Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PKESSAN 5. MARS 1992 i M E N N Matthías Bjarnason Afhverju lœtur fólk ekki hann Matthías í friði? Hvers vegna í andskotanum vilja allir allt í einu fara að skjpta sér af Matthíasi Bjama- syni? Fyrst var Þorvaldur Garðar Kristjánsson eitthvað að ybba sig. Þorvaldur Garðar hélt að Matthías mundi hætta á þingi af ÞaÖ er kominn tími til aö fólk velti fyrir sér hvernig hér vœri ástatt efenginn vœri Matthíasinn Bjarnason. Hver ætti aÖ lána út úr Byggðastofnun og hver œtti að greiöa atkvœöin fyrir hann Árna? því að hann ætlaði sjálfur að hætta. f raun er það óskiljanlegt hvað Þorvaldur var að meina eða hvað hann (eða yfirleitt nokkur maðurjer að skipta sér af því hvort Matthías situr á þingi eða ekki. Ef Matthías vill hætta þá hættir hann. Ef hann vill sitja áffam þá situr hann sem fastast. Og spyr engan að því. Síðan var Davíð Oddsson með einhvem derring út af því hverjum Matthías lánaði úr Byggðastofnun og hveijum ekki. Fram að þeim tíma hafði enginn gert athugasemdir við lánveitingar Matta. Þeir einu sem skiptu sér af þeim vom lántakendumir. Og þeir vom ánægðir með þær. Það er því skiljanlegt að það hafi sig- ið í Matthíasi þegar Davíð fór að kvabba. Það er nú sök sér að menn láti sig hafa það að taka að sér að deila út fjármunum Byggðastofnunar þótt þeir þurfi ekki að hafa einhvem tuðandi strák á bakinu við það. Nú síðast var eitthvert fólk að gera athugasemdir við að Matt- hías greiddi atkvæði fyrir Ama Johnsen. Hvað er eiginlega að fólki? Vill það frekar að Ámi greiði atkvæðin sjálfur? Það veit ekki hvað það er að kalla yfir sig. Það er því ekkeit eðlilegra en Matthías hafi orðið hissa. Hann hefur setið niðri á þingi og reynt að tryggja að þar fæm hluúmir fram eins og þeir eiga að gera. Hann hefur aldrei beðið neinn um neina viðurkenningu þess vegna. Það er hins vegar skiljan- legt að honum renni í skap þegar fólk hreytir í hann ónotum. Það er kominn tími úl að fólk velti fyrir sér hvemig hér væri ástatt ef enginn væri Matthíasinn Bjamason. Hver ætú að lána út úr Byggðastofnun og hver ætti að greiða atkvæðin fyrir hann Áma? Þegar fólk hefur lagt þetta niður fyrir sér mun það án efa átta sig og koma fram við Matt- hías af þeim virðuleik sem hann á skilinn. Og þegar fólk hefur séð að sér mun Matthías geta stjómað land- inu sem fyrr, án afskipta annarra. Til þess er hann. P ÁS Páll Þorgeirsson SEOST SEMJA UM ERLBN r LANTIL ASIACO Nú er unnið að því að selja fyrirtækið Asiaco, sem hefur átt í nokkmm rekstrarerfiðleikum undanfarið. Væntanlegur kaup- andi er Páll Þorgeirsson, fyrr- verandi starfsmaður Asiaco, en hann hefur meðal annars rekið fyrirtækið Strandavör í Skútu- vogi. Hefur öllum starfsmönn- um verið sagt upp, en áður hafði reyndar mörgum af reyndustu starfsmönnunum verið sagt upp. Að sögn Páls er hann nú að fara yfir rekstur fyrirtækisins til að meta kaupverðið. Hann sagð- ist standa einn að kaupunum en treysta á erlent lánsfjármagn. „Ég hef undanfarið verið að afla mér viðskiptasambanda erlendis og vonast til að fá lánsfjármagn þar,“ sagði Páll í samtali við PRESSUNA þegar hann var spurður um fjármögnun kaup- anna. Ekki er langt síðan mágamir Gunnar Óskarsson, fyrrverandi forstjóri Fjárfestingarfélags Is- lands, og Eyjólfur Brynjólfsson hjá Jöfri keyptu Asiaco. Fyrir- tækið hafði þá verið rekið sem fjölskyldufyrirtæki frá upphafi af Kjartani Jóhannssyni og syni hans. Fyrirtækið hefur fyrst og fremst verið með ýmsar rekstrarvörur fyrir sjávarút- veginn auk þess að selja fiskafurðir út. Fljótlega eftir að Gunnar og Eyjólfur tóku við rekstri komu upp reksúarerfið- leikar sem fóm saman við erfiða stöðu sjávar- útvegsins að sögn Gunn- páll Þorgeirsson ars. PRESS- AN hefur heimildir fyrir því að þá hafi orðið ágreiningur um söluverð fyrirtækisins, en þeir Gunnar og Eyjólfur hafi talið sig hafa borgað of mikið fyrir það. Varð dráttur á greiðslum til feðganna vegna þess í haust. Einnig hefur því verið haldið stefnir að því að kaupa Asiaco fyrir erlent lánsfé. fiam að Páll hafi á sínum