Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 05.03.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. MARS 1992 E R L E N T Kona yfir MI5 Tímamir breytast. Nýr yfir- maður bresku leyniþjónustunnar MI5 var skipaður á dögunum og var það kona að nafni Stella Rimington. Þetta er í fyrsta skipti, sem kona nær svo langt innan bresku öiyggisþjónustunnar. Þetta þyk- ir líka merki um að leyndar- hyggja sú og pukur, sem breska embættismannakerfið er alræmt fyrir, séu á undanhaldi, því áður hefur vart verið viðurkennt að MI5 sé til hvað þá meira. Verið þér sælar ffk. Moneypenny. Kvótaskíptí Rússa og Grænlendinga Rússar og Grænlendingar hyggjast taka upp samvinnu í Barentshafi og við austurströnd Grænlands. Um þetta tókst sam- komulag á dögunum á meðan heimsókn rússneskrar verslunar- sendinefndar í Nuuk stóð. Fyrir- huguð eru kvótaskipti þannig að Grænlendingar fái að veiða í Barentshafi og Rússar við Grænland. Með þessu vonast hvorir tveggja til að geta nýtt skipastólinn betur. Svíar fækka opin- berum starfs- mönnum A síðastliðnum fimm árum hefur starfsmönnum hins opin- bera í Stokkhólmi fækkað um 10.000 og á næstunni er gert ráð fyrir enn frekari fækkun. í Stokkhólmi sér reyndar vart högg á vatni, því þriðji hver vinnufær íbúi höfuðborgarinnar er opinber starfsmaður. Mest hefur verið fækkað í tollinum, hemum og ýmsum undirdeild- um menntamálaráðuneytisins, sem í ljós kom að menntakerfið gat vel verið án. Ný ógn úr austri Þjóðverjar og aðrar þjóðir á meginlandi óttast nú mjög auk- inn straum eiturlyfja frá Sam- veldisríkjunum í austri. Hafa vestrænar þjóðir stofnað til sér- staks samstarfs í því skyni að stemma stigu við þessari nýju ógn úr austri. Eiturlyfin koma frá hinum íslamska hluta Sam- veldisríkjanna, um mafíuna í Moskvu og þaðan vestur eftir ýmsum leiðum. Fyrst og fremst eru það hass og ópíumefni ýmis sem koma þaðan. JARNGLOFAR OG SILKIHANSKAR í ASÍU Francis Fukuyama, lítt þekktur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu, vakti á sér athygli þegar hann gaf út ritgerðina Endalok sögunnar eða The End of History, þar sem hann viðraði þá kenningu, að með hruni kommúnismans hefði vestræn frjálshyggja unnið lokasigur í hugmyndabaráttu heimsins og fyrir vikið væri sagan öll. I síðasta mánuði kom út bók hans The End of History and the Last Man, en í greininni að neðan vekur hann máls á hugsanlegum keppinaut vestræns lýðræðis — silkihanskaalræði Asíu. Þegar litast er um á vettvangi hugmyndabaráttunnar eftir hrun kommúnismans kemur brátt í ljós að einn keppinautur vest- ræns lýðræðis er ósigraður og styrkur hans eykst dag ffá degi. Hér ræðir ekki um heittrúar- stefnu íslams heldur silki- hanskaalræðið, sem sagt er ríkja í Japan, Singapore og öðrum hagvaxtarríkjum Austur-Asíu. Þó að Japan og Suður-Kórea eigi að heita stjómarskrárbundin lýðveldi er því gjarnan haldið fram, að þjóðfélögin stjómist fremur af flokkadráttum, þar sem hagsmunir hópsins eru sett- ir ofar hagsmunum einstaklings- ins. Sagt er að kapítalisminn hafí náð fótfestu í Asíu en lýð- ræðið ekki, markaðskerfinu til fyllingar séu veittar föðurlegar ábendingar fremur en að um beina kúgun sé að ræða. Lee Kuan Yew, fyrrum forsætisráð- herra Singapore, telur þessa leið heppilegri fyrir Asíubúa en hreint og beint vestrænt lýðræði, þó ekki væri nema vegna kon- fúsíanskrar hefðar þar eystra. Það fer ekkert á milli mála, að efnahagslegur ávinningur er helsta réttlæting stjórnvalda í þessum löndum fyrir silki- hanskaalræðinu, því ólíkt kommúnisma eða heittrúar- stefnu íslams getur það hæglega fóstrað nýtískulegt og tæknivætt þjóðfélag með þvf að leggja áherslu á menntun og aga. Menn skyldu þó ekki gleyma því að ávinningurinn felst ekki síður á siðferðislega sviðinu, því þar eystra byggja menn enn allt sitt á