Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRÍL 1992 Guðmundur Hallvarðsson er verkalýðsleiðtogi, varaborgarfulltrúi og forstjóri með hátt í 400.000 krónur í laun. Svo er hann líka o U- .. 'O o z Jón Sigurðsson viðskipta- og utanríkisráðherra Einkavœðarinn hrœðilegi Nú hafa kratamir komist að því hvers vegna þeir eru smá- flokkur. Það er Jón Sigurðsson og öll þessi frumvörp sem hann dælir yfir þingið. Og sérstaklega þetta síðasta; þar sem hann virð- ist ætla að taka bæði Landsbank- ann og Búnaðarbankann frá al- þýðunni og gefa kolkrabbanum. Hingað til hafa kratar ekki skipt sér mikið af Jóni og Jón ekki af þeim. Hann hefur verið eins manns þingflokkur með að- ild að ríkisstjóm. „Það sem venju- legt fólk óttast er hins vegar að Jón taki upp á því að einkavœða Landsbankann og Búnaðarbank- ann. Ekki vegna þess að það sé beint á móti einkavœðingu heldur vegna þess að það veit hvað það kostar efJón framkvœmir hana. “ Og Jón hefur staðið sig þokkalega sem þingflokkur og ráðherra; dælt út frumvörpum og stundum verið eini krataráðherr- ann sem samstarfsflokkamir í ríkisstjóm hafa getað talað við. Þeir hafa að minnsta kosti ekki getað talað við Jóhönnu. Og Jón Baldvin er alltaf erlendis. En hann hefur ekki staðið sig nógu vel innan krataflokksins sjálfs. Hins vegar er sá flokkur tvískiptur. Annars vegar er það hin raunverulega valdablokk sem samanstendur af Jóni, Jóni Baldvini og fólkinu á Vesturgöt- unni. Hins vegar em leifar af stjómmálaflokki sem em aðal- lega ættingjar og vinir Guð- mundar Ama Stefánssonar. Og það er þessi hluti Alþýðuflokks- ins sem er hræddur um að Jón sé að spila út með því að breyta Landsbankanum og Búnaðar- bankanum í hlutafélög. Venjulegt fólk skilur ekki þennan ótta Guðmundar Áma, ættingja hans og vina. Eftir því sem Jón segir breytir fmmvarp hans engu nema að hf. bætist fyr- ir aftan nöfn bankanna. Það verður ekki einu sinni erfiðara fyrir afdankaða pólitíkusa að fá vinnu sem bankastjórar eftir breytingu á bönkunum. Það sem venjulegt fólk óttast er hins vegar að Jón taki upp á því að einkavæða Landsbankann og Búnaðarbankann. Ekki vegna þess að það sé beint á móti einkavæðingu heldur vegna þess að það veit hvað það kostar ef Jón framkvæmir hana. Það var Jón sem einkavæddi Utvegsbankann. Það endaði með því að almenningur þurfti að borga skuldir bankans en kaup- endumir máttu selja rikinu eign- imar. Almenningur þurfti því að borga bæði eignir bankans og skuldir, eða höfuðstólinn tvö- faldan. Það var Jón sem einkavæddi Bifreiðaskoðun ríkisins. Það endaði með því að nýir eigendur höfðu fijálsan aðgang að veskj- um landsmanna í ein þrjú ár og skildu þá eftir slyppa og snauða. Það er því ömggast fyrir al- menning að Guðmundi Áma, ættingjum og félögum takist að stöðva Jón í startholunum áður en honum dettur í hug að bjóða bankana til sölu „Yfirleitt mest at í kringum þingstörfin" „Jú, það fer ekkert á milli mála; ég hef mikið að gera,“ sagði Guðmundur Hallvarðs- son í samtali við PRESSUNA um hin margvíslegu störf sem hann hefur tekist á hendur. „Þetta hefur þróast svona með ámnum, það hefur komið viðbót á viðbót ofan, án þess að ég hafi alltaf beinlínis verið að sækjast eftir öllum þessum störfum. Þau em öll annasöm og lýjandi en með mismunandi hætti, en það er yfirleitt mest at í kringum þingstörfin. Mér finnst að þingmenn eigi ekki bara að sitja innan veggja Al- þingis, það er nauðsynlegt að vera í góðum tengslum sem víðast. Annars getur verið að ég sinni of mörgu. Það kemur alveg til greina að fækka þessu eitthvað." Guðmundur Hallvarðsson hefur mörg jám í eldinum. Mjög mörg. Hann er alþingismaður og varaborgarfulltrúi. Hann er for- stjóri Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann er formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur, varaformaður stjómar Sjómannadagsráðs, stjómarmaður