Pressan

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. MARS 1992 Salome Þorkelsdóttir FORSETl ALÞINGIS Frumvarp gæti fallið fyrir mistök Matthías Bjarnason greiddi atkvæði fyrir Arna Johnsen á þingi á dögunum eins og frægt er orðið. I kjölfarið hafa spunnist miklar umræður um ágæti rafbúnaðarins sem notaður er við atkvæðagreiðslur. \ \ \ Var ekki ástæða til að víta Matthías Bjarnason þegar hann greiddi atkvæði fyrir Arna Johnsen? ,J>ingskaparlög skilgreina mjög þröngt hvenær víta á þingmann. Ég hef aldrei þurft að víta þingmann, hvorki sem forseti efri deildar né sem forseti Alþingis. Ég hef þurft að aðvara þingmenn sem farið hafa langt út fyrir það efni sem verið var að ræða og eins hef ég að- varað þingmann sem notaði gróf ummæli um ráðherra. En ég hef aldrei vftt þingmann. í þessu tilviki var ég í forsetastóli og umræður um næsta mál hafnar. Þá var því hvíslað að mér að þingmaður hefði greitt atkvæði fyrir fjarstaddan þingmann. mér var ekki kunnugt um hver það v^r sem greitt hefði atkvæðið. Ég skýrði frá því hvað hafði gerst og vildi líta á þetta sem alvarleg mistök og gaf viðvörun um að svona lagað mætti ekki gerast. Með rafbúnaðinum em allar atkvæðagreiðslur skjalfestar og það kemur fram hvemig hver einstakur þingmaður greiddi atkvæði í hverri einstakri atkvæðagreiðslu. Áður var það ekki til skjalfest nema þegar nafnakall var viðhaft. Ef rafbúnaðurinn hefði ekki verið er ekki víst að þetta mál hefði upplýst.“ En þetta hefði ekki getað komið fyrír hefði handaupprátting verið viðhöfð eins og áður var? „Það er ekki víst. Það er engin ömgg sönnun fyrir þvf að rétt sé talið. Rafbúnaðurinn veitir meira öryggi en verið hefur.“ Finnst þér koma til greina að til dæmis þingílokksformenn geti greitt atkvæði fyrir fjarstadda þingmenn að fengnu umþoði þeirra? Ég tel að við þurfum að tjölga þeim lilvikum þar sem ekki þarf að láta fara fram atkvæðagreiðslu. Þá yrði yfirlýsing Iátin koma í stað atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfði andmælum. Þetta er gert í öðmm þingum og með þessu má spara tíma og þetta myndi auðvelda þing- störf. Þetta vill forseti gera meira af en verið hefur.“ Nú gerðist það á síðasta þingfundi fyrir jól að þingmenn ýttu fjórtán sinnum á rangan takka. Þá ýttir þú þrisvar sinnum á rangan hnapp við atkvæðagreiðslu: ,Já, það er rétt, mér varð á og mér brá þegar ég uppgötvaði það. Þetta getur alltaf gerst, sérstaklega þegar mikið er um atkvæða- greiðslur eins og er alltaf á þessum álagstímum eins og fyrir jólin til dæmis. Þá getur þingmaðurinn fengið skráða athugasemd um að honum hafi orðið á þessi mistök og hver þau em. En það breytir ekki niðurstöðu í atkvæðagreiðslu. Það er að segja ef honum tekst ekki að leiðrétta þetta áður en niðurstöðu er lýst.“ Stjómarfrumvarp, til dæmis, gæti þá í rauninni fallið fyrir mistök? „Það gæti gerst, en starfsmenn þingsins fylgjast mjög grannt með og ef þeir sjá eitthvað sem þeim finnst athugavert þá gera þeir við- komandi þingmanni viðvart. Oftast held ég að þingmenn sjálfir átti sig á þessu, en ef atkvæðagreiðslu hefur verið lokað og búið er að lýsa henni þá em þeir of seinir öðmvísi en að fá það fært til skrán- ingar. Það hefúr stundum komið fyrir að þingmaður lætur vita að honum hafi orðið á mistök ef verið er að greiða atkvæði um einhver mikilsverð mál, lokaatkvæðagreiðsla eða eitthvað slfkt, þá fara menn að sjálfsögðu varlega. Þetta er bara liður í því að við verðum að venjast kerfinu og læra á það.“ DdMSMALARÁBUNEYTIÐ Skúli fékk á sig fjórar eða fimm kærur á rúmu ári. Hann hefur nú skilað inn lögmannsréttindum sínum og bú hans hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Skúli Sigurðsson lögfræðing- ur hefur skilað inn réttindum sínum til að stunda lögmanns- störf. Þetta gerir Skúli í kjölfar þess að á rúmu ári bámst fjórar til fimm kæmr á hendur honum og honum gefið að sök að hafa haldið eftir greiðslum sem hann var beðinn að innheimta. í nóvember sl. greindi PRESSAN frá kæru Móhúss hf„ rekstraraðila Lækjarbrekku, á hendur jjeim Skúla og bróður hans, Sigfinni Sigurðssyni. Sig- finnur var kærður til RLR fyrir meintan fjárdrátt og skjalafals og einnig var í kæmnni beðið um opinbera rannsókn á þætti Skúla. Ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur Sigfinni en Skúli slapp við ákæm. Kæra Móhúss á hendur þeim Sigfinni og Skúla bættist við þrjár aðrar kærur á hendur Skúla sem vom til rannsóknar hjá RLR frá 1990. í öllum hin- um málunum þremur höfðu borist kæmr á hendur Skúla fyr- ir að skila ekki peningum sem hann hafði innheimt eða haft til ráðstöfunar fyrir aðra. í að minnsta kosti einu þessara til- vika var búið að senda kæm til ríkissaksóknara, sem sendi hana aftur til frekari rannsóknar. Þá kom fram að eigandi barnavöruverslunar í borginni hygðist kæra þá bræður; Sigfinn fyrir meintan fjárdrátt og Skúla fýrir vinnusvik. Eigandinn hafði falið Skúla að innheimta fyrir sig rúmlega tveggja milljóna króna skuld og ganga frá ýms- um reikningum, en ekkert gerð- ist í málinu, eigandanum til fjár- hagslegs tjóns. Eigandinn vísaði þá málinu til Lögmannafélags Islands. Þrotabú ístess Fyrri eigendur ístess yfirbjóða Skrettings Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Fóðurstöðvarinnar Laxár, var einnig fram- kvæmdastjóri ístess. hann situr þessa dagana á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn sem vara^ maður Guðmundar Bjarnasonar. Þessa dagana er bústjóri í þrotabúi fóðurstöðvarinnar íst- ess við Eyjafjörð að taka af- stöðu til kauptilboða í þrotabú- ið. Stöðin var úrskurðuð gjald- þrota 21. júní í fyrra og hefur verið rekin af Fóðurverksmiðj- unni Laxá hf. síðan. Það fyrir- fæki er í eigu sömu aðila og áttu ístess og var stofnað viku eftir gjaldþrotið. Lýstar kröfur í þrolabúið em 3?6,8 milljónir króna og auk þess em erlendar kröfur upp á 75 milljónir. Meðal stórra kröfuhalá er Landsbanki íslands með 128.9 milljóna króna kröfu vegna afurðalána, Atvinnu- tryggingasjóður lánaði fyrirtæk- inu urú 60 milljónir 1990 og auk þess var Iðnlánasjóður með háa kröfu. Bústjóri, Jdlmimes Sigurðs- son héraðsdótnslögmaður. er búinn að fá nokkur tilboð í eign- irnar. Fyrsta tilboðið var frá Fóðurverksmiðjunni Laxá, sem bauð 27 milljónir. Fóðurbland- an-Ewos yfirbauð og lagði fram tilboð upp á 31 milljón en þá kom tilboð frá T. Skrettings a/s, sem var stór hluthafi í Istess. Tílboð Skretlings var mun hærra en hin tilboðin; upp á eina milljón dollara eða um 60 millj- ónir króna. Eftir því sem næst verður komist byggðist tilboð Skrettings meðal annars á því að fyrirtækið vildi tryggja að framleiðsluleyndarmál tengd fóðurframleiðslunni rynnu ekki til samkeppnisaðila. Fyrst í stað var tilboðið háð því að fallið yrði frá málsókn á hendur fyrir- tækinu vegna hlutafjárloforðs þess, en síðar drógu þeir það til baka. En Laxármenn höfðu ekki sagt sitt síðasta orð. því nú er bústjóri að fara yfir tilboð frá þeim sem væntanlega er hærra en Skrettingstilboðið. Hvorki bústjóri né Guðmimdur Stefáns- í nýju tölublaði Lögbirtinga- blaðsins er greint frá skiplalok- um alls 80 þrotabúa í Reykja- vík. þar af bú 63ja einstaklinga og 17 fyrirtækja. Heildarkröfur í þessi bú námu alls 400 milljón- um króna. en aðeins í tveimur tilvikum greiddist eitthvað upp í krötumar. liðlega 3 milljónir. son. framkvæmdastjóri Laxár. vildu tjá sig um tilboð Laxár. Að Laxá standa Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyrarbær. Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. og Byggðastofnun — allir aðilar Kröfur í þessi 80 bú voru allt frá því að vera 60 þúsund krón- ur upp í 50 milljónir króna. Hæstar vom kröfumar í þrotabú Fagtækni hfi. þar sem 1.7 millj- ónir greiddust upp í alls 50 milljóna króna kröfur. Um er að ræða heildsölu með byggingar- vörur sem staðsett var í Lág- með tveggja milljóna króna hlut. Allir ánu þeir hlut í ístess. Með tilboði sínu eru þeir að tryggja betur ýmsar ábyrgðir sem þeir höfðu gengist í vegna ístess. múla 7. Þá hljóðuðu kröfur í þrotabú Nonna hf„ heildsölu um vélar og búnað fyrir skip og báta. upp á 47 milljónir króna og fékkst ekkert greitt upp í þær. Kröfur í þessi tvö bú námu því samtals tæplega 100 millj- ónum króna. Skiptalok í 80 þrotabúum 400 milljóna kröfur töpuðust

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað: 8. tölublað (05.03.1992)
https://timarit.is/issue/253512

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

8. tölublað (05.03.1992)

Aðgerðir: