Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PKESSAN 9. APRIL 1992 H Ú S KVISTHAGI Einföld hönnun og sennilega teiknaö af Sveini Pórarinssyni myndlistarmanni sjálfum. Hreint og fallegt. FAL.L.EGUSTU HUSIN FJÖLBÝLISHÚS VIÐ FLYÐRUGRANDA Skeifuhús sem eru vel heppnuð. Skapa félagslíf því húsin snúa út aö velheppn- uöum göröum þar sem börn leika sér. Þau samsvara sér mjög vel. MÁVANES Sérstaklega fallegt og líklega eitt besta einbýlishús á ís- landi, aö mati eins dóm- nefndarmanna. BARÐAVOGUR Eins og vængjaöur fugl, einstakt og sker sig úr umhverfinu. Reyndar þykja flest hús eftir Mannfreð Vil- hjálmsson vel heppnuö. LITLABÆJARVÖR Á ÁLFTANESI Fallegt hús sem skiptist í tvo hluta en meö skemmtilegri tengingu. ÆGISSÍÐA Ákaflega skemmtilegur nútímastfll. Framúrskarandi notkun á rými og aðlögun aö útsýni vel af hendi leyst. SKAFTAHLÍÐ 12-22 Afskaplega stílhrein blokka- röö. Sígilt, klassískt og jafn- fallegt og þaö var þegar þaö var byggt. Dæmi um hvaö einfaldur stíll stenst tímans tönn. FREYJUGATA 46 Þessi einkennilega framhliö meö kringlótta glugganum er svo sjarmerandi og svo síast hönnunin meira og meira inn í mann. Þaö er þessi einfaldleiki og fágaöi stíll. Mjög klárlega leyst einbýlishús. Tekiö mjög kröftugum tökum meö rishlið og garöhliö, markvisst mótaö þannig. Fúnkíshús þar sem stofurnar snúa mót sól og suöri og flott leystur inn- gangurinn af götunni annars vegar og garðurinn hins vegar. Einstaklega fallegt í formi. Fegurð húsa ber að skoða út frá notagildi þeirra, ekki síður en fag- urfræðilegu útliti. Þegar hús er dæmt fallegt verð- ur að ganga út frá því að um ræði góðan arkitektúr, sem þýðir að verk- ið sé vel leyst og dugi til síns brúks. Húsið verður líka að standa hnar- reist og falla vel að bæjarrýminu eða umhverfinu þar sem því hefur ver- ið fundinn staður. Sum hús eru þann- ig að þau eru hvorki falleg né ljót og því varla hægt að flokka sem arki- tektúr. Ekkert hús er þó hnökralaust og mikilvægt að rétt hugsun liggi að baki. PRESSAN fangaði fallegustu hús borgarinnar á Ijósmyndir. **- ..................................... BREKKUGERÐI Tveggja hæða, dýn- amískt í formunum og fín hlutföll. "• ' ,íu' u- « fci1 ■ - i . BAKKAFLÖT Gó&Dr fulltrúi ístenskrar byggingarlist- ar. Samspiliö milli efna einstakt. Klassískt og töff al- veg síöan þaö var byggt. Fékk flestar tilnefningar. Ljóámynd: Jóhanna Ólafsdóttir LAKASTI BYGGI NGARSTÍLLI N N Það er líkt á komið með fegurð og ljótleika, að það sem lakara þykir í byggingarstíl ræðst ekki síður af lé- legri nýtni og staðsetningu en útliti. Léleg hönnun er þar af leiðandi til- komin af slæmu samspili margra þátta, til dæmis að bygginguna hefði mátt reisa á annan hátt, önnur efni hefðu hentað betur eða farsælasta lausnin hefði hreinlega verið að sleppa henni algerlega. Dómnefndin tiltók nokkrar þær byggingar sem að hennar áliti hefði mátt vinna að á annan máta. LANGAVITLEYSAN í BREIÐ- HOLTI Menn komast ekki framhjá henni lengur. Hún er bæöi ómanneskjuleg, ófrumleg, hugmyndasnauð og frá- munalega illa leyst í þessu umhverfi. HAMRABORGIN í KÓPA- VOGI Komplex þar sem maðurinn hefur gefið sér einhverjar hugmyndalegar forsendur þar sem allt á að vera sjálfu sér nægt um íbúöir, verslanir og annaö sem snertir mann- lega tilvist, en því miöur allt afar illa leyst. Þaö er kloss- aö, drungalegt og í sjálfu sér bara Ijótt aö öllu leyti. Þar fyrir utan er bensínstöö þar niöri, sem er alveg fáránlegt. HÚSASAMSTÆÐA Á HORNI ÞÓRSGÖTU OG NJARÐAR- GÖTU Þrjú illa samstæö hús. Klessuverk. „JÓLATRÉSBLOKKIRNAR“ VIÐ EIÐSGRANDA Alger hryllingur. Allur þessi klasi stendur á mjög áber- andi stað og gjörsamlega á skjön viö náttúruna og um- hverfið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.