Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR PRBSSAN 5. MARS 1992
»
M. egar Wiesenthal-stofnunin í
ísrael hringdi í Eðvald Hinriksson
fyrir skömmu til að fá staðfest að
hann væri enn á lífi á íslandi var það
gert undir því yfirskini að til stæði
að bjóða Eðvald á mót fyrrum lög-
reglumanna í Eistlandi. Eðvald hef-
ur sagst eiga boð til Eistlands í sum-
ar, en ekki er vitað hvort þar er um
að ræða sama boðið ...
H inn umdeildi fundur grunn-
skólanemenda á Lækjartorgi 13.
febrúar hafði ýmsa eftirmála. Meðal
annars tók fræðslustjóri Reykjavík-
ur, Áslaug Brynjólfsdóttir, sig til
og kannaði meðal skólastjóra á höf-
uðborgarsvæðinu hvernig staðið
var að fundarboðinu. Voru skóla-
stjórarnir yfirheyrðir um það hve
margir nemendur hefðu farið úr
hverjum skóla og hver hefði veitt
leyfi til fararinnar. Einnig kannaði
Áslaug hvort kennarar hefðu hvatt
nemendur til að fara. Áslaug gerði
síðan grein fyrir athugunum sínum
í skólamálaráði, en ekki þótti
ástæða til frekari aðgerða ...
✓
Islenskar markaðsrannsóknir, fyr-
irtæki Skúla Gunnsteinssonar
handboltamanns og fleiri, hefur
gert 1.200 manna
skoðanakönnun fyr-
ir aðstandendur
Kolaportsins. Meðal
þess sem fram kem-
ur í niðurstöðunum
er að sem samsvarar
62 prósenluij) þjóð-
arinnar hefur heimsótt markaðinn
minnst einu sinni, en hlutfallið er 75
prósent fyrir íbúa höfuðborgar-
svæðisins. 4 prósent aðspurðra
töldu sig hafa komið oftar en 23
sinnum í Kolaportið. Ef einhver
skyldi halda að efnaminnsta fólkið
fari frekar en ríka fólkið í Kolaportið
má geta þess að könnunin sýndi
engan marktækan mun á fjölda
heimsókna eftir tekjum ...
s
k-rjávarútvegsráðherra, Þor-
steinn Pálsson, skipaði sem kunn-
ugt er nefnd til að móta framtíðar-
skipulag í sjávarút-
vegi. Tveir formenn
eru fyrir nefndinni,
Þröstur Ólafsson,
aðstoðarmaður ut-
anríkisráðherra, og
Magnús Gunnars-
son, framkvæmda-
stjóri SÍF. Magnús getur vart talist
hlutlaus þar sem hann er stjórnar-
formaður eins stærsta sjávarútvegs-
NÝR 06 STÆRRI FJÖLSKYLDURÍLL
2 LADA SÝNING ÍDAG
BIFREHJAfí & LANDBUNAÐARVELAR HF.
Ármúla 13108 Reykjavík Símar 681200&312 36
l/ið kynnum nýja útgáfu af Lada Samara (Lada Samara
stallbak). Þessi bíll er 20 cm lengri en hin heföbundna
Samara og rúmbetri. Bíllinn hentarþví vel fjölskyldufólki.
Lada Samara stallbakur er fimm manna og með lokaðri
farangursgeymslu (skotti).
Komið og skoðið nýja Samara bílinn ásamt fjölbreyttu
úrvali at öðrum Lada bíium.
Ifið bjóðum upp á kaffi og með því og krakkar fá ís og gos.
SÓL entínéss1
fyrirtækis á landinu, Haralds Böðv-
arssonar á Akranesi. ..
U ndanfarið hefur verktakafyrir-
tækið Hagvirki-Klettur sótt það fast
að fá verkframkvæmdir við Reykja-
víkurhöfn. Það eru
framkvæmdir við
mið- og austurbakka
sem stendur til að
ráðast í, en þrátt fyr-
ir ýtni Jóhanns
Bergþórssonar og
félaga hefur erindi
þeirra ekki verið samþykkt. ..
I-Jeikfélag Fjölbrautaskólans í
Garðabæ frumsýnir á morgun,
föstudag, söngleikinn ,,Gretti“ eftir
Ólaf Hauk Símon-
arson, Þórarin
Eldjárn og Egil Ól-
afsson. Fimmtán
leikendur taka þátt í
sýningunni auk fjög-
urra manna hljóm-
sveitar. Leikstjóri er
Sigurþór A. Heimisson og söng-
stjóri Sigurður Halldórsson. Sýnt
er í Fjölbrautaskólanum . . .
Horgarráð hefur samþykkt að
styðja tvo tónlistarmenn til hljóm-
leikaferðar til Bandaríkjanna. Þetta
eru tónlistarmenn-
irnir Hilmar Örn
Hilmarsson, sem
getið hefur sér
frægðarorð vegna
tónlistarinnar í
Börnum náttúrunn-
ar, og blúsarinn
Halldór Bragason. Þeir félagar fá
150.000 krónur hvor í farareyri frá
borginni ...
✓
I Suðurnesjafréttum er sagt frá því
að fjármálaráðuneytið hafi ákveðið
að ganga til samninga við íbúasam-
tök Grænásblokkanna svokölluðu
um kaup á húsunum. Blaðið kveðst
hafa heimildir fyrir því að ekki hafi
verið gengið að hæsta tilboði, sem
hafi hljóðað upp á 68 milljónir
króna og komið frá aðila í Kefla-
vík ...
✓
I könnun Islenskra markaðsrann-
sókna fyrir Kolaportið kom fram að
tæplega 6 prósent aðspurðra hefðu
leigt sölubás eða selt á markaðin-
um. Þetta hlutfall virðist kannski
ekki hátt, en ef miðað er við aldurs-
hópinn 20 ára og eldri samsvarar
þetta hlutfall því að á milli 10 til 11
þúsund manns á þessum aldri hafi
selt í Kolaportinu . ..
I