í lífeyrissjóði sjó- manna og varaformaður Sjó- mannasambandsins. Hann er stjómarmaður í byggingamefnd aldraðra og formaður hafnar- stjómar í Reykjavík. Guðmund- ur hefur hátt í 400.000 krónur í tekjur á mánuði. Störf Guðmundar em í raun þriþætt: Alþingi, borgarstjóm og á vettvangi sjómanna. Hann hef- ur um árabil verið formaður Sjó- mannafélagsins og var launaður starfskraftur á skrifstofu félags- ins þangað til hann var kjörinn á Alþingi á síðasta ári. Starf hans sem formanns er annasamt enda Sjómannafélagið talsvert öflugt verkalýðsfélag. „Okkur þykir Guðmundur hafa færst ansi mik- ið í fang upp í seinni tíð og það er auðvitað vafamál hvort einn maður er fær um að sinna öllum þessum störfum,“ sagði stjómar- maður í Sjómannafélaginu. Annar stjómarmaður tók í svip- aðan streng og sagði: „Við velt- um því stundum fyrir okkur hvort vökulögin nái ekki yfir Guðmund Hallvarðsson!" NÝBYRJAÐUR SEM FOR- STJÓRIHRAFNISTU En formennskan í Sjómanna- félaginu er einungis brot af um- svifum Guðmundar þegar mál- efni sjómanna em annars vegar. Hann er einnig varaformaður Sjómannasambandsins, sem em heildarsamtök íslenskra sjó- manna. Þá situr hann í stjóm líf- eyrissjóðs sjómanna og var for- maður sjóðsins til skamms tíma. Laun stjómarmanna eru um 20.000 krónur á mánuði, sam- kvæmt heimildum PRESS- UNNAR. Guðmundur er varaformaður stjómar Sjómannadagsráðs sem hefur mikil umsvif, rekur happ- drætti DAS, Laugarásbíó og Hrafnistumar tvær, í Reykjavík og Hafnarfirði. Nýlega tók Guð- mundur raunar við forstjórastarfi Hrafnistu í Hafnarfirði, af Pétrí Sigurðssyni. Þar er hann í hálfu starfi og fær laun sem miðuð em við laun forstöðumanna opin- berra stofnana. Það em um 90.000 krónur á mánuði, að sögn Guðmundar. Fyrir stjómarsetu í Sjómannadagsráði fær hann um 20.000 krónur á mánuði. TÆPAR 32.000 KR Á MÁN- UÐIFYRIR FORMENNSKU ÍHAFNARSTJÓRN Guðmundur er varaborgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann er formaður haftiarstjómar, sem er ein tíma- frekasta nefndin á vegum borg- arinnar. Laun hans fyrir for- mennskuna em 31.856 krónur á mánuði. Þá situr Guðmundur einnig í byggingamefhd aldraðra og fær fyrir það 10.512 krónur á mánuði. Að jafnaði er fundað þrisvar til fjómm sinnum á mán- uði í hafnarstjóm og einu sinni til tvisvar í byggingamefndinni. Varaborgarfulltrúar fá 7.001 krónu þegar þeir sækja fund í borgarstjóm en að eigin sögn hefur Guðmundur ekki sótt marga fundi eftir að hann var kjörinn á Alþingi. Hann er hins vegar ennþá virkur í borgar- stjómarflokki sjálfstæðismanna sem fundar að jafhaði tvisvar til fjómm sinnum í mánuði. ÞYKIR EKKIMJÖG STARFSSAMUR ÞING- MAÐUR Guðmundur Hallvarðsson er trúlega sá þingmaður sem hefur einna flest störf á sinni könnu og hann hefur ekki þótt mjög að- sópsmikill í þingsölum til þessa. Hann á sæti í tveimur af fasta- nefndum Alþingis: Heilbrigðis- og trygginganefnd og sjávarút- vegsnefnd. Laun Guðmundar sem þing- manns em 175.018 krónur og of- an á það bætist „ferðakostnaður í kjördæminu", 11.000 krónur á mánuði. Þá nýtur hann þeirra hlunninda, eins og aðrir þing- menn, að ríkið borgar símareikn- ing hans og áskrift að öllum dag- blöðunum. Guðmundur hlýtur að vera Is- landsmeistarakandídat í funda- setum. Hann þarf að sækja fundi hjá þessum nefhdum og stofhun- um: Borgarstjómarflokki sjálf- stæðismanna, stjóm Sjómanna- félags Reykjavíkur, lífeyrissjóði sjómanna, Sjómannadagsráði, hafnarstjóm, sjávarútvegsnefnd Alþingis, byggingamefnd aldr- aðra, Sjómannasambandinu, heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis og þingflokki sjálf- stæðismanna. Og svo þarf hann auðvitað að mæta í vinnuna sem forstjóri Hrafnistu fyrir hádegi. Eftir há- degi er hann alþingismaður. Laun, sem fyrr segir, um 360.000 krónur á mánuði.______ Hrafn Jökulsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.