Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5.MARS 1992 Arnarsson & Hjörvar: Þurfa fresl til að skila sðlufé Á síðasta ári seldist vel ís- landssaga Bjöms heitinsÞor- steiiissonar sem gefin var út af Sögufélaginu. Það var meðal annars símasölufyrirtækið Am- arsson & Hjörvar sf. sem tók að sér að selja bókina. Var mikill árangur af sölunni framan af ári, en dró úr er á leið. Þá lenti sölufyrirtækið í vandræðum með skil á sölufénu til Sögufé- lagsins. Staðfesti Ragnheiður Þor- láksdótlir, framkvæmdastjóri Scgufélagsins, að veita hefði þurft Arnarssyni & Hjörvar frest til að skila sölufé. Taldi hún að málið væri þar með leyst. Gjaldþnot Lækjar- niðs 12,5 milljónir Nýverið var þrotabú Lækj- arniðs hf. gert upp, en það hlutafélag var stofnað af Vil- hjdlmi Svan Jóhannssyni og fleirum um skemmtistað á Lækjargötu 2, þar sem Tunglið er nú. Ekkert fékkst upp í kröfur upp á 12,5 milljónir auk vaxta og kostnaðar. Lækjamiður hf. bætist þá í hóp annarra hlutafélaga sem Vilhjálmur Svan, Grétar Örn Halldórsson og Helgi M. Gunnlaugsson hafa starfrækt, en orðið gjaldþrota, svo sem Veitingakjallarinn hf. á Lauga- vegi 116, Laugaveitingar hf., Veitingastaðurinn Hafnarstræti 5 hf. og Lækjarveitingar hf., svo nokkuð sé nefnt. Persónulegt gjaldþrot áðurnefnds Vilhjálms Svans hefur einnig verið gert upp, eftir nær þriggja ára meðferð. Kröfur í búið námu tæpum 30 milljónum króna, auk vaxta og kostnaðar; en ekkert fékkst upp f kröfumar. flúsbréf upp é 2,4 milljaröa vegna greiðsluerfiöleiha Á síðasta ári voru gefin út húsbréf upp á alls 15,1 milljarð króna. þar af hljóðuðu húsbréf vegna greiðsluerfiðleika upp á 2,4 milljarða Húsbréfaútgáfa jókst á milli ára úr 5,5 milljörðum upp f 15,1 milljarð eða um nær 10 milljarða. Munar þar mestu að útgáfa húsbréfa vegna nýbygg- inga hófst á síðasta ári. A sama tíma drógust lánveitingar vegna nýbygginga og eldri íbúða úr eldra kerfi Byggingarsjóðs rik- isins úr 7,2 milljörðum í 3,6 milljarða cða um 50 prósent. Lausafjárstaða íslandsbanka versnaði um tvo milljarða Lausaljárstaða íslandsbanka dróst saman um 2 milljarða króna á síðustu þremur mánuð- um nýliðins árs, eða úr 4,9 milljörðum niður í 2,9 millj- arða. Þetta kemur fram í gögn- um Seðlabankans. Á sama tíma jókst jákvæð lausafjárstaða Landsbankans úr 4,9 milljörðum, eða frá því að vera hin sama og í íslands- banka, upp í 7,9 milljarða eða um 3 milljarða. Lausafjárstaða Búnaðarbankans stóð í stað í 2,6 milljörðum. Helgi Rúnar Magnússon lögmaður DRÓ SÉR SEX MILLJÖNIR FRÁ LEIKARAFÉLAGINU Félag íslenskra leikara. Helgi Rúnar Magnússon lögmaður varð að hætta sem framkvæmdastjóri félagsins þegar í Ijós kom að hann hafði dregið sér um sex milljónir króna úr sjóðum leikara. Fyrrum framkvæmdastjóri Félags íslenskra leikara, Helgi Rúnar Magnússon lögmaður, hefur játað að hafa dregið sér um sex milljónir króna af lífeyris- sjóðs- og félagsgjöldum leikara. Þegar upp um fjár- dráttinn komst gekkst Helgi við honum og hefur nú