Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. APRIL 1992 Shtufticí — Innheimtustarfsemi hefur mikið verið á milli tanna manna að undanfömu og að vonum. Þetta er að sönnu hraðvaxandi „þjónusta", ekki síst fyrir tilstilli ríkisins, sem nú orðið má varla heyra minnst á vanskil án þess að hafa samband við lögmanna- stofu. Til marks um vöxt þessarar greinar má nefna að samkvæmt tölum Hagstof- unnar vom unnin tvö ársverk í þessari grein árið 1980, en árið 1989 eða áratug síðar vom ársverkin 84. Þetta er hvorki meira né minna en 4.100 prósenta aukning og er ekki að finna neina aðra at- vinnustarfsemi í landinu sem getur státað af öðm eins. í öðm sæti kemur atvinnu- greinin „vamaveiði og físki- rækt“ með 900 prósent. Þó má nefna að ef eitthvað þá kemst aukningin í „hugbún- aðarþjónustu" eitthvað í ná- munda við innheimmstarf- semina. Launagreiðslur í inn- heimtunni 1989 vomþannig að launþegar fengu 52 millj- ónir að núvirði en laun eig- enda vom tíunduð upp á 16 milljónir. Að meðaltali vom 10 launþegar fyrir hvem einn launagreiðanda... —Ur því rætt er um breyting- ar á atvinnustarfseminni á ní- unda áratugnum má geta eft- irfarandi. Auk innheimtunnar, fiskræktarinnar og hugbúnað- arþjónustunnar vom mest vaxandi greinamar þessar: starfsemi áhugamannasam- taka, starfsemi Háskólans og RÚV, atvinnulistamenn, aug- lýsingastofur, U'skuteiknun, starfsemi húsfélaga, veitinga- staðir, reksmr vamsveima og hitaveima, asfalt- og tjöm- pappagerð, trétunnu-, tré- kassa- og körfúgerð, loðdýra- rækt og svínarækt. Þær greinar sem vom hins vegar á fallanda fæti þennan áramg, þannig að vinnuaflið dróst saman, vom: fóður- framleiðslubú, dýraveiðar, hvalveiðar og -vinnsla, kex- gerð, tóbaksiðnaður, ullar- þvottur, fatagerð, húsgagna- gerð, bókband, hafnar- og vitaframkvæmdir og reksmr, fiskbúðir, reiðhjólaviðgerðir, úra- og klukkuviðgerðir og heimilisaðstoð. — Allir fjölmiðlar landsins kepptust við að fá fólk til að hlaupa apríl um daginn. Ætli eina undantekningin sé þó ekki Lögbirtingablaðið sem út kom 1. apríl. Þrátt íyrir vandlega leit tókst ekki að finna neitt lfldegt gabb í blað- inu. Nema þá ef vera skyldi nauðungamppboðsauglýsing frá veðdeild Landsbankans (væntanlega í umboði Bygg- ingarsjóðs ríkisins) á fast- eigninni Miðleiti 10 í eigu Hallvarðs Einvarðssonar rík- issaksóknara. Geturþað virkilega verið að hann Hall- varður sé í vanskilum?... SVIPMYNDIR ÚR SÖGU SMOKKSINS Kynlífið hefur varla breyst mikið í aldanna rás. Fmmþarf- imar em jú alltaf þær sömu og tilbrigði ástarleiksins líklega svipuð því sem var í grárri fom- eskju — þau eru satt að segja ekki ýkja mörg og vandséð að þar verði mikið bætt úr. Fom- grikkir stunduðu kynlífsleiki sem flestum hafa þótt blöskran- legir allt fram til okkar daga; gamlar bækur eins og Kama Sutra og verk markgreifans de Sade þykja enn nothæf leiðsögn gegnum huliðsheima kynlífsins. En ytri aðstæður hafa náttúr- lega breyst; mannkynið er mis- jafrílega siðavant og einnig hafa komið til sögunnar ýmis hjálpar- gögn sem þykja gagnleg og jafrí- vel nauðsynleg þegar ástarbrími heltekur menn og konur. Þar má til dæmis telja smokkinn sem lengi vel var vandræðilegt efni í hlægimál, en þykir núorðið í hæsta máta þarflegt þing. Smokkurinn hefrír reyndar verið til nokkuð lengi í einni eða ann- „Vinur fátæka manns- ins“. Þykkur, marg- nota smokkur. Notað- ur um aldamótin. „Hamingjuhrólfurinn". Japönsk smíð, gerður úr skjaldbökuskel. Not- aður í kringum alda- mótin 1800. „Bandaríski brodd- urinn“. 8cm lang-. ur. Notaöur á þriðja áratug aldarinnar. Smokkur úr kinda- görnum. Notaður af Casanova sem var uppi frá 1725 til 1798. arri mynd og líklega erfitt að segja til um hvar eða hvenær hann er upprunninn eða hvort einhver einn maður hefur fundið hann upp. LQdega er með hann eins og svo margt annað sem tengist frumþörfum mannsins, það sprettur upp af sjálfu sér — hlýtur að gera það. Og smokkamir hafa breyst, tekið framförum — sem betur fer liggur manni við að segja. SIGMUND UMTURNAR ÍMYND ÞORSTEINS í MOGGANUM Deilur Morgunblaðsritstjór- anna við Þorstein Pálsson sjáv- arútvegsráðherra um kvótamál, veiðileyfagjald og fleira hafa teygt sig yftr á teiknimyndasíðu Sigmunds. Sigmund hefur birt margar myndir af Þorsteini og alltaf hef- ur hann verið teiknaður sem unglegur, já ef ekki strákslegur, í mesta lagi með tvo grásprengda lokka í annars flaksandi svörtu hárinu. Fyrsta meðfylgjandi myndin birtist í Morgunblaðinu 25. mars sl. Þar er Steini léttur á sér með rifftl í hendi og bros á vör. Dag- inn eftir var mynd tvö birt og Sigmund búinn að gera Steina allt öðm vísi; með rennislétt og illa klippt hár, dQar í augna stað og farið að bera á pokum í andlit- inu. Hann er þar þó enn unglegur og mjósleginn í fráhnepptum jakka. Mynd þrjú birtist hins vegar þremur dögum síðar. Og nú er Þorsteinn búinn að eldast um á milli 10 og 20 ár, kominn með vemlega undirhöku, feitlag- inn í aðhnepptum jakka. Og skyndilega orðinn nærsýnni en áður, því nú fyrst skera gleraug- un á línuna sem sýnir kinnina. Þetta fyrmm „egg“ ritstjóranna í Aðalstræti er orðið að þreyttum og lösnum hana. Þegar klámbylgjan reið yflr ísland TVÍFARARNIR TVÍFARAKEPPNI PRESSUNNAR- 40. HLUTI Og enn sannar tvífarakeppnin hvemig líkir persónuleikar og lfkar félagslegar aðstæður setja sama mark á menn sem ef til vill áttu ekkert sameiginlegt í upphaft. Hver man ekki eftir Dennis Hopper í Easy Rider? Þar var hann útlagi á þjóðveg- unum. Og hver man ekki eftir Óskari Guðmundssyni — ekki á þjóðvegunum heldur á Þjóðlífi. Hann er líka orðinn nokk- urs konar útlagi, eltur af gömlum konum og öðmm sárreiðum áskrifendum. Það var á ámnum upp úr 1965 að frændur vorir Svíar og Danir fengu á sig orð fyrir að vera örg- ustu klámhundar í heimi. Svíar vom þá orðnir nokkuð stórtækir í framleiðslu klámefnis — blaða, bóka og kvikmynda — sem síð- an var selt í klámbúllum sem spmttu upp eins og gorkúlur við Strikið og á Vesturbrú í Kaup- mannahöfrí. íslendingar reyndust hins veg- ar miklu siðavandari þjóð. Þeir landar sem vildu nálgast klám urðu að fara til útlanda eða laum- ast inn í fombókaverslun í Hafrí- arstræti. Þar var hægt að kaupa dálítið subbuleg klámblöð sem hétu „Top Hat“ og „Pussycat“ — ef maður var í klQcunni. En það var svosem sitthvað fleira sem gerðist hér á landi og minnti á klámbylgjuna. Arið 1970 sáu fjömtíu þúsund íslend- ingar sænsku kvikmyndina Táknmál ástarinnar sem sýnd var í Hafnarbíói. Sjaldan eða aldrei hefur orðið jafnmikið fjaðrafok vegna bíómyndar á ís- landi. Siðgæðisverðir þessa lands risu upp til handa og fóta. Krist- ján Albertsson taldi það ekki eft- ir sér að skrifa fjórar greinar í Morgunblaðið. Þar stóð meðal annars: „Sýning saurlifnaðar- filmunnar í Hafríarbíói má óhætt teljast hinn smánarlegasti og hryllilegasti opinberi atburður sem orðið hefur í okkar þjóðar- sögu. Hvem hefði getað órað fyrir slOcri svívirðu á Islandi?" Freymóður Jóhannsson list- Táknmái ástarianar (Karlekens Sprðk) Athyglisvorð og hispurelaus ný, saensk litmynd, þar som á mjög írjfilslegan hótt er fjallnð um eðli- legt snmbnnd korla og konu, og hina mjög svo umdeildu fræðstu um kynferðismól, Myndin or gerð ol lækmrm og Þjóðlélags- frctðingum aom kryfja þctto við- kvœma mól lil mergjnr. Myndin er nú sýnd víðsvegnr um heim, og alls staðar við metaðsókn. lSLENZKÚn TEXTI Bönnuð inna-n 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Táknmál ástarinnar: „Smán- arlegasti og hryllilegasti op- inberi atburöur sem orðiö hefur f okkar þjóöarsögu.