Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 52

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 52
m Pizzur eins og þær eiga að vera BORÐ APANTAN1R Laugavegi 126, s: 16566 í SÍMA 17759 - tekur þér opnum örmum HLUSTUM ALLAN SÓLARHRINGINN SÍMI 6213731 Llþýðubandalagið er búið að ráða sér nýjan framkvæmdastjóra og er víst að sú ráðning kemur ýms- um á óvart. Maður- inn er Einar Kari Haraldsson. fyrr- um ritstjóri Þjóðvilj- ans og Nordisk kon- takt, en talið er að hann hafi verið kominn langleiðina út úr flokknum, ef þá ekki alla leið. 'Einar hefur þó löngum verið mjög hallur undir Ólaf Ragnar Gríms- son formann, enda mun ráðningin hafa vakið litla hrifningu hjá Svav- ari Gestssyni, sem andmælti henni í þingflokki og framkvæmda- stjórn. Hans kandídat er sagður hafa verið Árni Þór Sigurðsson, sem nú er ritstjóri Helgarblaðsins. Annars leysir Einar af hólmi Flosa Eiríksson sagnfræðinema, sem var ráðinn tímabundið i starfið fyrir síð- ustu kosningar . .. V. erðkönnun sem gerð var af Neytendasamtökunum í desember og janúar sýnir svart á hvítu hve miklu lægra vöru- verð er í Bónusversl- unum Jóhannesar Jónssonar en ann- ars staðar. í könn- unninni, sem birtist í nýútkomnu tölu- blaði Neytandans, er reiknað út meðalverð þeirra versl- ana á landinu sem könnunin náði til. Það er notað sem stuðull og þá er meðalverðið yfir landið 100. Það hlýtur að teljast nokkuð góð út- koma fyrir Jóhannes að meðalverð- ið hjá honum er einungis 68,0. Með- alverðið í Hagkaup er talsvert miklu hærra eða 80,7, en í Miklagarði 89,0 . . . kjem kunnugt er var það ein af til- lögum Markúsar Arnar Antons- sonar borgarstjóra að takmarka af- greiðslutíma pylsu- vagnanna í miðbæn- um til að stemma stigu við óöldinni þar. Einhverra hluta vegna hefur lítið orðið úr þessum áformum og nú er líklega endanlega búið að slökkva á hugmyndinni, því borgarráð hefur ÞJOFAVORN Búnaðurinn skynjar hreyfingu. Hentar vel heimili og í fyrirtæki. Tengist Ijósum eða bjöllum. Kr. 5.500,- Á.B. & Co. - S. 52834 Dalshrauni 1 -220 Hafnarfirði fflDBŒDE Skeifan 7-108 Reykiavfk Sftni 91-673434 - Fax: 677638 samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu að gefa afgreiðslutíma söluvagna í miðbænum frjálsan. Það er því Ijóst að Sverrir Frið- þjófsson getur nú afgreitt pylsur alla nóttina ofan í svanga vegfar- endur... . árinu 1990 greiddi Trygginga- stofnun ríkisins 1.048 milljónir króna fyrir sérfræðiþjónustu lækna. Langstærsti kostnaðarliðurinn er vegna rannsóknarlækna sem fengu 226 milljónir fyrir þjónustu sína. Þetta eru læknar eins og Matthías Kjeld sem ná að selja ríkinu þjón- ustu rannsóknarstofa sinna. Þrátt fyrir að mikið hafi verið reynt til að koma þessum lið niður hækkaði hann um 6% frá fyrra ári . . . erðhrun hefur orðið á kvóta að undanförnu. Menn þykja heppn- ir ef þeir fá 150 krónur fyrir þorsk- ígildistonnið. Það er ekki langt síðan hvert tonn kostaði 180 til 200 krón- ur. Þeir sem fjárfestu í kvótanum þegar verðið var hvað hæst horfa nú fram á verulegt tap . . . If Jón Ingvarsson verður nýr fulltrúi Eimskipafélagsins í stjórn Flugleiða myndast athyglisverður þráður á milli kolkrabbans og gam- alla fjenda. Dóttir Jóns er nefnilega gift syni Sigurðar Helgasonar eldri, fvrrum forstjóra Flugleiða, sem veit fátt verra en hina nýju hús- bændur hjá Flugleiðum . . . GRILLIÐ OPNAÐ EFTIR GAGNGERAR BREYTINGAR Við bjóðum gesti okkar velkomna í nýtt Grill - nýjar innréttingar, nýtt eldhús, nýr bar, nýr matseðill, nýr vínseðill og lifandi tónlist í flutningi Carls Möller fimmtudags - til sunnudagskvölds. Áfram leggjum við allan metnað í að gestir okkar njóti bestu þjónustu og frábærrar matargerðarlistar. Velkomin í nýtt Grill! gerir þér kvöldiö ógleymanlegt!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.