end- urgreitt alla peningana og vexti að auki. Helgi Rúnar Magnússon lög- maður hefur neyðst til að segja af sér sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra leikara. Það varð hann að gera eftir að upp komst að hann hafði dregið sér um sex milljónir króna úr sjóð- um félagsins. Peningana dró Helgi sér á fáum árum. Eftir að í Ijós kom hverslags var var Helgi Rúnar kallaður fyrir stjóm félagsins. Þar viður- kenndi hann að hafa tekið pen- ingana. Hann hét strax endur- greiðslum og fullum vöxtum. Hann hefur nú endurgreitt allt sem hann tók. Meðal leikara er mikil óánægja með þetta mál, og þá ekki síst gagnvart stjóm f'élagS- ins, sem er ábyrg fyrir sjóðum þess. Peningamir sem Helgi Rúnar tók voru af lífeyrissjóðsgjöldum og félagsgjöldum félagsmanna. Þetta hefur PRESSAN eftir heimildum innan raða leikara. Vegna þessa máls var boðað til félagsfundar. Þar kom fram mikil gagnrýni á stjóm félagsjns ekki sfður en Helga Rúnar. Þess skal getið að hann var ekki á fundinum. Almennir félags- menn kröfðust þess að málið yrði kært til rannsóknarlögreglu. Staða málsins í dag er sú að það er í höndum stjómarinnar hvort Helgi Rúnar verður kærður eða ekki. Kæra hefur enn ckki verið send. I stað Helga Rúnars var Ammundur Backman lögmaður ráðinn til Leikarafélagsins. HELGIKANNAST EKK- ERTVIÐMÁLIÐ ,£g vil ekkert um þetta mál segja,“ sagði Guðriin Alfreðs- dóttir, leikkona og formaður Fé- lags íslenskra leikara. Sigitrðttr Karlsson leikari var fenginn, fyrir hönd stjómarinn- ar, til að vinna að þessu máli. Líkt Og Guðrún varðist hann allra frétta. Allt þetta mál þykir einnig áfall fyrir félagskjöma endur- skoðendur félagsins. þá aðila sem var falið að fara yfir reikn- ingana. að þeir skuli ekki hafa rekið augun í að milljónir króna vantaði upp á. „Ég kannast ekkert við þetta,“ sagði Helgi Rúnar Magnússon í samtali við PRESSUNA þegar hann var spurður um eftirmála af starfi sínu hjá Leikarafélaginu. Þú kannast vœntanlega við að hafa þmft að endttrgreiða fé- laginu peninga? ..Ég kannast bara ekki við neitt.“ Er ekki rétt að þii varst frain- kva-mdastjóri félagsins ? „ Það er vissttlega rélt. “ Þú kannast ekken við ágrein- ing eða óánægju með starfslok þín hjá Félagi íslenskra leikara? ..Ég kannast ekki við það." sagði Helgi Rúnar Magnússon lögmaður. ÓÞÆGELEGT MÁL ,T>að er rétt,“ sagði Randver Þorláksson, varaformaður Fé- lags íslenskra leikara. þegar hann var spurður hvort rétt væri að starfslok Helga Rúnars hefðu verið með óþægilegum hætti. Þegar hann var spurður hvort búið væri að ákveða hvort hann yrði kærður sagði Randver það alfarið í höndum formannsins. Hann vísaði öllum frekari spumingum til formanns félags- ins. Guðrúnar Alfreðsdóttur. Helgi Rúnar Magnússon rek- ur lögmannsstofu á Seltjamar- nesi. Hann er einnig umfangsmik- ill í fasteignaviðskiptum og á einn eða að hluta nokkrar fast- eignir í Reykjavík. PRESSAN hefur áður sagt frá viðskiptum Helga og nokkurra hlutafélaga þar sem hann er í