Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 9. APRÍL 1992 FYRST FREMST GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON. Myndi innganga hans í rík- isstjórn tryggja friðinn í Alþýðuflokknum? JÓN SIGURÐSSON. Væringar innan flokksins gætu flýtt fyrir því að hann drægi sig út úr pólitík. HEIMTARGUÐ- MUNDURÁRNI RÁÐHERRASTÓL? Loft er nú lævi blandið í for- ystusveit krata í kjölfar einarðrar andstöðu Jóhönnu Sigurðar- dóttur, Guðmundar Árna Stefánssonar og fleiri við bankafrumvarp Jóns Sigurðs- sonar. Ekki bætir úr skák að Guð- mundur Ámi og Jóhanna hafa hvomgt tekið því fjarri að ganga á hólm við Jón Baldvin Hanni- balsson formann á flokksþing- inu í haust. Þar að auki hefur Guðmundur Ámi lýst því yfir að hann styðji Jóhönnu eindregið til „allra góðra verka“, og hann mun tæpast hugsa sig um tvisvar ef Jóhanna leggur til atlögu við Jón Baldvin. Aðeins eitt er talið geta komið í veg fyrir að Guðmundur Ámi beiti sér til hins ýtrasta gegn Jóni Baldvini á flokksþinginu. Það er að Jón Sigurðsson gerist seðla- bankastjóri strax í haust og hleypi þannig Guðmundi Áma inn á þing. En það er heldur ekki alveg nóg. Sumir stuðnings- manna Guðmundar Áma telja stöðu hans svo sterka, bæði inn- an flokksins og út á við, að hann eigi að fara fram á ráðherrastól- inn sem losnar þegar iðnaðarráð- herra tekur við af Jóhannesi Nordal í Seðlabankanum. SKÁLDIN GRAFA STRÍÐSÖXI íslenskir rithöfundar hafa ár- um saman verið í tveimur félög- um sem löngum elduðu grátt silfur saman. Það á rætur að rekja til dilkadráttar kalda stríðs- ins sem setti mark sitt á íslenska menningarpólitík áratugum saman. En nú virðast menn vera að skríða upp úr þessum úreltu skotgröfum eins og öðrum, þótt því víki raunar svo við að félags- skapur „hægrisinnaðra“ rithöf- unda er að líða undir lok: Félag íslenskra rithöfunda. Indriði G. Þorsteinsson hef- ur lengst af verið höfuðpaur Fé- lags íslenskra rithöfunda. I félag- : inu hafði hann sveit rithöfunda, sem flestir hverjir þóttust á ein- hvem hátt sviknir um metorð (og úthlutanir úr launasjóðum). Nú bregður hins vegar svo við að liðsmenn Indriða hafa í talsverð- um mæli gengið í Rithöfunda- sambandið upp á síðkastið. Þar má nefna Hilmar Jónsson, bókavörð og stórtemplar í Kefla- vík, sem ámm saman hefur höggvið á báðar hendur og hlífir hvorki „vinstra genginu" né Morgunblaðsmönnum þegar hann setur saman samsæris- kenningar um menningarmál. Auk Hilmars hafa a.m.k. tveir aðrir úr félagi Indriða gengið í RSÍ, Gunnar Dal og Ingimar Erlendur Sigurðsson. Indriði, sem verið hefur önn- um kafinn við að rita sögu Bún- aðarbankans, hefur hins vegar ekki bankað upp á ennþá. KOMMAR Á KLAPP- ARSTÍGNUM Hvar er í heimi hæli tryggt á þessum síðustu og verstu tím- um? Jú, kannski í Kommúnista- bandalaginu, Baráttusamtökum sósíalista eða þá í Málfundafé- lagi alþjóðasinna. í símaskrá eru skráð Baráttu- samtök sósíalista, Klapparstíg 26, sími 17513. Þegar hringt er í 03, upplýsingar, fæst hins vegar uppgefið — með tilheyrandi hlátrasköllum — að fyrir þessu númeri sé skráð Kommúnista- bandalagið svokallað. En sama aðsetur, á Klapparstígnum, hefur reyndar líka Málfundafélag al- þjóðasinna, sem á laugardaginn klukkan 13 gengst þar fyrir opin- bemm fundi undir yfirskriftinni Margir byrjuðu að horfa — flestir gáfust upp Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup á íslandi sám rúmlega 34 þúsund íslendingar fyrir framan skjáinn og horfðu á Ríkissjón- varpið miðvikudagskvöldið 11. mars síðastliðinn þegar kvik- myndin Sprelligosinn hófst klukkan rúmlega tíu. Þetta var frönsk grín- og spennumynd með Jean Paul Belmondo í aðalhlut- verki og hét Le guignolo á frum- málinu. Þegar myndin var hálfnuð höfðu 13.300 manns gefist upp á henni og annaðhvort slökkt á tækinu eða skipt unt stöð. Áður en myndinni lauk höfðu aðrir 11.400 gefist upp. Það var því ekki nema fjórðungur þeirra sem byrjuðu að horfa á Sprelligosann sem þoldi út myndina á enda. Og svona var þetta alla vikuna. Þegar sýning myndarinnar Eins og gengur (Business as Usual) hófst sátu 32 þúsund manns við skjáinn en 25 þúsund gáfust upp og misstu af endinum. 