Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 35

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5.MARS 1992 35 E R L E N T Skotland: Sjálfstæðiskröf- ur æ háværari Breytingarnar á landakorti Evrópu eru enn ekki yfírstaðnar og kunna jafnvel að verða víðar en í austurhluta álfunnar. Svo kann nefnilega að fara að Skotar verði næstir til þess að krefjast sjálfstæðis. Þeim fínnst stjómin í Lundúnum sýna sér lítinn skilning, lífskjör þar em lakari en á Englandi og þrátt fyrir að olíuiðnaðurinn við Norðursjó sé nær allur í Skotlandi fmnst þeim lítið af arðinum skila sér þang- Ríkislottó á Bretlandi Norman Lamont, fjármála- ráðherra Breta, hefur gefið grænt ljós á sérstakt ríkislottó á Bretlandi með svipuðu sniði og gerist hérlendis. Gert er ráð fyrir að í fyrsta vinning verði ein milljón sterlingspunda eða jafn- virði um 100 milljóna króna. Tilgangurinn með lottóinu er að afla um 100 milljarða króna tekna á ári, sem renna skulu óskiptar til lista, íþrótta, um- hverfisverndar og góðgerðar- starfsemi. að. I janúar var birt skoðana- könnun, þar sem fram kom að 50% svarenda vildu sjálfstæði og 27% fullveldi undir sömu krúnu og Englendingar. Þetta þykir mörgum harla skrýtin tíð- indi, sérstaklega þegar litið er til þess að Sameinaða konung- dæmið hefur tollað saman í 285 ár. Þrátt fyrir það er sjálfstæði Skotlands ekki í kortunum í augnablikinu, en ef skoskir íhaldsmenn halda áfram að tapa fylgi í kosningunum 9. apríl eða Verkamannaflokkurinn sigrar á landsvísu kann svo að fara að fallist verði á fullveldi Skot- lands. Það kynni svo að ýta við Walesbúum. En ef Skotland yrði fullvalda með eigið þing er Ijóst að í Lundúnum ætti Verkamanna- flokkurinn mun minni mögu- leika á að komast til valda aftur, því hann hefur jafnan haft mjög traust fylgi nyrðra. Ein aðal- ástæðan íyrir óánægju Skota er sú að þeir hafa um árabil kosið Verkamannaflokkinn, en fá allt- af stjóm íhaldsmanna. Á sama tíma hafa íhaldsmenn stöðugt tapað fylgi þar og af 72 þing- mönnum Skota eru aðeins níu íhaldsmenn á móti 48 þing- mönnum Verkamannaflokksins. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að skoskir þjóð- emissinnar njóti stuðnings um 30% kjósenda, en í síðustu kosningum fengu þeir aðeins 13% atkvæða og fimm menn kjöma. Suma Skota hryllir þó við tilhugsuninni um sjálfstætt Skotland undir stjórn Verka- mannaflokksins. Þeir sjá fyrir sér skattahækkanir, sem kunna að fæla fyrirtæki frá landinu, en mörg hátæknifyrirtæki hafasótt þangað síðustu ár. Eins óttast þeir að hugsanlegar efnahags- ráðstafanir slíkrar stjómar yrðu ekki til þess fallnar að laða að erlent fjármagn, sem að líkind- um fer að streyma um Evrópu- bandalagsríkin um næstu ára- Einn 09 vlnalaus Mynd þessi var tekin af Erich Honecker, fyrrum leiötoga Austur-þýska alþýöulýðveldisins, þar sem hann þrammaöi um i garöi sendiráös Chiie f Moskvu. Þar leltaöi hann hælis fyrir þremur mánuðum af ótta við aö veröa framsel- dur til Þýskaiands aö kröfu stjórnarinnar i Bonn, Honecker viii fá aö flytjast til Chiie, þar sem dóttír hans býr, en stjórnvöld þar eru ekki sama sinnis. Hins vegar er atts óvist aö þaö veröi hinn langi armur þýskrar réttvísí, sem kemur Honecker í koll, því hann er oröinn heilsuveiil. Samþykktu þýsk stjórnvöld þannig að hann yrðí fluttur i sjúkrahús um stundarsakir vegna lifrarkrabba, mænu- siggs, nýrnastetna og ýmissa krankieika annarra aö því Bandaríkin: Vörn gegn tölvuveiru Notendur PC-tölva geta átt von á því að Michelangelo-veiran láti til skarar skríða á morgun, föstudaginn 6. mars, en það er ein- mitt afmælisdagur endurreisnarlistamannsins Michelangelos. Tölvuveira þessi er óvenju skæð að því leyti, að sé smituð tölva ræst á morgun tekur veiran sig til og upprætir harðan disk vélarinnar. Veiran virðist hafa