er við að Rússar og Hvítrússar krefjist sjálfstjórnar Rússa í Eystrasaltsríkjunum: Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Eftir 6—8 mánaða spennumögnun em 18 rússneskar herdeildir og 6 hvít- rússneskar sendar til árásar meðfram landamærum Litháens og Póllands. Litháen myndi þá óska aðstoðar Atlantshafsbanda- lagsins (NATO). Þá myndi NATO senda hraðsveitir sínar inn í vesturhluta Póllands og innan mánaðar bjóða út 18 her- deildum og 66 orrustuflugsveit- um alls. Gert er ráð fyrir sigri bandamanna á þremur mánuð- um. Panama Hægri öfgamenn í lögregl- unni taka höndum saman með fyrrverandi herforingjum, eitur- lyfjabarónum og kólumbískum hryðjuverkamönnum og hóta að loka Panama-skurði ef ríkis- stjómin láti ekki þegar af völd- um. Landgöngulið, fallhlífaher- menn og flugher koma ríkis- stjóminni til hjálpar og rennur byltingin út í sandinn á viku. Filippseyjar Arið 1999 eru nær allir bandarískir hermenn famir frá Filippseyjum, en um 5.000 borgarar eru enn búsettir þar. Eftir byltingartilraun og bardaga milli einstakra hersveita em um 300 Bandaríkjamenn, sem em að ganga frá lokun flotastöðvar- innar í Subic-flóa, teknir í gísl- ingu. Bandarísk landgönguliða- sveit nær stöðinni aftur á sitt vald, fallhlífahermenn taka flug- völlinn í Manila og önnur land- gönguliðasveit tekur land skammt frá Manila og hraðar sér inn í borgina til að verja sendiráðið. Máhð er leyst innan viku. Nýróvinur Síðasta vangaveltan gerir ráð fyrir þeim möguleika að fyrir árið 2001 muni ríki eða ríkja- bandalag taka upp stefnu, sem ógnar öryggishagsmunum Bandaríkjanna á heimsvísu. Ekki er nánar tilgreint við hvað er átt, en vamarmálasérfræðing- ar telja að hér sé átt við endur- reist alræði í Rússlandi. Ekki er gert ráð fyrir neinum sérstökum átökum, heldur settar fram hug- myndir um hvemig megi auka herstyrk Bandaríkjanna að nýju á skömmum tíma. Enn skal ítrekað að í ofan- greindu felast ekki spádómar, en eins og Rómverjar sögðu, og Sun-Tzu á undan þeim, þarf að búast undir stríð til að tryggja friðinn. Andrés Magnússon. tríð að Kalda stríðinu loknu Eftir að Sovétríkin sundruðust hefur spenna í heiminum minnkað til muna og hættan á heimsstyrjðld hverfandi. Eða hvað?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.