Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 39

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. MARS 1992 39 AÐ Þessa dagana er nokkuð almennt álit að íslendingar séu eina ferðina enn dálítið hnípin þjóð í vanda. En þarf það að vera svo? Eru ekki til ýmsar patentlausnir mitt í hallærinu? Dugir að segja fólki að brosa, syngja og vera jákvætt eða þarf að marka miklu betri stefnu í skólamálum, atvinnumálum og sjávarútvegi? Er kannski nóg að segja stjórnmálamönnum og fjölmiðlum að vera til friðs? PRESSAN leitaði til fimmtíu hugmyndaríkra íslendinga og bað þá að leggja af mörkum hugmyndir sem gætu orðið til þess að bæta þjóðlífið - eða bjarga landinu. Tómas R. Einarsson djasstónlistarmaður „Það á að vinna gegn prívat- poti og sívaxandi stéttaskiptingu svo að mesti launamunur í land- inu verði einn á móti tveimur. I öðru lagi á að hreinsa landið af bandarískum her, Katrín Baldursdóttir (Katý) likamsræktarkona „Vinna að jákvæðni og sam- heldni og styðja hvert annað, það er alltof mikið gert af því að sópa vandamálunum undir teppið, samanber fjöldi sjálfsvíga og fleira. Byggjum upp heilsupar- adís á Islandi; heilbrigt þjóðfélag í íslensku landi.“ Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri Víkurblaosins, Húsavík „Það ætti að draga úr miðstýr- ingu firá Reykjavík og skipta landinu upp í tiltölulega sjálf- stæð fylki eða héruð. í öðru lagi ætti að taka upp á grunnskóla- stigi einhvers konar kennslu í heimspeki; sjálfsþekkingu eða sjálfstjóm, sem mætti vera á kostnað stærðffæði og kristni- fræði.“ Gérard Lemarquis kennaji „Sætta sig við ísland eins og það er, læra að elska það og njóta þess. Uppfmningagleði manna á að fara í fiskinn, ffekar en ópem- söng, við eigum að stöðva hall- arbyggingar og hætta að vera ei- líft bílandi, njóta heldur um- hverfisins og veðurfarsins. Lát- um af skömmustutilfinningum okkar og leyfum slor- og rokró- mantík að grípa þjóðina." Sigrún Stefánsdóttir fréttamaöur „Okkur fullorðna fólkinu er ekki viðbjargandi og þess vegna er lykilatriði að hlú betur að bömunum og menntun í land- inu.“ Sævar Karl Ólason verslunarmaður „Að fólk hætti almennt þess- um barlómi og ástæðulausri svartsýni.“ Helgi Ólafsson skákmaöur „Þegar allur hvati í þjóðfélag- inu gengur út á það að menn safni fé í stómm stfl og geymi í eigin vasa til að tímgast er það engum til gagns. Menn ættu að finna sér leið út úr þessu þannig að fjármunum verði varið til uppbyggingar. Á verðbólgutím- um var þó ýmislegt brallað. En eins og sagt var á hippatímanum: „Power to the people.““ Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari „Island verður fyrst og ffemst bætt með fólkinu. Hættum að tala illa hvert um annað. Hættum að vera svona meðvituð um sjálf okkur og burt með þessa veggi sem við sláum í kringum okkur. Eignumst betri böm og ölum þau betur upp fyrir framtíðina." Ómar Ragnarsson fréttamaöur „Bæta landið en gera það að ferðamannalandi í leiðinni, þ.e. hraðbraut Reykjavík—Akureyri um Kerlingarfjöll. Þama opnast alveg nýir möguleikar í sam- bandi við verslun, samgöngur og þjónustu og gjaldeyristekjur aukast. Seljum útlendingum Is- landsferð, þjónustu í frábæm heilbrigðiskerfi, einstæða nátt- úmfegurð og aðstöðu til útivistar og heilsubótar." Halldór Ásgeirsson myndlistarmaöur „Að leggja niður þjóðarremb- inginn og minnimáttarkennd ís- lendinga um leið. Sókn eftir ver- aldlegum gæðum ætti að minnka og leggja aukna áherslu á hug- læga leikfimi. Það á að fyrir- byggja völd meðalmennskunnar og jafnffamt virða og styðja listamenn." Guðrún Ásmundsdóttir leikkona „Ef við myndum öll á sömu stundu og á sama degi biðja til Jesú Krists, höfundar trúar okk- ar, biðja hann að blessa landið okkar og fólkið sem í því býr, fengi allt nýtt streymi. Sár jarð- arinnar myndu gróa, því virðing fýrir henni myndi fá rótfestu í hjörtum okkar, allt yrði nýtt. Gamli doðinn og sljóleikinn myndi hverfa. Kristindómurinn er eins og bankainnstæða sem við eigum en höfum aldrei haft rænu á að taka í notkun “ „Því meira sem við sjáum af öðrum löndum því ánægðari hljótum við að verða með allt það góða í landinu. Íslendingar ættu því að ferðast meira og verða þannig hamingjusamari með landið. Það er árátta að halda að grasið sé alltaf grænna hinum megin við girðinguna." flrnór Björnsson næturlifsfrömuður og sálfræöinemi „Einhvers konar innra eftirlit hjá lögreglunni og stjómmála- mönnum. Að yfirvöld fari að skilja fólk og treysta því í stað þess að halda því niðri, og þar af leiðir að rýmka afgreiðslutíma skemmtistaða og annað slíkt. Bera á meiri virðingu fyrir „pró- fessjónalisma" á Islandi, minnka baktal, öfund og slúður, en auka virðingu og ást.“ Margrét Guðmundsdóttir kvikmyndaleikstjóri í Þýskalandi „Flest er ágætt og íslensk bjartsýni það besta. Hins vegar mættu missa sín nokkrar persón- ur af karlkyninu sem eiga það til að belgja sig út. Þá ætti að taka,

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.