verið skrifuð í Evrópu í apríl á síð- asta ári og eru disklingar smitberamir (ekki er hægt að smitast yf- ir net eða um mótald). Einfalt er að komast að því hvort tölva er smituð eða ekki með því að nota forritið chkdsk sem fylgir DOS-stýrikerfmu, en þá birtast ýmsar upplýsingar um diskinn á skjánum. í næstneðstu línu á að standa „655360 total bytes in memory“ ef véiin er ósmituð. Ef talan er hins vegar 653312 er sennilegt að Miche- langelo-veiran sé til staðar. Sé svo ætti alls ekki að nota tölvuna fyrr en búið er að hreinsa hana með veiruleitarforriti á borð við nýjustu útgáfu Lykla-Péturs. Hægari efnahags- bata spáð en áður Bandarískir hagfræoingar telja að efnahagslægðin þar í landi sé yfirstaðin, en á hinn bóginn meta þeir stöðuna þannig að batinn verði hægari en áður var spáð. Samtök bandarískra hagfræð- virðist ekki eins vongóðir og áð- nefridu fyrir hægari bata en ella, mga í atvinnulífinu gerðu skoð- anakönnun meðal félagsmanna sinna og samkvæmt henni verð- ur hagvöxtur á árinu um 2,3%, sem er veruleg aukning ffá síð- asta ári þcgar hann nam aðeins 0,7%, en talsvert minni en gert var ráð fyrir í svipaðri könnun í nóvember síðastliðnum, en þá töldu jreir hann verða 3%. Gangi þetta eftir hefur hag- vöxtur í Bandaríkjunum aldrei verið minni á þriggja ára tíma- bili síðan í kreppunni miklu. Samkvæmt opinberum spám verður hagvöxturinn í ár á bilinu 1,75—2,5%. Þrátt fyrir að hagfræðingamir ur töldu aðeins 8% jDeirra hættu á nýrri niðursveiflu. Helstu ástæður, sem menn voru miklar skuldir, sem minnk- uðu lánaeftirspurn, sem aftur kæmi niður á neyslu. Bráöum kemur betri tíö. „Ég vil ekki vera vændur um barnaofbeldi. “ Pat Buchanan þegar hann var spuröur hvers vegna hann vildi ekki masta Dan Quayle, varaforseta Bandaríkjanna, í kappræöum. Þú skalt ekki svíkja undan skatti Samkvæmt nýútkomriu kveri í Páfagarði verður framvegis opinber synd aö stinga undan skatti. Páfi á reyndar eftir að leggja lokablessun sína yfir skrána, en hún var samin af nefnd erkibiskupa og kardínála að fengnum fleiri en 24.000 uppástungum biskupa víða um veröld. Hvaö ætli biti á Hafliöa allan? Þumalfingur Roberts nokk- urs Lindsays í Green River í Wyoming fannst í silungs- maga, hálfu ári eftir aö Lindsay missti hann I viðureign við ut- anborðsmótor. Lindsay viður- kennir að fingurinn hafi sannaö gagn sitt sem beita, en telur sennilegra að hann geymi hann á arinhillu sinni til minja en að hann fari með hann í veiðitúr. Avallt veriö hlynntir hreins- unum [ Arkansas standa nú fyrir dyrum róttarhöld, þar sem Ku Klux Klan stefnir ríkinu fyrir að meina þeim að taka þátt í hreinsunarátaki meöfram þjóö- vegi 65 á landamærum Miss- ouri og Arkansas. Til stóð að þátttakendur I átakinu hreins- uöu eina mílu hver. Njósnað um Japani Útbreiddasta dagblað Japans, Yomiuri Shimbun, skýrði frá því um síðustu helgi, að banda- rískar njósnastofnanir njósnuðu um japönsk fyrirtæki. Blaðið vitnaði í ónafrigreinda heimilda- menn, sem sögðu að bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin (NSA) notaði meðal annars fullkominn tölvubúnað til að skima í gegn- um þúsundir símtala, símbréfa- sendinga og telexsendinga og leita ákveðinna lykilorða. Kæmu tiltekin orð fyrir í fjar- skiptunum væru þau tekin upp. Áð sögn blaðsins eru njósnir þessar stundaðar í því skyni að afla sönnunargagna til máls- höfðana vegna brota á auð- hringalöggjöf og brota á samn- ingum um sölubann á vígbúnaði til ýmissa landa. I Japan starfar fjöldi manna hjá NSA og bandarísku leyni- þjónustunni CIA með leyfi jap- anskra yfirvalda. Fram til þessa hafa störf jreirra helgast af upp- lýsingaöflun frá kommúnista- ríkjum, en í seinni tíð hefur verkefnaskortur á þeim víg- stöðvum beint áhuga þeirra inn á nýjar brautir. ERLENT