Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. MARS 1992 aldsson í Andra og svo var Orri Vigfússon í Sprota nærri því fallinn úr stjórninni, fór úr 10. sæti í 18. og næstsíðasta sætið . . . ✓ \ xm. nýliðnu ari tokst tveimur ráðuneytum hið ótrúlega; að eyða minnu en fjárlög gerðu ráð fyrir og það meira að segja þótt kosningar væru og tvær ríkisstjórnir við völd. í báðum stjórnum var Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Hann mátti samkvæmt fjárlögum eyða 964 milljónum, en kom út með 6 milljónum króna minni eyðslu. Fyrrihluta ársins var Halldór As- grímsson sjávarútvegsráðherra en síðan tók Þorsteinn Pálsson við. Ráðuneytið mátti samkvæmt fjár- lögum eyða 794 milljónum, en þeg- ar upp var staðið reyndist eyðslan 2 milljónum lægri. Auk þess eyddi „ráðuneytið" Hagstofa íslands 13 milljónum minna en fjárlög heimil- uðu. Önnur ráðuneyti fóru fram úr fjárlögum, þar af forsætisráðuneytið hlutfallslega mest, 19 prósent. . . lækka útgjöld ríkissjóðs til landbún- aðarmála og þá einkum útflutnings- bæturnar. Þegar Ol- afur Ragnar Grímsson setti saman fjárlög sín fyrir 1991 gerðu hann og Steingrím- ur J. Sigfússon landbúnaðarráð- herra ráð fyrir að 1.427 milljónir króna færu í útflutningsbæturnar, sem þótti mikið, enda hækkun um liðlega 70 prósent frá 1990. Nú hef- ur síðasta ár hins vegar verið gert upp og reyndust útflutningsbæturn- ar 2.426 milljónir eða milljarði hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. I raun hækkuðu því útflutningsbæt- urnar um 192 prósent á milli ára eða tæplega þrefölduðust. Helstu ástæð- ur þessa eru kindakjöts,,salan“ til Mexíkó, aukin útflutnings,,þörf“ á mjólkurafurðum og loks urðu greiðslur skuldbindinga frá fyrri ár- um meiri en áætlað var. Ekki er ætl- unin að skrifa þessa þróun alla á síð- ustu ríkisstjórn og sjálfsagt má Hall- dór Blöndal, núverandi landbún- aðarráðherra, eigna sér eitthvað af þessu . . . F i-Jndurmenntunarþörf landans er söm við sig. Nýlega heyrðum við af óvenjulegum nemanda í laga- deild Háskóla íslands. Það er enginn annar en Gauti Arnþórsson, fyrr- verandi yfirlæknir á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, en hann hóf nám í haust. Gauti hætti sem kunnugt er á Akureyri síðasta sum- ar eftir missætti við aðra starfs- menn. En það er ekki hlaupið að því að komast í gegnum aimennu lög- fræðina og Gauti mun hafa verið í hópi 88% nemenda sem féllu í fyrstu tilraun ... v ▼ ið sögðum i siðustu vikufrárisi og falli manna við stjórnarkjör í Verslunarráði íslands. Mátti af þeirri frásögn ráða að Tryggvi Pálsson í íslandsbanka, Hild- ur Petersen í Hans Petersen hf„ Eggert Hauksson í Plast- prenti og Kristján Jóhannsson hefðu fallið úr stjórninni og er því rétt að það komi skýrt fram að þau hrein- lega buðu sig ekki fram til endur- kjörs í stjprnina. Þá kom fram að Ol- afur B. Olafsson í Miðnesi væri nýr í aðalstjórn, en hið rétta er að þar var hann fyrir. Hinir einu og sönnu fallistar í stjórnarkjörinu eru því Jó- hann J. Olafsson, Haraldur Har- Fáar aðrar þjóðir geta fullnœgt rafmagnsþörf sinni án þess að valda ómœldum umhverfis- sþjöllum með brennslu á kolum og olíu og ekki bœta kjarnorkuknúin orkuver úrskák með þeirri ógn, sem þeim fylgir. Ef vel er á haldið þarf nýling orkulinda okkar íslendinga ekki að brjóta í bága við umhverfis- verndarsjónarmið og getur hún því verið undirstaða atvinnuvega okkar og góðra lífsskilyrða um ófyrirsjáanlega framtíð. í dag höfum við aðeins beislað um 8% afþeim hluta vatnsafls okkar og jarðhita, sem virkja má á hagkvœman hátt til rafmagnsframleiðslu að teknu tilliti til náttúruverndarsjónarmiða. Rafmagn er undirstaða góðra lífskjara og framfara á sviði iðnaðar og tœkni í nútímaþjóðfélagi. íslendingar fá sitt rafmagn nœr eingöngu með virkjun vatns- afls og jarðhita, en nýting siíkra orkugjafa er mengunarlaus með öllu. Öllum virkjanaframkvœmdum fylgir óhjákvœmi- lega eitthvert rask á gróðurlendi og umhverfi virkjunarstaða. Landsvirkjun hefur um árin lagt áherslu á að halda slíku raski og náftúrusþjöll- um í lágmarki og bœta allt tjón af völdum framkvœmda sinna með uþpgrœðslu og gróðurvernd. Hefur þetta verið drjúgur þáttur í starfsemi fyrirtœkisins. Á 25 ára starfsferli sínum hefur Landsvirkjun grœtt upp rúmlega 3000 hektara lands, sem áður voru að mestu örfoka sandar og auðnir. Auk stórfelldrar uppgrœðslu hefur fyrirtœkið kostað umfangsmiklar rannsóknir ó gróðurfari og lífríki víða um landið. Landsvirkjun framleiðir meir en 93% af öllu rafmagni, sem notað er á íslandi og mun áfram kappkosta að leggja sitt afmörkum til betri lífskjara með nýtingu náttúruauðlinda þjóðarinnar í sem bestri sátt við umhverfið. ■J imh M. yrir skömmu urðu manna- breytingar hjá fiskeldisfyrirtækinu Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Þá réð Trausti Þorláks- son, sem er í hluta- starfi hjá fyrirtæk- inu og nokkurs kon- ar framkvæmda- stjóri, tengdason sinn í starf vélstjóra. Skömmu áður hafði Ingimar Pétursson, sem er heima- maður, sagt upp sem vélstjóri eftir mikla rimmu við Trausta . . . T A vær grimur eru að renna a að- standendur samtakanna Almanna- heilla, sem nýlega voru stofnuð til að standa vörð um hagsmuni sjúkra, aidraðra og annarra sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Eftir rúmlega þúsund manna fund á Austurvelli skrifuðu liðlega 500 manns sig í samtökin. Nýlega var síðan haldinn fundur til að ræða áframhaldandi aðgerðir og gerðu aðstandendur samtakanna sér von- ir um að 80 til 100 manns myndu mæta. Aðeins um 30 manns komu, aðstandendunum til sárra von- brigða. Ekki er gott að segja til um skýringar á þessu, nema ef vera skyldi að það sé rétt sem sumir segja að það sé enginn vandi að valta yfir litla manninn, því hann geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér . . . METSÖLU BÆKUR Nýjar metsölubækur og tímarit berast vikulega í flugfrakt. öIrE 8Krb«sur (flÓTORHJO); UÓSMTNOtR HERRAB^jL KVENHRBEOÐ myndbond tískr SYJÖRNDíR*01 fiRÍN 06 &SÖ6UR Líttu við eða hringdu í síma 686780. Pöntunarþjónusta Póstsendum ■ÖMHÚSIÐ LAUGAVEGI 178, SlMI 686780

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.