Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRIL 1992 H Ú S 27 LlTUR ER FEG- URÐ EÐA MAR- TRÖÐ Það er fátt eins erfitt og að velja lit á húsið sitt. Fallegur stíll getur fölnað undan röngum litum og hrörlegasti kofaræfill getur orðið höll með réttu litavali. Ekki vill maður verða sér (og götunni sinni) til skammar með ósmekklegheitum og flestir reyna því að vera þokkalega smart. Vandinn er hins vegar sá að sitt sýnist hveijum. Það er þó skaðlaust að tileinka sér nokkrar litíar reglur sem geta fyrirbyggt óþarfa smekkleysu og glannaskap. Hús er byggt á þremur meginþáttum; gmnn- inum, sem tengir það við jörðina, hæð, venjulega með gluggum, og þaki. Yfir- leitt er hver þessara hluta málaður sín- um eigin lit. Litimir eru svo tónaðir saman svo þeir myndi ásjálega heild. Skemmdlegt er að draga út aukahlud, svo sem gluggakarma og flúr á þak- skeggi, með öðrum litum. Gleymið ekki að prufa litinn á húsinu fyrst því það sem sýnist prýðilegt í búðinni getur orðið að martröð á húsveggnum. Þá er pínlegt að sitja uppi með hryllinginn! Hugsið mest um þann lit sem þekja á stærstan hluta hússins og veljið aðra htí út frá honum. í ákvörðun um lit felst fyrst og ffemst hvort mála á með sterk- um litum og vera þar af leiðandi áber- andi eða hvort mildari tónar verða íyrir valinu. Það fer auðvitað eftír stílbragði byggingar og persónulegum smekk. Að lokum má benda kurteislega á að ekki er verra að sýna náunganum tillitssemi þegar litir eru annars vegar. Það þykir vart til siðs að vera óþarflega glanna- legur í litavali og munið að nágranninn þarf að hafa dýrðina fyrir augunum alla daga ársins... Litabók sál FRÆÐINNAR Litir geta verið kaldir og heitir og benda má á að þeir endurspegla sálarh'f mannsins. Heitír litír eru rauður, appel- sínugulur og gulur. Þeir efla sjónræna upplifun. Kaldir litír einsog blár, grænn og fjólublár draga úr sjónrænni upplif- un. Faber Birren, faðir litasálfræðinnar, segir að heitír litir séu mest notaðir af félagslyndum og mannblendnum ein- staklingum, en þeir köldu höfði mest tíl vitsmunalega þenkjandi einstaklinga, og þeirra dulu. Hlutlausir litír, eins og gráir og ljósbrúnir, höfða hins vegar tíl flestra og eru ekki til að vekja upp verulegar tílfinningasveiflur... Stíllinn að MÁLA LISTA- VERK ÁVEGG- INA Það er ekkert síður mikilvægt að nota rétta lití innanhúss og geta útfærsl- ur verið ýmiss konar. Einn litur á vegg er reglan en undantekningarnar eru miklu skemmtílegri. Augað er hægt að blekkja og listína má nota tíl að endur- skapa form, dýpka rými eða auka áherslur. Markmiðið er að klekkja á skynjun augans svo það nemi falskan raunvemleikann. Fyrir nokkrum árhundruðum var stundað að mála á veggi til skrauts, blekkingar og yndisauka. Sú tíska hefur legið niðri hjá velflestum, þótt einstaka sérvitringar hafi haldið í gamlar hefðir. Þessi „siður“ er orðinn stæll á ný og mörg heimili Evrópubúa fá að njóta handbragðs listamanna. Ekki vitlaust að taka upp þann háttinn hérlendis og nýta krafta okkar manna... Góðar hug- MYNDIR STAND- AST TAKMÖRK RAUNSÆISINS Hugmyndasnauð heimili em afar al- geng og sorgleg fyrirbæri. Hver hefur ekki komið inn í íbúðir og hús sem eiga að vera tipptopp en er svo ekkert varið í? Ástæðan: Nógir peningar en þrálátur hugmyndaskortur. Það er óljúft tíl þess að hugsa að íjöldinn allur af fólki leggi mikla íjármuni í ráðleggingar og hönn- un, en leggi lítíð sem ekkert af mörkum sjálft. Nýi „trendinn" er að fólk spái í um- hverfi sitt og geri það lífvænlegt fyrir sjálft sig, ekki fyrir tískuna eða aðra. Rétt er það að það fæðast ekki allir sem arkitektar, en hugmyndir finnast ekki einvörðungu í toppstykki manna. Það má leita í bæklinga, tímarit, listasöfn, náttúmna eða nánast hvað sem er tíl að finna þær. Ef eigið handbragð skortír er sniðugt að fá tíl liðs við sig fagfólk sem hefur tillögur um útfærslu og fyrir- komulag. Staðreyndin er nefnilega sú að það er miklu skemmtílegra að búa þar sem eigið hugvit hefúr fengið útrás. Faglegur vamagli felst þó í því að hug- myndir þurfa að standast takmörk raun- sæisins... TRÉ-X SPÓNAPARKEl A SUMARHÚSIÐ ER BESTI KOSTURINN NÍÐSTERKT RAKAHELT ÓDÝR ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA VARIST EFTIRLÍKINGAR PÁSKA TILBOÐSVERÐ TRÉ-X BÚÐIN SMIÐJUVEGI 30, KÓPAVOGI SÍMI 91-670 777 IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK SÍMI 92-14 700

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.