Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5.MARS 1992 13 Sakadómur í ávana- og fíkniefnamálum hefur ekki enn birt ákærur í stærsta fíkniefnamáli sögunnar hér á landi. Við nánari skoðun kemur í ljós að fleiri mál liggja í dvala hjá dómstólnum. Þá hafa miklar manna- breytingar í fíkniefnadeild lögreglunnar haft þau áhrif að deildin hefur ekki jafngóð sambönd við undirheimana og áður. S$S$i5s}&5 ii—mmm STÓRA KÓKAÍNMÁLIÐ Eitt stærsta fíkniefnamál sög- unnar er hið svokallaða „stóra kókaínmál". Þá komst upp um smygl á um kílói af kókaíni. Ákært var í tveimur hlutum. Annars vegar voru þeir sem áttu kókaínið og fluttu það inn ákærðir og hins vegar þeir sem tengdust málinu. Þar á meðal er sambýliskona eins mannanna og bróðir annars. Ásgeir Friðjónsson lét ffá sér alvarlegri hluta þessa máls, þar sem hann hafði haft afskipti af málinu á rannsóknarstigi þess og var því vanhæfur. Guðjón Marteinsson, sakadómari við Sakadóm Reykjavíkur, dæmdi í þeim hluta málsins. Hann lauk málinu í júní 1990. Dómi hans var áfrýjað til Hæstaréttar, sem einnig hefur lokið málinu. Hinn hlutinn, sá sem Ásgeir Friðjónsson er með, liggur nán- ast óhreyfður hjá embætti hans, þrátt fýrir að átján mánuðir séu liðnir frá því Guðjón Marteins- son lauk sínum hluta málsins, sem var mun umfangsmeiri og alvarlegri. Ekki er ótrúlegt að sakir þeirra sem eru ákærðir í þeim hluta séu nú fymdar. DÓMSÁTTUM FJÖLGAR Á síðasta ári voru gerðar fleiri dómsáttir hjá sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum en nokkru sinni fyrr. Sem dæmi má nefha að fjölgunin á milli áranna 1990 efnaneyslu og jafhvel fíkniefna- sölu. Með rnildum mannabreyt- ingum hafa þessi sambönd breyst mikið og jafnvel horfið. Arnar Jensson er sagður hafa verið manna harðastur við að mynda þessi sambönd. „Þetta er eina starfið innan lögreglunnar þar sem málin koma nær aldrei til lögreglunn- ar. I þessu starfi verða lögreglu- mennimir að leita uppi öll við- fangsefni. Sam- bönd við þá sem lifa og hrær- ast innan þessa heims em því nauð- synleg. Þettaer oft á tíð- um ekkert ólíkt því sem sést í bíó,“ sagði fyrrverandi lög reglumaður í fíkniefha- deild lögreglunnar í Reykjavík. ,J3f illa gengur em bara tvær skýringar til. Önnur er sú að lítið efni sé á markaðinum, en um það er erfitt að segja. Hin ástæð- an er sú að deildin sé þannig saman sett að þar séu menn sem þekkja ekki til og hafa ekki náð sambandi við menn sem lifa og hrærast í þessum heimi. Ég held að það hafi verið þannig í seinni tíð. Það er vont ástand í fíkni- efnadeildinni núna og hefur verið undanfarið.“ Eg skil þetta þannig að þeir lögreglumenn sem eru harðastir hafi þurft að halda verndarhendi yfir tengiliðum sínum? „Þetta er ákaf- lega vandmeðfarið. Þeir sem vinna svona og nota þessa rann- sóknaraðferð verða að ráða við hana. Þeir sem ekki ráða við þessa aðferð mega ekki beita henni. Þetta er mikill línu- dans og menn verða að passa sig,“ sagði annar fyrrum starfs- maður fíkniefhadeildar. Er það ekki rétt að þeir sem vinna við þessi mál séu í sam- böndum við menn í undirheim- unum? Jú, það er rétt,“ sagði Reynir Kjartansson, aðstoðaryfirmaður í fíkniefnadeildinni. Þvt er haldið fram að þeir sem nú eru í deildinni haft ekki jafngóð sambönd og þeir sent voru í deildinnifyrir nokkru? „Það er þannig að þegar menn hætta taka þeir sambönd sín með sér. Það er sjaldnast hægt að arfleiða