Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9.APRIL1992 tfvtjí ditUsA- íburður Ástþór Jóhannsson hjá auglýsingastof- unni Góðu fólki „Allt sem er smekklaust og of mikið í það lagt er íburð- ur. ,Uess is more“.“ Saga Jónsdóttir leikkona „Perlan... eða Ráðhúsið." Aslaug Snorradóttir útlitshönnuður „íburð tengi ég við ofhlaðið heimili hjá nýríku fólki.“ Amdís Tómasdóttir innheimtustjóri „Dýr viðurog stór hús... til dæmis Ráðhúsið." Örn Ingi Gíslason myndlistarmaður „Fátækt. Það cr vcgna þess að ég er einmitt að skrifa leikrit sem hcitir Andstæður. það kallar bara að.“ Unnur Arngrímsdóttir hjá Módelsamtökun- um „Versalir." Ingi Stefánsson tannlœknir „Dýri glugginn í Ráðhúsinu og dýra joðið þar.“ Heiðrún Dóra Ey- vindardóttir mann- fræðingur „Ráðhúsið í Reykjavík." Eru nágrannar þínir ístigaganginum leiðinlegir? Hávaðasamir? Tilætlunarsamir? Beinlínis óþolandi? Eina ráðið er að vera enn ömurlegri sjálfur ÓÞOLANDI NÁGRANNI jf m . eða: Viltu vera látinn alveg íí Iú8 Þegar þú ert búinn að koma þér fýrir skaltu heimsækja alla nágranna þína og láta þá bjóða þér í kaffi. Segðu þeim ævi- sögu þína í löngu, löngu máli og segðu þeim að þú komir aftur eins fljótt og þú getur. Boð Hér kemur tvennt til greina. Annaðhvort skalni halda hávaðasöm boð sjálfur eins oft og þú get- ur, eða—og það er ódýr- ara—kvarta hástöfum þegar nágrannamir bjóða til sín fólki. Fáðu þér nokkra ketti og einn hund. Hleyptu þeim öllum ffam á stigaganginn á kvöldin svo þau fái hreyfíngu. Berstu með kjafti og klóm fyrir að halda dýrunum, hvað svo sem stendur í húsreglun- um. rfiðleikar (annarra) Blandaðu þér í fjöl- skyldumál nágranna þinna. Reyndu að fá þá til að fara í meðferð, tjáðu þig um vandamál bama þeirra og ósættið í hjóna- bandinu. Engu skiptir hvort raunvemleg vanda- mál em fyrir hendi — þér tekst áreiðanlega að búa þau til. élagslíf Stattu fyrir allskonar uppákomum: Pylsupart- íum, spifakvöldum, hrein- gemingardögum, spum- ingakeppni — hverju sem er. Sjáðu til þess að alltaf sé eitthvað um að vera og leggðu mikið á þig til að allir séu með þangað til fólk er orðið útkeyrt. be/mslan Fylltu sameiginlegu geymsluna af allskonar drasli þangað til ekkert pláss er eftir. Láttu þá flytja dót sem nágrannar þínir eiga á haugana svo þú komir meiru fyrir. úsfélagið Reyndu að gera hallarbylt- ingu í húsfélaginu og skipta nágrönnum þínum þannig í tvær fylkingar. Bjóddu þig sjálftir ffam til formanns, ritara og gjald- kera og takttt kosningabar- áttuna alvarlega. nnkaup Kauptu gervihnattardisk svo þú getir fylgst betur með evrópsku knattspym- unni og sendu reikninginn til allra í stigaganginum. ■ ólin Hér er upplagt tækifæri til að vera vemlega óþolandi: Þú skalt vera á þönum milli nágranna þinna öll jólin til þess að fá lánað hveiti, sykur, sósu (jafnvel hangikjöt). Einbeittu þér að íbúðum þar sem fjöl- skylduboð standa yfir. Stoppaðu lengi og steldu senunni með sögum af ná- granna þínum. lögumól Kallaðu saman fund í stjóm húsfélagsins af minnsta tilefni og kvart- aðu yfir umgengni