forsvari. Það var þegar eitt hlutafélaganna sem hann er eignaraðili að mis- sti gamla Ópalhúsið við Skip- holt á nauðungaruppboð. Annað hlutafélag. þar sem Helgi Rúnar er einnig meðal eigenda. keypti eignina. Áður en til nauðungar- sölunnar kom höfðu Helgi Rún- ar og félagar gengið frá tíu ára þinglýstuum leigusamningi um eignina. Leigutaki er Brauðbær, fyrirtæki Bjama Stefánssonar. Sigurjón Magnús Egilsson D E B E T ,Ámi er skarpgreindur maður og óneitanlcga mjög vel menntaður. hinn eini sanni eilífðarstúdcnt. í já- kvæðri mcrkingu þess orðs. og ég held að honum hafi aldrci fallið verk úr hendi á námsbrautinni. Hann cr ótrúlega Ijölhæfur. vel lesinn og hefur því breiða þekk- ingu. Hann er mjög rau.snarlegur og leggur lykkju á leið sína til að miðla af þessari þekkingu sinni. Hann er mjög sjálfsgagnrýninn maður og alltaf að endurskciða hluti, og er þess vegna líka ákafiega gagnrýninn á verk annarra." segir Gísli Rúnar Jónsson, leikari og vin- ur. .Ámi er ákafiega góð persóna og hefur samhygð í fari sínu gagnvart öðrum. Hanþ hefur þann skemniti- lega eiginleika að þora að fara ótroðnar slóðir og nota fijótt ímyndunarafi sitt. Þannig getur hann látið gamm- inn gcisa í góðra vina hópi,“ segir Andri Clausen, leikari og fyrrum skólabróðir. ,.Ég hef svo sem ekk- ert gott um hann að segja þar sem ég þckki hann ákaf- lega lítið. Við vorum saman f leshóp einu sinni sem hét Ffiabeinstuminn, það gpkk allt mjög, vel þar og fór ákaflega vel á með öllum,“ ségir örn Ólafsson ■Bpii jjjv* ^ ** jMfl ■ • ' • ■ - / Æb / TBIBwii T iSf •k '■ M Æ jB«/» Árni Blandon D E B E T „ídealistar eins og Árni eru oft eldheitir og ryðja úr sér, hann er ekki með neitt trúboð sem hann ætl- ast endilega til að komist inn í hjörtu fólks og er því oft sama hvernig hann framreiðir hlutina. Hann er umdeildur þvi hann hefur afskaplega einarðlegar skoðanir á málum, en byggir þær ávallt á ná- kvæmri þekkingu. Hann getur verið mjög dóm- harður, orðljótur og stundum hranalegur í við- kvnningu, en á hinn bóginn er hann sérstakt Ijúf- menni með afbragðshúmor," segir Gísli Rúnar. „Mér finnst hann ætti að setja upp fleiri leikverk. Það er kominn tími til að hann fari inn í atvinnu- leikhúsin," segir Andri. „Ritdómar Arna einkennast af þvi að hann skilur ekki ritin sem hann skrifar um, hvort sem hann hefur ekki forsendur til að skilja þau eða nennir ekki að setja sig inn í það. Því gerir hann enga grein fyrir ritunum heldur for- dæmir þau bara með gífuryrðum en litlum eða eng- um rökstuðningi. Sömu atriðin koma í ritdómi eftir ritdómj Árni er bara að ausa út fordómum sínum. Hann segir sjálfur að þetta komi bara beint frá hjartanu. Það efa ég ekki. en svoleiðis óþverri er bara ekki boðlegur sem ritdómur,“ segir Öm. Árni Blandon hefur verið umdeildur vegna óvæginnar bókmenntagagnrýni sinnar. Hefur hann i þvi sambandi verið nefndur bókabani og nokkrar ritdeilur sprottið upp vegna skrifa hans.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.