Pressan

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5.MARS 1992 9 Gögnin í máli Eðvalds Hinrikssonar OTnncconi m ■niKm lu Mm. FULLYRDINGAR GYMNGA Eðvald Hinriksson uppvís að ítrekuðum ósannindum Það má draga að minnsta kosti þrjár ályktanir af þeim gögnum sem komin eru fram í Eistlandi í tengslum við mál Eð- valds Hinrikssonar eða Evalds Miksons. GÖGNIN ERU ÁREIÐAN- LEG í fyrsta lagi er staðfest að gögnin. sem Wiesenthal-stofn- unin kom á framfæri við íslensk stjómvöld, eru ófölsuð og áreið- anleg. Þau vom afgreidd sem lygar upp úr sovésku leyniþjónust- unni árið 1961 og núverandi ut- anríkisráðherra tók nýlega ásamt öðmm undir þá skoðun á eftirminnilegan hátt. Skjöli'n. sem nú hafa fundist, eru þau sömu og birtust í bókum í Eist- landi á sjöunda áratugnum og PRESSAN birti útdrátt úr fyrir tveimur vikum. Fram komin fmmgögn renna stoðum undir fullyrðingar Efraims Zuroffs. forstjóra Wiesenthal-stofnunar- innar, sem segir að heimildir svipaðs eðlis hafi staðist í hví- vetna í öðmm málum sem hann hefur haft afskipti af. Fyrir þessu eru einnig orð fyrrum dómsmálaráðherra Þýskalands. Evald Mikson var foringi í því Sem hann nefnir „andspyrnuhóp" en aðrir kalla Omakaitse. Hanh er lengst til vinstri á myndinni. Hans Englehart. sem segir að öll sovésk gögn, sem Þjóðverjar hafa notast við í réttarhöldum gegn stríðsglæpamönnum. hafi staðist upp á punkt og prik. EÐVALD UPPVÍS AÐ ÓSANNINDUM í annan stað — og þetta segir öllu alvarlegri sögu — sýna þessi gögn að Eðvald Hinriks- son hefur verið staðinn opinber- lega að ítrekuðum ósannindum í þessu máli, þar sem á annað borð hefur verið hægt að henda reiður á fullyrðingum hans. Það snýr að útgáfu á handtökuskip- unum, tengslum hans við Ru- bin-fjölskylduna. þátttöku í fas- istasveitunum Omakaitse og ástæðunni fyrir því að Þjóðveij- ar fangelsuðu hann eftir nokk- urra mánaða þjónustu. svo fátt eitt sé nefnt sem ekki stenst þegar það er borið saman við staðreyndir. EKKERT SANNAÐ UM OF- BELDI EÐA MORÐ Í þriðja lagi er rétt að hafa í huga að þessi gögn sanna ekki eitt eða neitt um meintar aftökur eða morð sem Eðvald er sagður bera ábyrgð á. Þess er heldur ekki að vænta: skjöl sem um þetta fjalla er ekki að finna í rík- isskjalasafninu í Tallinn. heldur í skjalaskápum KGB, ef þau voru þá nokkru sinni til, sem út af fyrir sig er vafasamt. Rétt er að muna að Sovétmenn komust yfir skjalahirslur Þjóðveija þeg- ar þeir síðamefndu voru reknir burt frá Eistlandi. Það eru gögn- in sem KGB notaði seinna í bókum sínum. ckki einungis í málatilbúnaði gegn Mikson, heldur gegn tugum annarra sem sakaðir voru um stríðsglæpi og samstarf við Þjóðveija. í FANGELSI FVRIR ÞJÓFNAÐ í skjölunum f Eistlandi hefur fengist staðfesting á því að Þjóðveijar settu Evald Mikson í fangelsi vegna þess siðar hans að ræna skartgripum og öðrum verðmætum af fórnarlömbum sínum. Þessu höfðu eistneskir gyðingar haldið fram við PRESSUNA í mörgum samtöl- um. en gátu ekki framvísað neinum sönnunum til stuðnings knh-.lustjtoka. koinahlífl. tt»wrat • a tt a r o »Í ntr.bt,un fi»útr' a«iá». «1U iroiounu.QL.CuJbúó 1 FYRIRSKIPUN 25. september 1941. Embætfi yfirmanns stjórnmálalögregl- unnar í Tallinn, Harju-héraði. Að lokinni könnun gagna í mál- inu og teknu tilliti til þess aö Ruth Rubin, dóttir Alexanders fædd 5. janúar 1927 nú til búsetu að Soo- stræti 6, Tallinn er grunuð um að hafa tekið þátt í starfsemi kommúnista er FYR- IRSKIPAÐ að Ruth Rubin, dóttir Alexanders, skuli handtekin og flutt í Aðalfangelsið í Tallinn þar til mál hennar er afgreitt. (Sign.) E. MiksOn Embætti yfirmanns stjórnmálalögreglunnar I Tallinn, Harju- héraði. Lesið mér. (Sign.) Ruth Rubin. Sams konar skjpl etu til meðal annars með nöfnum Salomon Katz og Inna Gelb. „HREINN ÞVÆTTINGUR í MIKSON" segir Eistlendingurinn dularfulli í Venesúela .J>etta er alger fjarstæða. Ég hef ekki hugmynd um hvað maðurinn á við. Kannski er ald- urinn farinn að segja til sín.