Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. APRÍL 1992 PRESSAN Útgefandi Blaðhf. Ritstjórí Gunnar Smári Egilsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13 Faxnúmen 6270 19 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 62 13 91, dreifing 62 13 95 (60 10 54), tæknideild 62 00 55, slúðurlína 62 13 73. Askriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. Verkalýðshreyfingin kýs peningana frek- ar en mannréttindin í PRESSUNNI í dag er fjallað um íjármál verkalýðshreyf- ingarinnar. Þar kemur meðal annars fram að árlega eru tekjur hennar nálægt tveimur milljörðum króna. Hreyfingin er því feiknarlega öflugt íyrirtæki og í gegnum hana renna óheyri- legir ijármunir. Ein ástæða þess hversu öflug hreyfingin er peningalega liggur í því að á íslandi er fólki ekki fijálst að ganga í eða segja sig úr verkalýðsfélögum. Þó það komist að þeirri niður- stöðu að félagið geri ekkert til að bæta hag þess og vinni jafn- vel gegn því verður það eftir sem áður að sitja áffam í félaginu og halda áfram að greiða til þess gjöld. Og fólk hefur heldur ekkert með það að gera hversu há þessi gjöld em. Flestum er ljóst að þessi skylduaðild að verkalýðsfélögum brýtur í bága við ákvæði stjómarskrár íslands um félagaffelsi. Samkvæmt því er fólki heimilt að stofna, ganga í og segja sig úr hvaða félagi sem því dettur í hug. Þessi skylduaðild brýtur líka í bága við ákvæði alþjóðlegra mannréttindasáttmála sem íslenska ríkið hefur skrifað upp á. Mannréttindanefnd Evrópu er einmitt þessa dagana að fjalla um kæm íslensks leigubfl- stjóra á hendur íslenska rfldnu sem vill neyða hann til að vera í Frama, félagi atvinnubflstjóra. Málsvöm verkalýðshreyfingarinnar í þessu máli er sú að nauðsynlegt sé að íslendingar séu skyldaðir til að vera í verka- lýðsfélögum vegna fámennis og sérstöðu hins íslenska samfé- lags. Með öðmm orðum að íslenskt samfélag sé svo sérstætt að helstu mannréttindi eigi þar ekki við. Ef aðrir en verkalýðsforkólfamir yrðu spurðir, og aðrir en þeir sem hafa beinan fjárhagslegan hag af því að sem flestir greiði til félaganna, yrði svarið sjálfsagt á þá leið að eðlilegra væri að fóma hinni íslensku sérstöðu en mannréttindunum. Talsmenn verkalýðshreyfmgarinnar svara þessu á hinn bóg- inn þannig að eðlilegra sé að fóma mannréttindunum og að félögin haldi áffam félagsgjöldum frá öllum launþegum. Við vinnslu greinarinnar um fjárhag verkalýðshreyfingar- innar var leitað til verkalýðsfélaga og þau beðin um ársreikn- inga til að hægt væri að gefa lesendum hugmynd um rekstur þeirra. Nokkur félög höfnuðu þessu. Sjálft Alþýðusambandið birtir þessa reikninga ekki opinberlega nema á fjögurra ára fresti. Sjálfsagt þurfa menn að hafa alist upp innan verkalýðs- hreyfingarinnar til að koma sér upp þeim hugsunarhætti að rekstur verkalýðsfélaga sé einkamál þeirra sem sjá um hann. Eða að upplýsingar um hann eigi helst ekki að berast. Og alls ekki til annarra en þeirra fáu tuga manna sem mæta á aðal- fundi félaganna. En þessi viðbrögð koma engum á óvart. íslensk verkalýðs- hreyfmg hefur fyrir löngu sannað að innan hennar eru eðlileg- ar lýðræðisreglur fótum troðnar. Og mannréttindanefnd Evr- ópu er að draga ffam í dagsljósið að hún gefúr heldur ekki mikið fyrir mannréttindi. V I K A N STAFSETNINGARVILLA VIKUNNAR eða líklega ársins varð í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það er ekki nóg með að íslcnsku- kunnáttu háskólanema hafi hrakað, plötusnúðar níðist á móðurmálinu og ritmál úi og grúi í stafsetningarvillum, heldur geta menn ekki einu sinni prófarkalesið opinberar byggingar almennilega. Ráð- húsbyggjendur héldu reyndar lengi í vonina um að þetta hefði verið stílbragð hjá Tómasi Guðmundssyni, hann hefði af ásettu ráði skrifað „eins og gljóbjört minning um tungl- skinið frá í vetur“. Baldur Jónsson hjá Islenskri málnefnd fékk að láta ljós sitt skína og var ekki í vafa um að Tómas hefði skrifað „glóbjört". HÖFNUN VIKUNNAR varð í umræðum um Evr- ópubandalagsaðild á Alþingi. Það'orð hefur löngum farið af Hjörleifi Guttormssyni að hann sé í hjarta sínu kvenna- listakona. hann sé sjötta þing- kona kvennalistans. Hjörleifur hefur ekki haft fyrir því að and- mæla þessu. í þinginu þama um daginn var Hjörleifur svo- lítið að agnúast út í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir tví- skinnung í EB-málum. Hún vildi ekki aðild, en samt um- ræður um málið. Það fannst Hjörleifi ekki gott. Ingibjörg Sólrún svaraði fullum hálsi og sagði að hún þyrfti ekki vottorð frá Hjörleifi til að nota sínar eigin aðferðir til að berjast gegn EB. Og svo bætti hún við orðum sem sjálfsagt hafa sviðið: Hjörleif- ur er ekki í sama flokki og ég. RÍKISSTJÓRN VIKUNNAR verður samkvæmt skoðana- könnun DV (sem sumir segja að sé í aðra röndina ekkert ann- að en kosningaspá). Könnunin segir okkur að ef kosið yrði á morgun fengju Framsóknar- flokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti kappnógt fylgi til að mynda stjórn. Flokkamir hefðu samanlagt þrjátíu og sjö þingmenn. Stjórnin gæti til dæmis litið svona út: Stein- grímur Hermannsson forsæt- isráðherra eina ferðina enn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra, Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra, Svav- ar Gestsson menntamálaráð- herra, Anna Ólafsdóttir Björnsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steingrím- ur J. Sigfússon iðnaðarráð- herra, Páll Pétursson sam- göngu- og landbúnaðarráð- herra, Kristín Einarsdóttir umhverfisráðherra, Margrét Frímannsdóttir félagsmála- ráðherra og Guðmundur Bjarnason viðskiptaráðherra — Jón Helgason forseti Al- þingis á nýjan leik, Kristín Astgeirsdóttir formaður fjár- veitinganefndar og Hjörleifur Guttormsson formaður utan-_ ríkismálanefndar. y Ég held að reynslu- rökin sýni það að ríkis- viðskipta- bankarnir hafa ekki sýnt betri út- komu eða staðið sig bet- ur en aðrir bankar, nema síður sé. HVERS VEGNA Er hagur að því að breyta ríkis- bönkunum í hlutafélög? GUÐMUNDUR MAGNÚSSON PRÓFESSOR SVARAR „Ef ríkisbönkunum verður breytt í hlutafélög er líklegt að það verði í byijun á þann máta að ríkið sitji uppi með öll hluta- bréfin, en um verður að ræða svonefnda ábyrgðarvæðingu. Síðan verða hlutabréf sett á al- mennan markað eftir því sem hann þolir. Þegar af því verður er nauðsynlegt að einhver leið verði fundin úl að fyrirbyggja of mikla samþjöppun valds. Benda má þó á að samþjöppun valdsins getur vart verið meiri en þegar nokkrir stjómmálaflokkar ráða ferðinni. Kostimir em í fyrsta lagi fólgnir í því að það myndi ekki lengur vera sjálfkrafa ríkis- ábyrgð á öllu sem bankamir gera. í öðm lagi yrði auldð að- hald í stjómun og rekstri. I þriðja lagi sætu þá allir bankamir við sama borð sem yrði til þess að auðvelda bönkum að ná í hluta- fé, sem er ekki hlaupið að í dag nema með beinum framlögum ífáríkinu. Gallamir gætu verið fólgnir í hærri lántökukostnaði, ef ríkis- ábyrgðin hefur á annað borð ver- ið einhvers virði hingað til. Það væri þá ekki óeðlilegt að við er- lendar lántökur þyrfti banki að taka lán með hærri vöxtum en annars hefði verið. Sumir myndu einnig telja það ókost að stjómmálamenn gætu ekki leng- ur haft áhrif á markaðsverð- myndun á vöxtum, en ég tel það hins vegar kost. Ég sé aðallega kosti við þetta en ef vilji er fyrir að stunda fyrirgreiðslupólitík verða stjómmálamenn að gera það beint en ekki fela það í skjóli bankanna, sem oft hefur verið stýrt beint eða óbeint af slíkum aðilum. Ég held að reynslurökin sýni það að ríkisviðskiptabankar hafa ekki sýnt betri útkomu eða stað- ið sig betur en aðrir, nema síður sé. Þetta verða fyrirtæki sem eiga í samkeppni á almennum markaði og árangur þeirra mun mælast af velgengni þeirra á þeim vettvangi." e;NBróRNl ER G&iMK .Vflwrrwöríwiu , AflT i TLfttC/iyiíí^SeM Efi-.fí&Sr A AiastuRlí/d’AvJ krrwJrr.. -J 0G- ÚR ViLLT í W-aTiCrtAi,’aJiA STJeRHftR elNPJÓ RA/ HÍAÍVAM G-EPMALLfK HEí'PMa hcim; í j ! OG y/ÍL £G fiB Háf>A ' HVEfiT* eiVASTA H°fí ve&>í Saw>blás;m MEÞ LTbtHAtA (ÁR SNORRA EÞpiAlf. oa engqjz PRéntvííJup GEífAKRisrí GENGWR SoKU/A U'fseígPaT Ciwsé-nvA ADMR.ee i'sland »*Ua Af> LEGG-JA UblDÍR S/V ViUUT^WftR LANPStAAMA/A 9N EífV'BJÖRM <VWUU- Vífue. AArtfX/R l ^ * Éo þol; Ekh' þplTA ÖFWI/ VOK GAMLÍ sípuR G-ETUZ LÍFA& { Sj\y-r

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.