Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5.MARS 1992 UMHVERFI LEIÐIRTIL Af> CÍRA ÚT AF VIÐ MÓÐUR JÖRf> AÐFERÐIR FYRIR VÍSITÖLUFJÖLSKYLDUNATlL AÐ SKIUA EFTIR SIG VARANLEG SPOR UM TILVIST SÍNA Á JÖRÐINNI Eins má missa alveg óvart ým- islegt smálegt fram af svölunum. Hvað gerir svo sem einn og einn síg- arettustubbur eða sælgætisbréf til? Að- ferðin er sú að maður stillir þessu fag- lega upp á handriðið og rekur síðan olnbogann í. Klikkar aldrei. 9. Iðulega eru menn í vandræðum með hvað þeir eiga að gera þegar þeir bíða eftir græna ljósinu. Þá er kjörið að tæma öskubakkann á götuna og tína til annað lauslegt sem þvælist fyrir þér á gólfi bílsins og láta það vaða út. Hjá borg og bæ er líka fullt af appelsínugul- um köllum sem hafa atvinnu af því að tína þetta upp og þeir þurfa að búa við atvinnuöryggi. 10. Ef þú átt hund veistu kannski að saur- inn úr honum er tilvalinn áburður í garðinn, en þar sem þú nennir ekki að standa í þeim tilfæringum sem það krefst að breyta skítnum í áburð læt- urðu hundinn gera öll sín stykki í görð- um nábúanna. Þegar þeir koma illir til þín að kvarta þá bendirðu þeim á þetta með áburðinn. 11. Afklippur af tijám og gróðri er sjálfsagt að fara með í endurvinnsluna. En til að vera örugg um að gera samt eitthvað af okkur setjum við afklippumar í stóran svartan ruslapoka og stelumst til að henda honum með í gáminn. Einnig er upplagt að hafa svolítið af einangrunar- plasti með í pokanum og líka bjórdós- imar sem þú drakkst úr meðan þú varst að taka til í garðinum. Svona sendingar fara rosalega í taugamar á þeim í End- urvinnslunni. dagsbíltúmum. Fyrst fyllir maður skott- ið af drasli allskonar, þá aftursætið af krökkum, keyrir síðán í Dairy Queen í vesturbænum og loks liggur leiðin út á Ægisíðu þar sem draslið er losað í fjör- una. 16. Gömul málning, þynnir og lakk fara sömu leið og timbrið. Það má líka hella þessu öllu saman í niðurfallið í bílskúmum. áhrif fyrr en þú ert löngu dauður. 21. Ef þú kaupir þér nýjan ísskáp þarftu að koma þeim gamla í lóg. Farðu sjálfur með hann á haugana og vertu eins harðhentur og þú mögulega getur við greyið. Ef djöflast er nógu mikið á hon- um tekur nefhilega kæliefnið, ffeon, að leka út og ffeon er skemmtilega stór- hættulegt umhverfmu. ffá bílnum að húsinu sem þú ætlar í. Veðurfarið á þessu skeri er líka þannig að það býður ekki upp á göngutúra. 26. Ekki nota mnkaupanet. Það er fátt til hallærislegra en fólk sem notar inn- kaupanet. Eg meina; séiðu sjálfan þig koma í stórmarkaðinn og kaupa stór- steikur og fínerí og draga svo upp inn- kaupanet við kassann?! Búinn að eyða stómm fúlgum í innkaupin og tímir síð- an ekki að kaupa plastpoka. Hvað held- urðu að fólk hugsi um þig. 27. Gefðu bílnum vel og kröffuglega inn í hvert sinn sem tækifæri gefst. Það er ólýsanlega gaman að keyra hægt upp að hjólreiðamanni, gefa síðan rosalega inn og flauta þegar maður er alveg í rassgatinu á honum. Honum dauð- bregður og hann dettur kannski. Hreint drepfyndið. 28. Ekki skipta um loftsíu í bílnum þínum. Bíllinn er nefhilega miklu meiri meng- unar valdur þegar sían er vel skítug. Af sömu ástæðum skaltu forðast það eins og heitan eldinn að láta yfufara bQinn reglulega. 29. Kveiktu í msh hvar sem því verður við komið. Dragðu fram gömul dekk og plast allskonar og berðu eld að. Reykj- armökkurinn verður hreint dásamlegur og ilmurinn effir því góður. 