fjölskyldunni, nágrönnum og virðingu íyrir hinum eldri. En áður en við leiðumst út í hjal um nýja öld silkihanskaal- ræðis við Kyrrahafsstrendur hafslöndin sem eina heild. Þó að Japan sé miklu frekar land heildarhagsmunanna en til að mynda Bandaríkin er einstak- lingshyggjan miklu meira áber- andi þar en var fyrir 45 árum Francis Fukuyama. skulum við virða fyrir okkur vandamálin. I fyrsta lagi er það mikil einföldun að líta á Kyrra- eða er í Singapore nú. Eftir þvf sem þjóðfélög þroskast á efhahagssviðinu auk- ast áhrif velmenntaðrar mið- stéttar, sem sækir afstöðu sína í auknum mæli á hið alþjóðlega markaðstorg notaðra hugmynda. Það er engin tilviljun að þau þrjú Asíuríki, sem lengst eru komin efnahagslega, Japan, Suður-Kórea og Tævan, eru jafnframt þau sem næst standa Vesturlöndum á pólitíska svið- inu, vegna þess að miðstéttin sér orðið lengra nefi sínu og sækist eftir fleiru en efríalegri velmeg- un einni saman. Annar vandi er sá að hóp- hyggjan býður að hópurinn sé skýrt afmarkaður þó svo að baki búi kannski fremur veikburða forsendur. Til þess að hópurinn sé sterk- ur og samheldinn þarf eitthvað að greina meðlimi hans frá öðr- um en til langs tíma litið ýtir slíkt jafríframt undir óbilgimi og óþol gagnvart öðrum. Þeir sem skera sig úr hópnum heima fyrir eiga ekki sjö dagana sæla og út á við hættir þeim til þess að vera fullákveðnir, jafnvel svo að utanríkisstefnan er í raun hrein útþenslustefría. Japanir eru þekktir fyrir að hafa sérstakt dálæti á öllu því sem japanskt er, sem væri svo sem í lagi ef ekki kæmi til illur bifur þeinra á flestu því sem að utan kemur. Einn góðan veður- dag kann þetta að koma sér verulega illa fyrir þá, bæði pólit- ískt og efríahagslega, því lflct og annars staðar er ekki unnt að út- rýma allri láglaunavinnu og fram undan er alvarleg mann- ERLENT SJÓNARHORN Andlitslyftingar í Bretlandi VALGERÐUR BJARNADÓTTIR John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur enn ekki ákveðið endanlega hvaða dag kosningar verða haldnar þar í landi, helst er þó veðjað á 11. apríl. Fréttirnar á BBC bera þess óneitanlega merki að kosningar eru í nánd. Ihalds- menn sækjast eftir endurkjöri fjórða kjörtímabilið í röð. Skoð- anakannanir sýna að mjótt er á mununum. Þrjú kjörtímabil við stjómvölinn eru langur tími í lýðræðisríki. Stundum finnst manni ráðherrar verða heima- ríkir og líta á það sem eðlileg- asta hlut í heimi að þeirra sé mátturinn og dýrðin. Þannig var sannarlega komið fyrir frú Thatcher og freistast maður til að halda að það hafi einmitt verið ein ástæðan fyrir því að henni var ráðlagt að reyna ekki til þrautar á styrk sinn innan flokksins. Þótt stjómin sé enn hin sama og stefnumálin hin „Stjórnmálamenn flestir vilja síst af öllu ræða grundvallaratriði, það á við hvort heldur á íslandi eða úti í hinum stóra heimi. í þeim efnum eru þeir spegilmynd þjóðarinnar, umræða um grundvallaratriði víkur fyrir dægurmálunum.“ sömu, þá hefur yfirbragðið breyst og í nefskattsmálinu — „poll tax“ — svokallaða breytti flokkurinn stefnu sinni, enda var fólkið einfaldlega á móti skattinum. Kúvending í stjómmálum er ekki algeng og andstæðingar gera auðvitað eins mikið úr henni og mögulegt er, ef grannt er skoðað hins vegar þá mætti örugglega vera meira slíkt. I daglegu lífi að minnsta kosti þykir sá sem viðurkennir mis- tök sín og reynir að leiðrétta þau ekki minni maður, hið sama ætti auðvitað að gilda í heimi stjómmálanna. Fyrir þann sem er vanur hlut- fallskosningum og samsteypu- stjómum er skrýtið að hlusta á umfjöllun um Frjálslynda flokkinn á Bretlandi og viðtöl við forystumenn hans. Frjálslynda flokknum er nú spáð 10—15% atkvæða í kosn- ingum. Paddy Ashdown, formaður flokksins, hefur sett endurskoð- un kosningalaganna á oddinn, segist munu gera slíka endur- skoðun að skilyrði