Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 41

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. MARS 1992 41 Byggjum upp heilsuparadis í íslandi; heilbrigt þjöötélag í islensku landi. Ef stjornvold gæfu íslenskum garöyrkjumönn- um rafmagn á næturnar mætti skapa sumar all- an ársins hring og framleiöa allt grænmeti hér- lendis. Stjórnmálámenn ættu aö fara í endurhæfingu til Moskvu. Sykurmola í staö karlkyns persóna sem eiga þaö til aö belgja sig út. Þaö mætti niöurgreiöa sólar- landaferöir í skammdeginu. mun það skapa ógrynni tækifæra fyrir landsmenn í framtíðinni." Matthías V. Sæmundsson bókmenntafræðingur ,J>að væri athugandi að gera samning við Dani. Flytja út alla íslenska sjálfstæðismenn og fá svo sem eins og einn fjórðung úr Dana í staðinn." „Með því að stórefla um- hverfisvemd og mengunarvam- ir. Skapa sjávarútveginum og öðrum atvinnuvegum, sem vega þyngst í lífskjörum okkar, sem best rekstrarumhverfi, óháð duttlungum stjómmálamanna. Tryggja þeim sem höllum fæti standa, t.d. vegna sjúkdóma eða fátæktar, sem besta þjónustu og sanngjöm lrfskjör." Jóhanna Leópoldsdóttir formaður ferðamálasjóðs „Ég vildi óska þess að við kynnum betur að greina að menn og máleífii, að við væmm rök- föst og málefnaleg í umræðum okkar en jafnframt umburðar- lynd.“ ÓskarMaqnússon lögmaour „Það mætti straumlínulaga stjómsýsluna, sjóðakerfið og þess háttar. Það mætti fækka nefhdum og koma á auknum einkanekstri. Til gamans mætti hugsanlega fækka þingmönnum niður í fimm, einn fyrir hvem flokk, sem sæi um bjölluna fyrir alla hina.“ Valgerður Matthíasdóttir arkitekt og dagskrárgerðarmaöur „Það vantar hér virkilega skemmtilegt kaffi- og veitinga- hús þar sem andinn er svipaður og í New York eða París.“ Þorgrímur Þráinsson blaðamaöur og rithöfundur „Gefa öllum leyfí til að sparka fast í afturendann á þeim (hvar sem er og hvenær sem er) sem em með barlóm eða endalaust bull um svartnætti, og ekki síst jreim sem baktala náungann og öfundast út í aðra. Sömuleiðis væri það til bóta ef fólk sæi eigin bjálka en ekki flísamar í augum annarra." Birgir Þór Runólfsson hagfræðingur „Að draga stórlega úr afskipt- um stjómmálamanna og ríkis- valds af efhahagslífmu og lífi fólks almennt. Minnka þannig sóun fjármála og þá óstjóm sem hér ríkir. Þetta má gera með því að minnka umsvif hins opinbera og koma sem mestu af opinberri þjónustu og starfsemi í hendur einkaaðila á markaðnum.“ Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður ,díéttlátt er það þjóðfélag þar sem fólk kemst áfram á eigin koma slíku á hér á Islandi væri ekkert minna en bylting." Baldvin Jónsson eigandi Aðalstöðvarinnar „Leggja ætti niður öll ráð og nefndir á vegum hins opinbera og ríkið ætti að hætta öllum þeim rekstri sem það tekur þátt í og einkaframtakið getur staðið í ffamkvæmdum fyrir. Það á að skilgreina hvað er samfélagseign og hvað ekki. Einstaklingum á síðan ávallt að vera falinn rekst- urinn þótt eignin sé formlega samfélagsins.“ Heíðar Jónsson snyrtir „Landinn mætti auka virðingu sína fyrir landinu sjálfu og allar hugmyndir sem auka á kynningu þess vegna hreinleika og fegurð- ar em af hinu góða.“ Hjörtur Magni Jóhannsson prestur „Ef fjölmiðlar á íslandi temdu sér meiri nærgætni og yfirvegun í fféttaflutningi af válegum at- burðum en þeir hafa gert undan- farið, og öxluðu af alvöm þá sið- ferðislegu ábyrgð sem starfi þeirra óhjákvæmilega fylgir, væri það tvímælalaust til Jakob F. Magnússon menningarfulltrúi ,3ina leiðin til að bæta Island liggur í gegnum okkur sjálf, þeg- ar við sem æðrulausir þjónar mannkyns emm tilbúin að gera það upp við okkur að feta ein- ungis ljóssins stigu. Finnist ein- hveijum hér til of mikils mælst getum við kannski reynt að vera bara örlítið skárri hvert við ann- að, hvort sem er til orðs eða æð- is, borðs eða sængur.“ Tómas Tómasson (Tommi á Hard Rock) „Kaupa íslenskt." Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarmaður Ef við búum til sumar inni í gróðurhúsum okkar með ókeyp- is rafmagni gætum við ffamleitt allt okkar grænmeti sjálf, sem myndi til dæmis þýða mun minni eyðsla gjaldeyris.“ K Y N L í F JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Hjónabands- (til)raunir Það verður óskaplega gam- an fýrir mannfræðinga ffam- tfðarinnar að glöggva sig á hjónaböndum tuttugustu ald- arinnar. Þetta sambúðarform hefur tekið stökkbreytingum á þessari öld, kannski einna helst fýrir tilstuðlan kvenrétt- indabaráttunnar. Nú á tímum geta konur lifað einar með böm sín (þótt sumar rétt skrimti á lágum launum). í grundvallaratriðum eru til þrenns konar hjónabönd: Ein- kvæni (tveir einstaklingar gift- ir hvor örðum); fjölkvæni (einn karl kvæntur nokkrum konum eða ein kona gift nokkrum körlum) og loks hóphjónabönd (nokkrir eigin- menn sem eiga nokkrar eigin- konur—allir giftir öllum með öðmm orðum). Einkvæni er Iangalgengasta hjónabands- formið á okkar dögum. Þar sem fjöldi kynjanna er tiltölu- lega jafh virðist einkvæni vera búðin gengur vel er ráðist í að gifta sig, fólk ef til vill búið að eignast eitt eða tvö böm. Samkynhneigð hjónabönd fara að verða algengari þegar almenningur áttar sig á því að samkynhneigð er bara einn þáttur litrófs náttúmnnar. Það er algjör óþarfi að hafa áhyggjur af að ef samkyn- hneigðum væri leyft að gifta sig myndu gagnkynhneigð pör vera í útrýmingarhættu! Vegna betri getnaðarvama hefur fólk miklu meira val en áður um það hvort og hvenær bömin fæðast. Hjónaband gegnir heldur ekki eingöngu því hlutverki að fjölga mannkyninu. Það fmn- ast einnig aðrar ástæður fyrir hjónaböndum, svo sem félags- skapur og fjárhagslegt öryggi. Það sama gildir um samkyn- hneigð f)ör sem vilja giftingu á pappímnum. Pömm sem geta ekki eignast böm vegna óffjó- Einkvæni er langalgengasta hjónabandsformið á okkar dögum. Þar sem fjöldi kynj- anna er tiltölulega jafn virðist einkvæni vera normið, en það er ekki þar með sagt alltaf eins. að einkvæni sé ^ • • ** * m normið, en það er ekki þar með sagt að einkvæni sé alltaf eins. A undanfömum þrjátíu ámm hefur fólk á Vesturlönd- um verið iðið við að gera alls kyns tilraunir með einkvæni. Má þar nefna ,Jcvarthjóna- bönd" (tvenn hjón og böm búa undir sama þaki), „kommúnu- hjónabönd" (hóphjónabönd í kommúnum) eða „opin hjóna- bönd" (hjónin „leyfa" hvort öðm að halda framhjá). í opn- um hjónaböndum er framhjá- hald ekki aðeins leyfilegt, heldur bjóða hjónakomin jafn- vel þriðja eða fjórða aðila upp í rúm til sín. Það síðastnefnda er ekki nýtt af nálinni. Vissir ættbálkar indíána í Norður- Ameríku, Inúítar og Pólýnes- íubúar buðu karlkyns gestum gjaman konumar sínar. Á tím- um alnæmis og „aðhaldsað- gerða" í kynlífi má vera að áhugi rnanna á opnu hjóna- bandi (eða opinni sambúð) fari dvínandi. „Pmfuhjónaband", eða pappírslaus sambúð eins og við íslendingar þekkjum það, er vel þekkt nútímatilraun og algeng hér á landi. Ef sam- semi er ekki meinað að giftast. Það ætti heldur ekki að meina samkynhneigðum að giítast. Fjölkvæni er þekkt víða um heim, en virðist nú vera á und- anhaldi. Stundum geta að- stæður beinlínis ýtt undir fjöl- kvæni og má þar nefna stríð þar sem fjöldi karla lætur lffið. Þá verða margar konur um hvem karl og fjölkvæni , Jteppilegra". Nú eða ef fjölda- morð em framin á stúlkuböm- um vegna bameignarstefhu stjómvalda, eins og er í Kína um þessar mundir. Þá verða miklu fleiri karlar um hverja konu. Hóphjónabönd hafa alla tíð verið sjaldgæf, en ein þekkt- asta hjónabandstilraun af þessu tagi var gerð í lok ní- tjándu aldar í Oneida-samfé- laginu í Norður-Ameríku. Kynlffið var „frjálst" og fólkið forðaðist bameignir. Aðeins útvalin pör komu til greina sem foreldrar. Spyrjiö Jónu um kynlífiö. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.