Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5.MARS 1992 33 ÉG VIL í LEIKHÚSI Talað við Óskar Jónasson um það ef eitthvað gerist í alvörunni. - Hvar er Nippon díler? - Má ég nota þetta sem fyr- irsögn? - Það var þig sem dreymdi þetta. - En þú sagðir þetta í draumnum. - Nippon. Þýðir það ekki Japan á japönsku? - Eg var hrifm af þessum staur sem stóð upp í loftið í leikmyndinni. - Fannst þér hann ekkert dónalegur? - Mér fannst hann soldið kómískur. - Líka af því það er tjöm fyrir framan staurinn. - Hann var einhvernveginn einmana en styrkur. Og til- gangslaus. - Hann er heldur ekkert not- aður í leikritinu. - Við getum kannski liaft viðtalið um þennan staur. - Það er einn svona staur fyrir utan húsið mitt. Það eru línur út frá honum. Ég held að þær liggi inní húsið. En maður verður blindur á þessa fáu staura sem eftir eru. - Þessar línur á milli staur- anna bentu til dulins samheng- is. Og þetta hvíta... það var postulín. - Alvöru postulín? - En það er aldrei leikið á staurinn í leikritinu. Ekki nema þegar presturinn liggur í skugganum af honum í byrjun. - Hvernig byrjaði þetta? TÁLGUÐUM TÆKNINA „Síðasta vor. Ég veit ekki af- hverju Kjartani datt í hug að biðja mig að gera leikmynd. En ég hef bæði lokið námi í myndlistarskóla og kvik- myndagerð. Það varð svo úr að við þýddum leikritið í samein- ingu. Þá sat annar okkar með handritið í kjöltunni og hinn pikkaði inná tölvu. Þannig var allt sagt upphátt. Stefán Bjarm- an þýddi söguna fyrir löngu, það er fallegur skáldskapur en þýðingin er óþjál á leiksviði. Þessi leikgerð var upphaflega sett upp af Steppenwolf í Chicago og síðan farið í leik- ferð um Bandaríkin og Evrópu. Við byrjuðum á því að ýta út öllum þessum geggjuðu effekt- um. I handritinu er fljótandi trjábolur og ausandi rigning. Ef tæknin er of mikil í leikhúsi dreifir það athygli áhorfenda. Hann leiðist þá útí að pæla í hvemig þessi rigning verður til og þær tilfinningar sem leikar- inn er að sýna á sviðinu eiga á hættu að týnast í tæknilegu óveðri. En þótt við tálguðum niður alla tækni kom bíllinn fljótlega til sögunnar. Leik- myndin sýnist einföld en svið- ið er í rauninni notað tæknilega útí ystu æsar. Tjöm- in, mótorhjólið, hús sem hryn- ur, þvottasnúrur, verkfalls- grindur, bíllinn, krefst mikillar tækni og sviðsmenn em önn- um kafnir allan tímann á bak við leikinn." FERÐALAG KALLAR Á FARARTÆKI - Hvaða grunnhugmynd er að verki í leikmyndinni? „Hvert verkefni kallar á nýja aðferð. En mér fannst kjaminn vera ferðalag. Persónumar em á ferðalagi. Þær ferðast ekki bara úr einum stað í annan. Þær ferðast líka í voninni og við sjáum hvað gerist á þeirri leið. Ferðalag kallar á farar- tæki. Og þar er bfllinn þunga- miðja. Svo var spuming hvem- ig ætti að túlka landslag. Fyrst átti að vera sandur á sviðinu, svo duttum við niður á timbrið. Timbur er lífrænt. Timbur er ekki að reyna að vera neitt ann- að. en það er. Timbur getur ver- ið einsog lands- lag. Og hringsvið- ið breytir þessu landslagi stöðugt. Við notum stóru auglýsingaspjöld- in sem eru á veg- um úti í Ameríku. Þetta eru ginnandi auglýsingar