Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. MARS 1992 29 5ÉRFRÆÐ- INCAMÁL Sérfræðingamál getur á stundum verið torskilið. í mengunarvamareglu- gerð er skilgreining á nokkrum orðum sem við fyrstu sýn eru ekki auðskilin. Siturleiðsla er götuð leiðsla sem lögð er í jarðveg og á að dreifa fráveituvatni út í jarðveg. Sigvatn er mengað vatn sem kemur frá hvers konar starfsemi og er ekki leitt í fráveitu. Ennfremur vatn er rennur frá úrgangi eða gegnum hann. Með einni persónueiningu er átt við þau lífrænu efni og næringarsölt, sem einn einstaklingur skilar á meðaltali frá sér á sólarhring, eða jafngildi þeirra. Em ekki allir einhveiju fróðari? BÖRN DEYJA VECNA MENCUNAR Loftmengun er víða mikil en á fáum stöðum eins mikil og í Sao Paulo. fjöl- mennustu borg Brasilíu. Um fimmt- ungur bama undir fjögunra ára aldri sem deyja í borginni deyr af völdum sjúkdóma sem rekja má beint til loft- mengunar. Bílafloti borgarinnar spúir frá sér um 91 prósenti þeirra efna sem skaðleg em í andrúmsloftinu. EDIK í KLÓ- SETTID Edik hentar mjög vel til hreinsunar salemisskála. Það brotnar fljótt niður í náttúmnni og drepur svo til allar bakt- eríur. Þetta lesum við í Neytendablað- inu en ekki kemur fram hvaða bakter- íur það em sem lifa ediksbaðið af. Þær geta þó varla verið bráðdrepandi. Skútuvogi 10a - Sími 686700 RAFCEYM- AR HÆTTU- LECIR Rafgeymar em hveijum bíl nauðsyn- legir og reyndar em þeir notaðir til straumgjafar við ýmis tækifæri. En þeir skemmast með tímanum og mikilvægt er að þeir séu ekki skildir eftir á víða- vangi eða með venjulegu msli. Geym- amir geta nefnilega verið stórhættulegir og því ætti fólk skilyrðislaust að koma þeim á gámastöðvamar. DÝR DEYJA ÚT Það er alls ekki óalgengt að dýrateg- undir deyi út. Þær fáu milljónir dýra- tegunda sem í dag þrífast á jörðinni em aðeins brot þeirra 500 milljóna tegunda sem jörðina hafa gist í gegnum tíðina. Áætlað er að á síðustu 200 milljónum ára hafi um það bil ein tegund dáið út á hveiju ári. Áður dóu velflestar tegundir út af náttúrulegum orsökum en nú er öldin önnur. Nú deyja flestar tegundir út vegna athafna mannanna og ef ekki verður farið að með gát má búast við að dýrategundum í útrýmingarhættu fjölgi stórkostlega á næstu ámm. GEFÐU DOSTIL HJALPAR! Á laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 14.00 og við sækjum. ÞJÓÐÞRIF UNOAUa tUNSUA KÍTA vLL/ “SmBS" landsbjörg Dósakúlur um allan bæ. VISTLEGT UMHVERFI BÆTIR ÍMYNDINA OG EYKUR ARDSEMI Undanfarin ár hafa útsjónasamir atvinnurekendur gert sér ljóst að úrgangslosun á að vera meðal forgangsmála í sérhverju fyrirtæki, því það getur haft verulega ókosti að láta úrgang safnast fyrir á vinnustað, svo sem þrengsli, slysahættu, eldhættu, mengun og óþrif sem skaðað geta ímynd fyrirtækisins. Starfsemi Gámaþjónustunnar felst í almennri og sérhæfðri sorphirðu ásamt leigu, losun og umhirðu sorpíláta og gáma af öllum stærðum og gerðum. Við höfum tæknina og þekkinguna til að finna nákvæmlega þá lausn sem hentar þínu fyrirtæki, hversu stórt eða smátt sem það er. Hringdu í sölumann okkar og hann mun fúslega veita þér nauðsynlegar upplýsingar og ráðgjöf. © GÁMAÞJÓNUSTAN HF. VATNAGÖRÐUM 12 124 REYKJAVÍK SÍMI 688555 FAX 812051

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.