þetta. Þegar ný- ir menn koma tekur það þá nokkurn tíma að ávinna sér traust. Það tekur ákveðinn tíma að ná tökum á þessu. Þetta er starf sem lærist og eins tekur tíma að búa til sambönd," sagði Reynir Kjartansson. Sigurjón Magnús Egilsson Arnar Jensson, fyrrum yfir- maður fíkniefnadeildarinnar. Hann er sagður hafa verið manna harðastur við aö mynda sambönd við fólk sem lifir og hrærist í fíkniefna- heiminum. og 1991 er mikil, eða úr 300 dómsáttum 1990 í 367 sáttir í fyrra. Til fróðleiks skal þess getið að dómsáttir eru þau mál sem leiða ekki til ákæru, það eru þau mál sem teljast til „rninni" mála. Á síðasta ári voru gefnar út 34 ákærur. Það er mjög svipað og hefur verið síðustu ár, eftir því sem Ásgeir Friðjónsson seg- ir. NIÐURSKURÐUR OG MANNABREYTINGAR Miklar mannabreytingar hafa orðið í fíknifnadeildinni á allra síðustu árum. Það er skýrt með ýmsum hætti. Þar á meðal er sagt að Bjöm Halldórsson, nú- verandi yfirmaður deildarinnar, eigi ekki eins gott með að hvetja menn áfram og Amar Jensson átti. Hitt er einnig nefht að niður- skurður á peningum til deildar- innar hafi fælt menn frá. Ekki alls fyrir löngu mátti hver lög- reglumaður í deildinni vinna 200 yfirvinnutíma á mánuði. Nú mega þeir hins vegar að- eins vinna 60 yfirvinnutíma á mánuði. SAMBÖND VIÐ GLÆPAMENN Það hefur lengi tíðkast að lögreglumenn í fíkni- efnadeild lögreglunnar hafi myndað sambönd við menn sem stunda fíkni- HóJmsteinn Gissurarson er kominn til landstns og má þá búast við að fjör færist á ný í kjall'aradeilur fjölmiðlanna. Hannes var tæpast lcntur þcgur hann var búinn að ski ifa greín þ;tr sem lutntt lýsti Þorvaldi Gylfasyni eíns og reyttum hana — Hannes skortir ekki lýsingarorðín í málefnalegum rildeilum sín- um. En vænlegasta ritdcilan er að sjálfsögðu á mítli Agn- esar Bragadóttur blaðamanns á Morgunbhtðinu og GUNNARS Þorsteinssonar í Krossinum. Agties náði nefnilega að vitna í orð Gunnars í Gulu Pressunni sem h;tnn kannað- ist einhverra hluta ekki við að hafa sagt. Agnes má því miðurekkí vera aðþvt'að laka þátt í deilunni vegna anna, en þess mágeta að hún ernú búin að taka þriðja við- utlið við DavíÖ Oddsson for- sætisráöhemt síðmi hann tók víð embættinu fyrir 10 mán- uðum. En það sem hefur kannski komið mest á óvart em góð- látleg ummæli Páls Péturs- sonar um Matthías Bjarna- son. öðru nafni „takkm;mn“. Páll hefur náð að ræða ítar- lega um mannkosti Matthí- asar og ketnst síðan að þeirri ...... að kenna. Honum sé nær að mæta ekki betur— því það býður hættunní heim. En oft er talað um að ritsnilli erfist og það sannast á Óskari Magnússyni lög- manni, scm fyrir sícömmu skrifaði stuttaog Imitmiðaða giein í Morgunblaðið. Óskar fylgir þar fprdæmi föður síns, Magnúsar Óskarssonar borgarlögmanns, sem marg- oft hefur vakið athygli fyrir stuttarog hnitmiðaðargrein- ar þáf sem bara ein skoðun ketnst fyrir. En það eru ekkí allirjafnhnitniiðaðirögmá þarnefna Jónsson, fyrfyerandi sendi- herra. Htmnesi erreyndar vorkunn því hann skrifar bara um EES og EB — það er hrcinlega ekki hægt að fara fram á að menn séu stuttorðir um slíka hluti. Hannes er að verða búinn að sanna að EES sé af hinu vonda og þarf þá lítið að segja um framlug Jóns Bald- vins Hanníbttlssonar, sem á ekki upp á pallborðið hjá Hannesi sfðan Jón tak Hann- cs hcim frá því að vcra heimusendiherra.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.