og einskonar hluti af amerísku lands- lagi. BLÓÐ OG OF- BELDI - Hefur þú kynnst leikhúsi áður? „I Oxsmá vor- um við alltaf að búa til leikhús. Við unnum með Stúdentaleikhús- inu og Svörtu og sykurlausu. Mér finnst óljós mörk á milli bíós og leikhúss. Svo er það Hláturfélag Suðurlands. Það er leikhús sem ég, Óttar Proppé og Sigurjón Kjart- ansson stofnuðum tilað skemmta á þorrablótum og árshátíðum. Við höfum tekið fyrir ýmis mál: Upp- mna jólanna, spillingu meðal jólasveina og kyn- ferðislegt ofbeldi á vinnustöðum. Það var umdeilt verk og endaði með skelfingu einsog öll okkar verk. Blóð, of- beldi, sifjaspell. Það fæddist þorskur í lokin. En það var þessi þorskur sem gerði það að verkum að okkur fannst raunhæfara að leikurinn gerðist í frystihúsi útá landi frekar en á skrifstofu Islenskra aðalverktaka. Annars vil ég ekki fara nánar útí þetta. Það var vítavert kæruleysi að taka þetta fyrir án þess að hafa nokkuð af þessu að segja. En við tókum ekki pól í hæðina. Tókum ekki afstöðu. Við vild- um bara taka fyrir viðkvæm mál sem geta verið svo háheil- ög að fólk vill ekki og getur ekki talað um þau. Það er tabú að gera grín að alvarlegum vandamálum. En húmorinn getur sýnst grimmur þegar á annað borð er gert grín að þeim. Kjartan vissi ekkert um Hláturfélag Suðurlands þegar hann bað mig að gera leik- mynd. Kjartan er mikill leik- húsmaður, fúnkerar vel í leik- húsi, hugmyndir hans eru óþrjótandi og hann dælir þeim út. Maður hefur varla við að taka á móti og vinna úr þeim. En það urðu aldrei árekstrar og við vorum furðanlega sam- mála. Okkur tókst að afgreiða málin og settum aldrei neitt inn nema við værum búnir að sannfæra hvor annan um ágæti þess.“ EILÍFT AUGNABLIK „Leikhúsið hefur að mörgu leyti ekki haldið í við þróun- ina. Ég bjó í fímm ár í London, sá leikhús frá ýmsum löndum og margt af því var áhrifarík- ara en breskt leikhús. Ég varð fyrir áhrifum sem ég verð sjaldan fyrir í íslensku leik- húsi. Sumar sýningar hér ná ekki nema til hörðustu áhuga- manna. Það eiga að vera viður- lög við slæmum sýningum. Leiklistarráð gæti sektað vond- ar sýningar. En ég held að amerískt leikhús sé ekki gott. Leikhúsið byggir á hefð og um leið og Ameríkanar uppgötv- uðu bíó komst ekkert annað að. En maður sér áhrif frá sjón- varpi í leikhúsi og mér finnst það alltflagi. Sjónvarpið hlýtur að hafa áhrif, flestir eyða frí- tíma sínum fyrir framan það. Annars er ég eiginlega hættur að horfa á sjónvarp. Ég hef bara slökkt á því. Leikhúsið getur ekki keppt við kvikmyndir, enda er leik- hús á allt öðrum grunni. Kvik- myndir hafa meiri möguleika í sambandi við nærmyndir og staðsetningar, en ef eitthvað gerist í alvörunni í leikhúsi verður það langlífara. Þetta er augnablik sem er svo auðvelt að tapa, en ef maður gætir þess verður það eitthvað dýrmætt sem maður á fyrir sjálfan sig. Það myndast nálægð og manni finnst að maður hafi átt þátt í að búa augnablikið til. Það er kannski þessvegna sem sýn- ingar á litlum sviðum heppnast oft betur. Stór svið eru erfiðari. Kjartan hefur sýnt að hann á í fullu tré við stór svið. Þama er mikið rými sem þarf að fylla af spennu.