Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 45

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRIL 1992 45 MUMIA AFHJÚPUÐ í BOX" HRINO „Við stilltum upp fjórum stólpum í ferhyming og strengd- um gulan borða á milli þeirra, þetta var svona eins og box- hringur. Svo höfðum við einn stólpa í miðjunni og á honum sat stúlka sem var vafin eins og múmía frá toppi til táar nema hvað hárið á henni stóð upp úr. Við vorum síðan fjögur algjör- lega svartklædd og gengum inn í hringinn við magnaða músík og skæri á lofti. Eg byrjaði að klippa utan af stúlkunni en hinir klipptu gulu borðana. Músíkin var rosal- ega mögnuð og við reyndum að vera í takt við hana,“ segir Aðal- heiður Birgisdóttir, nemi á myndlistarbraut Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti. Hún var þama að lýsa gjöm- ingi sem hún framkvæmdi á Unglist ásamt fjórum félögum sínum. Hópurinn kallaði sig 1/2 MDL. 80, furðulegt nafn. Eða hvað? „MDL. 80 þýðir bara myndlist 80 og er nafnið á kúrs- inum. Þar sem við tókum ekki öll þátt í gjömingnum skelltum við hálfum fyrir framan,“ útskýr- ir Aðalbjörg. Hún segir að þau hafi ekki verið að fara neitt sérstakt með þessum gjömingi sínum og þver- tekur fyrir að þau hafí með þessu verið að lýsa skoðun sinni á málarekstri hnefaleikakappans Mikes Tyson. Sem nú skúrar gólf í tukthúsi í Bandaríkjunum. Aðalbjörg segir ekki útilokað að hópurinn geri eitthvað meira saman í framtíðinni. Hvað hana sjálfa varðar er hún staðráðin í að. verða listamaður og stefnir á Myndlista- og handíðaskólann. Kristján Guömundsson hugsar stórt en vinnur smátt. Hann virðist fjarska íhugull og alvörugefinn listamaöur, en yfirleitt er ekki djúpt á gamansemi, sem raunar tekst oft aö villa á sér heimildir. Mynd- irnar hans eru oftast nær smágervar og krefjast talsverörar skoöunar - kannski þarf maöur aö staldra viö og hugsa smá - og ættu aö fara vel á veggjunum á Galleríi 11, sem er lítill sýningarsaiur og látlaus. Par er Kristján aö fara aö hengja upp teikningar, en sýningin veröur opnuö á föstu- daginn. Ætli Raspútín yröi ekki bara ánægöur meö strákana? RASPUTIN A SYNI SEX „Okkur hefur verið tekið mjög vel þegar við höf- um komið fram, en aftur á móti höfum við verið ofsalega latir við að spila á tónleikum. Hugmyndin er að fara alvar- lega af stað núna í sumar og spila töluvert," segir Hajþór Ragnarsson, annar söngvara hljómsveitar- innar Sona Ras- pútíns. Synir Raspú- tíns em, auk Hafþórs, Krístinn Schram söngvari, Kolbeinn Proppé kassagítarleikari, Birgir Jónsson trommari, Jón Erlingsson bassaleikari og Valur Einarsson rafgítarleikari. Hljóðfæraskipan sveitarinnar er dálítið sérstök, tveir söngvarar og kassagítarleikari. Hafþór segir að þessi skipan geri þá frábmgðna öðmm sveitum. „Við leggjum mjög mikið upp úr að radda lögin vel og jtessi skipan gefur vissa sérstöðu," segir Hafþór. Synir Raspútíns spila fmmsamda tónlist í bland við uppáhaldslög sín frá öðmm böndum. Þetta er því ein fána sveita sem reyna að halda úti fmm- sömdu prógrammi, en slíkt er að sjálfsögðu virð- ingarvert. En nafnið, hvaðan kemur það? „Okkur fannst þessi maður, Raspútín, bara vera svo mikil hetja," svarar sonurinn stoltur. SJONVARP • f austurvegi. Fréttastofur Sjón- varps og Útvarps hafa um árabil hald- iö úti fréttamanni í Kaupmannahöfn. Þaö hefur lengi vel verið einasti út- sendari íslenskra fjölmiöla sem er í fullu starfi erlendis. I útkjálkanum Dan- mörku gerist náftúrlega fátt sem telst til tíöinda miðaö viö þaö sem skeður úti í hinum stóra heimi. En fréttamaðurinn þarf aö vinna vinnuna sina og því fá- um viö heim í stofu nær daglegar frétt- KOLSTAKKUR Black Robe REGNBOGANUM Jesúítaprestur fer inn í auönir Kanada aö kristna indíána. Prýðileg mynd og einhvern veginn miklu raunverulegri en Dansar viö úlfa. Indíánarnir eru hvorki góöir né vondir, hvorki vinir né óvinir, bara allt ööruvísi en Evrópumennirnir. Pess vegna hljóta allir bíöa skaöa. Landslagiö er ægifagurt en líka ógnvekjandi; þetta er magnaö feröalag inn í myrkan