“ málari lét ekki sitt eftir liggja og skrifaði í blað að í myndinni skorti „sannarlega ekki að þessi „færi“ karls og konu séu sýnd rækilega og útskýrð, — og lif- andi maður og kona keypt til þess að sýna, á dýrslegan hátt, hvemig þessi ,,færi“ eigi að nota og séu notuð í ýmsum afbrigð- um.“ Fleiri lögðu orð í belg, les- endadálkar yfirflóðu. „Onnur kona“ skrifaði að myndin gæti leitt til taumlausra ástarathafna unglinga, ,jafnvel í stofunni heima hjá sér“. ,,Móðir“ sagði að myndin væri „kennslumynd í klámi og viðbjóðslegum sora“ og hvatti mæður til að fara og sjá „hvað verið er að kenna bömun- um ykkar!“. Einhverjir urðu þó til þess að mæla myndinni bót. „Bíógestuf' skrifaði að ekki væri auðvelt að hneyksla með klámi fólk sem lifði „heilbrigðu, hleypidóma- lausu kynferðislífi“. Hneykslun þessa fóUcs væri „ofitast sprottin af bælingu eðlilegustu hvata“. ,JEin af átján" skrifaði að myndin sýndi ekkert ofbeldi, „aðeins fal- legt fólk sem lætur vel hvað að öðm“. Og háskólaborgari: „Meðan einhverjir hafa garran af hressilegri klámmynd — þá þeir um það.“ En sýningamar héldu áfram, alveg í berhögg við kæm sem var lögð ffam til Sakadóms, þar sem þess var krafist að sýningar yrðu stöðvaðar „í nafríi siðmenn- ingarinnar og íslenskra laga“. Þess má svo geta í lokin að Táknmál ástarinnar var ffæðslu- mynd. Þeir sem á þessum ámm komust ekki inn á myndir sem vom bannaðar innan sextán em ennþá hálfspældir yfir að hafa ekki séðhana... ÞINGMANNA HEFUR RATAÐÁ VITLAUSAN TAKKA 1 V i ð greindum ffáþvíný- verið á þessum vettvangi að rétt fyrir jól hefðu níu þingmenn ýtt alls íjórtán sinnum á vitlausan takka við atkvæða- greiðslur og þá um leið greitt at- kvæði gegn vilja sínum. Þurftu þeir að leiðrétta sig eftir á, að minnsta kosti ef rétt afstaða skyldi koma fram í þingskjölum. Tuttugusta janúar kom þing aftur saman í nokkra daga til að klára nokkur mál, ekki síst „Bandorminn" svonefnda. Við það tækifæri þurfti á ný að greiða atkvæði um fullt af tillögum og greinum og nú tókst 7 þing- mönnum ekki að ýta á réttan taldca. í fyrri lotunni klúðraði Salome Þorkelsdóttir, forseti þingsins, alls þrisvar, tvisvar þau Sigríður A. Þórðardóttir, Jóhann Arsœls- son og Jón Baldvin Hannibals- son og einu sinni hver þau Rann- veig Guðmundsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Ragnar Arnalds, Friðrik Sophusson og Kristinn H.Gunnarsson. I síðari lotunni brást Ragnari Amalds aftur bogalistin, en auk hans ýttu á vitlausan takka þau Stefán Guðmundsson, Guð- mundur Bjarnason, Steingrímur J. Sigfússon, Jóna V. Kristjáns- dóttir, Ingibjörg Pálmadóttir og Karl Steinar Guðnason. í þessum tveimur lotum kiúðr- uðu því alls fimmtán þingmenn í tuttugu og einni atkvæðagreiðslu og em það 23,8 prósent eða fjórði hver þingmaður. í þessu klúðri áttu kvenmannsputtar níu sinnum sök að máli en karl- mannsputtar ellefu sinnum. Sjálfstæðisputtar eiga sjö klúður, Alþýðubandalagsputtar sex, Al- þýðuflokksputtar fjögur, Fram- sóknarputtar þrjú en Kvenna- listaputtar aðeins eitt.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.