fyrir sam- starfi við aðra flokka ef hann kemst í oddaaðstöðu á þingi. Mörgum finnst þetta óskyn- samlegt af honum, hann ætti að fara hægar í sakimar, krefjast fremur skýrslugerða eða athug- unar á nýju kosningafyrirkomu- lagi. Hann segir á hinn bóginn að þetta sé mesta hagsmunamál kjósenda sinna, sem auðvitað er rétt, á hinn bóginn er það lflc- lega ekki „pólitískt klókt“. Stjómmálamenn flestir vilja síst af öllu ræða grundvallarat- riði, það á við hvort heldur á ís- landi eða úti í hinum stóra heimi. í þeim efnum em þeir spegil- mynd þjóðarinnar, umræða um grundvallaratriði víkur fyrir dægurmálunum. Verkamannaflokkurinn hefur fjárfest svo um munar í foringja sínum, Kinnock. Gagngerð endumýjun hefur verið gerð á útliti flokksins og innviðum hans. Frambjóðendur em með rauða rós í barminum, og mikil áhersla lögð á að þeir séu „smart“. Málatilbúnaðurinn er ekki sem verstur en samt er eitthvað sem vantar, líklega einfaldlega það að Kinnock vantar eitthvert óskilgreint aðdráttarafl sem stjómmálaforingjar á sjónvarps- öld þurfa að hafa. Og af því að Ihaldsflokkurinn var svo hepp- inn að gerð var á honum and- litslyfting þá þyrði ég ekki að veðja um útkomu kosninganna. Fram að þessu hef ég annars haldið því fram að einn af „fíd- usunum“ við lýðræðið væri að velja nýja stjóm á að minnsta kosti þriggja kjörtímabila fresti. Höfundur er eríndreki Félags íslenskra iönrekenda og Vinnuveitendasam- bands íslands í Brussel. ekla. Og ólíkt Bandaríkjunum á Japan ekki auðvelt með að taka á móti erlendu vinnuafli, hvort sem um ræðir fátæka Filipps- eyjabúa eða Pakistana eða ríka Bandaríkjamenn. Evrópa og Norður-Ameríka em á góðri leið með að sameina vinnumarkaði sína, sem mun tvímælalaust gera ríki þeirra samkeppnisfærari á alþjóðavett- vangi. Sams konar samruni hinna ólíku þjóða Austur-Asíu er aftur á móti nær óhugsandi, einmitt vegna hóphyggjunnar sem áður var nefríd. Þrátt fyrir að Asíuþjóðimar deili með sér konfúsíanskri heimspeki er ekki þar með sagt að þær telji sér sömu örlög ætl- uð. Einstaklingshyggja Vestur- landa byggist aftur á móti á trú Vesturlandabúa á jöfnuð mannsins óháð því hvaðan hann er. En þegar allt kemur til alls snýst málið einfaldlega um það hvort maðurinn geti í raun orðið hamingjusamur með því að fóma sér í þágu heildarinnar. Það er öldungis glögglega augljóst að alls staðar þurfa menn að finna jafnvægi milli hagsmuna einstaklingsins og heildarinnar. Gagnrýnendur vestrænnar einstaklingshyggju í Asíu hafa vissulega ýmislegt til síns máls, en ef hagsmunum einstaklings- ins er endalaust fómað fyrir hópinn er auðvelt að missa sjón- ar á því, sem gerir lífið þess virði að lifa því. Japanskt þjóðfclag er á marg- an hátt jafrískipulagt og ósveigj- anlegt og gerðist í austurblokk- inni til skamms tíma, ekki vegna kúgunar heldur vegna þjóðfélagshefða. Þar ríkir það sem Alexis de Tocqueville nefndi einræði meirihlutans, þar sem til vill er manninum eigin- legra að leita öryggis en frelsis, en mér er nær að álíta að mann- legt eðli muni fyrr eða síðar bijótast úr þeim viðjum. Austur-Asía kann því að standa á merkum tímamótum. Annars vegar geta ríkin þar haldið áfram á brautinni til vest- ræns lýðræðis eða þá að and- staðan við hinar vestrænu frjáls- hyggjuhefðir magnast og opin- berasL Þróunin í Japan mun hafa áhrif á öll önnur ríki svæðisins og nú þegar heyrast raddir um að eigið framlag Japans til nú- tímamenningar landsins sé enn merkilegra en nokkuð það, sem þegið var að vestan. Asíska leiðin er háð konfús- íanskri hefð og ber þar af leið- andi ekki í sér samskonar hættu og kommúníska trúboðið gerði. Aftur á móti gæti hún hægast leitt til átaka seinna meir, annað- hvort milli Asíuríkjanna og Vesturlanda eða Asíuríkjanna innbyrðis.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.