og fjandsamlegan heim. ★★★★ ÆVINTÝRI Á NORÐURSLÓÐUM HÁSKÓLABÍÓI Prjár stuttar myndir sem er skeytt saman í biómynd. Allar gerast þær á vestur-norræna svæöinu svo- kallaöa og alltaf er meginþemaö börn og náttúra. Prátt fyrir nokkra tæknilega annmarka er ýmislegt vel gert. Gott fyrir börnin og fjölskylduna. ** BÓKIN EDITH SÖDERGRAN LANDIÐ SEM EKKI ERTIL Það er merkilegt með þessar ljóðabækur — það er alltaf verið að gefa þær út þó að lesendahópurinn sé varla sýnilegur. Til að bæta gráu ofan á svart eru þær síðan gefnar út á þeim tíma sem enginn kaupir bækur. En joetta er heiðarlegt tilræði við „Þorláksmessuandann" og ber að lofa það. Eins og sönnu ljóðskáldi sæmir er Edith löngu dauð eftir að hafa kvalist í fátækt og sjúk- dómum. Hún dó meira að segja ung. í bjartsýna Ijóða- flokknum fær hún 8 af 10. ir af ókyrrð hjá dönskum sósíaldemók- rötum, líkt og þar séu aö veröa einhver tímamót í veraldarsögunni. Þetta er náttúrlega jafnvitlaust og þaö er vitur- legt aö senda rússneskumælandi fréttamann á borö viö Jón Ólafsson til misserisdvalar í austurvegi. Þaðan kemur hann meöal annars með þenn- an þátt frá Georgíu sem kvað inni- halda viðtal við Edúard Sévardnadse. Sþnvarpið Hm. kl. 22.30. • Þingkosningar á Bretlandi. Verö- ur Neil Kinnock næsti forsætisráö- herra Bretlands? Heldur íhaldiö enn velli eftir þrettán óslitin ár? Komast Frjálslyndu demókratarnir í lykilstööu og Paddy Ashdown þá kannski í Downingstræti? Þessum og öðrum spumingum veröur svarað í kosninga- vöku BBC sem fréttastofa Sjónvarps endunrarpar á föstudagsnóttina. Sum- ir segja aö bresk pólitík hafi töluverð áhrif á (slandi, það má pæla í því, en líka í því hvort breskt kosningasjón- varp er betra en íslenskt — og svo má auövitað gefa því gaum hvaö hann Bogi Ágústsson er líkur John Major. Sjónvarpið, tim. kl. 23.10. • Á bláþræöi. Horfið á þessa mynd ef þiö viljið sjá bera bossann á Mel Gib- son. Hann ætlaði nefnilega aldrei aö koma nakinn fram en hér lét hann til- leiöast við fögnuö kvenna sem þykir hann kynþokkafyllsti karl í heimi. Á móti Gibson leikur Goldie Hawn; hún setur ennþá upp krúttlegan munnsvip. Stöð 2 lau. kl. 21.45. • Michael Aspel & félagar. Aspel lætur ágætlega aö tala viö fólk. Meöal gesta hans aö þessu sinni er söngvar- inn Mick Hucknall úr Simply Red. Hann er rauöhærður og frægur fyrir aö VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1 Terminator 2 2 Backdraft 3 Arachnophobia 4 Quigley Down Under 5 Teen Agent 6 Fjörkálfar 7 Lömbin þagna 8 Hard Way 9 Homer and Eddie 10 Hudson Hawk vera einhver montnasti maöur í norö- urálfu. Þarna verður líka leikkonan Va- nessa Redgrave. Hún er rauðhærð og fræg fyriraö vera ógnar róttæk, hluti af því sem Bretar kalla „the loony left". Stöð2sun. kl. 21.15. LÍKA í BÍÓ • BÍÓBORGIN: Víghöföi**** Mister Jphnson*** JFK** Síöasti skátinn** BÍÓHÖLLIN: Faöir brúöarinnar** Óþokkinn*** Sföasti skátinn** Thelma & Louise*** Pétur Pan*** Kroppaskipti** Svikráö** HÁ- SKOLABÍÓ: Harkan sex* Ævintýri á noröurslóöum** Frankie & Johnny** Lömbin þagna*** Háir hælar** Til endaloka heimsins** Dauöur aftur** Tvöfalt líf Verón- íku*** LAUGARÁSBl'Ó: Reddarinn* Víghöföi**** Barton Fink*** REGN- BOGINN: Kolstakkur**** Föður- hefnd* Kastali móöur minnar*** Léttlynda Rósa*** Ekki segja mömmu* Homo Faber**** SÖGU- BIÓ: Kuffs** JFK** STJÖRNUBÍÓ: Strákarnir f hverfinu** Stúlkan mfn*** Börn náttúrunnar*** Bilun f beinni útsendingu*** . ..fær Hemmi Gunn. Hann var sá fyrsti til að slá fréttirnar út í vinsœldum þegar hann sá um spurn- ingakeppni fram- haldsskólanna á ár- um áður. Og hann er enn vinsœlastur — sex árum síðar. FRÍAR HEIMSENDINQAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensásvegi 10 - þjónar þér allan sólartiringinn I l f 0 I 5 ’í l Kántríbandið AMIGOS sem eru þeir PAT TENNIS, VIÐAR JÓNSSON OG ÞÓRIR ÚLFARSSON Aldurstakinark 23 ár i s ! i m \ \ 0 i i 0 BORGARVIRKIÐ « ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 * S: 13737

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.