eða framkomu nágranna þinna: gakktu jafnvel svo langt að klaga gömlu kon- una sem stillir útvarpsleik- ritin alltaf dálítið hátt. Mættu út á lóð eldsnemma morguns til að slá með nýju háværa sláttuvélinni og láttu alla vita „að sumir menn nenni að vinna“. iæoi Vertu sem offast úti á gangi um það leyti sem nágrannar þínir koma heim og haltu þeim uppi á innantómu snakki eins lengi og þú getur. Talaðu bara um veðrið og nauð- synlegar og kostnaðar- samar endurbætur á sam- eigninni. josmr Þú skalt gægjast milli stafs og hurðar þegar þú heyrir umgengni á stigagangin- um til að fylgjast með því hverjir koma í heim- sókn til nágranna þinna. Passaðu bara að það sjáist til þín. a sóknir Taktu starfþittsem gjaldkeri húsfélagsins mjög alvarlega: Byijaðu að rukka þegar skammt er til mánaðamóta og ein- beittu þér að þeim sem em blankir. ósturinn Settu þig ekki úr færi að rannsaka póst nágranna þinna og láttu þess gjaman getið að þessi eða hinn hafi verið að fá bréf frá Gjaldheimtunni, lögffæð- ingi eða Innheimtustofríun sveitarfélaga. usla- geymslan Þú skalt fylgjast grannt með því að sá sem á að skipta um mslatunnur vinni verk sitt og vertu viðkomandi hjálplegur í þeim efríum: Teldu ekki eftir þér að banka upp á hjá honum fyrir hádegi á sunnudegi til að vekja at- hygli hans á því að nú þurfi að skipta um tunnu. ongur Byrjaðu söngnám og æfðu þig á kvöldin og um helg- ar. Fáðu fjölskyldu þína til að taka þátt í söngnum. Þegar nágrannamir kvarta skaltu annaðhvort hella þér yfir þá eða bjóða þeim að taka þátt í fjöldasöng. ndarlea- heit Bankaðu upp á hjá ná- grönnum þínum við hvert tækifæri til að fá lánuð tæki af öllum tegundum, allt ffá hrærivél til skrúf- jáms. Skilaðu þeim aldrei sjálfur og þakkaðu ekki fyrir þig. Lánaðu aldrei neitt sjálfur. Fáðu skrýtið fólk til að heimsækja þig og láttu spyijast að þú sért í dular- fríllum sértrúarsöfríuði sem hefur svartagaldur á verkefríaskránni. andræði Komdu þér í allskonar vandræði. Láttu lögregl- una ýmist sækja þig eða koma með þig heim. Segðu nágrönnum þínum í löngu máli að þú sért of- sóttur af þjóðfélaginu. hækkaðu gjöld í hússjóðinn, settu reglur um útivist- artíma—láttu hugmyndaflugið njóta sín. Ef ein- hver er með múður skaltu segja honum að hafa hægt um sig. jófn- aður Berðu þjófríað upp á ná- granna þinn og segðu öll- um sem heyra vilja að hann hafi líldega brotist inn í geymsluna þína og stolið gervijólatrénu þínu, hjólbörðum — bara ein- hverju. Ef þetta gengur ekki skaltu kæra hann fyr- ir lögreglunni. skan Einbeittu þér að bömun- um í stigaganginum. Skammaðu þau fyrir há- vaða, fyrir að þurrka ekki af skónum og fyrir slæma umgengni í sameigninni. Gerðu þau hrædd við þig. firg angur Farðu þíríu ffam, hvað sem tautar og raulan Láttu mála blokkina fjólubláa, Ef þér hefur virkilega ekki ennþá tekist að verða al- gerlega óþolandi skaltu grípa til örþrifaráðsins: Steldu blöðunum úr póst- kössum nágranna þinna. Ekkert — alls ekkert—er jafrí hræðilega pirrandi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.