Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. MARS 1992
21
F
.1—lftir að hlutafjar- og atvinnu-
tryggingarsjóðir hættu að lána til
eða taka þátt í rekstri illa staddra
sjávarútvegsfyrirtækja hefur hlut-
verk þessara sjóða færst af auknu
afli yfir á sveitarsjóðina, þar sem
kappsmál allra sveitarstjórnar-
manna er að gæta þess að kvóti fari
ekki úr byggðarlaginu. Til að koma
i veg fyrir að svo færi hafa margar
sveitarstjórnirnar gripið til þess ráðs
að láta peninga í sjávarútvegsfyrir-
tæki. Nýleg dæmi þar um eru frá
Bolungarvík og Ólafsvík. Þessar
ráðstafanir eru farnar að koma illa í
bakið á þeim sem þetta hafa gert. A
Bíldudal eru að skapast veruleg
TÓNLEIKAR
- gul tónleikaroð -
í Háskólabíói fímmtudaginn 5. mars, kl. 20.00
EFNISSKRÁ:
vonEinem: Capriccio
Páll P. Pálsson: Klarinettukonsert
Mendelssohn: Sinfónía nr. 4
EINLEIKARI: Sigurður I. Snorrason
HLJÓMSVEITARSTJÓRI: Páll P. Pálsson
Miðasala á tónleikana fer fram alla virka daga
frá kl. 9-17 á skrifstofu hljómsveitarinnar,
Háskólabíói v/Hagatorg og við innganginn
við upphaf tónleikanna.
simmjHuommsiÆS
Háskólabíói við Hagatorg.
Sími622255
vandræði vegna þessa. Sveitarsjóð-
ur hefur látið peninga í atvinnulífið.
Það hefur orðið til þess að skuldir
sjóðsins eru um 110 milljónir króna
en árstekjurnar aðeins um 40 millj-
ónir. Þrátt fyrir þetta allt er togarinn
Sölvi Bjarnason í uppboðsmeðferð.
Ekki er hægt að reikna með að
sveitarsjóður hafi möguleika til frek-
ari björgunaraðgerða . . .
O
Mm.ýmingarsala bókaútgáfu
Menningarsjóðs hefur nú staðið yfir
um npkkurt skeið og mikið verið
selt. Á sínum tíma voru lagerar á
einum fjórum stöðum þar sem bæk-
ur stóðu í stöflum og lítið að gert til
að selja þær. Nú hefur verið unnið
að því um nokkurt skeið að leggja
Menningarsjóð niður og er rýming-
arsalan liður í þeirri þróun. En þó
svo að yfir 30 tonn af bókum hafi
selst er enn mikið til. Það er sama
hvað mikið er borið upp á söluborð-
in, það er endalaust til...
endurunnar
pappírsvörur
SundurUiin símtala
Númer sem
hringt er úr
Tími sem
samtal hófst
Lengd
símtals
Dagsetning
1
'6'!Vvl
!!
___U <H.I«
"4%r»!
t*»«4**
Númer sem
hringt er í
H§8á
Nú gefst símnotendum í stafræna símakerfinu kostur á
sundurliðun símtala. Sundurliðunin mun ná yfir önnur símtöl
en venjuleg staðarsímtöl, þ.e.a.s. langlínusímtöl og símtöl til
útlanda. Á reikningnum kemur fram í hvaða símanúmer hringt
var, hvaða dag og hvenær sólar hrings, hve símtalið stóð lengi
og skrefafjöldi. Samkvæmt kröfu Tölvunefndar munu tveir
síðustu stafirnir í símanúmerinu ekki verða skráðir.
Þeir sem óska eftir sundurliðun símtala þurfa að fylla út
umsóknareyðublað sem liggur frammi á öllum póst- og
símstöðvum og í söludeildum í Reykjavík. Að kröfu
Tölvunefndar og til að tryggja leynd símtala, verður að fylgja
skrifleg yfirlýsing rétthafa símans um að hann hafi tilkynnt
maka eða sambýlismanni og skráðum notendum símans að
hann óski eftir sundurliðun á simtölum.
Nánari upplýsingar fást á næstu
póst- og símstöð eða í síma
99-6363 sem er grænt númer.
PÓSTUR OG SÍMI