SJÓNARHORN Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindi JEANE KIRKPATRICK Mannréttindastofnun Sam- einuðu þjóðanna er gölluð stofriun. Þar sitja meðal annarra helstu mannréttindabrjótar heims, fulltrúar Irans, Iraks, Kúbu og svo mætti áfram telja. Völd stofnunarinnar til rann- sókna eru mjög takmörkuð og völd hennar til þess að koma í veg fyrir mannréttindabrot eru svo að segja engin. En öðru hverju, [regar mönn- um tekst að ná fram meirihluta- samþykki fyrir rannsókn og dugmikill maður stýrir henni, getur stofnunin náð markverð- um árangri. Hollenski diplómatinn Max Van Der Stoel stýrði einmitt einni slíkri rannsókn um mann- réttindaástandið í Irak og skil- aði skýrslu sinni fyrir tveimur yikum. Skýrslan er hryllileg af- lestrar — jafnvel fyrir þá sem vissu fyrir, að Saddam Hussein væri ofsafenginn maður og hann hefði svipt þjóð sína pólit- ískum, félagslegum og efna- hagslegum réttindum, raunar öllunt mannréttindum. Þar sem annar aðili fékk það verkefni, að kanna mannrétt- indabrot íraka í Kúveit (sem reyndust vera skelfileg), nær skýrsla Van Der Stoel aðeins til atburða innan Iraks. Hann fann hins vegar engin vitni þar — enginn jxsrði að tala. Þess í stað ræddi hann við vitni og fómar- lömb í Genf, Lundúnum, Haag, Iran og Tyrklandi. Vitnisburður allra vitnanna var samhljóða um ógnarstjóm Saddams Hus- seins og Baath-flokks hans. I skýrslunni er greint frá handahófskenndum aftökum einstaklinga, fjölskyldna og heilla þorpa; geðþóttahandtök- um og ólýsanlegum pyntingum, þar á meðal með rafmagni, bmna, barsmíðum, nauðgunum og töngum, sem notaðar vom til þess að rífa tennur og neglur af fólki. Skýrt er frá pyntingum og morðum á börnum, óút- skýrðum mannshvörfum og geiyiréttarhöldum. í írak fyrirfmnst ekki hugs- anafrelsi, tjáningarfrelsi, trú- frelsi, fundafrelsi eða félaga- frelsi. Lög gilda einu gagnvart vilja Saddams Husseins. Öll íraska þjóðin lifir í ótta. Enginn hefur vörn gegn ríkinu, allir eiga ofsóknir á hættu. Minnihlutahópar hafa sér- staklega orðið fyrir barðinu á ógnarstjóminni og þá sérstak- lega Kúrdar. Ein milljón Assýr- íumanna á ekki sjö dagana sæla og hið sama má segja um shíta í suðurhluta Iraks. Van Der Stoel segir síst of- mælt að nota orðið „þjóðar- morð“ um aðgerðir Saddams og nóta hans. Skýrslan er mjög vönduð, allur vitnisburður er rannsakaður ofan í kjölinn og mið er tekið af viðbámm Iraks- stjórnar. En allt kemur fyrir ekki, niðurstaðan er skýr. „Öll vitnin staðfesta ásakanir þess eíriis að öryggissveitir rík- isins geti farið með hvem Iraka eins og þeim sýnist og án þess að lögin veiti nokkra vemd,“ segir í skýrslunni og Van Der Stoel hikar ekki við að álykta að: „mannréttindabrot hafa ver- ið svo víðtæk að fómaríömbin verða talin í hundruðum þús- unda ef ekki stærri einingum... Iraksstjóm er ábyrg.“ Van Der Stoel lagði jafnframt til hvemig mætti reyna að bæta ástandið. Þrátt fyrir það hefur mann- réttindastofnunin enn ekki farið að neinum ráðum hans og vafa- mál er hvort nokkurt tillit verð- ur tekið til þeirra. Hin hefð- bundna afstaða meirihluta að- ildaríkja Sameinuðu þjóðanna (en þar ræður þriðji heimurinn mestu) er að meðferð á borgur- um einstakra ríkja sé „innanrík- ismál", sem aðrar þjóðir hafi engan rétt á að skipta sér af. Kína hefur verið helsú fána- beri þessa hóps og segir til dæmis að Sameinuðu þjóðun- um komi einfaldlega ekki við hvernig farið er með tíbesku þjóðina. Þrátt fyrir jsetta eykst jafnt og jsétt stuðningur við þá hugmynd að Sameinuðu þjóðirnar geti (eða eigi) að grípa til ráðstafana gegn mannréttindabrotum. Vonandi er ný kenning um mannréttindi og alþjóðalög að líta dagsins ljós og ekki vonum seinna. Höfundur er fyrrum sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuöu þjóöunum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.