Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 5. MARS 1992 27 EFTIR AÐ HAFA LIFAÐ ÁHYÚGJULAU5U LÍFI FRÁ ÖRÓFI ALDA FÓR MANNKYNID FYRIR FÁEINUM ÁRATUGUM AD HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ HVAD ÞAD LÉT OFANÍ SIG. NÚ HEFUR ENN BÆST Á ÁHYGGJURNAR. i NÚ ÞARF MANNKYNID EKKI ADEINS AD HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ HVAD KARAMELLAN GERIR LÍKAMANUM HELDUR ÞARF JAFNFRAMT AD LEIÐA HUGANN AD ÞVÍ HVAD KARAMELLUBRÉFID GERIR NÁTTÚRUNNI. AD EKKI SÉ TALAD UM ÝMSA HÆTTULEGRI HLUTI EN KARAMELLUBRÉF. BIR6IR ÞÓRÐARSON umhverfisskipulagsfræöingur hjá Hollustuvernd Flokkarðu sorp? „Já, ég geri það og það fer eiginlega ekkert rusl ffá mér. Ég flokka það og læt það fara líf- ræna leið.“ Eitt dœmi um hvernig þú ert umhyerfisvœnn ? ,JÉg endurvinn til dæmis allan pappír, bæði þann sem ég nota persónulega og eins það sem við notum hér. Eg reyni að nota endurunninn eða umhverfis- vænan pappír. Pappír sem er umhverfisvænn þarf ekki endi- lega að vera endurunninn en endumnninn pappír er gæðalega séð orðinn alveg jafngóður öðr- um pappír. Það er bara goðsögn að hann brotni niður og skemm- ist á skömmum tíma.“ En eitt dœmi um hvernig þú ert skaðlegur umhverfinu? „Það má sjálfsagt tína ýmis- legt til sem betur má fara. Ég bý í sveit og er með dálítinn búskap og bætt gróðurvernd og betri beitarstýring em sjálfsagt eitt af því sem maður gæti bætt sig í. En af því að maður vinnur við þetta og hefur mikinn áhuga á þessum málum þá reynir maður að gera sitt besta og hafa þessa hluti í lagi.“ LAUFEY HRÖNN JÓNSDÓTTIR eigandi Sólar og sælu „Ég flokka ekki sorp og það er vafalaust bara hugsunarleysi. Ég reyni að vera umhverfisvæn með því til dæmis að nota tusk- ur til að þrífa bekkina á sólbaðs- stofúnni en ekki pappír. Aftur á móti nota ég bflinn minn meira en ég þarf en af því stafar um- hverfishætta." ÓUNN- LAUGUR GUÐMUNDSSON stjörnuspekingur „Ég spái töluvert í umhverfismál og reyni að vera umhverfisvænn þegar á heildina er litið. Ég nota ekki sprautu- brúsa og nota niður- brjótanlegt plast þegar því verður við komið. Ég geng mikið, er ekki á bíl, nota strætó og reyki ekki. 1 gegnum tíðina hef ég þó notað rosalega mikinn pappír og má segja að ég hafi verið hálfgerður trjá- morðingi. Þar á móti hef ég reynt að gróðursetja tré og nota endurunninn pappír í stjömu- kortin sem ég geri. Þó svo ég flokki ekki sorp sérstaklega þá hendi ég ekki batteríum.“ MAGNÚS H.SKARPHÉÐINSSON nemi í H( og hvalavinur „Langsamlega mesta hættan sem stafar af mann- kyninu er ekki stríð heldur það að vest- rænir siðir breiðist út um heimsbyggð- ina. Það sem ég get gert er að flokka sorp en ég hendi eiginlega aldrei lí- frænum úrgangi, hvað þá batteríum. Þar sem ég er nú sérvitur maður á ég hund, en skítinn úr honum set ég ekki í plastpoka í sorpið heldur nota sem áburð í garðinn minn. Öllu timbri og jámi held ég til haga og fer með í gámas- töðvar. Það eru mörg ár síðan ég henti dagblöðum síðast, allt að áratugur eða svo, en ég kaupi öll dagblöð. Ekki hef ég hug á að eiga þau um alla eilífð heldur er í gangi hjá mér gagnasöfhun. Ég á líka á fimmtaþúsund bækur, þannig að ég þarf nokkuð stórt húsnæði undir þetta allt saman. Þessa stundina er ég líka að byggja við húsnæðið mitt.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.