Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRIL 1992 H Ú S 25 Fallegasta götumyndin, frá Listasafni íslands, framhjá Fríkirkjunni, „Gunnars Thoroddsens" húsinu, skólunum 7 7 tveimur og aö Stjórnarráöinu. HUSIN A HÖFUÐBORGARSVÆÐINU PRESSAN fékk hóp valinkunnra smekkmanna til að velja fallegustu húsin á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöðurnar má sjá á næstu tveimur blaðsíðum. Og jafnframt því að nefna fallegustu húsin voru þau ljótustu tilnefnd. íslenskur arkitektúr stendur enn við fordyri tilveru sinnar og það vekur alltaf jafnmikla furðu að hugsa til þess að hér bjuggu menn í moldarkofum langt fram á þessa öld. Hins vegar var tím- inn sem það tók Islendinga að uppgötva undur steypunnar afar skammur og um allt land fengu torfhúsin að víkja fyrir misfiíð- um steinkumböldum. Hönnun íbúðarhúsa og annarra bygginga hefur fleygt fram síðustu áratugi en íslenskir staðhættir, veðurfar og umhverfi hafa mótað mjög hugmyndir manna og stefnur. Erlendir straumar hafa átt greiða leið um hugmyndakoffort menntaðra fagmanna og annars smekkfólks, en íslensk húsa- gerðarlist hefur þó ávallt þurft að laga aðfluttar hefðir að innlend- um aðstæðum ef vel átti til að takast. Við upphaf Islandsbyggðar miðaðist húsagerð fyrst og fremst við efniviðinn sem til staðar var og þau takmörk sem umhverfið setti. I fyrstu var timbur notað í nokkrum mæli en var fljótlega úr sögunni þegar skógar eyddust og höfðingjar urðu að fátæklingum. Efni dugðu til lítils annars en torfbæja og moldarkofa. Þegar Islending- ar komust í álnir að nýju hófu þeir að byggja reisuleg hús úr innfluttum efniviði. Margvísleg hönnun hefur skilað sér til yndis, ánægju og gagns fyrir lands- menn. Á síðustu öld urðu timburhús vinsæl meðal danskra mektar- manna. Efniviðurinn var hins vegar illa fallinn til að þola ís- lenska veðráttu og leiddi til al- mennrar notkunar bárujámsins, sem átti að skýla viðnum fyrir veðri og vindum. Landsmönn- um þykir að vísu heldur lítið til þess koma nú, en erlendir gestir sjá marglitu húsin sem eitt af að- aleinkennum byggðar á Islandi. Að vísu hefur hin síðari ár orðið vakning meðal upplýstra borg- ara, sem unnið hafa að varð- veislu bárujámsklæddra húsa og jaíhvel farið að búa í þeim. Nú- tímaíslendingurinn er orðinn rómantískur... vOl hús með sál. Fyrir um það bil þremur ára- tugum komu nýir straumar er- lendis frá sem leiddu til aukinnar notkunar rýmis og blandaðrar efnisnotkunar. Það var þá sem flötu þökin slógu í gegn (og allt fór að leka), opnari vistarvemr urðu áberandi og óhefðbundinn byggingarstíll hélt innreið sína. Stfllinn varð af þessum sökum sundurlausari og útkoman oft á tíðum hugmyndagrautur sem féll illa að náttúru landsins og umhverfi. Þannig mátti sjá er- lendar fyrirmyndir verða hjákát- legar í rysjóttu veðurfari og óblíðum staðháttum, en híbýli sem falla undir jrennan „gæða- flokk“ fanga hvorki þá stemmn- ingu né fegurð sem náttúm landsins hæfir. Með nýjum hug- myndum hafði þó tekist að tjúfa hefðina. Hugmyndir, hönnun og bygg- ingarstfll íslenskra arkitekta em á uppleið. Fmmleikinn er settur á fremsta bekk en margur leik- maðurinn vill þó fara eigin leiðir í útfærslu hugmynda. Þegar fag- menn hjálpa til við verkið er út- koman oft snilldarleg. Frjálsræð- ið hefur leitt til þess að fólk er farið að leika sér að formum og efnum, oft með góðum árangri. En það er lfldega einfaldleikinn sem stendur af sér flest veður og ofnotkun forma getur orðið til þess að frumlegar, spennandi hugmyndir falla um sjálfar sig og útkoman verður öfgakennd þar sem hvert stflbragðið æpir á annað. Slíkt ytra útlit þykir áber- andi við gerð einbýlishúsa í dag og getur vart talist húsagerðar- listinni til framdráttar. Niður- staðan er því lfldega sú að þeim famist best sem geta tileinkað sér nýjungar en leyfa anda frels- isins að blása af hæfilegum krafti. DÓMNEFNDIN PRESSAN LEITAÐI EFTIR LIÐSINNL FAGFÓLKS TIL AÐ META FEGURSTA OG LAKASTA BYGGINGARSTfL SEM REYKJAVÍKURBORG, OG HENNAR NÁN- ASTA UMHVERFI, HEFUR AÐ GEYMA. „DÓMNEFNDINA“ SKIPUÐU: GUNNAR KVARAN LISTFRÆÐINGUR helgi Þorgils Friðjónsson MYNDLISTARMAÐUR Guðjón Bjarnason MYNDLISTARMAÐUR OG ARKITEKT SlGBJÖRN KJARTANSSON ARKITEKT ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ARKITEKT EYJÓLFUR PÁLSSON FORSTJÓRI EPAL JÚLÍANA GOTTSKÁLKSDÓTTIR ARKITEKTASAGNFRÆÐINGUR VALDfS BJARNADÓTTIR ARKITEKT HlLMAR ÞÓR BJÖRNSSON ARKITEKT HlLDUR BJARNADÓTTIR ARKITEKT BJÖRN SKAPTASON ARKITEKT

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.