“ NEFIÐ FULLT AF KEM- ÍSKUM RÓSAILMI - Hvað er gott við nálcegð? „Ég sest aldrei á aftasta bekk í leikhúsi. Ég sest á fyrsta bekk. Ég vil finna lykt af leik- aranum. Ég vil vera nálægt. Þar sem atburðimir gerast. Leikaramir finna nálægðina frá áhorfendum og á einhvem hátt em þeir að hjálpa leikaran- um. En lykt er kraftur sem vek- ur minningar og hughrif. Ef ég finn lykt af heyi kastast ég aft- ur í tímann. Þegar ég var lítill strákur að leika mér í hlöðu. Lykt kallar á tafarlaus við- brögð og maður ræður þá ekk- ert yfir hugsunum eða tilfinn- ingum. Á frumsýningu á Þrúg- um reiðinnar fann ég lykt af fimm eða sex ilmvatnsteg- undum og það passaði engan veginn að vera með nefið fullt af kemískum rósailmi. Ég varð glaður þegar ég fann bensín- lykt frá mótorhjólinu. Bensín- lyktin var hluti af sýningunni." - Svo þarf ekki að vera lykt til að maður finni lykt. Eg man eftir í Sjálfstœðu fólki, þegar konan sker kindina. Þar er aldrei minnst á lykt en allt lykt- ar af blóði, ull, afdat, hungri. „Það er mikið af svona lýs- ingum í sögunum hans Stein- becks. Þar eru það ekki bara lýsingar á fjölskyldunni sem skipta öllu, en Iíka lýsingar á aðstæðum. Sögumar hans Steinbecks segja sig sjálfar.“ MÍNARÆROGKÝR - Svo er mikillþurrkur í sög- unni. Maður verður þyrstur. Valdimar Flygenring kom með þá kenningu að CocaCola hefði borgað Steinbeck. En hvað er mest heillandi við leik- stjórn? „Leikstjóm er mfnar ær og kýr. Leikstjóri vinnur náið með fólki. Það er skapandi að sjá breytinguna á leikaranum frá því á fyrsta samlestri og þang- að til á frumsýningu. Kjami leiklistarinnar er samskiptin. í leikstjóm er ég að tala við aðra listamenn um hvað ég vil gera og hvað ég meina. Tíminn var fljótur að líða í Borgarleikhús- inu og það voru stöðugar sam- ræður og vangaveltur. Ég kynntist aragrúa af fólki. En ég bara kemst ekki alltaf til þess að leikstýra. Peningamálin eru þannig í kvikmyndaiðnaðinum að maður er oftast verkefna- laus. Sódóma-Reykjavík var tek- in upp síðasta sumar, er nú í klippingu og verður frumsýnd í ágúst. En mér hefur dottið í hug að setja leikrit á svið og er til í það hvenær sem er.“ ALLT SNÝST UM HUG- MYNDINA „Ég hef sjálfur skrifað hand- ritin að þeim bíómyndum sem ég hef leikstýrt og ég reyni að fá leikarana til að performera þannig að ég sé sáttur við það. Þetta snýst allt um hugmynd- ina. Það er hugmynd sem verð- ur að komast til skila. Það er skylda mín sem leikstjóra að hugmyndin skili sér og það sé ekkert óklárt. Sú vinna krefst alls sem ég á til og það er ótrú- lega fjölbreytt vinna við bíó- mynd, allt frá því að skrifa handritið og til þess að klippa. En það er óþægilegt að ganga lengi með hugmynd í höfðinu. Ég á nokkur handrit sem ég hef aldrei haft tækifæri til að gera neitt við. Mér finnst einsog þau hafi dáið. Og það er ekkert hægt að gera við því. Þau eru dáin. En maður verður að vera næmur á tíma. Tíminn getur unnið með hugmyndinni en það má ekki líða of langur tími. Það má ekki hræra í þessu endalaust." Elísabet Jökulsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.