Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 17

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5.MARS 1992 17 Varð ólétt af völdum karlfanga í Kvennafangelsinu RÍKID SÝKNAÐ AF MILLJON KRONA SKADARÚIAKRQFU VEGNA11DAGA GÆSLUVARDHALDS Rósa Dröfn Sigurðardóttir, sem sat í gæsluvarðhaldi vegna grófs líkamsárásarmáls, varð barnshafandi í Kvenna- fangelsinu í Kópavogi og leyst úr haldi af þeim sökum. Hún var nær samstundis úrskurðuð aftur í gæsluvarðhald, en sá úrskurður var felldur úr gildi af Hæstarétti. Hún krafðist einnar milljónar króna skaðabóta fyrir ónauðsyn- legt gæsluvarðhald í 11 daga en Georg Kr. Lárusson borgardómari sýknaði ríkið. Kvennafangelsið í Kópavogi. Það var í þessu húsi sem Rósa Dröfn Sigurðardóttir varð ólétt. Hún gerði kröfu upp á milljón vegna vistarinnar í fangelsinu. Borgardómur hefur sýknað ríkið af kröfu Rósu Drafimr Sig- urðardóttur um einnar milljónar króna skaðabætur vegna gæslu- varðhalds í 11 daga, sem hún taldi ólögmætt. Rósa Dröfn hafði verið látin laus úr gæslu- varðhaldi vegna þess að hún varð ólétt í Kvennafangelsinu í Kópavogi. en úrskurðuð í gæsluvarðhald að nýju daginn eftir með úrskurði Sakadóms Reykjavíkur. Þann úrskurð ógilti Hæstiréttur hins vegar 10 dögum síðar. Rósa Dröfn hafði setið í gæsluvarðhaldi í Kvennafang- elsinu í Kópavogi frá því í ágúst 1989 vegna rannsóknar á hnífs- stungumáli og auðgunarbrotum. Af einhverjum ástæðum var karlfangi vistaður í sama fang- elsi og tókust með þeim það góð kynni að hún varð ólétt af. Rósa Dröfn sætti opinberri rannsókn vegna ætlaðrar mann- drápstilraunar sumarið 1989 og var í gæsluvarðhaldi í kvenna- fangelsinu frá þeim tíma Undir- réttardómur féll í málinu þann 26. janúar 1990. þar sem Rósa Dröfn var sakfelld og dæmd til 6 ára óskilorðsbundinnar fang- elsisvistar. Dómurinn sætti lög- skilinni áfrýjun og 16. október 1990 sýknaði Hæstiréttur Rósu Dröfn af ákæru um manndráps- tilraun. en dæmdi hana í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir auðgunarbrot. KARLFANGIVISTAÐUR í KVENNAFANGELSINU Á meðan Hæstiréttur fjailaði um málið var Rósa Dröfn vistuð f kvennafangelsinu. en frá 15. janúar var hún ekki höfð í ein- angrun. Síðar kom þapgað til vistunar karlfangi og tókust með honum og Rósu svo náin kynni að hún varð vanfær af. Það var í júlí að hún fékk grun um óléft- una og 24. ágúst var gerð þvag- rannsókn sem benti til þunguh- ar. Þetta var síðan staðfe^t 12. september af sérfræðingi í kveh- sjúkdómalækningum, sem komst að þeirri niðurstöðú að fæðingar væri að vænta um miðjan mars 1991. Samkvæmt þessu hafa hin nánu kynni henn- ar og karlfangans átt sér stað í júm' 1990. Áður en staðfesting kvensjúk- dómalæknisins barst eða 5.seþt- ember 1990 gerði Rósa Dröfn þá kröfu fyrir Sakadómi Reykjavíkur að sér yrði tafar- laust sleppt. Kröfuna byggði hún á lagaákvæðum um með- ferð opinberra mála. sem kveða á um að sjúklinga. vanfærar konur eða konur með barn á bijósti skuli úrskurða til geymslu efiir læknisráði á spítala eða öðr- um viðeigandi stað með þeim hætti, að heilsu þeirra sé borgið. DÆMD í GEYMSLU DAG- INN EFTIR AÐ HÚN VAR LEYST ÚR HALDI Krafa þessi sætti ekki and- mælum ríkissaksóknara og var Rósa leyst úr gæsluvarðhaldi daginn eftir, eða 6. september. Sama dag gerði ríkissaksóknari hins vegar kröfu um að Rósa Dröfn yrði vistuð í sérstakri geymslu, samkvæmt sömu laga- ákvæðum um meðferð opin- berra mála. Þessari kröfu var mótmælt á þeim forsendum að hún væri vanreifuð og öll gögn skorti henni til grundvallar. Sakadómur Reykjavíkur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu 7. september að Rósa Dröfn skyldi sæta geymslu í Kvenna- fangelsinu í Kópavogi, þaðan sem hún hafði verið leyst út daginn áður. Úrskurður þessi var sam- stundis kærður til Hæstaréttar. Úrskurður féll 17. september og var ákvörðun sakadóms felld úr gildi með þeim rökum að ákæruvaidið hefði enn ekki afl- að gagna sérfræðings um heilsufar og vistun Rósu Drafn- ar. Þar með var hún aftur leyst úr haldi. Kröfu sína um einnar millj- ónar króna skaðabætur byggði Rósa Dröfn á því, að hún hefði setið í ..geymslu" í fangelsi við afplánunarkjör í 11 daga án þess að til þess stæði heimild að lög- um. SKORTUR Á GÖGNUM EKKITALJNN STOFNA TIL BÓTARÉTTAR Lögmenn ríkisins kröfðust sýknu, einkum á þeim forsend- um að Rósa Dröfn hefði ótví- rætt átt að sæta gæsluvarðhaldi uns fullnaðardómur gengi í máli hennar og að umrædd laga- ákvæði er ná til vanfærra fanga ættu fyrst og fremst að tryggja meðferð við hæfi, en útilokuðu á engan hátt að slík geymsla gæti farið fram í afplánunar- fangelsi, væri heilsu viðkom- andi borgið. Ekki hefði verið skylt að aflétta frelsissviptingu og láta Rósu Dröfn lausa. Til vara var gerð sú krafa. ef dómarinn kæmist að þeirri nið- urstöðu að ríkið væri bótaskylt, að bótakrafan yrði lækkuð stór- lega og hún ennfremur skulda- jöfnuð við ógreidda skuld Rósu Drafnar vegna sakarkostnaðar Hæstaréttar. í hnífsstungumál- inu var Rósa Dröfn dæmd til að greiða 440 þúsund krónur í sak- arkostnað, sem hún hefur ekki gert skil á. Georg Kr. Lárusson, settur borgardómari, kvað í máli þessu upp þann dóm, að ríkið skyldi sýknað af kröfu Rósu Drafnar. Hann taldi með öðrum orðum að gæsluvarðhald hennar hefði verið lögmætt og að það eitt, að tiltekin gögn hefðu ekki legið fyrir, gæti ekki leitt til þess að stofnast hefði til bótaréttar. Máli þessu er þó ekki lokið, þvf Rósa Dröfn hefur ákveðið að áfrýja dómi Georgs til Hæstaréttar. Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.