“ sagði Hcirry Mannil, eistneskur hagfræðingur búsettur í Venesú- ela. í samtali við PRESSUNA. Eðvald Hinriksson hefur haldið fram að ásakanir á hend- ur honum kunni að mega rekja til Eistlendings í Venesúela sem vilji hefna sín á honum. í ís- lenskum fjölmiðlum hefur verið talað um vellauðugan gyðing. sem Eðvald hafi upplýst að hafi starfað fyrir KGB. Ekkert af þessu er rétt. nema hvað Mannil er ágætlega stæður eftir því sem PRESSAN kemst næst. Mannil er ekki gyðingur, en kvæntur gyðingi, og Eðvald hefur haldið fram í eistnesku dagblaði að hann hafi starfað fyrir Þjóðveija. ..Mikson sagði í viðtali við Eesti Ekspress í haust að ég hefði svikið föðurland mitt og starfað fyrir Þjóðverja. Ég neyddist til að senda yfirlýsingu til blaðsins og bera þetta til baka, enda er þetta hreinn þvættingur. Ég starfaði í eist- nesku öryggislögreglunni í fjóra mánuði samtímis Mikson, en fór svo til náms við háskólann í Tartú. þaðan varð ég að flýja til Finnlands þegar Sicherheitsdi- enst Þjóðverja ætlaði að hand- taka mig.“ Veistu til þess að Mikson hafi tekið átt í stríðsglœpum nasista? ,Nei. Ég veit að Mikson var háttsettur í öryggislögreglunni, líklega númer 3 eða 4 í virðing- arstiganum, og ég veit að hann var eldheitur þjóðernissinni, sem gat sér orð fyrir harða bar- áttu gegn kommúnistum og njósnurum þeirra. Hans stærsta afrek var að handsama Karl Sare, aðalritara eistneska kommúnistaflokksins. Annars hef ég ekki heyrt eða séð Evald Mikson síðan seint á árinu 1941 og er hulin ráðgáta hvers vegna hann blandar mínu nafni inn í þessa umræðu.“ fúllyrðingum sínum. Þetta var meðal þess sem Evgenia Loov nefndi þegar PRÉSSAN hafði uppi á henni fyrst fjölmiðla. Þá hafði hún ekki heyrt af málarekstrinum í ísrael, en kannaðist við nafnið Evald Mikson og orðspor hans og hélt að mál hans væri orðið svo gamalt að ekkert yrði gert í því úr þessu. í kjölfar þess sam- tals hóf frú Loov að leita þcirra gagna sem nú eru komin í lcit- imar. Sjálfur segir Eðvald Hinriks- son að Þjóðveijar hafi fangelsað sig vegna framgangs síns við yfirheyrslu á kommúnistanjósn- aranum Karl Sare (æviminning- ar) og/eða vegna þess að hann neitaði að ganga í leyniþjónustu Þjóðverja (viðtal í Mbl. 23. febrúar). Hann segist hafa verið föðurlandsvinur sem barðist jafnt gegn Þjóðveijum sem Sov- étmönnum. FULLUR POKIAF PEN- INGUM í KAUPBÆTI Þjóðveijar fangelsuðu Eðvald síðla í nóvember árið 1941. Honum var haldið í fangelsi þar til í september 1943, en var þá sleppt. Eðvald segir í bók sinni að þetta hafi verið eist- neskum vinum sínum í lögregl- unni að þakka; yfirmannaskipti hafi orðið hjá Þjóðveijum þegar Martin Sandberger (æðstráðandi SS og fieiri öryggissveita í Eist- landi) var settur af og Eðvald hafi verið sleppt áður en eftir- maður Sandbergers fékk tæki- færi til að kynna sér mál hans. Ef Eðvald vann á móti Þjóð- veijum eins og hann hefur liald- ið fram hlýtur að vekja athygli meðferðin sem hann fékk þegar honum var sleppt úr haldi. Þá var honum vísað til þýsks maj- órs, Probst að nafni, sem vann fyrir leyniþjónustu hersins. Hann afhenti Eðvald skilríki út- gefin af leyniþjónustunni, undir- rituð af Meldekompleiter (liðs- foringja í leyniþjónustunni), þar sem Eðvald var ráðinn Mitar- beiter (samstarfsmaður) stofn- unarinnar. Þessi skilríki veittu honum aðgang að verslunum, þar sem Þjóðverjar einir fengu að koma, og undanþágu frá her- þjónustu í eistneska hemum í herkvaðningu í kjölfar innrásar Sovétmanna árið 1944. Með skilríkjunum fylgdi „bréfpoki fullur af Ostmörkum" sem maj- órinn nefndi „táknræn laun fyrir þjónustu" hans, svo vitnað sé í endurminningar Eðvalds. Skömmu eftir að Eðvald var sleppt úr haldi var hann kominn aftur til starfa í Aðalfangelsinu í Tallinn. Það er úr því starfi sem Erika Schein man eftir Eðvald, en hún lýsti meintum ruddaskap hans í viðtali við Stöð 2 sl. þriðjudagskvöld. Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað: 8. tölublað (05.03.1992)
https://timarit.is/issue/253512

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

8. tölublað (05.03.1992)

Aðgerðir: