Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRÍL 1992 13 Ulfar Nathanaelsson og Rolf hf. GAF SKULDABRÉF ÚT Á BRUNARÚSHR í mars 1989 stofnaði Úlfar Nathana- elsson fyrirtækið Rolf hf. Fyrirtæki þetta hafði aldrei neina starfsemi með höndum en stóð hins vegar í stórfelldri skuldabréfaútgáfu. Voru mörg skuldabréfanna gefin út með veði í húsinu Aðalstræti 16 á Akur- eyri, sem brann í sama mánuði og Rolf var stofnað. Bréfin voru notuð við kaup á bílum, fyrirtækjum og fasteignum. Þegar viðtakendur bréf- anna uppgötvuðu uppruna þeirra var yfirleitt búið að selja bílana áfram eða selja allt fémætt úr fyrir- tækjunum. Þegar þrengja fór að Rolf lét Úlfar leppa hafa fyrirtækið og sendi það í eignalaust gjaldþrot. A&albjörg Lárusdóttir, fbúi á ne&ri hæ&inni í A&alstræti 16. Hennar íbúö var& ófbú&arhæf vegna þess aö aidrei var gert viö efri hæ&ina eftir brunann. Efri hæö hússins var eina eign Rolfs hf. og f umferö var mat sem sýndi a& brunarústirnar voru metnar á 8,1 milljón króna. psksan/GoIIí Fyrirtækið Rolf hf. varð ekki gamalt. Það var stofnað 4. mars 1989 í Borgartúni 29 en þar voru höfuðstöðvar Úlfars Nat- hanaelssonar um skeið. Fyrir- tækið var tekið til gjaldþrota- skipta 6. júní 1991 og skipta- meðferð lauk 16. október. Engar eignir fundust í búinu en kröfur vom upp á 3,8 milljónir króna. Hvorki kröfuhafar né aðstand- endur mættu á skiptafund. Stofnendur Rolfs voru auk Úlfars; Egill Eyfjörít, Guðmund- ur Sigurðsson, Helena Helma Markan og Margrét Olafsdóttir. Úlfar og Egill áttu mestallt hlutaféð, sem var skráð 26.000 krónur, og ráku félagið frá upp- hafi enda hlutverk hinna óljóst. Ekki er ljóst hver starfsemi Rolfs var fyrst í stað en fyrir- tækið stóð þó fyrir kaupum á nokkmm bflum og fyrirtækjum. Notaði fyrirtækið ákaflega vafa- sama pappíra sem reyndist tor- velt ef ekki ókleift að innheimta. FÉKK BÍLINN TIL BAKA í GEGNUM TRÚFÉLAG PRESSAN hefur haft uppi á nokkmm þeirra sem lentu í að eiga viðskipti við Rolf. Einn þeirra var Björgvin Ragnarsson, en unnusta hans seldi Rolf bíl 18. ágúst 1989. Fengu þau 100.000 krónur við undirritun en afganginn, 390.000 krónur, á skuldabréfi. Það mun hafa verið eitt svokallaðra „Böðvarsbréfa", kennd við samnefndan mann, en þau vom mikið notuð af Rolf og fleiri aðilum tengdum Úlfari. Að sögn Björgvins varð fljót- lega ljóst að bréfið myndi ekki innheimtast og þar að auki hafði bfllinn verið seldur burtu þannig að ekki var hægt að ganga að honum hjá Rolf. Sagðist hann fyrst hafa leitað til Rannsóknar- lögreglunnar en fengið þau ein svör að hann skyldi fá sér lög- ffæðing. Það hefði hann gert en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefði innheimtan ekkert gengið. Mál þeirra fékk farsælan endi þótt með ólíkindum væri. Björgvin segist hafa hitt konu í fjölskylduboði sem var í sama sertrúarsöfnuði og eiginkona Úlfars. Bauðst hún til að taka málið upp á vettvangi trúfélags- ins. „Það var eins og við mann- inn mælt - við fengum bílinn viku seinna," sagði Björgvin, en þau fengu bflinn afhentan heima hjá Úlfari í Mávanesi 2. Það var nokkrum mánuðum seinna en Úlfar var þá hættur öllum af- skiptum af Rolf samkvæmt til- kynningu til hlutafélagaskrár. Úlfar Nathanaelsson: Segist hafa ætlaö a& reka gistiheim- ili í A&alstræti 16. En ekki fóm allir jafnvel út úr viðskiptum þar sem pappírar frá Rolf vom notaðir. FENGU FYRIRTÆKIÐ Á FÖLSKUM PAPPÍRUM OG HIRTU ALLT FÉMÆTT Franz Guðbjartsson seldi fyr- irtæki sitt, Islenska skyndirétti, út á pappíra frá Rolf hf. 1989. Þeir vom þá komnir í hendumar á öðrum mönnum sem mikið versluðu með pappíra ffá Rolf, þeim Magnúsi Garðarssyni og Jóni Ellert Tryggvasyni. Magn- ús, sem rak verslunina Toppleð- ur í eina tíð, hefur áður komið nálægt viðskiptum Úlfars. Að sögn Franz var tilgangur- inn með sölunni að koma þaki yfir fjölskylduna og forðast gjaldjjrot. „Þeir komu þessu í gegn á miklum hraða og nýttu sér hve aðþrengdur ég var. Þeir sögðust hafa fullt af aðilum sem vildu gjaman taka við þessum bréfum og ég yrði að flýta mér til að missa ekki af lestinni. Eg fór með bréfin í bankann, sýndi þau og fékk þau svör að þau ættu að vera í lagi. Svo reyndist þó alls ekki vera,“ sagði Franz. Fyrirtækið var selt á rúmar tvær milljónir króna og fékk Franz 60.000 krónur við undirritun. Það er það eina sem hann fékk út úr sölunni og segist hann rekja persónulegt gjaldþrot sitt til þess hvemig til tókst. Þegar Ijóst varð að skulda- bréfin sem Franz fékk myndu ekki innheimtast reyndi hann að nálgast eigur fyrirtækisins. Komst hann þá að því að á Jreim skamma tíma sem það hafði verið í eigu þeirra Magnúsar og Jóns höfðu öll tæki verið seld þannig að ekkert stóð eftir af fyrirtækinu. Skuldabréfin sem Franz tók við vom öll með veði í eigninni Aðalstræti 16 á Akureyri. Þegar sú eign komst í hendur þeirra Rolfsmanna var hún hins vegar bmnarústir einar. FÉKK BRUNARÚSTIR HJÁ ÆTTINGJUNUM OG HÓF SKULDABRÉFAÚTGÁFU Viðskiptin með veðskulda- bréf út á Aðalstræti 16 em lík- lega sérkennilegasti kaflinn í sögu Rolfs, en Jsetta var í raun eina eign félagsins. Eífi hæðin í Aðalstræti 16 skemmdist mikið í eldi 25. mars 1989. Að sögn Daníels Snorrasonar hjá Rann- sóknarlögreglunni á Ákureyri var bmninn rannsakaður með tilliti til íkveikju á sínum tíma. Engar vísbendingar þar um fundust hins vegar. Þegar kviknaði í húsinu var það í eigu mágkonu Úlfars, Huldu Erlingsdóttur, og eigin- manns hennar, Davíðs Arnljóts- sonar. Þau fengu um 1,8 millj- ónir króna í bætur frá Bruna- bótafélagi Islands en féð var ekki nýtt til endurbóta á húsinu heldur seldu þau Rolf það sem eftir stóð. Þessari notkun á bóta- fénu hefur verið mótmælt af íbúunum á neðri hæð hússins, sem telja húsið óíbúðarhæft fyr- ir vikið. Hefur Byggingamefnd Akureyrarbæjar átalið Bruna- bótafélag Islands fyrir að fýlgj- ast ekki með því að bótapening- amir væm notaðir til uppbygg- ingar hússins, sérstaklega í ljósi þess að um sögufrægt hús er að ræða. Kaupsamningi Rolfs á Aðal- stræti 16 var þinglýst 13. októ- ber 1989. Þremur dögum áður er hins vegar komið í umferð bmnabótavottorð sem staðfestir að eignin sé bmnatryggð upp á 8.146.000 krónur. Þetta vottorð var notað Jregar skuldabréf með fasteignaveði í húsinu fóm að birtast á bflasölum í Reykjavflc. Var staðfestingin fengin hjá VÍS í Reykjavík, en þar virðist mönnum ekki hafa verið ljóst að húsið var bmnnið. Tryggingin var hins vegar felld úr gildi 27. október 1989 og húsið ekki tryggt fyrr en núverandi eigandi, Auðun Eiríksson, tryggði það í því ástandi sem það er nú. Er brunabótamatið nú upp á 3,2 milljónir króna. Erfitt er að henda reiður á hve umfangsmikil skuldabréfaútgáf- an á Aðalstrætið hefur verið. Óhætt er þó að segja að hún hef- ur numið mörgum milljónum króna. Hefur PRESSAN meðal annars rætt við mann sem starf- aði með Úlfari á tímabili sem sagðist hafa fengið bréf ffá Rolf sem hann átti að „nota“ í við- skiptum. Viðkomandi baðst undan því að nafns hans yrði getið. Meðal kröfuhafa á mörgum bréfanna em Asdís Erlingsdótt- ir, eiginkona Úlfars, og Einar Júlíusson. Skuldari er auðvitað fyrirtækið Rolf. Athyglisvert er að skoða dagsetningar í því sambandi, en bréfunum ffá Ás- dísi er þinglýst inn á eignina 15 dögum fýrir bmnann og bréfum Einars er þinglýst sama dag og Rolf eignast húsið. LEPPARNIR TAKA VIÐ En 14. nóvember 1989, rúm- um mánuði eftir að Rolf eignast Aðalstrætishúsið, berst tilkynn- ing um nýja stjóm Jress til hluta- félagaskrár og er það þar með úr höndum Úlfars og Egils. Nýr eigandi, Guðmundur Böðvars- son, sem meðal annars hefur verið kenndur við verslunina Pi- lot, er Jdó ekki með öllu ókunn- ugur Úlfari, því hann hefur áður verið leppur fýrir hann. Var það meðal annars í fyrirtækinu Rúminu hf„ sem sagt var ffá í síðustu viku í sambandi við bflakaupasvikamyllu. Með Guðmundi voru til- kynntir nýir meðstjómendur og sagðist einn Jxíirra ekki hafa vit- að af stjómarsetu sinni fýrr en hann fékk tilkynningu um nauð- ungarsölu á Aðalstræti 16 löngu síðar! ÚLFAR SEGIR AÐ AND- VIRÐIBRÉFANNA HAFI VERIÐ STOLIÐ I viðtali við Úlfar, sem tekið var Jregar skrif PRESSUNNAR um hann hófust, kom fram að hann átti sjálfur hugmyndina að því að Rolf keypti Aðalstrætis- húsið. Sagði hann að ætlunin hefði verið að gera húsnæðið upp og koma þama á fót gisti- heimili sem leigði út herbergi til ferðamanna á sumrin og náms- manna á vetuma. Hefðu verið gerðir „arðsemisútreikningar" sem sýndu fram á að Jjetta væri vel mögulegt. Þessa ffásögn ber að draga í efa, sérstaklega vegna þess að ekki er hægt að hefja rekstur gistiheimilis nema allir eigendur hússins leyfi það. Aldrei kom beiðni um slíkt. „Til að fjármagna jDetta vom gefin út skuldabréf á húsið sjálft. Sá sem er skrifaður fýrir þessum skuldabréfum er kunn- ingi minn - eða ég hélt hann væri það en það reyndist svo ekki vera,“ sagði Úlfar. Sá sem hér um ræðir er Einar Júlíusson, en ekki tókst að hafa uppi á honum. Úlfar segir að Einar hafi selt bréfin í Fjárfestingarfélag- inu en síðan sagt sér að andvirð- inu hefði verið stolið. Úlfar sagðist sjálfur hafa dregið þá frásögn í efa en ekkert getað sannað. Að sögn Úlfars átti að nota þessar 840.000 krónur sem hurfu í að hefja framkvæmdir á húsinu. Þegar þær hefðu glatast hefði áhugi á verkinu gufað upp. Önnur skuldabréfaútgáfa segir hann að hafi alfarið verið á ábyrgð þeirra sem keyptu Rolf af sér. Sigurður Már Jónsson ásamt Sigurjóni Magnúsi Egilssyni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.