30. Klipptu þessar leiðbemingar út og hengdu þær upp á áberandi stað á heimilinu. Brýndu fyrir öllum í fjöl- skyldunniað fara eftir þeim og gakktu á undan bömum þínum með góðu fordæmi. Gerðu mikið af því að þrífa í kringum þig og notaðu ekkert annað en hreinsi- efhi sem innihalda fosfat, klór, ammon- íak og ýmisleg önnur skaðleg efhi. Hafðu líka endilega stein hangandi í klósettinu, þótt hann eyði vondri lykt gefur hann hka frá sér krabbameins- valdandi efni. Þú notar að sjálfsögðu ekki gráan, ljót- an endumnninn skeinipappír. Nei, á þinn virðulega afturenda fer auðvitað ekkert annað en klórbleiktur pappír sem er fallegur á litinn. Skítt með af- leiðingamar. s ■ I sambandi við snyrtingu garðsins er líka vert að minna á að sjálfsagt er að reyna að koma því þannig fyrir að sem mest af draslinu hafhi á endanum í garði nágrannans. Effir að mslið er einu sinni komið úr þinni umsjá kemur Jær það ekki lengur við. Láttu úða garðinn með öllu því skor- dýraeitri sem mögulegt er að finna. Eins og gefiir að skilja rýkur hluti af því beint út í andrúmsloftið og mengar og mengar. Kauptu eingöngu vörur sem em í um- búðum sem eyðast seint og illa og geta ekki talist umhverfisvænar. Marga dreymir um að eignast sumarbú- stað og í sumarbústaðnum gefst kjörið tækifæri til mengunar. Oftar en ekki em bústaðimir á viðkvæmum og fallegum gróðursvæðum og jafhvel við ár eða læld. Þama er því kjörið verkefni. Þið veitið skolpinu úr klósettinu beinustu leið í ána eða lækinn og horfið óhikað fram- hjá lögum sem segja að óheimilt sé að veita skolpi út í umhverfið nema í gegnum viðurkenndar rotþrær. Annað msl sem safhast í ferðinni takið þið með áleiðis í bæinn og leyfið krökkun- um að dunda sér við að henda því út á 19. Reyktu mikið og helst af öllu þar sem það er bannað. Kveiktu þér í sígarettu í hvert sinn sem böm em nálæg, enn betra er að kveikja í pípu eða vindli. Passaðu sem sagt upp á að reykingar þínar verði sem flestum hvimleiðar og valdi sem flestum skaða. 20. Ekki nota aðra úðabrúsa en þá sem valda eyðingu ósonlagsins. Kauptu sllka brúsa með svitalyktareyði, hár- lakki og öðmm efhum sem þú telur þig þurfa að nota og sprautaðu síðan óspart — fullviss um að þetta hefur engin .2u ^ ■ Forðist fyrir alla muni bensíntanka sem merktir em blýlaust bensín. Enda er það bara platbensín sem virkar ekkert á kraftmikla alvömbíla eins og þú átt. 24. Farðu aldrei f strætó. Þeir vom líka bara fundnir upp fyrir fólk sem hefur ekki efni á að eiga bfl. Fínt fólk í sæmilegri stöðu, eins og þú óneitanlega ert, lætur ekki sjá sig í strætó innan um einstæðar mæður og ellilífeyrisþega. 25. Gakktu aldrei. Settu þér það markmið að aldrei megi vera meira en 20 metrar Enn emm við í garðinum. Það em gömul sannindi og ný að skemmtilegra er að taka til í garðinum við tónhst. Því færðu gettóblaster táningsins lánaðan og stillir á hæsta — nágrönnunum til armæðu og leiðinda. Mundu bara hvað þú átt að gera við batteríin eftir notkun. 14. Taubleyjur em löngu orðnar úreltar. Litla bamið þitt notar einnota bleyjur og mikið af þeim. Þú brosir síðan við tilhugsunina um þá staðreynd að bleyj- umar sem þú hendir í dag verða enn ekki horfnar eftir 100 ár eða svo. 15. Jám og timbur má losa sig við í sunnu- Rafhlöðumar sem þú notar í öh þín ágætu tæki em hinn mesti skaðvaldur og til að tryggja að þær geri sem mest- an óskunda seturðu þær bara í mshð undir eldhúsvaskinum. 1 rafhlöðum er að finna bæði kvikasilfur og kadmíum og ef þú fleygir þeim í ruslið geta þessi efni komist í fæðukeðjuna. Kvikasilfur getur valdið fósturskaða og kadmíum getur skaðað nýmn. En hvað kemur þetta þér við? 4. Dagblöð og það sem kallað hefur verið mslpóstur fara sömu leið og raf- hlöðumar, enda tímaffekt að flokka pappírinn eitthvað sérstaklega og þú hefur um nóg annað að hugsa. f/mi 5. Ekki fara með gos- og öldósir í Endur- vinnsluna. Langbest er að fleygja þeim jafnóðum, enda er þetta plássfrekt drasl og maður fær lítið sem ekkert fyr- ir þær. Og svo lítur maður út eins og fífl í Hagkaup þegar maður er að mata maskínumar og stendur uppi með and- virði kílós af kjötfarsi. 6. Það er sjálfsagt að fara á bflnum út í sjoppu þótt hún sé ekki nema 500 metra frá heimilinu. Best er náttúrlega að skilja bflinn eftir í gangi fyrir utan rétt á meðan þú skreppur inn. 7. Þjóðráð er að koma ýmsu sem þú vilt losna við fyrir á svölunum og ganga klaufalega frá því. I næsta sinn sem eitthvert rok gerir af viti ætti það að fjúka út í veður og vind.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.