tíma æúað að hafa milligöngu um fjármögnun á kaupunum en hann þvertók fyrir það — sagð- ist fyrst núna vera að koma inn í fyrirtækið, þó að á föstudaginn síðasta væri hann kosinn stjóm- arformaður fyrirtækisins. Urn leið hætti Gunnar öllum afskipt- um af fyrirtækinu, sem hann hafði veitt forstöðu. Eyjólfur er hins vegar áfram í stjóm, en hann er nú hættur hjá Jöfri. Það vekur athygli að þetta gerist án þess að Páll hafi skrifað undir nokkra samninga um kaupin. ADKAUPA Finnbogi Jónsson málari: KÆRIR FRAMKVÆMDASTJÚRA HJÁ RÍKISSPÍTULUM FYRIR MEIDYRDI Finnbogi Jónsson málari hef- ur ákveðið að höfða meiðyrða- mál gegn Ingólfi Þórissyni og Ríkisspítulum vegna bréfs Ing- ólfs til Málarafélags Reykjavík- ur, þar sem hann svaraði fyrir- spum félagsins um ástæður fyrir uppsögn Finnboga. I biéfi Ing- ólfs kemur fram að Finnbogi hafi verið ráðinn árið 1989 sem verkstjóri málara, en honum hafi farist verkstjómin illa úr hendi og ekki haft tök á verkefni sínu. Finnbogi segir hins vegar, og ber fyrir sig ráðningarsamning, að hann hafi aldrei verið ráðinn sem verkstjóri og því sé um æm- meiðandi ósannindi að ræða. Finnbogi krefst þess að um- mælin verði dæmd ómerk, Ingólfur sæti refsingu og honum sjálfúm verði dæmdar miskabætur. Eins og ffam kom í PRESS- UNNI 13.febrúar sl. hefur Finn- bogi borið tvo yfirmenn Land- spítalans þungum sökum. Hann heldur því fram að þeir Egill T. Jóhannsson, umsjónar- maður spítalans, og Þor\>aldur Thoroddsen, tæknifræðingur á spítalanum, hafi láúð starfsmenn spítalans, aðallega þó iðnaðar- menn, vinna fyrir sig persónu- lega á vinnutíma spítalans og á kostnað hans. BER FYRIR SIG RÁÐN- INGARSAMNING OG AUÐKENNISKORT Finnbogi hefur í bréfaskrift- unt vegna þessa máls tilgreint fjölda viúia, ásökunum sínum til stuðnings. Þeir Egill og Þorvald- ur eiga samkvæmt þessu að hafa tekið efni frá spítalanum og látið vinna við persónulegar eigur sínar á verkstæði spítalans. Þess- um ásökunum hefúr verið vísað til Rannsóknarlögreglu ríkisins, þar sem rannsókn fer enn fram. Finnboga var sagt upp á síðasta ári, án þess að ástæður væru úl- teknar í uppsagnarbréfinu. Eftir málaleitan Málarafélags Reykja- víkur sendi Ingólfur, ffam- kvæmdastjóri tæknisviðs Ríkis- spítalanna, félaginu bréf, sem hefst svo: „Finnbogi Jónsson málari var ráðinn til Ríkisspítala þann 30.5. '89 sem verkstjóri málara á Landspítala. Fljótlega kom í ljós að Finnboga fórst verkstjómin illa úr hendi og var honum gerð grein fyrir því að hann yrði að bæta sig eða láta af starfi." Finnbogi segir á hinn bóginn að hann hafi aldrei verið ráðinn sem verkstjóri, heldur sem almennur málari og auk þess hafi hann aldrei verið áminntur eins og haldið er ffam í bréfinu. Hann ber fyrir sig ráðningar- samning sinn við Ríkisspítala. Þar kemur ffam undir liðnum starfsheiti orðið „húsamálun", en ekkert minnst á verkstjóm. Þá vísar Finnbogi til þess að á sér- stöku starfsmannaspjaldi, svo- kölluðu auðkenniskorú, sem vinnuveitandinn sjálfúr gefi út, komi fram starfsheitið málari, en ekki verkstjóri. „LÆT ÞÁ EKKITRAÐKA Á MÉR AÐ VILD“ Finnbogi heldur því fram að þegar fymim verkstjóri á mál- araverkstæðinu hafi látið af störfum í ágúst 1989, tveimur mánuðum efúr ráðningu sína, hafi verið haldinn fundur þar sem mætúr voru hann sjálfur, Egill, Þorvaldur og Ingólfur. Þar hafi verið ákveðið að Egill tæki við verkstjóm á verkstæðinu. Eftir þetta hafi Finnbogi litið svo á að hann væri óbreyttur málari. „Ég ætla í þetta meiðyrðamál vegna þess að ég er enginn ann- ars flokks Islendingur sem þess- ir menn geta traðkað á að vild og logið upp á. Þeir hafa komist upp með slíkt og enginn þorað að andmæla þessu sterka og öfl- uga kerfi. I þau tvö ár sem ég vann þama hitti ég Ingólf Þóris- son einu sinni á fundi og sá hann úlsýndar tvisvar. Hann fylgdist ekki betur með en svo,“ segir Finnbogi. Finnbogi Jónsson var ráöinn til Landspítalans 1989 og rekinn tveimur árum síðar sem ónothæfur verkstjóri. Finnbogi segist aldrei hafa veriö ráöinn verkstjóri.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.