25 þús- und manns byrjuðu að horfa á Sálarflœkjur (Crimes of the Heart) en 17 þúsund sprungu á limminu. En innkaupadeildin hjá Ríkissjónvarpinu getur þó huggað sig við að þótt aðeins7.500manns hafi nennt að horfa á Eins og gengur til enda þá er það stærri hópur en horfði á Þingsjá og Lagið mitt. Þessir þættir drógu aðeins 5.700 manns að skján- um og þar sem þeir eru báðir stuttir eru engar heimildir til urn hvort sá fjöldi horfði til enda. Reyndar er hægt að efast um það. Þegar út- varpsfréttir í dagskrárlok hófust, eftir að lag Sig- urbjargar Þórðardóttur hafði verið flutt, sat eng- inn við skjáinn — eða 0 prósent samkvæmt fjöl- miðlakönnun Gallup. „Stríðsundirbúningur Banda- ríkjanná*. Þar hefúr Ottó Más- son framsögu, en síðan verða fijálsar umræður um efnið. Málfundafélagið hefur reynd- ar gengist fyrir mörgum fúndum í vetur, meðal annars um baráttu blökkumanna fyrir mannréttind- um, kreppuna og upplausn Sov- étríkjanna. í stjóm félagsins eru þeir Gylfi Páll Hersir, Björn Logi Þórarinsson og Pétur Böðvarsson. Baráttusamtök sósíalista munu vera aflögð, en Kommún- istabandalagið starfar, þótt ekki sé félagið ýkja fjölmennt. Það á rætur að rekja til gömlu Fylking- arinnar, þótt þekktustu barátúi- jaxlamir þaðan (les Birna Þórð- ardóttir og Ragnar Stefáns- son) taki engan þátt í starfinu. Þau vom hins vegar í Baráttu- samtökum sósíalista. LÍFSBJÖRGIN í LÖG- BANNI Það var í fréttum um daginn að mynd Magnúsar Guð- mundssonar Lífsbjörg í norður- höfum yrði sýnd á mikilli kvik- myndahátíð umhverfisvemdar- sinna sem fer ffam í London síð- ar í mánuðinum. Þótti þetta nokkur upphefð fyrir myndina og aðstandendur hennar. Hátíðin ber yfirskriftina „Earth in Foc- us“ og er meðal annars haldin á vegum Konunglega landfræði- félagsins. í heiðursstjóm hátíðar- innar sitja til dæmis frægir leik- arar á borð við Sir John Gi- elgud, Jeremy Irons. Reyndin mun víst vera sú að nú er komið í ljós að myndin verður ekki sýnd við þetta tæki- færi. Greenpeace mun hafa komið ffam athugasemdum við stjómendur hátíðarinnar og bent á að lögbann hafi verið sett á sýningu myndarinnar á Bret- landi þegar árið 1989. Því hefur ekki verið aflétt og því óheimilt að sýna myndina á Bretlandi. ÍSLANDSVINI SPARKAÐ Jörgen Schleimann heitir mikill Islandsvinur sem löngum hefur verið umdeildasti blaða- maður í Danaveldi. Forðum tíð var hann fréttastjóri á ríkisút- varpinu danska, en fór þaðan í fússi (hann vakti meðal annars hneykslan þegar effir honum var haft að stór hluti hlustenda væri steinaldarfólk, kverúlantar og þorpshálfvitar). Eftir það var Schleimann um hríð ritstjóri á i Weekendavisen þar sem hann fékk útrás með því að skrifa langar greinar með heimspeki- legu ívafi, enda mun ást manns- ins á Frakklandi engu minni en ástin til Islands. Nafn Schleimanns komst svo á hvers manns varir 1987 þegar hann var skipaður forstjóri Stöðvar 2, nýrrar sjónvarps- stöðvar sem tók til starfa í októ- ber 1988. Samt fór hann ekki leynt með að hann áliti sjónvarp tt'masóun. Síðan þá hefur stöðin notið meiri hylli meðal Dana en hin gamla Stöð 1. Fáir efast um að Schleimann hefur staðið sig vel í starfi, en hins vegar hefur aldrei verið logn í kringum hann, enda er maðurinn með afbrigð- um stórlátur og sérvitur. En nú er semsagt búið að reka Schleimann, eða réttar sagt samningur hans verður ekki end- umýjaður. Ef að líkum lætur fer hann til Frakklands að sleikja sárin, eða kannski til Islands því hér á hann ýmsa vini síðan hann var hér langdvölum ungur blaða- maður fyrir einum þrjátíu árum. Meðal helstu vina Schleimanns á Islandi mun vera Matthías Jo- hannessen, ritstjóri Morgun- blaðsins, en hann tók líka miklu ástfóstri við Ólaf heitinn Thors. Schleimann hefur sagt að hefði Ólafúr búið meðal stærri þjóðar en íslendinga hefði hann orðið einn af mestu stjómmálaskör- ungum tuttugustu aldarinnar. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR. Framboð gegn Jóni Baldvini veltur á stuðningi Guðmundar Árna. HILMAR JÓNSSON. Ekki hættur viö samsæriskenningar, en genginn í rithöfundasambandið. INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON. Verður hann næsturtil að ganga í sambandið? MAGNÚS GUÐMUNDSSON. Lífsbjörgin hans er í lögbanni á Bretlandi og kemst ekki á kvikmyndahátíð. JÖRGEN SCHLEIMANN. Sér- vitur íslandsvinur sem byggði upp sjónvarpsstöð, nú atvinnulaus. ÓLAFUR THORS. Haföi hann upplag til að veröa einn af mestu stjórn- málaskörungum aldarinnar? Ert þú ekki fyrsti maöurinn til að kvarta undan því að ít- alskar myndir séu ekki nógu langar, Friðrik? „Ég hefði aldrei tekið þetta upp hjá sjálfum mér. Ég flýt bara með Svíunurn." Aðstandendur Bama náttúrunnar hafa ákveðið að fylgja öörum kvik- I myndum sem voru tilnefndar til Óskarsverðlauna og kvarta undan því að þeir sem greiddu atkvæöi í kjörinu hefðu flestir séö stytta útgáfu af ít- ölsku myndinni sem vann. Þeir sem tilnefndu hana munu hins vegar hafa séö upprunalegu útgáfuna. LÍTILRÆDI affermingum Það þarf ekkert endilega að vera tiltakanlega dýrt að gera sér dagamun á íslandi. Það setur tildæmis engan á hausinn að lyfta sér upp með því að fara á fund í heimatrúboði leikmanna, eða í Kolaportið, á fund hjá Junior Camembert, eða Frímúrarareglunni. Það kostar líka skít á priki að bregða undir sig betri fætinum og fá sér snúning hjá Samtökum aldraðra og flétta tágar eða prjóna leppa ef allar neita eða engin býður manni uppí dans. Og jarðarfarir eru auðvitað ein- hver ódýrasta upplyfting sem um getur vegna þess að ekki er ætlast til þess að maður leysi líkið út með gjöfum. Öðru máli gegnir með ferm- ingamar. Að sjálfsögðu er það mikil fullnæging fyrir skemmtana- sjúkan mann að vera boðinn í ntargar fermingarveislur á ári hverju. En gallinn er bara sá að maður sem boðinn er í fleiri en eina fermingarveislu á ári stend- ur andspænis þeirri staðreynd að hann hefur ekki ráð á að gera sér annan dagamun það árið. Algengt mun að þegar ferm- ingar nálgast, þá fari menn með alla fjölskylduna til útlanda til að losna við útgjöld uppá fleiri- hundruðþúsund í mynd hljóm- tækjasamstæðna, sjónvarps- myndavéla, stereó-þetta eða stereó-hitt. Sumir flýja land ltreinlega til að sleppa við að snara út umtalsverðum fjárupphæðum FLOSI ÓLAFSSON sem svo sannarlega er ætlast til að veislugestir við ferminguna láti af hendi rakna svo ungl- ingamir geri sæmilegan bísness um leið og þeir í drottins nafni fá, með fermingunni, staðfest- ingu á skíminni setn bamið tekur venjulega áður en vits- rnuna- og þroskaferill þess hefst. Stundum er einsog manni finnist að við ferminguna sé ekki verið að staðfesta skímina, heldur sé einfaldlega verið að konfirmera efnishyggjuna sem blessað bamið hefur dmkkið í sig með móðurmjólkinni frá blautu bamsbeini. Og jafnvel einsog það sé talið sjálfsagt mál að guðs blessað orð, guðspjöllin og kenning heilagrar ritttingar sé sérhönnuð fyrir verslunarstéttina að græða á, hvortsem það nú er á jólum, páskum eða aðra tyllidaga. Og er þá ekki orðið umhugs- unarefni hvort kirkjan sé farin að gegna sama hlutverki og helgidómurinn í Jerúsalem forð- um: að skjóta skjólshúsi yfir mangara og búðarlokur. Er kannski korninn tími til að endurlausnarinn fari að láta sjá sig aftur til að velta unt borðum víxlaranna í helgidómnum? Kannski ættu þjónar kirkj- unnar að fara að kenna það sem frelsarinn kenndi í musterinu forðum: Og hann kenndi og sagði við þá: Er ekki ritað: Hús mitt á að nefnast bænahús fyrir allar þjóðir. En þér hafið gert það að ræningjabæii. (Mark. 11. kapítuli 17.-18. vers.) Hvað sjálfan mig áhrærir langar mig mest til að hætta að taka þátt í þessum skemmtilegu fjárplógsuppákomum verslun- arstéttarinnar í nafni kristin- dómsins, sleppa jólum, páskum, skímum, fermingum, giftingum osfrv. og gera mér þá dagamun í kristilegum gleðskap þarsem gestimir em ekki sligaðir af óbærilegum fjárútlátum. Fara að stunda jarðarfarimar. Og vissara að einbeita sér að þeim áður en mangarar og búðarlokur setja klæmar í þær líka.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.